Fimleikar | FRÉTTIR

Þórhildur og Elio Íslandsmeistarar

Íslandsmótið í þrepum var haldið í Ármannsheimilinu 1. og 2. apríl síðastliðinn. Rúmlega 20 keppendur úr mismunandi þrepum tóku þátt í mótinu og stóðu þau sig öll með prýði. Við óskum  íslandsmeisturunum okkar Þórhildi Rósu sem sigraði í 2.þrepi og Elio Mar sem keppti í 4.þrepi innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Fjölniskrakkar unnu til fjöldan allan af verðlaunum og við erum virkilega stolt árangrinum á keppnistímabilinu. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: 2.þrep kvk 1. sæti - Þórhildur Rósa Sveinsdóttir 4. þrep 13 ára…

06.04 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Bronsverðlaun á bikarmóti

Það voru glaðar fimleikastúlkur sem komu heim með bronspening um hálsin eftir bikarmót í áhaldafimleikum sem fór fram 4.- 5. mars.  Keppt var samkvæmt reglum fimleikastigans í 4. og 5.þrepi, mót stúlknana fram í Stjörnunni og strákana í Björk. Mótinu var skipt í A og B keppni hjá stúlkunum og sendum við tvö lið í A keppni og tvö lið í B keppni. Það voru fjórir strákar sem kepptu í 5.þrepi sem lið en 4.þreps strákarnir okkar kepptu sem gestir.…

06.03 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Bikarmeistarar í 4.flokki

Bikarmót unglinga í hópfimleikum var haldið helgina 25.-26.febrúar. Keppendur fimleikadeildar mættu til leiks vel undirbúin og full tilhlökkunnar að taka þátt í fyrsta móti ársins. Á mótinu eignuðumst við bikarmeistara í 4.flokki sem er glæsilegur árangur. Strákarnir okkar í kk-yngir stóðu sig með prýði og nældu sér í silfurverðlaun á mótinu. Keppendur í 3.flokki áttu einnig gott mót og voru allir að bæta sig frá því í fyrra. Við óskum öllum keppendum, þjálfurum og foreldrum innilega til hamingju með þessa…

28.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Flottir fimleikar á Akureyri

Þau stóðu sig vel á Akureyri Þórhildur Rósa og Sigurður Ari en þau kepptu á Þrepamóti 3 síðastliðna helgi. Sigurður Ari keppti í 3.þrepi á fjórum áhöldum af sex og sigraði bogahest og fékk brons á gólfi. Þórhildur sýndi listir sínar á öllum áhöldum í 2.þrepi og sigraði stökk og slá ásamt því að lenda í 2.sæti fyrir samanlagðan árangur. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: 2.þrep 13 ára og eldri 2. sæti - Þórhildur Rósa Sveinsdóttir Úrslit: http://www.fimleikasamband.is/index.php/mot/urslit/item/991-threpamot-3-a-akureyri-urslit

13.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Þrepameistarar í höllinni

Það var sannkölluð fimleikaveisla síðustu helgi í Laugardalshöllinni en þar fór fram keppni í 4.þrepi stúlkna og 4.- 5.þrepi drengja. Mótið var haldið af fimleikaráði Reykjavíkur (Fjölnir, Fylkir og Ármann) sem hélt samhliða þessu móti Reykjavíkurleikana fyrir keppendur í frjálsum æfingum. Við erum stolt af frábærum árangir iðkenda okkar sem var glæsilegur og skilaði okkur fjórum þrepameisturum þetta árið. Það er greinilegt að iðkendur og þjálfarar eru að leggja sig alla fram við að ná settum markmiðum. ÁFRAM FJÖLNIR! Verðlaunasæti…

09.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

5.þreps stúlkur á Þrepamóti 1

Það var virkilega ánægjulegt að fylgjast með fyrsta fimleikamótinu í áhaldafimleikum sem fór fram helgina 28.-29.janúar. Mótið var í umsjá fimleikafélagsins Björk og var haldið í Hafnarfirði, en þangað lögðu leið sína 15 stúlkur frá Fjölni til þess að keppa í 5.þrepi. Sumar voru að stíga sín fyrstu skref í keppni en aðrar reynslunni ríkari frá því í fyrra og var virkilega gaman að sjá framfarir hjá þeim öllum. Veitt voru verðlaun fyrir einstök áhöld og fyrir fjölþraut og söfnuðu…

09.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Nýkjörin stjórn

Aðalfundur fimleikadeildar var haldin í Egilshöll 30.janúar. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og það fjölbreytta starf sem fór fram á árinu. Það voru þrír stjórnarmenn sem létu af störfum en það voru þær Heiða Björg Tómasdóttir, Elva Möller og Hrefna Hjördís Guðnadóttir. Fimleikadeildin þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið og góð störf undanfarin ár. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir var ein í framboði til formanns, hún óskaði þó eftir mótframboði þar sem hún hefur ekki átt barn í deildinni í fjögur ár. Hún…

01.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Leikfimi fyrir fólk á besta aldri

Korpúlfar í samstarfi við fimleikadeild Fjölnis bjóða upp á leikfimi í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll. Frí purfutími verður 24.janúar kl.10.30 og hvetjum við áhugasama til þess að mæta.  Nánari upplýsingar má finna í auglýsingu hér til hliðar eða hjá Höllu Karí í síma 661-6520.

18.01 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum

Æfingar hjá FFF hefjast aftur mánudaginn 9.janúar klukkan 20.00. Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið fyrir alla sem vilja takast á við öðruvísi þrekæfingar og fjölbreytta hreyfingu Námskeið 1: 9. janúar - 1. mars - 8 vikna námskeið = 18.400 kr Námskeið 2: 6.mars - 26. apríl - 8 vikna námskeið = 18.400 kr Námskeið 3: 3.maí - 24. maí - 4 vikna námskeið = 9.200   Æfingatímar: Æfingar verða 2 sinnum í viku 1 1/2 klst í senn kl.20:00 - 21:30…

06.01 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnismaður ársins frá fimleikadeild

Föstudaginn 30.desember fór fram viðurkenningaátíð Fjölnis og þar voru heiðraðir íþróttamenna deilda, Fjölnismaður ársins og íþróttamaður ársins. Við erum stolt af öllu þessu frábæra fólki og óskum Hönnu og Ástu innilega til hamingju! Fjölnismaður ársins Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir formaður fimleikadeildar Fjönis og ungmennafélagskona hefur unnið fyrir deildina í rúm 8 ár. Á þessum tíma hefur hún unnið að gríðarlega mörgum verkefnum bæði stórum og smáum. Rekstur deildarinnar komst í gott horf og skynsamlegar ákvarðanir en þó sanngjarnar hafa verið…

03.01 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.