Garpa- og skriðsundsnámskeið í Grafarvogslaug

Egló Ósk Gústafsdóttir verður þjálfari á skriðsundsnámskeiðunum og einnig mun hún þjálfa Garpasundið. Eygló Ósk er tvöfaldur Olympíufari, margfaldur Íslandsmeistari, Íslands- og norðurlandamethafi, hún var kjörin íþróttamaður ársins 2015.

Sjá tengil, Skriðsundsnámskeið fullorðna í Grafarvogslaug.


Karateæfingar hefjast eftir sumarleyfi

Æfingar eru að hefjast á ný hjá okkur í karatedeidinni innan skamms. Iðkendur síðasta árs æfa í framhaldshópum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Nýjir hópalistar verða birtir innan skamms. Skoðið þá vel og upplýsið tímanlega um athugasemdir og forföll fyrir komandi tímabil.

Framhaldsnámskeið (Framhald allir hópar) hefjast þriðjudaginn 4.september og lýkur með beltaprófi laugardaginn 8.desember. Æft er þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga samkvæmt hópalista.

Ný byrjendanámskeið (byrjendur allir hópar) hefjast 10. september og lýkur með beltaprófi mánudaginn 10. desember. Byrjendatímar eru mánudaga og miðvikudaga

  • 7 ára og yngri byrjendur 17:00 til 17:45
  • 8 til 12 ára frá kl 17:45 til 18:30
  • 16 ára og eldri kl 20:30 til 21:30

Einnig verður boðið upp á námskeið í styrktarþjálfun og tímar í boði

  • kl 16:00 til 17:00 eða 20:30 til 21:30 á mánudögum og miðvikudögum, og
  • kl 16:00 til 17:00 eða kl 19:00 til 20:00 á föstudögum.

Mánudaga og miðvikudaga verður sameiginlegur tími kl 20:30 til 21.30 fyrir byrjendur 16 ára og eldri og styrktarþjálfun.

Skráníng í námskeið fer fram á https://fjolnir.felog.is.


Hera Björk íslandsmeistari í tennis 2018

Okkar frábæru tennisstelpur Hera Björk og Georgina Athena unnu góða sigra á íslandsmótinu í tennis um helgina, aðrir keppendur stóðu sig líka vel.

Hera Björk Brynjarsdóttir varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða- og í tvíliðaleik.

Hún vann á laugardaginn í undanúrslit á móti Iris Staub 6-2/6-3.

Á sunnudeginum spilaði hún í úrslitaleik á móti Önnu Soffiu Grönholm og var það mjög spennandi leikur sem endaði með því að Hera sigraði, 1-6/ 6-3/ 7-6 (7-1)

Hera Björk var svo líka íslandsmeistari í tvíliðaleik með Önnu Soffíu.

Á miðvikudaginn fer Hera aftur út í  Háskólann í Bandaríkjunum (Valdosta Stata í Georgiu) til náms og æfinga.

 

Georgina Athena Erlendsdóttir stóð sig mjög vel og átti frábært mót.  Hún endadi í 2. sæti í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Sofíu Sóley Jónasdóttur og svo endaði hún í  2 sæti í einliðaleik í  U16.

Frábært mót hjá okkar tennisfólki og þetta sýnir að  við verðum að fara bæta aðstöðuna hjá okkur í Egilshöll svo að okkar ungu iðkendur hafi tækifæri til að feta í fótspor þessara frábæru fyrirmynda.

#FélagiðOkkar