Fjölnir | FRÉTTIR

22.05 2017

Hreyfivika UMFÍ og Grafarvogsdagurinn.

Við ætlum að þjófstarta Hreyfiviku UMFÍ á fimmtudaginn 25. maí Uppstigningardag klukkan 10:00 með fjölskyldugöngu á Esjuna. ​Lagt verður af stað frá bílaplaninu við Esjurætur, gengið upp hægrameginn við bílaplanið og niður vinstrameginn.  Hér er slóð á facebookviðburð göngunar.

Hið árlega Fjölnishlaup sem er einn elsti viðburður félagsins, verður einnig á fimmtudaginn, hlaupið hefst klukkan 11:00 við Grafarvogslaugina. Hægt að velja um tvær vegalengdir 10 km eða skemmtiskokk. Sjá nánar um Fjölnishlaupið hér.

Þjófstartið heldur svo áfram á laugardaginn 27. maí en þá verður Grafarvogsdagurinn hladinn í 20 sinn. Boltadeildir félagsins og fimleikadeildin verða með skemmtidagskrá í Egilshöllinni, boltadeildirnar í knatthöllinni frá klukkan 11:00 - 13:00 og fimleikarnir í fimleikasalnum frá klukkan 11:00 - 12:00. Ýmislegt annað verður í boði í Egilshöllinni á sama tíma, hér má sjá dagskrá Grafarvogsdagsins.  Við verðum einnig með kynningu á sumarstarfi félagsins í anddyri Egilshallar.

Karatedeild Fjölnis verður með opnar karateæfingar fyrir almenning í Hreyfivikunni frá mánudeginum 29.maí. Æfingarnar verða í æfingasal þeirra í Egilshöllinni máunudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og laugardag sjá æfingatíma hér.

Hér er svo slóð á alla viðburði félagsins í Hreyfivikunni.

Hreyfivikan er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur að njóta samvistar í léttri og fjölbreyttri hreyfingu.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Starfsfólk Fjölnis.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.