ATBURÐIR

20.01 2018

Þorrablót Grafarvogs 2018

{texti} {texti}

Hið rómaða þorrablót Grafarvogsbúa sem haldið er af ungmennafélaginu Fjölni verður haldið í Dalhúsum laugardaginn 20. janúar 2018.

Þorrablótið hefur verið að skipa sér fastan sess undanfarin ár og stemmingin var algjörlega frábær með Ingó & A liðinu ásamt Birgittu Haukdal.

Veislustjóri verður engin annar en SVEPPI.

Að þessu sinni er öllu tjaldað til og stefnt að því að gera næsta blót að því allra glæsilegasta enda er þetta afmælisár Fjölnis en félagið  verður 30 ára. Búið er að ganga til samninga við meistara Ingó & A liðið og honum til aðstoðar verða  algjörir snillingar sem kynnt verður síðar, en þeir halda uppi stuði fram á rauða nótt. 

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvsogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

Nú er að taka daginn frá og vera klár þegar miðasala hefst, því við seljum bara 12 manna borð og eru þau öll merkt þannig að þú getur valið þitt borð.

Þorrablótsnefndin

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.