Fjölnir | FRÉTTIR

Herrakvöld Fjölnis 2014

Miðasala er komin á fullaferð á Herrakvöld Fjölnis. Mætum allir og skemmtum okkur vel. Áfram Fjölnir

31.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sambíómótið byrjar á morgun

Á morgun byrjar Sambíómótið í körfubolta barna í Dalhúsum og má reikna 400-500 börnum sem munu spila af mikilli gleði og áhuga. Hvetjum alla til að mæta í Dalhúsið og kíkja á nokkra leiki.

31.10 2014 | Karfa LESA MEIRA

OLÍS styður skákdrottningu Fjölnis

OLÍS hefur ákveðið að styðja Nansý Davíðsdóttir, efnilegustu skákkonu Íslands, sem teflir fyrir Skákdeild Fjölnis. Nansý er núverandi Norðurlandameistari stúlkna og margfaldur Íslandsmeistari ein og sér og með skáksveitum Rimaskóla. Fyrir tveimur árum vakti hún mikla athygli í Svíþjóð þegar hún 10 ára gömul vann alþjóðlega skákmótið Västerås Open og hirti þar öll aðal-og aukaverðlaun. OLÍS vill auðvelda Nansý þátttöku á skákmótum erlendis og færði henni gjafabréf með flugmiða Icelandair til Evrópu. Nansý fékk gjafabréfið afhent í skólanum sínum þar sem bekkjarfélagar hennar í Rimaskóla og Eygló…

31.10 2014 | Skák LESA MEIRA

Miðvikudagar eru skákdagar í Grafarvogi

Skákdeild Fjölnis breytti í ár æfingadegi barna-og unglingaæfinga frá laugardegi yfir á miðvikudaga. Þessi breyting hefur virkað vel og um og yfir 30 krakkar mætt á hverja einustu æfingu. Þetta eru nemendur í grunnskólum Grafarvogs og Grafarholts sem eru farnir að tefla sér til ánægju. Þeir taka miklum framförum með reglulegum mætingum og þátttöku í skákmótum. Miðvikudaginn 29. október mættu 31 á æfingu Fjölnis og var boðið upp á skákmót og skákkennslu. Nokkrir foreldrar aðstoðuðu við veitingar og skákstjórn. Á skákmótinu voru veitt…

30.10 2014 | Skák LESA MEIRA

Haustmót á Akureyri um helgina

Um helgina fer fram fram Haustmót í 4 og 5.þrepi og er mótið haldið á Akureyri. Keppendur hafa verið á fullu að fínpússa æfingar og er mikill spenningur í hópnum. Stúlkur úr K-2 og drengir úr K-4 taka þátt í mótinu að þessu sinni og með þeim í för verða þjálfararnir Gerða, Karen og Benni. Við óskum þeim góðrar ferðar norður og góðs gengis á mótinu. ÁFRAM FJÖLNIR!

30.10 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnir - ÍR í kvöld

Í kvöld munu Fjölnisstrákarnir taka á móti ÍR-ingum. Bæði liðin eiga enn eftir að landa sínum fyrsta sigri og því mikið í húfi fyrir bæði lið. Strákarnir eru staðráðnir í að verja heimavöllin og ná fram sigri. Þess vegna er mikilvægt að fá góðan stuðning úr stúkunni og því viljum við sjá allt Fjölnisfólk í stúkunni!! Hamborgarar verða að sjálfsögðu til staðar frá kl. 18 og því er kjörið að fá sér kvöldmat í Dalhúsum og fara svo á leikinn!…

30.10 2014 | Karfa LESA MEIRA

Ólafur Páll ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni

Ólafur Páll ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni

Ólafur Páll Snorrason var í dag ráðinn sem  spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.  Ólafur, sem er uppalinn Fjölnismaður, á að baki afar farsælan feril hjá FH, einu sigursælasta liði efstu deildar á Íslandi,  þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin níu ár. . Það er ljóst að hæfileikar og reynsla Ólafs muni nýtast Fjölnismönnum gríðarlega vel á næstu árum í því verkefni að…

29.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Meistaraflokkur kvenna 2014-2015

