Fjölnir | FRÉTTIR

28.02 2018

Aðalfundur Fjölnis

Aðalfundur Fjölnis verður  haldinn Miðvikudaginn 7 mars kl. 17 í félagsaðstöðunni í Egilshöll.

 

Dagskrá aðalfundar:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar félagsins

c)      Lagabreytingar

d)      Kjör formanns

e)      Kjör stjórnarmanna

f)       Kjör skoðunarmanna reikninga

g)      Önnur mál

 

Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi félagsins undir dagskrárliðnum ,,lagabreytingar” og þá með fulltingi 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Sami frestur gildir um tillögur um stjórnarmenn.

 Fundartímar deilda

Tennsideild                                                 þri 6 febrúar kl. 20 - Búin

Skákdeild                                                    fim 8 febrúar kl. 20 Búin

Knattspyrnudeild                                          mán 19 febrúar kl. 20 - Búin

Körfuknattleiksdeild                                     Þri 20 febrúar kl. 18    - Búin   

Karatedeild                                                  mið 21 febrúar kl. 20- Búin

Frjálsíþróttadeild                                          mið 21 febrúar kl. 20- Búin

Fimleikadeild                                               mið 21 febrúar  kl. 18 - Búin

Sunddeild                                                    fim 22 febrúar kl. 20 - Búin

Handboltadeild                                            mán 26 febrúar kl. 20- Búin

 

Allir þessir fundir  fara fram í félagsaðstöðunni í Egilshöll.

Fundartímar eru kl. 18 og 20, ef þeir breytast verður það tilkynnt hér.

 

Sendi með útdrátt úr lögum félagsins en þau má sjá öll á heimasíðunni.

 

Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar deildar

c)      Kjör formanns

d)      Kjör stjórnarmanna

e)      Önnur mál

 

7. grein

Aðalfundur er æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Allir félagsmenn 16 ára og eldri sem ekki skulda félagsgjöld til félagsins hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

 

Aðalfund skal halda fyrir lok apríl ár hvert. Boða skal aðalfund minnst með sjö daga fyrirvara og auglýsa á sem víðtækastan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Í aðalfundarboði skal kynna dagskrá, fundartíma og fundarstað. Þá skal geta sérstaklega í fundarboði hvenær frestur til að skila inn tillögum að lagabreytingum og framboði til stjórnarsetu rennur út.

 

Dagskrá aðalfundar (aðalstjórnar) skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar félagsins

c)      Lagabreytingar

d)      Kjör formanns

e)      Kjör stjórnarmanna

f)       Kjör skoðunarmanna reikninga

g)      Önnur mál

 

Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi félagsins undir dagskrárliðnum ,,lagabreytingar” og þá með fulltingi 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Sami frestur gildir um tillögur um stjórnarmenn.

 

Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti úrslitum mála nema ef mál falla undir 4. mgr. 7. gr. laga þessara. Kosningar skulu vera skriflegar ef þess er óskað af fundarmönnum. Ef atkvæði standa á jöfnu falla mál niður.

 

8. grein

Stjórn félagsins er skipuð að lágmarki 7 mönnum. Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar.

 

Kjörtímabil stjórnar er á milli aðalfunda. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga. Á aðalfundi eru kosnir 2 skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa 1 löggiltan endurskoðanda.

 

9. grein

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórn er ábyrg gagnvart aðalfundi fyrir fjárreiðum og eignum félagsins. Deildarstjórnir eru ábyrgar fyrir rekstri sinna deilda gagnvart stjórn og aðalfundum deilda. Reikningar félagsins skulu liggja frammi minnst viku fyrir aðalfund til skoðunar fyrir félagsmenn.

 

10. grein

Formaður félagsins eða framkvæmdastjóri rita félagið samkvæmt undirrituðum fundarsamþykktum stjórnar. Stjórn félagsins veitir prókúruumboð og allar fjárskuldbindingar félagsins og deilda þess eru háðar samþykki prókúruhafa. Óheimilt er að skuldbinda félagið eða deildir þess með persónulegum ábyrgðum einstaklinga. Allir samningar gerðir í nafni Ungmennafélagsins Fjölnis eða deilda þess skulu áritaðir af formanni eða framkvæmdastjóra félagsins.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.