AMÍ 2018

Aldurflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri um helgina.  Alls tóku níu sundmenn þátt í mótinu í ár frá Sunddeild Fjölnis og stóðu þau sig að vanda mjög vel.  Mikið um persónulega bætingar og margir að næla sér í stig fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur, enn að líkt og í fyrra keptum við saman með Sunddeild Ármanns og Sunddeild KR undir merkjum ÍBR.

Fremstur í flokki var Ingvar Orri Jóhannesson sem nældi sér í 4 silfur og eitt brons í Drengjaflokki (13-14 ára) auk þess að vinna eitt gull, eitt silfur og eitt brons í boðsundum.
Systir hans Eyrún Anna Jóhannesdóttir nældi sér silfur í 100m skriðsundi meyja (12 ára og yngri) auk þess að vinna eitt gull og eitt silfur í boðsundum
Héðinn Höskuldsson vann eitt silfur og eitt brons í boðsundum í Drengjaflokki.
Arna Maren Jóhannesdóttir vann Brons í Boðsundi í Telpnaflokki
Embla Sólrún Jóhannesdóttir vann svo silfur í Boðsundi í Meyjaflokki

>>> Úrslit Fjölnis á AMÍ 2018

Nær allir voru að bæta sína bestu tíma í sínum greinum.
Nú tekur við sumarfrí hjá öllum flokkum, enn Sumarskólinn mun starfa áfram í allt sumar.
Takk fyrir mig og takk fyrir helgina. Það er búið að vara sannur heiður að vinna með ykkur sl. ár.

Kv. Raggi


Vilhjálmur Theodór skrifar undir hjá körfunni

Vilhjálmur Theodór Jónsson gekk í dag í raðir körfuknattleiksdeildar Fjölnis þegar hann skrifaði undir samning við félagið.

Hann er öflugur framherji og kemur frá Njarðvík.  Vilhjálmur Theodór er annar leikmaðurinn sem Fjölnir semur við í vikunni, hinn var Róbert Sig.

Koma þessara tveggja leikmanna styður vel við markmið deildarinnar í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir stjórn Fals Harðarsonar.

Við bjóðum Vilhjálm velkomin í voginn

Á myndinni eru Vilhjálmur Theodór Jónsson og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri að skrifa undir samninginn.

#FélagiðOkkar


Róbert Sig kominn heim!

Bakvörðurinn knái, Róbert Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.

Róbert er uppalinn Fjölnismaður en var á síðasta tímabili hjá Stjörnunni.

Það er mikill fengur að fá hann aftur í Voginn og undirstrikar það áherslurnar fyrir næsta keppnistímabil.

Við bjóðum hann velkominn í hópinn.

#FélagiðOkkar