Fimleikar | FRÉTTIR

Aðventumót Ármanns

Árlega aðventumót Ármanns var haldið nú um helgina. Á mótinu var keppt í 4., 5., og 6. þrepi í áhaldafimleikum. Mótið var ótrúlega vel heppnað og skemmtilegt og áttu Fjölniskrakkar frábæra keppni. Við erum stolt af okkar iðkendum og þjálfurum, til hamingju öll. Hér má sjá skemmtilegar myndir af mótinu.

03.12 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Haustmót í hópfimleikum

Á laugardaginn lauk Haustmóti í hópfimleikum.  Haustmótið stóð yfir tvær helgar , fyrri hluti mótsins var haldinn í Gerplu fyrir 4.flokk og 3.flokk. helgina 10. og 11. nóvember.  og var seinni hlutinn fyrir aðra flokka var haldinn á Akranesi þessa helgi.    Fjölnir átti samtals sex lið sem tóku þátt á haustmóti og var markmið liðanna að hafa gaman og safna reynslu í bankann.  Haustmót eru sett upp þannig að öll lið í hverjum flokki keppa jafnt og úrslit mótsins skiptir svo liðunum…

20.11 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Leóna Sara valin í úrvalshóp í áhaldafimleikum

Leóna Sara Pálsdóttir hefur verið valin í úrvalshóp unglinga í áhaldafimleikum fyrir keppnistímabilið 2019. Við óskum henni og þjálfurum hennar innilega til hamingju með árangurinn. Það verður spennandi að fylgjast með Leónu takast á við verkefnin framundan. http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/frettir/item/1325-urvalshopur-unglinga-i-ahaldafimleikum-kvenna

19.11 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Haustmót á Akureyri helgina 3.- 4. nóvember

Haustmót í 4. og 5. þrepi fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þær Hermína Mist, Laufey Birta, Sigríður Fen og Svandís Eva sem kepptu í 5. þrepi og hjá strákunum voru það þeir Arnþór, Bjarni Hans, Grétar Björn, Sigurjón Daði og Viktor Páll sem kepptu í 5. þrepi og Bjartþór Steinn, Brynjar Sveinn og Wilhelm Mar kepptu í 4. þrepi. Þetta var liðakeppni og þegar það eru fáir keppendur frá félögunum þá blandast þau saman í lið…

07.11 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Haustmót í Stökkfimi

Haustmót í Stökkfimi fór fram í Stjörnunni um síðustu helgi. Góð skráning var á mótið sem gerði mótið líflegt og skemmtilegt. Nýlega var reglum í stökkfimi breytt, nú er alltaf keppt í liðum. Liðin samanstanda af 4-7 iðkendum og liðin skrá sig beint í A, B eða C deild eftir því hvaða stökk þau ætla að framkvæma.  Hópar KH-3 og KH-2 úr Fjölni skráðu sig á mótið og mynduðu fimm lið og enduðu fjögur þeirra á palli. Stelpurnar skemmtu mér stórkostlega og…

07.11 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Evrópumót í hópfimleikum

Í síðustu viku heiðruðum við þá iðkendur og þjálfara Fjölnis sem fóru út fyrir hönd Íslands að keppa á Evrópumóti í hópfimleikum. Sett var upp EM stofa í félagsrými Fjölnis og fylgst var vel með frá fyrsta degi. Öll lið Íslands stóðu sig sig frábærlega og erum við í Fjölni ótrúlega stolt af því að eiga svona efnilegt fólk í okkar röðum. Á myndinni frá vinstri Jónas Valgeirsson, landsliðsþjálfari stúlkna Katrín Pétursdóttir, landsliðsþjálfari stúlkna Bjarni Gíslason, landsliðsþjálfari kvenna Kristín Sara Stefánsdóttir, stúlknalandslið …

31.10 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Frábær árangur hjá iðkendum Fjölnis á haustmóti í áhaldafimleikum 1.-3. þrep

Haustmót í 3.-1. þrepi og frjálsum æfingum fór fram síðastliðna helgi í Björkunum. 19 keppendur kepptu á mótinu frá Fjölni,17 stúlkur og 2 drengir. Árangur helgarinnar var glæsilegur og  unnu Fjölniskrakkar alls 24 verðlaun á mótinu. Keppt var á einstökum áhöldum og í fjölþraut. Við erum gríðarlega stolt af þessum myndarhóp og þjálfurum þeirra enda stöðu þau sig frábærlega. Við óskum ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til þess að fylgjast með ykkur áfram á mótum vetrarins. Verðlaunasæti: 1.…

17.10 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Frábær árangur hjá iðkendum Fjölnis á haustmóti í áhaldfimleikum 1.-3. þrep

Haustmót í 3.-1. þrepi og frálsum æfingum fór fram síðastliðna helgi í Björkunum. 19 keppendur kepptu á mótinu frá Fjölni, 17 stúlkur og 2 drengir. Árangur helgarinnar var glæsilegur og  unnu Fjölniskrakkar alls  24 verðlaun á mótinu. Keppt var á einstökum áhöldum og í fjölþraut. Við erum gríðarlega stolt af þessum myndarhóp og þjálfurum þeirra enda stöðu þau sig frábærlega. Við óskum ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til þess að fylgjast með ykkur áfram á mótum vetrarins.…

17.10 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Söludagur Fimleikadeildar

Miðvikudaginn 19.september kl 17:00-19:00  verður söludagur á félagsfatnaði.  Hægt verður að máta og leggja fram pöntun á fimleikafatnði, greiða þarf á staðnum. Afhendingardagur verður auglýstur þegar vörurnar eru komnar í hús.   

18.09 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis

Hefur þig alltaf dreymt um að verða fimleikastjarna ? Opið er fyrir skráingu í Fullorðins Fimleika Fjölnis - FFF. Það er ekki krafa um að iðkendur hafi áður stundað íþróttina, tökum vel á móti öllum, 18 ára aldurstakmark. Skemmtileg hreyfing, þrek, teygjur og fimleikar.  Fyrsta æfing er á miðvikudaginn 22. ágúst. Í ár bjóðum við uppá að iðkendur skrái sig á námskeiðið alla önnina eða geti valið um tvö átta vikna tímabil.  Allar upplýsingar eru að finna HÉR   

20.08 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.