Fjölnir

Afreksíþróttasvið BHS

Borgarholtsskóli býður  upp á afreksíþróttasvið í knattspyrnu, körfuknattleik, handbolta, íshokkí og golfi.  Frá hausti 2015 verður nemendum boðið upp á að stunda einstaklingsíþróttir á afreksíþróttasviði.  Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar þeim vel sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu. Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er (félagsfræði-, náttúrufræði- og viðskipta- og hagfræðibraut).

Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi.
Nemandi fær fjórar einingar á önn fyrir að stunda nám á afreksíþróttasviði. Þessar einingar nýtast beint til stúdentsprófs.

Nemendur á afreksíþróttasviði taka 4 einingar á önn í sinni íþróttagrein, knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik eða golfi. Afreksíþróttasviðið stendur yfir í 3 ár og nemandi útskrifast með stúdentspróf af bóknámssviði auk útskriftar af afreksíþróttasviði. Fjórða árið er hugsað þannig að nemandi geti einbeitt sér að þeim bóklegu greinum sem hann á eftir til að klára stúdentsprófið.

Alls eru þetta því 24 einingar á afreksíþróttasviði. Afreksáfangar koma í stað 8 eininga í íþróttum og 12 valeininga sem tilheyra hefðbundnum stúdetnsprófsbrautum. Því útskrifast nemendur af afrekssviði með 144 einingar.

Vefur afreksíþróttasviðs

Afreksíþróttasvið - myndband  unnið af Aroni Gauta Sigurðarsyni, nemanda á listnámsbraut Borgarholtsskóla.

Myndband frá kynningarfundi 25.3.2015. Hluti I

Myndband frá kynningarfundi 25.3.2015. Hluti II


Kröfur til nemenda

Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
Að hafa staðist grunnskólapróf
Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
Standast eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 15-19 einingum á önn.
Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum.


Efnisgjald fyrir afreksíþróttasvið verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 40.000 á önn.

Frábær kennsluaðstaða:

Egilshöll
íþróttahúsið Dalhúsum
Korpúlfsstaðir - Básar


Umsókn

Nemendur sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt. Einnig þarf að sækja sérstaklega um á afreksíþróttasviði.

Umsóknareyðublað fyrir afreksíþróttasvið.


Allar nánari upplýsingar veitir
Sveinn Þorgeirsson
Verkefnisstjóri afreksíþrótta BHS
Sími 697 5098sveinn@bhs.is

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.