Fimleikar

Leiga á fimleikasal

Hægt er að óska eftir því að leigja fimleikasalinn fyrir afmæli eða viðburði. Vinsamlegast athugið að upplýsingar og bókanir fara einungis fram í gegnum netfangið fimleikasalur.fjolnir@gmail.com.

VOR 2019

FIMLEIKASALURINN

Í salnum eru þrjú stór trampolín, púðagryfjur ásamt öllum helstu fimleikaáhöldum.

AÐSTAÐA FYRIR VEITINGAR

Andyrrið okkar leigum við út svo mögulegt sé að bjóða uppá veitingar. Þar eru nokkur lítil borð og stólar. Mikilvægt að ALLT rusl sé tekið og gengið sé vel um svæðið. Vinsamlegast athugið að það er einungis pláss fyrir einn hóp í einu í þessari aðstöðu.

VERÐSKRÁ

1 klst í sal = 18.000 kr

1 klst í sal + aðstaða í 30 mín = 20.000 kr

1 1/2 klst í sal = 26.000 kr

1 1/2 klst í sal + aðstaða í 30 mín = 28.000 kr

  • Óska þarf eftir því sérstaklega ef það á að legja aðstöðuna
  • Athugið að aðeins einn hópur í einu getur fengið afnot að veitingaastöðunni í einu
  • Hámarksfjöldi per hóp eru 30 manns.
  • Möguleiki að fleiri hópar séu í salnum á sama tíma.

 

LEIGUTÍMAR

Föstudagar

20:00-21:00

Laugardagar

13:30 - 14:30

14:30 - 16:00

16:00 - 17:30

17:30 - 19:00

* Ef þessir leigutímar henta ekki þá er hægt að hafa samband í gegnum netfangið hér að neðan og skoða aðra möguleika.

 

PANTANIR

Sendið fyrirspurn vegna leigu á fimleikasalur.fjolnir@gmail.com. Vinsamlegast takið fram hvaða dag þig hafið áhuga á að leigja ásamt tímasetningum. Upplýsingar um hvort salurinn sé laus berast eftir 1-2 daga. Upplýsingar eru einungis veittar í gegnum tölvupóst.

 

GREIÐSLUR

Til að tryggja sér salinn verður að greiða þremur dögum fyrir tilsettan dag. Vinsamlegast leggið inn á reikning 0114-05-69273, kt.410702-3470, og sendið kvittun á fimleikasalur.fjolnir@gmail.com (nafn leigjanda í skýringu).


SKILMÁLAR

  • Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu á tilsettum tíma þá áskilur deildin sér rétt til þess að leigja öðrum salinn.
  • Afbókun þarf að berast eigi síðar en 2 dögum fyrir leigudag. Að öðrum kosti mun deildin innheimta 1/2 leiguverð salar, skv. verðskrá.
  • Salurinn er ávallt leigður með þjálfara til þess að reglum sé fylgt ásamt því að auka öryggi þeirra sem mæta.
  • Leigutaki ber samt sem áður fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á þeirra vegum í fimleikahúsi Fjölnis.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.