Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Fjölnis fer fram mánudaginn 6. febrúar kl. 18:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.

Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!

Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn (fyrir 2. febrúar)

Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál

HÉR er hlekkur á Faceook-viðburð fundarins

17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð þremur til sjö mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og tveimur til sex meðstjórnendum og allt að tveimur til vara, einnig kjörnum á aðalfundinum.

Tillögur um stjórnarmenn skulu berast 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ef ekki berast næg framboð fyrir tilskilin tíma þá er heimilt að bjóða sig fram á aðalfundinum.

Endurskoðandi/skoðunarmenn reikninga félagsins hafa eftirlit með reikningum deilda. Deildarstjórn skiptir sjálf með sér verkum. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda.

Deildarstjórn getur sett sér og deild sinni vinnureglur, brjóti þær ekki í bága við lög félagsins. Deildarstjórn skal halda félagaskrá í samráði við stjórn félagsins.

https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

Hlökkum til að sjá ykkur!