ATBURÐIR

24.09 2017

Lokahóf knattspyrnudeildar Fjölnis 2017

Lokahóf knattspyrnudeildar Fjölnis 2017

 

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu  8.- 3. flokkur verður haldið í Dalhúsum sunnudaginn 24. september kl. 12:30 - 13:30. Að lokahófi loknu er svo leikur hjá mfl. karla þar sem Fjölnir tekur á móti KR kl:14:00 og ætlum við að fjölmenna á leikinn.
Gengið er inn um sundlaugarinnganginn og þaðan inn í íþróttasalinn.
Ekki verða veitt verðlaun en allir flokkar verða kallaðir upp og farið verður yfir tímabilið og félagið þakkar öllum fyrir ánægjulegt samstarf á tímabilinu.
Biðjum alla iðkendur og forráðamenn að mæta í Fjölnispeysum.
Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.
Síðan verða flokkarnir kallaðir upp og farið verður yfir tímabilið og fara svo í liðsmyndatöku.

Allir að mæta glaðir og kátir og síðan styðjum við okkar stráka til sigurs !
Áfram Fjölnir.

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.