Fjölnir | FRÉTTIR

06.09 2018

Íþróttaakademía Fjölnis 2018/2019

Fyrsti tíminn í Íþróttaakademíu Fjölnis - ÍAF  fór fram í aðstöðu Fjölnis í Egilshöll dag og var virkilega gaman að hitta nemendurna. Dagskrá vetrarins var kynnt og við hlökkum mikið til komandi verkefna með krökkunum í haust.

Hér fyrir neðan eru uppfærðar upplýsingar um ÍAF.

ÍAF er verkefni innan Umf. Fjölnis og er það tækifæri ætlað unglingum sem æfa íþróttir og eru í 9. og 10. bekk. Verkefnið snýst um að undirbúa nemendur í að taka ábyrgð á sjálfum sér sem íþróttamanni og læri þannig að tileinka sér gott hugarfar, heilsusamlega næringu, svefn og réttar þjálfunaraðferðir. Aðalmarkmið ÍAF er að bjóða upp á þjálfun og fræðslu sem styður við það sem þegar er gert í deildum félagsins. Þetta verkefni er hugsað fyrir þá íþróttamenn sem vilja ná langt í sinni íþrótt og eru tilbúin að leggja mikið á sig, til að svo megi verða.

ÍAF byggir á samstarfi unglingadeilda grunnskóla Grafarvogs og Umf. Fjölnis og felst tækifærið fyrir unglingana að fá að velja ÍAF sem valgrein í náminu sínu í stað hefðbundinna námsgreina. Athygli er vakin á því að þetta námskeið kostar 34.000 kr fyrir allt árið, Innifalið er því er öll þjálfun, kennsla, gestafyrirlestrar, námskeiðsgögn og flott æfingapeysa.

 

Nemendur þurfa að skrá sig í valfagið "íþróttaakademía Fjölnis”. Ef nemandi er óviss um hvort hann sé skráður þarf hann að hafa samband við námsráðgjafa í sínum skóla.

 

Hér er ÍAF á Facebbok https://www.facebook.com/itrottaakademiafjolnis/

Heimasíða ÍAF https://fjolnirakademia.wordpress.com/

 

Anna Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Íþróttaakademíu Fjölnis.Netfang: fjolnirakademia@gmail.com

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.