Meistaraflokkur kvenna leikur í utandeildinni á þessu tímabili. Stefnan er að skrá lið til leiks í Olís deild kvenna á næsta tímabili (2015-2016). Hópurinn er skipaður leikmönnum frá meistaraflokks aldri niður í yngra ár fjórða flokks. Við erum stolt yfir því að ca 90% af hópnum eru uppaldnar stelpur sem hafa spilað saman í yngri flokkum og gera enn. Flestar stelpurnar eru úr hópnum sem varð Íslandsmeistari í vor. Fyrir tímabilið fengum við til okkar nokkrar eldri stelpur sem koma með…

29.10 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttamannafundur

Fjölnir hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 16:15 í Egilshöll þar sem nýr aðstoðarþjálfari í knattspyrnu verður kynntur.  Fjölnir hafnaði í níunda sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili.   

29.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Myndir af Fruit Shoot mótinu sem haldið var í samvinnu við Ölgerðina og Norway Cup

Myndir af liðunum Mótið er nú haldið í annað sinn og tókst mjög vel.  Þáttakendur voru rúmlega 600, bæði strákar og stelpur í 5 flokki.  

29.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Umfjöllun RÚV á Sambíómótinu 2013

Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við Sambíóin heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendurnar. Þátttakendur á mótinu eru stelpur og strákar fædd 2003 og síðar. Mótið fer fram helgina 1. og 2. nóvember 2014 í Grafarvoginum. Að venju verður ekki keppt um sætin og stigin eru ekki talin opinberlega, heldur verður það leikgleðin sem ræður ríkjum og fá allir keppendur verðlaunapening að móti loknu. Mót þetta hefur skipað sér sess í stórmótum vetrarins og þar má jafnan sjá…

28.10 2014 | Karfa LESA MEIRA

Hjálpsamir körfuboltaforeldrar Fjölnis - Fundur vegna Sambíómóts 2014

Hjálpsamir körfuboltaforeldrar Fjölnis - Fundur vegna Sambíómóts 2014 Þar sem stærsta fjáröflun körfuknattleiksdeildar Fjölnis fer fram um næstu helgi með Sambíómótinu viljum við halda fund með foreldrum um hvernig við getum hjálpast að og þar með auðveldað okkur öllum verkin. Margar hendur vinna létt verk og því er hver klukkustund sem þið getið gefið kost á ykkur kærkomin aðstoð í annars þetta stóra og skemmtilega verkefni körfuknattleiksdeildarinnar. Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta á fundinn getið þið sent…

28.10 2014 | Karfa LESA MEIRA
27.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Heimasíða Sambíómótsins

Nú er tæp vika í Sambíómótið og hefur verið sett upp upplýsingasíða fyrir mótið þar sem allar helstu upplýsingar mótsins eru.

26.10 2014 | Karfa LESA MEIRA

Geggjað stuð á konukvöldinu !

Það voru um 120 flottar stelpur sem skemmtu sér vel í Hlöðunni í Gufunesi á Konukvöldi Fjölnis í gærkvöldi. Sigga Kling sýndi góða takta og stemmingin frábær. Þetta er það sem gerir félagið sterkara og færir fólk saman. Áfram Fjölnir Mynd: Örn Arnar Jónsson

26.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Meint óæskileg hegðun stuðningsmanns Fjölnis í knattspyrnu

Meint óæskilegun hegðun stuðningsmanns Fjölnis   Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur haft til umfjöllunar kæru forsvarsmanna ÍBV eftir leik Fjölnis og ÍBV í lokaumferð Pepsideildarinnar sem fram fór þann 4 október síðastliðinn. Kæra ÍBV sneri að meintri óæskilegri hegðun  af hálfu eins af stuðningsmönnum Fjölnis í garð leikmanns ÍBV á meðan leik stóð.   Það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að þar sem hvorki dómarar, né aðrir starfsmenn KSÍ eða Fjölnis á vellinum hafði orðið vitni að atburðinum þá séu ekki forsendur til staðar til þess að beita Fjölni viðurlögum.…

25.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Tengill inná upplýsingasíðu fyrir sundmót

