Fullorðinsfimleikar
Boðið er upp á fimleikanámskeið fyrir 18 ára og eldri. Lögð áhersla á góðar þrek- og teygjuæfingar og svo þær fimleikaæfingar sem henta getu hvers og eins. Reynsla af fimleikum er ekki skilyrði fyrir þátttöku heldur reynum við að koma til móts við þarfir hvers og eins. Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja sig og liðka og hafa gaman af í leiðinni.
Vorönn 2018
Æfingatímar
Mánudagar 19:30-21:00
Miðvikudagar 19:30-21:00
Æfingar hefjast
Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá mánudaginn 8.janúar
Æfingatímabil
Námskeið 1: 8.janúar - 28.febrúar - 8 vikna námskeið = 20.550 kr
Námskeið 2: 5.mars - 26.apríl - 8 vikna námskeið = 20.550 kr
Námskeið 3: 30.apríl - 23.maí - 4 vikna námskeið = 10.300 kr
PRUFUTÍMI!!!
Boðið verður upp á einn prufutíma fyrstu vikuna í hverju námskeiði.
Skráning fer fram HÉR.