Íslandsmót í stökkfimi

Um helgina fór fram Íslandsmót í stökkfimi. Mótið var haldið í Fjölni og var skipt í 4 hluta. Nýlega var reglum um stökkfimi breytt og kom mótið mjög vel út og var mjög skemmtilegt að horfa á. Hverjum flokk er skipt upp í deildir a,b,c, og gefið verðlaun í hverri deild. Fjölnir átti 7 lið á mótinu í ýmsum flokkum, öll stóðu þau sig mjög vel.

Verðlaunasæti hjá Fjölni fyrir samanlagðan árangur: 
5.flokkur 
C1 –1. Sæti
C2 – 3. Sæti

4.flokkur 
C1 – 3.sæti

3.flokkur 
B1 – 2.sæti
B2- 3.sæti

1.flokkur
B1  – 1. Sæti

Strákar
Kkeldri  – 1. Sæti

 

Öll Úrslit 
https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1538


Íslandsmeistaratitill í höfn og fleiri góð verðlaun

Að loknu Meistaramóti barna og Íslandsmeistarmóti unglinga í kata gleðjumstvið yfir árangri iðkendanna okkar.

Á Meistarmóti barna í kata náði Eva Hlynsdóttir bronsi í flokki 11 ára stúlkna.

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata unnu eftirfarandi til verðlauna:

  • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, gull í flokki 13 ára stúlkna
  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í flokki 13 stúlkna
  • Kjartan Bjarnason, brons í flokki 12 ára pilta
  • Hákon Bjarnason, brons í flokki 14 ára pilta
  • Baldur Sverrisson, brons í flokki 16 og 17 ára pilta

Við erum afskaplega stolt og ánægð með árangurinn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Íslandsmeistari í Kata 13 ára stúlkna, Ylfa Sól Þorsteinsdóttir ásamt Eydísi Magneu Friðriksdóttur silfurverðlaunahafa.


Íslandsmeistarar í 7 flokki 2018

Fjölnir varð um helgina íslandsmeistari 2018 í 7. flokki drengja eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Rimaskóla.

Fjölnisdrengir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndir Íslandsmeistarar 2018.

Þjálfari strákana er Sævaldur Bjarnason.

Það var Ester Alda Sæmundsdóttir, úr stjórn KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok.

Til hamingju Fjölnir!

#FélagiðOkkar