Farið er inná sundmót hér vinstramegin á síðunni og smellt á myndina þar. Tengill inná úrslitasíðu fyrir sundmót

25.10 2014 | Sund LESA MEIRA

Mikið um að vera hjá okkur um helgina

Í dag laugardag hófst Fruit Fruit Shoot mót Fjölnis sem við höldum alla helgina í samstarfi við Ölgerðina og Norway Cup. Mótið er liður í tekju öflun Barna og unglingaráðs félagsins. Mikill fjöldi liða og iðkenda er í Egilshöllinni okkar og mikil stemming. Í Rimaskóla er einnig stórt körfuboltamót hjá yngri flokkunum okkar og er það bæði í dag og morgun. Í Sportbitanum í Egilshöll byrjuðum við í morgun með getraunakaffi og eru allir velkomnir í spjall, Kári Arnórss og Einar Hermannss…

25.10 2014 | LESA MEIRA

Kristófer Sigurgeirsson hættir hjá Fjölni

Kristófer Sigurgeirsson hefur hætt sem aðstoðarþjálfari Fjölnis, en hann er búin að vera með okkur í mörg ár.  Við viljum þakka honum fyrir afar farsælt samstarf á liðnum árum og óska honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.

24.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sambíómót Fjölnis

SAMBÍÓMótið í körfubolta Eins og undanfarin ár mun Körfuknattleiksdeild Fjölnisi í samvinnu við Sambíóin standa fyrir stórmóti fyrir yngstu iðkendurnar, þ.e.a.s fyrir krakka fædda 2003 og síðar. Mótið verður haldið helgina 1-2 nóvember 2014. Mót þetta hefur skipað sér sess í stórmótum vetrarins og þar má jafnan sjá fullt af væntanlegum stórstjörnum, bæði hjá stelpum og strákum. Þarna sjást oft tilvonandi þjálfarar í efstu deildum sem gjarnan stíga sín fyrstu skref með yngri körfuboltakrakka. Þáttökugjald er 6.000 kr. á hvern…

22.10 2014 | Karfa LESA MEIRA

Flottur árangur U17 landsliðsins - Strákarnir komust áfram

U17 landslið karla mætti Ítalíu í undankeppni EM en þetta var leikur í lokaumferð riðilsins. Ljóst var fyrir leikinn að jafntefli gegn Ítalíu myndi tryggja íslenska liðinu sæti í milliriðlum.  Íslenska liðið náði markmiði sínu með því að gera 1-1 jafntefli en Máni Hilmarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku, kom Íslandi yfir. Ítalía jafnaði en komst ekki lengra.  Fyrir leikinn var ítalska liðið með öruggt sæti í milliriðlinum en nú er ljóst að íslenska liðið fylgir. Ljóst er þó…

22.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Úrtaksæfingar U17 í knattspyrnu

Eftirtaldir leikmenn úr Fjölni voru valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Más Árnasonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Benedikt Darías Garðarsson  Djorde Panic  Torfi Tímoteus Gunnarsson  Óskum þeim góðs gengis.

22.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Góður árangur á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite

Þann 19. október fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka.  2 keppendur frá Fjölni náðu verðlaunasætum.  Viktor Steinn Sighvatsson varð Íslandsmeistari í flokki 13 ára og Jakob Hermansson varð í 3. sæti í flokki 14-15 ára 63 kg og léttari. Nánar um mótið á vef kai.

21.10 2014 | Karate LESA MEIRA

Aron Jó Fjölnisdrengur af stað eftir meiðsli

Aron Jó­hanns­son, landsliðsmaður Banda­ríkj­anna í knatt­spyrnu, leik­ur í kvöld sinn fyrsta leik síðan hann spilaði með banda­ríska liðinu gegn Gana á heims­meist­ara­mót­inu í Bras­il­íu í sum­ar. Aron lék í 70 mín­út­ur eft­ir að hafa komið inná í leikn­um við Gana, sem var fyrsti leik­ur banda­ríska liðsins á HM, en kom ekki við sögu eft­ir það. Hann glímdi við meðsli og fór síðan í upp­skurð að keppn­inni lok­inni, og hef­ur ekk­ert spilað með AZ Alk­ma­ar það sem af er keppn­is­tíma­bil­inu í…

