Fjölnir | FRÉTTIR

13.09 2018

Okkur bráðvantar starfsfólk.

Góðan daginn,

Okkur bráðvantar starfsfólk til að fylgja iðkendurm í 1. og 2. bekk í Strætó.

Við erum að tala um vinnu frá ca. 13:45 - 16:00 aðeins mismunandi eftir því hvaða skóla er verið að fylgja frá og til.

Starfsmaður þarf að mæta í skólann sem hann fylgir frá, fylgja í Strætó á æfinguna í Egilshöll, aðstoða krakkana í og við klefana, bíða þar í ca. klukkutíma á meðan æfingarnar eru (hægt að hinkra í félagsrýminu okkar í Egilshöllinni, spjalla við samstarfsfólk, slaka á og fá sér kaffi, fara í ræktina eða skreppa eitthvað annað á meðan krakkarnir eru á æfingu). Fylgdarfólk tekur við krökkunum aftur í klefunum eftir æfingar og aðstoðar þau sem þurfa hjálp við að skipta um föt og fylgja þeim til baka í skólana með Strætó.

Áhugasamir hafi samband við undirritaða með tölvupósti á frida@fjolnir.is eða í síma 695 0252.

Kær kveðja, 

Málfríður Sigurhansdóttir, Íþrótta- og félagsmálastjóri 

Ungmennafélagsins Fjölnir.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.