Fimleikar | FRÉTTIR

10.08 2017

Haustönn 2017

Haustönn fimleikadeildar hefst miðvikudaginn 23.ágúst og hlökkum við til þess að taka á móti ykkur.

Skráning og upplýsingar fyrir börn fædd 2010 og seinna

Bangsahópur - Börn fædd 2015

Krílahópur - Börn fædd 2014

Stubbahópur - Börn fædd 2013

Grunnhópur - Börn fædd 2012

Framhaldshópur - Börn fædd 2011

Undirbúningshópur - Börn fædd 2010

Skráning og upplýsingar fyrir byrjendur fædd 2009 og fyrr

Iðkendur sem eru 8 ára og eldri þurfa að skrá sig á biðlista hjá deildinni. Við gerum okkar besta til þess að bjóða sem flestum í fimleika en getum ekki tryggt að allir á biðlista komist að á haustönn. Iðkendur sem eru skráðir á biðlista fá upplýsingar sendar í tölvupósti þegar þeir hafa fengið úthlutað plássi.

Skráning á biðlista fer fram HÉR.

Upplýsingar fyrir iðkendur sem stunduðu fimleika á vorönn

Allir iðkendur sem gengu frá staðfestingargjaldi í sumar eru skráðir í deildina fyrir haustið. Stundaskráin er í vinnslu og verða æfingatímar, æfingagjöld og nánari upplýsingar sendar út við fyrsta tækifæri.

Skrifstofa

Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2705 eða í gegnum netfangið fimleikar@fjolnir.is. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.