Fjölnir | FRÉTTIR

27.11 2015

Aðeins fjögur borð eftir !

Þorrablótið okkar góða verður haldið með pomp og prakt laugardaginn 23. janúar 2016 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum.

Mikið verður lagt í blótið og erum við á góðri leið með að fylla húsi. 

Páll Óskar kemur til með að halda uppi stuðinu ásamt hinum glæsilega Ingvari Erni  beib veislustjóra og Múlakaffi sér um matinn að sinni alkunnu snilld.  Það verður eitthvað fyrir alla að borða líka þá sem ekki borða þorramat.

 

Það eru aðeins fjögur borð eftir, já ef þú ert ekki komin/inn með miða þá þarftu að drífa þig að græja borð. "Fyrstu kemur fyrstur fær"

Seld hafa verið 42 borð af 62, nokkrir aðilar eru að klára að smala saman á borð til að kaupa, svo það má búast við að það verði uppselt á næstu dögum.

Það er einungis hægt að kaupa heil borð í forsölu, borðin eru tíu eða tólf manna.

Tíu manna borð kostar 89.000 (8.900 pr.mann). Tólf manna borð 106.800 (8.900 pr. mann). Stakur miði sama og í fyrra 9.500, Miðar bara á ballið 2.900 í forsölu. 

Forsölu lýkur 15, desember þá hækka verðin á borðum miðað við 9.500 pr. mann og ballmiðinn í 3.500 pr mann.

 

Miðasala fer fram í gegnum Nóra skráningarkerfi félagsins á www.fjolnir.is einnig er hægt að kaupa miða í Hagkaup Spönginni.

Mjög mikilvægt er að senda óskir um númer á borði á netfangið thorrablot@fjolnir.is þegar búið er að kaupa miðana. Hér má sjá uppröðun borða, borðin sem eru með græna "tékk" merkinu eru seld.

 

Húsið opnar klukkan 19:00 og lokar klukkan 20:00 þegar borðhald hefst, Opnar aftur klukkan 23:00 fyrir ballgesti.

Ef þið eruð með einhverjar fyrirspurnir varðandi Þorrablótið og eða eruð í vandræðum með kaupin í gegnum skráningarkerfið vinsamlegast sendið póst á thorrablot@fjolnir.is

Hlökku til að sjá ykkur á blótinu, með kærri kveðju þorrablótsnefndin.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.