Fimleikar

Fimleikar fyrir alla

Það eru margar greinar innan fimleika og hvetjum við börn og foreldra til þess að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem er við bjóðum upp á. Stærsti hluti iðkenda deildarinnar stunda æfingar undir heitinu fimleikar fyrir alla og hér fyrir neðan má sjá stutta útskýringu á hverjum hóp fyrir sig sem flokkast undir þá skilgreiningu.

BANGSAHÓPAR 2-3 ÁRA

Okkar yngstu iðkendur eru í svokölluðum bangsahópum. Börnin mæta á æfingar með foreldrum sínum sem aðstoða þau við að taka þátt í æfingunni. Þjálfarar skipuleggja upphitun og er markmiðið að börnin nái að fylgja henni eftir með aðstoð foreldra. Einnig er lögð áhersla á frjálsan tíma í salnum þar sem þau fylgja samt sem áður eftir ákveðnum þrautabrautum sem hafa verið settar upp. Fimleikar fyrir þennan aldur auka hreyfifærni barna og veita þeim tækifæri til þess að fóta sig í öruggum og skemmtilegum aðstæðum.

KRÍLAHÓPAR 3-4 ÁRA

Krílin okkar taka þátt í skipulagðri æfingu og fylgja eftir leiðbeiningum þjálfara með aðstoð foreldra. Þau læra að standa í röð, kynnast æfingahringjum, og að fara eftir munnlegum og sýnilegum fyrirmælum þjálfara. Það er einstaklingsbundið hversu mikið foreldrar þurfa að aðstoða við æfingar.

STUBBAHÓPAR 4-5 ÁRA

Á þessum aldri eru börnin farin að vera móttækilegri fyrir flóknari æfingum. Umferðareglur og fyrirkomulag æfinga eru þau mörg hver farin að þekkja. Uppbygging æfinga er svipuð og hjá krílahópum en þjálfarar bæta við erfiðleikum æfinga og sérhæfa sig frekar í fimleikaæfingum.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.