Fimleikar | FRÉTTIR

Glæsilegri vorsýningu lokið

Um helgina lauk vorsýningu fimleikadeildar sem fór fram dagana 2. - 3. júní. Eins og alltaf erum við í skýjunum með okkar frábæru iðkendur sem sýndu listir sínar í fimleikum og dansi.  Gleði og metnaður lýsti upp fimleikasalinn og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og fyrir samstarfið í vetur. Hefðbundum fimleikaæfingum á vorönn er lokið en við byrjum sumaræfingar á morgun 7.júní fyrir keppnishópa. Við óskum ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til þess að sjá alla aftur í haust.…

06.06 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Miðasala vorsýning

Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis verður haldin í fimleikahúsi okkar við Egilshöll dagana 2.-3 júní. Miðasala fer fram mánudaginn 29. maí milli klukkan 17.00-19.00 og þriðjudaginn 30. maí klukkan 17:00-19:00.  Það er mikilvægt að foreldrar barna í G, F, U og P-hópum tryggi sér miða á strax á mánudeginum 29.maí. Vinsamlegast athugið að miðar verða EKKI seldir á sýningardögum. Miðasalan báða daganana fer fram við fimleikasalinn. Í meðfylgjandi skjali má finna upplýsingar um hvaða sýningu hver tekur þátt í. Miðaverð 1.500 kr…

29.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölniskrakkar sigra á Íslandsmóti

Síðasta mótið á keppnistímabilinu var haldið á Akureyri dagana 20. - 21.maí. Fimleikadeildin sendi þrjú lið til keppni í mismunandi flokkum hópfimleika. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð hjá Fjölni þar sem að öll liðin lentu á verðlaunapalli. Stúlkurnar í 3.flokki A nældu sér í 3 sætið, 4.flokkur A tók fyrsta sætið og eru Íslandsmeistarar í sínum flokki og að lokum sigruðu strákarnir okkar í flokki KK-yngri og geta stoltir kallað sig Íslandsmeistara. Við erum sannarlega ánægð með frábæran árangur hjá þessum…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Flott frammistaða á Egilsstöðum

Íslandsmótið í 1. - 2. flokki var haldi að á Egilsstöðum helgina 13. - 14.maí. Það var hress hópur sem lagði af stað til Egilsstaða á föstudeginum með Flugfélagi Íslands en rétt fyrir lendingu var ákveðið að snúa við vegna veðurs. Flugi var því frestað þangað til daginn eftir og hópurinn lenti upp úr hádegi á laugardegi. Mótið gekk vel og var góður andi í hópnum eins og sást vel í gegnum Snap og facebook fimleikadeildarinnar. Þetta var síðasta mótið…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Íslandsmeistari í Stökkfimi

Helgina 5. - 6. maí fór fram Íslandsmót í Stökkfimi hér í fimleikahúsinu okkar í Egilshöll. Það er alltaf gaman að sjá fimleikasalinn fyllast af flottum fimleikaiðkendum. Mótið gekk vel og stóðu Fjölniskrakkar sig mjög vel. Við eignuðumst einnig Íslandsmeistara á þessu móti en það var hún Diljá Kristjánsdóttir sem sigraði í flokki 16 ára og eldri, við óskum henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: Stökkfimi 16 ára A 1. sæti - Diljá Kristjánsdóttir Myndasíða…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Sumaræfingar

Iðkendum fimleikadeildar sem eru skráð í keppnishóp fyrir haustönn 2017 (fædd 2009 eða fyrr) stendur til boða að æfa fimleikaæfingar í sumar. Boðið verður upp á æfingar í áhalda- og hópfimleikum í júní og ágúst. Verðskrá miðast við fjölda æfingatíma og eru þeir mismunandi milli greina og hópa. Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi skjölum. Keppnishópar áhaldafimleika Keppnihópar hópfimleika   Ef þið óskið eftir nánari upplýsingum eða hafið spurningar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband…

19.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Íslandsmót í Egilshöll

Íslandsmót í stökkfimi er haldið í Egilshöll laugardaginn 6.maí. Við hlökkum til að taka taka á móti ykkur öllum :) Skipulag mótsins má nálgast hér: http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/tilkynningar/item/1032-islandsmotidh-i-stoekkfimi-2017

05.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Þórhildur og Elio Íslandsmeistarar

Íslandsmótið í þrepum var haldið í Ármannsheimilinu 1. og 2. apríl síðastliðinn. Rúmlega 20 keppendur úr mismunandi þrepum tóku þátt í mótinu og stóðu þau sig öll með prýði. Við óskum  íslandsmeisturunum okkar Þórhildi Rósu sem sigraði í 2.þrepi og Elio Mar sem keppti í 4.þrepi innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Fjölniskrakkar unnu til fjöldan allan af verðlaunum og við erum virkilega stolt árangrinum á keppnistímabilinu. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: 2.þrep kvk 1. sæti - Þórhildur Rósa Sveinsdóttir 4. þrep 13 ára…

06.04 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Bronsverðlaun á bikarmóti

Það voru glaðar fimleikastúlkur sem komu heim með bronspening um hálsin eftir bikarmót í áhaldafimleikum sem fór fram 4.- 5. mars.  Keppt var samkvæmt reglum fimleikastigans í 4. og 5.þrepi, mót stúlknana fram í Stjörnunni og strákana í Björk. Mótinu var skipt í A og B keppni hjá stúlkunum og sendum við tvö lið í A keppni og tvö lið í B keppni. Það voru fjórir strákar sem kepptu í 5.þrepi sem lið en 4.þreps strákarnir okkar kepptu sem gestir.…

06.03 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Bikarmeistarar í 4.flokki

Bikarmót unglinga í hópfimleikum var haldið helgina 25.-26.febrúar. Keppendur fimleikadeildar mættu til leiks vel undirbúin og full tilhlökkunnar að taka þátt í fyrsta móti ársins. Á mótinu eignuðumst við bikarmeistara í 4.flokki sem er glæsilegur árangur. Strákarnir okkar í kk-yngir stóðu sig með prýði og nældu sér í silfurverðlaun á mótinu. Keppendur í 3.flokki áttu einnig gott mót og voru allir að bæta sig frá því í fyrra. Við óskum öllum keppendum, þjálfurum og foreldrum innilega til hamingju með þessa…

28.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.