Fjölnir | FRÉTTIR

29.05 2018

Hæfi enn að bæta við sig góðu starfsfólki.

Hæfi endurhæfingarstöð hóf starfsemi sína í byrjun ársins, félagið gerði góðan samstarfssamning við Hæfi strax á fyrstu vikum starfseminnar og er það samstarf bara vaxandi. Í dag starfa þar fimm sjúkraþjálfarar, 3 læknar, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Nýjasta viðbót í öflugan hóp sérfræðinga hjá Hæfi er Bragi Reynir Sæmundsson sálfræðingur.

Bragi Reynir Sæmundsson sálfræðingur hefur hafið störf hjá Hæfi endurhæfingarstöð.

Bragi hefur mikla reynslu af vinnu með íþróttalið og íþróttafólk á öllum aldri. Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra á þeim vettvangi m.a. með samstarfsmanni sínum Jóhanni Inga Gunnarssyni frá árinu 2012.

Bragi útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2010. Hann hafði þá jafnframt lokið diplómanámi til kennsluréttinda frá HÍ árið 2007. Bragi hefur starfað fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 2013 í þverfaglegu teymi sem veitir einstaklingum meðferð við margvíslegum, geðrænum vanda.

Hægt er að panta tíma hjá Braga í síma 5 11 10 11 og á mottaka@haefi.is

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.