20.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir - Njarðvík í kvöld

Nú er komið að fyrsta heimaleik vetrarins hjá strákunum í Dominos deild karla í kvöld í Dalhúsum. Strákarnir fá Njarðvíkinga í heimsókn en bæði lið töpuðu sínum fyrstu leikjum í deildinni. Okkar strákar eru staðráðnir í að gera betur og næla sér í fyrstu stig vetrarins með sigri á Njarðvík. Hamborgarasalan verður á sínum stað frá kl. 18.00 Á leiknum verður hægt að ganga í stuðningsmannaklúbb körfuknattleiksdeildar Fjölnis fyrir 1.000 kr. á mánuði þar sem ýmis tilboð fylgja eins og 2 fyrir…

17.10 2014 | Karfa LESA MEIRA

Donni valinn í æfingahóp U-19 ára landsliðs

Æfingahópur U-19 ára landsliðs karla hefur verið valinn. Kristján "Donni" Kristjánsson virðist ætla að festa sig ágætlega í sessi en hann var valinn í æfingahóp U-19 ára landsliðs karla sem æfir dagana 31. okt - 2. nóv. Frábær viðurkenning fyrir Donna og deildina sjálfa. Til hamingju http://hsi.is/frettir/frett/2014/10/16/u-19-ara-landslid-karla/ 

16.10 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Framkvæmdir við fimleikahús

Nú er allt komið á fulla ferð við framkvæmdir við fimleikahúsið okkar í Egilshöll. Það verður gaman að fylgjast með húsinu rísa. Tókum nokkrar myndir í dag.

16.10 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

SAMBÍÓMótið í körfubolta

Skráningar eru komnar á fulla ferð í Sambíómótið sem fer fram 1-2 nóvember.

16.10 2014 | Sund LESA MEIRA

Allir að ganga frá æfingagjöldum

Nú er allt vetrarstarf hjá Fjölni  komið á fullan skrið og viljum við biðja forráðamenn að ganga frá greiðslu æfingagjalda. Æfingagjöldin eru skilyrði þess að iðkandi geti tekið þátt í starfinu og forsenda rekstrar hverrar deildar fyrir sig. Ef vantar frekari upplýsingar er bara að hafa samband við skrifstofu Fjölnis. Við viljum sjá sem flest börn í Grafarvogi finna sér góða og skemmtilega íþrótt hjá okkur í vetur. Allir í Fjölni.

15.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA
14.10 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Hkd. Fjölnis er kominn á Twitter!

Handknattleiksdeild Fjölnis fylgir eftir öðrum íþróttafélögum með því að stofna Twitter-aðgang Ef þú vilt fylgjast betur með starfinu þá mælum við með að fylgjast með Twitter-aðgangi deildarinnar þar sem við bætum við núverandi flotta umfjöllun á facebook síðu deildarinnar Slóðin á Twitter-aðganginn er: https://twitter.com/Fjolnir_hkd Áfram Fjölnir   

14.10 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Hvetjum forráðamenn barna að fylgjast með mengun !

Styrk­ur brenni­steins­díoxíðs, SO2, hef­ur farið vax­andi á höfuðborg­ar­svæðinu und­an­farna klukku­stund. Í Grafar­vogi nálg­ast gildið 200 μg/​m3 og 150 μg/​m3 í Norðlinga­holti. Loft­gæðin telj­ast góð þar til gildið nær 300 μg/​m3 en þá telj­ast þau sæmi­leg. Aðaláhrif á heilsu manna eru af völd­um SO2, helstu ein­kenn­in eru ert­ing í aug­um, hálsi og önd­un­ar­fær­um og við háan styrk get­ur fólk fundið fyr­ir önd­unar­örðug­leik­um. Ein­stak­ling­ar með und­ir­liggj­andi ast­ma, berkju­bólgu, lungnaþembu og hjarta­sjúk­dóma er viðkvæm­ara fyr­ir SO2, held­ur en heil­brigðir ein­stak­ling­ar og fær ein­kenni…

