Fjölnir | FRÉTTIR

29.12 2017

Kjör íþróttafólks ársins er í kvöld kl. 18

Föstudaginn 29 desember 2017,  fer fram val á íþróttafólki Fjölnis 2017 í félagsrýminu okkar í Egilshöll og hefst hófið kl. 18:00.  Þetta er í 28 skipti sem valið fer fram og nú verður breyting á, þar sem við kjósum íþróttakonu og íþróttakarl í fyrsta sinn.  Við hvetjum allt Fjölnisfólk, iðkendur, þjálfara, foreldra og Grafarvogsbúa almennt að fjölmenna og heiðra íþróttafólkið okkar.  Þetta er orðin árviss hefð og gaman að sjá hversu margir mæta á ári hverju og heiðra íþróttafólkið okkar og fara yfir árið.     

Dagskrá

Kynntur er afreksmaður hverrar deildar og þeir heiðraðir sérstaklega

Fjölnismaður ársins valinn

Íþróttakona Fjölnis valin

Íþróttakarl Fjölnis valinn

Í fyrra var Viðar Ari Jónsson valinn íþróttamaður Fjölnis en hann kemur úr knattspyrnudeildinni og Fjölnismaður ársins 2016 var valinn Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir formaður fimleikadeildar.

Hvetjum alla til að koma og heiðra afreksfólkið okkar

Áfram Fjölnir

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.