Fimleikar | FRÉTTIR

09.01 2019

Afreksfólk fimleikadeildar árið 2018

Ásta Kristinsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson valin afreksfólk fimleikadeildar árið 2018.

Ásta Kristinsdóttir hefur stundað fimleika frá unga aldri hjá fimleikadeild Fjölnis og er nú í fremstu röð fimleikastúlkna á Íslandi í hópfimleikum. Hún er aldursforseti og frumkvöðull í hópfimleikadeild Fjölnis. Á árinu var hún lykilmaður í meistarflokki Fjölnis þegar liðið keppti á danska meistaramótnu. Þar keppti hún með tvö erfiðustu stökkin bæði í fram og aftur umferð. Ásta keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum þar sem liðið endaði í 2.sæti. Við óskum Ástu okkar innilega til hamingju með frábært fimleikaár.

Sigurður Ari Stefánsson hefur stundað áhaldafimleika frá 7 ára aldri, hann hefur ávallt verið með þeim bestu og hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin og er árið 2018 engin undantekning.

Sigurður var í 2.sæti á Íslandsmóti í 3.þrepi, hann keppti í fyrsta skipti í frjálsum æfingum á GK meistaramótinu og jafnframt sá fyrsti í Fjölni í áhaldafimleikum kk til að keppa á þessu móti og lenti í 2.sæti. Í lok árs var hann svo valinn í úrvalshóp fimleikasambandsins. Við óskum Sigurði okkar einnig til hamingju með frábæran árangur á liðnu ári.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.