Fimleikar

Félagsfatnaður

Fimleikafatnaður er til sölu á auglýstum söludögum sem fara fram í upphafi haustannar og vorannar. Einnig verða seldar vörur á innanfélagsmóti og sérstökum auglýstum söludögum.

VÖRUR OG VERÐ

Í meðfylgjandi skjali má sjá myndir og verð af þeim fimleikafatnaði sem er til sölu veturinn 2017-2018.

Fimleikafatnaður 2017-2018

Í HVAÐA HÓP ER IÐKANDINN ?

Til þess að velja viðeigandi fimleikafatnað þá þurfa foreldrar að vita í hvaða fimleikahóp barnið stundar æfingar. Iðkendur sem stunda fimleika fyrir alla þurfa ekki sérstakan Fjölnisfatnað, en við hvetjum foreldra samt sem áður til þess að kaupa æfingabol Fjölnis ef stefnt er að því að kaupa fimleikafatnað. Það er mikilvægt að iðkendur sem stunda fimleika í keppnis- eða úrvalshópum eigi viðeigandi fatnað. Einnig er nauðsynlegt að vita í hvaða þrepi/flokki iðkandinn er í svo að hægt sé að taka ákvarðanir hvenær það hentar að kaupa keppnisfatnað.

ÆFINGAFATNAÐUR

Við seljum sérstakan Fjölnis æfingafatnað og er það í boði fyrir allar stúlkur og stráka innan deildarinnar.

Stúlkur: Fjölnis æfingabolur og stuttbuxur
Drengir: Fjölnis æfingabolur og stuttbuxur

ÁHALDAFIMLEIKAR

Stúlkur í 4. - 5.þrepi:  Fjölnis keppnisbol og Fjölnisgalla
Stúlkur í 1. - 3.þrepi: Fjölnis keppnisbol (langerma) og samræmdan Fjölnisfatnað*
Drengir í 4. - 5.þrepi: Fjölnis keppnisbol, stuttbuxur, buxur og Fjölnisgalla
Drengir í 1. - 3.þrepi:  Fjölnis keppnisboll, stuttbuxur, buxur og samræmdan Fjölnisfatnað*

HÓPFIMLEIKAR

Stúlkur í 3. - 5.flokki: Fjölnis keppnisbol, leggings og Fjölnisgalla
Stúlkur í 1 - 2.flokki og mfl: Fjölnis hópfimleikagalla, og samræmdan Fjölnisfatnað*
Drengir í yngri flokki: Fjölnis keppnisbol, stuttbuxur og Fjölnisgalla

*Þegar iðkendur hafa náð ákveðnu þrepi/flokki þá notast þau ekki áfram við Fjölnisgallann. Á haustin er búið að ákveða hvernig upphitunarfatnaðurinn verður fyrir keppnistímabilið. Ávallt verður leitað eftir góðum fatnaði á sanngjörnu verði sem hentar vel til æfinga og keppni. Með þessu móti nýtist þessi fatnaður ekki einungis á fimleikamótum heldur einnig á æfingum fyrir komandi tímabil.

HVAÐ ER ÞESSI ÁKVEÐNI FATNAÐUR LENGI Í NOTKUN ?

Lagt er upp með að hafa hverja vöru fyrir sig til sölu í að lágmarki 4 ár í senn. Það getur þó verið breytilegt og eru ákveðnar vörur til sölu í lengri tíma.

  • Æfingabolur og stuttbuxur stúlkna var tekið í notkun haustið 2017
  • Æfingabolur og stuttbuxur drengja var tekinn í notkun haustið 2017
  • Keppnisbolur stúlkna í 4. - 5.þrepi var tekinn í notkun haustið 2015
  • Keppnisbolur stúlkna í 1. - 3.þrepi var tekinn í notkun haustið 2017
  • Keppnisbolur, stuttbuxur og buxur drengja var tekið í notkun haustið 2014
  • Fjölnisgalli stúlkna og drengja var tekið í notkun haustið 2013 / Áætla að nota þennna galla fram á vorið 2020
  • Hópfimleikagalli stúlkna var tekinn í notkun vorið 2017
  • Hópfimleikaleggings var tekið í notkun haustið 2017
  • Samræmdur Fjölnisfatnaður er nýr á hverju hausti

 

Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir má nálgast á skrifstofu Fjölnis.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.