Fimleikar | FRÉTTIR

Fjölniskrakkar sigra á Íslandsmóti

Síðasta mótið á keppnistímabilinu var haldið á Akureyri dagana 20. - 21.maí. Fimleikadeildin sendi þrjú lið til keppni í mismunandi flokkum hópfimleika. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð hjá Fjölni þar sem að öll liðin lentu á verðlaunapalli. Stúlkurnar í 3.flokki A nældu sér í 3 sætið, 4.flokkur A tók fyrsta sætið og eru Íslandsmeistarar í sínum flokki og að lokum sigruðu strákarnir okkar í flokki KK-yngri og geta stoltir kallað sig Íslandsmeistara. Við erum sannarlega ánægð með frábæran árangur hjá þessum…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Flott frammistaða á Egilsstöðum

Íslandsmótið í 1. - 2. flokki var haldi að á Egilsstöðum helgina 13. - 14.maí. Það var hress hópur sem lagði af stað til Egilsstaða á föstudeginum með Flugfélagi Íslands en rétt fyrir lendingu var ákveðið að snúa við vegna veðurs. Flugi var því frestað þangað til daginn eftir og hópurinn lenti upp úr hádegi á laugardegi. Mótið gekk vel og var góður andi í hópnum eins og sást vel í gegnum Snap og facebook fimleikadeildarinnar. Þetta var síðasta mótið…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Íslandsmeistari í Stökkfimi

Helgina 5. - 6. maí fór fram Íslandsmót í Stökkfimi hér í fimleikahúsinu okkar í Egilshöll. Það er alltaf gaman að sjá fimleikasalinn fyllast af flottum fimleikaiðkendum. Mótið gekk vel og stóðu Fjölniskrakkar sig mjög vel. Við eignuðumst einnig Íslandsmeistara á þessu móti en það var hún Diljá Kristjánsdóttir sem sigraði í flokki 16 ára og eldri, við óskum henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: Stökkfimi 16 ára A 1. sæti - Diljá Kristjánsdóttir Myndasíða…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Sumaræfingar

Iðkendum fimleikadeildar sem eru skráð í keppnishóp fyrir haustönn 2017 (fædd 2009 eða fyrr) stendur til boða að æfa fimleikaæfingar í sumar. Boðið verður upp á æfingar í áhalda- og hópfimleikum í júní og ágúst. Verðskrá miðast við fjölda æfingatíma og eru þeir mismunandi milli greina og hópa. Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi skjölum. Keppnishópar áhaldafimleika Keppnihópar hópfimleika   Ef þið óskið eftir nánari upplýsingum eða hafið spurningar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband…

19.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Íslandsmót í Egilshöll

Íslandsmót í stökkfimi er haldið í Egilshöll laugardaginn 6.maí. Við hlökkum til að taka taka á móti ykkur öllum :) Skipulag mótsins má nálgast hér: http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/tilkynningar/item/1032-islandsmotidh-i-stoekkfimi-2017

05.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Þórhildur og Elio Íslandsmeistarar

Íslandsmótið í þrepum var haldið í Ármannsheimilinu 1. og 2. apríl síðastliðinn. Rúmlega 20 keppendur úr mismunandi þrepum tóku þátt í mótinu og stóðu þau sig öll með prýði. Við óskum  íslandsmeisturunum okkar Þórhildi Rósu sem sigraði í 2.þrepi og Elio Mar sem keppti í 4.þrepi innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Fjölniskrakkar unnu til fjöldan allan af verðlaunum og við erum virkilega stolt árangrinum á keppnistímabilinu. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: 2.þrep kvk 1. sæti - Þórhildur Rósa Sveinsdóttir 4. þrep 13 ára…

06.04 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Bronsverðlaun á bikarmóti

Það voru glaðar fimleikastúlkur sem komu heim með bronspening um hálsin eftir bikarmót í áhaldafimleikum sem fór fram 4.- 5. mars.  Keppt var samkvæmt reglum fimleikastigans í 4. og 5.þrepi, mót stúlknana fram í Stjörnunni og strákana í Björk. Mótinu var skipt í A og B keppni hjá stúlkunum og sendum við tvö lið í A keppni og tvö lið í B keppni. Það voru fjórir strákar sem kepptu í 5.þrepi sem lið en 4.þreps strákarnir okkar kepptu sem gestir.…

06.03 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Bikarmeistarar í 4.flokki

Bikarmót unglinga í hópfimleikum var haldið helgina 25.-26.febrúar. Keppendur fimleikadeildar mættu til leiks vel undirbúin og full tilhlökkunnar að taka þátt í fyrsta móti ársins. Á mótinu eignuðumst við bikarmeistara í 4.flokki sem er glæsilegur árangur. Strákarnir okkar í kk-yngir stóðu sig með prýði og nældu sér í silfurverðlaun á mótinu. Keppendur í 3.flokki áttu einnig gott mót og voru allir að bæta sig frá því í fyrra. Við óskum öllum keppendum, þjálfurum og foreldrum innilega til hamingju með þessa…

28.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Flottir fimleikar á Akureyri

Þau stóðu sig vel á Akureyri Þórhildur Rósa og Sigurður Ari en þau kepptu á Þrepamóti 3 síðastliðna helgi. Sigurður Ari keppti í 3.þrepi á fjórum áhöldum af sex og sigraði bogahest og fékk brons á gólfi. Þórhildur sýndi listir sínar á öllum áhöldum í 2.þrepi og sigraði stökk og slá ásamt því að lenda í 2.sæti fyrir samanlagðan árangur. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: 2.þrep 13 ára og eldri 2. sæti - Þórhildur Rósa Sveinsdóttir Úrslit: http://www.fimleikasamband.is/index.php/mot/urslit/item/991-threpamot-3-a-akureyri-urslit

13.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Þrepameistarar í höllinni

Það var sannkölluð fimleikaveisla síðustu helgi í Laugardalshöllinni en þar fór fram keppni í 4.þrepi stúlkna og 4.- 5.þrepi drengja. Mótið var haldið af fimleikaráði Reykjavíkur (Fjölnir, Fylkir og Ármann) sem hélt samhliða þessu móti Reykjavíkurleikana fyrir keppendur í frjálsum æfingum. Við erum stolt af frábærum árangir iðkenda okkar sem var glæsilegur og skilaði okkur fjórum þrepameisturum þetta árið. Það er greinilegt að iðkendur og þjálfarar eru að leggja sig alla fram við að ná settum markmiðum. ÁFRAM FJÖLNIR! Verðlaunasæti…

09.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.