Fjölnir | FRÉTTIR

08.03 2018

Frá aðalfundi Fjölnis

Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis var haldinn miðvikudaginn 7 mars í Egilshöll.

Ný stjórn var kosin en hana skipa, Jón Karl Ólafsson, formaður, Elísa Kristmannsdóttir, Ásta Björk Matthíasdóttir, Jósep Grímsson, Styrmir Freyr Böðvarsson, Sveinn Ingvarsson, Hreinn Ólafsson og Pétur Veigar Pétursson.  Stjórnina skipa því 8 manns en hún var 7 manna.  Úr stjórninni gengu Birgir Gunnlaugsson og Laufey Jörgensdóttir og voru þeim þökkuð góð störf fyrir félagið.

Frímann Ari, framkvæmdastjóri ÍBR heiðraði þrjá einstaklinga með Gullmerki ÍBR, en það voru, Jón Karl Ólafsson, Birgir Gunnlaugsson og Málfríður Sigurhansdóttir.

Laufey Jörgensdóttir var heiðruð með starfsmerki UMFÍ af Erni Guðnasyni varaformanni UMFÍ.

Silfurmerki Fjölnis fengu 12 einstaklingar, en það voru

165. Laufey Jörgensdóttir
164. Auður Ólafsdóttir
163. Guðmundur Búi Guðmundsson
162. Trausti Harðarson
161. Árni Heiðar Guðmundsson
160. Zoltan Józef Demény
159. Stefán Hafþór Stefánsson
158. Guðlaug Ingvarsdóttir
157. Ragnar Friðbjarnarson
156. Aðalsteinn Snorrason
155. Örn Arnarson
154. Smári Þór Baldursson

Gullmerki Fjölnis fengu 9 einstaklingar, en það voru 

32. Kristinn Sigurðsson
31. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir
29. Ásta Björk Matthíasdóttir
28. Kristján Einarsson
27. Valborg Guðrún Guðjónsdóttir
26. Willem Cornelis Verheul
25. Carola Moreno Frank
24. Óskar Knudsen
23. Helgi Árnason

Fundurinn var vel sóttur og er öllum þeim sem veitar voru viðurkenningar þakkað fyrir góð störf í þágu félagsins.

Ársskýrsla 2017

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.