Fimleikar | FRÉTTIR

Félagsfatnaður til sölu

Fimleikafatnaður verður til sölu mánudaginn 19.febrúar milli klukkan 17:00-19:00 í félagsaðstöðu Fjölnis Egilshöll. Æfinga- og keppnisfatnaður fyrir allar greinar fimleika verða til sölu. Vinsamlegast athugið að fimleikafatnaðurinn verður afhentur 3-4 vikum eftir söludaginn. Nánari upplýsingar um fatnað hér: http://www.fjolnir.is/fimleikar/felagsfatnadur-fimleikar/

15.02 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Fimleikastúlkur á Hello Kitty móti

Tveir stúlknahópar lögðu leið sína út á Seltjarnarnes síðastliðna helgi til þess að keppa á Hello Kitty móti Gróttu. Stúlkurnar öðluðust góða keppnisreynslu og fóru þær allar heim með flottar viðurkenningar fyrir sinn árangur. Innilega til hamingju með fyrsta mótið á árinu :)

24.01 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Þorgerður hlýtur starfsmerki FSÍ

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fór fram í janúar. Fimleikafólk var heiðrað og var starfsmaður fimleikadeildar ein af þeim sem tók við viðurkenningu og fékk starfsmerki FSÍ. Þorgerður Ósk Jónsdóttir hefur unnið fyrir fimleikadeild Fjölnis í 14 ár. Á þeim tíma hefur hún unnið sem þjálfari og starfsmaður á skrifstofu. Hún á gríðarlega stóran þátt í þeim árangri sem hefur náðst á undanförnum árum hjá deildinni. Þorgerður á auðvelt með að vinna með fólki og öllum líkar vel við hana. Takk fyrir…

15.01 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Vorönn 2018

Skráning er hafin í alla hópa fimleikadeildar fyrir vorönn 2018. Allar upplýsingar um æfingatíma, æfingagjöld og skráningu má nálgast hér á heimasíðu deildarinnar. Allir iðkendur sem stunduðu fimleika á haustönn ættu að hafa fengið upplýsingar um sinn hóp. Vinsamlegast athugið að skráningaferlið getur verið mismunandi eftir hópum. 4.janúar æfingar hefjast hjá keppnis- og úrvalshópum. 7.janúar æfingar hefjast hjá sunnudagshópum. 8.janúar æfingar hefjast hjá öllum öðrum hópum. Hlökkum til þess að hefja saman nýtt fimleikaár!

02.01 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnisstúlkur í úrvalshópum EM 2018

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshóp vegna Evrópumótsins í hópfimleikum 2018. Við erum stolt af stúlkum okkar fjórum sem hafa náð sæti í þessum hópum. Þær Tanja Dögg Hermannsdóttir, Kristín Sara Stefánsdóttir og Sigrún Vernharðsdóttir eru í úrvalshópi stúlkna og Ásta Kristinsdóttir í úrvalshóp kvenna. Innilega til hamingju og gangi ykkur vel á tímabilinu sem er framundan. Frétt frá fimleikasambandi Íslands: http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/frettir/item/1147-urvalshopar-landslidha-i-hopfimleikum-fyrir-em-2018

13.12 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Jólamót skipulag

Jólamót fimleikadeildar fer fram dagana 15. - 16.desember í fimleikahúsinu okkar í Egilshöll. Í meðfylgjandi skjölum má finna upplýsingar um skipulag mótsins en það hefur einnig verið sent foreldrum í tölvupósti. Við hlökkum til þess að sjá ykkur í hátíðarskapi og fylgjast með okkar flottu fimleikaiðkendum.   Grunnhópar   Framhaldshópar   Undirbúningshópar   Byrjendahópar   Æfingahópar   Keppnishóp Parkour

06.12 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Silfurstúlkur á Haustmóti 2

Það var góð stemmning hjá liðum Fjölnis á Haustmóti 2 í hópfimleikum síðustu helgi. Mótið fór fram á Selfossi og sendi deildin að þessu sinni 4 lið til keppni. Stúlkurnar í ÚH-1 áttu glæsilegt mót í 1.flokk og lentu í öðru sæti og komnar í samkeppni við önnur lið að komast á Norðurlandamót unglinga í vor. Öll liðin áttu gott mót og var gaman að fylgjast með iðkendum bæta við sig erfiðleikagildum frá síðasta tímabili. Við óskum öllum til hamingju…

29.11 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Sala á fimleikafatnaði

Söludagur verður á fimleikafatnaði á morgun miðvikudaginn 22.nóvember kl.16:30-18:00 á skrifstofu Fjölnis. Mikilvægt fyrir þá iðkendur sem vantar keppnisfatnað á vorönn að panta núna svo að allt sé komið fyrir mótin á nýrri önn. Einnig gæti Fjölnisgallin verið sniðugur í jólapakkann en við erum með stærðir frá 116. Hvað verður til sölu ? Fjölnisgallinn (afhending fyrir jól) Keppnisbolur stúlkna og stráka  (afhending í janúar) Æfingabolur stúlkna og stráka (afhending í janúar) Nánari upplýsingar um fimleikavörur, verð og aðrar gagnlegar upplýsingar…

21.11 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölniskrakkar sigursæl á haustmóti I

Um helgina fór fram Haustmót 1 í hópfimleikum. Fimleikadeild Fjölnis sendi þrjú lið til keppni. 4.flokkur keppti snemma á laugardaginn og kláruðu þessar ungu og efnilegu stelpur sitt mót með glæsibrag. Margar voru að keppa í fyrsta skipti á FSI móti. Stelpurnar lentu í 3.sæti. Strákarnir kepptu snemma í gær og þar voru miklir meistarataktar í gangi. Þeir unnu öll áhöldin og stóðu á efsta palli í lok móts. 3.flokkurinn kláraði svo daginn með glæsilegu 3.sæti þrátt fyrir svolítið stress…

21.11 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Verðlaunastúlkur í stökkfimi

Haustmót í stökkfimi fór fram á Akranesi síðasta laugardag og tóku stúlkur í hópi KH-3 þátt í mótinu. Þær kepptu á mismunandi tíma yfir daginn og í nokkrum aldursflokkum. Af myndum að dæma var mikið fjör hjá þeim og þjálfarar og keppendur ánægðir með daginn. Árangur á mótinu var einnig ánægjulegur og fengu Fjölnissstúlkur nokkra verðlaunapeningar um hálsin fyrir fjölþraut og einstök áhöld. Frábær árangur og til hamingju Fjölnisfólk :) Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: Keppnisflokkur 10-11 ára B 3.…

08.11 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.