14.10 2014 | LESA MEIRA

Fjórir leikmenn úr 3 flokki Fjölnis á leið til æfinga hjá Feyenoord

Þeir Djordje Panic,  Ísak Atli Kristjánsson, Torfi Tímoteus og Ægir Jarl Jónasson munu seinna í mánuðinum fara í viku reynslu til Hollenska stórliðssins Feyenoord.  Þessir strákar voru í liði Fjölnis sem sigraði Bikarkeppni KSÍ undir lok sumars og lentu í 2 sæti í Íslandsmótinu.  Djordje, Ísak Atli og Torfi eru allir fæddir 1999 og hafa verið viðlogandi Íslenska undir 16 ára landsliðið, Torfi og Ísak voru í liðinu sem vann Bronz verðlaun í sumar á Ólímpíuleikum æskunar sem fram fór…

13.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölniskortið komið í sölu

Fjölniskortið í körfunni er komið í sölu og er um að gera að tryggja sér slíkt kort og styðja deildina í leiðinni. Fjölniskortið

13.10 2014 | Karfa LESA MEIRA

EM í hópfimleikum eftir 3 daga!

Það eru einungis 3 dagar í Evrópumótið í hópfimleikum. Mótið fer fram í Laugardalshöll og tekur stúkan 4.000 manns í sæti og búist er við miklum fjölda erlendis frá. Þetta er stærsti íþróttaviðburður innanhúss sem fram hefur farið hér á landi og treystum við á Íslendinga til að fylla höllina, búa til ógleymanlega stemningu og styðja okkar lið til sigurs. Miðasala fer fram á midi.is og hægt er kaupa miða fyrir hvern dag eða 4 daga passa. Þeir Benedikt Rúnar og Aron…

12.10 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Bikarkeppni SSÍ

Sundkrakkar úr elstu hópum Sunddeildar Fjölnis tóku þátt í Bikarkeppni SSÍ um helgina. Krakkarnir kepptu í sameiginlegu liði Íþróttabandalags Reykjavíkur (IBR) sem sendi fimm lið til keppni með sundmönnum frá Fjölni, Ægi, Ármanni og KR.  Enn þessi krakkar hafa æft saman í vetur undir handleiðslu þjálfara frá öllum þessum félögum í Laugardalslaug.  Virkilega gaman að sjá árangur þessa samstarfs um helgina þar sem allir stóðu saman sem einn undir merkjum Reykjavíkur í rauðum bolum og með jólasveinahúfur. Sunddeild Fjölnis átti…

11.10 2014 | Sund LESA MEIRA

Uppselt á konukvöld Fjölnis 25 október

Uppselt er á konukvöld Fjölnis en búið er að selja um 120 miða. Þetta er í fyrsta skipti sem það er uppselt og verður vafalaust mikil stemming hjá stelpunum. Kvennakvöld Fjölnis verður i Hlöðunni laugardaginn 25 október kl 19:00 Veislustjóri Sigríður Klingeberg - húsið opnar kl 19. Borðhald hefst kl 20:00 Frábært kvöld fyrir allar stelpur ! Það verða seldir miðar a skrifstofu Fjölnis ásamt þvi er hægt að fa miða á astamatt@hotmail.com Verð er 5.900 kr.

11.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

39. Sambandsráðsfundur UMFÍ

39. Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Íslands verður um helgina í Stjörnuheimilinu í Garðabæ. Fundurinn verður settur klukkan 9 á laugardagsmorguninn og þá verða kosnir starfsmenn fundarins, fundastjórar og fundarritarar. Á fimmta tug fulltrúa frá sambandsaðilum UMFÍ sækja fundinn og er gert ráð að honum ljúki rúmlega 17.00 síðdegis. Á vegum Fjölnis fóru Guðmundur L Gunnarsson og Málfríður Sigurhansdóttir á fundinn.   DAGSKRÁ 09:00 FUNDARSETNING 09:10 KOSNIR STARFSMENN FUNDARINS: • FUNDARSTJÓRAR • FUNDARRITARAR 09:20 YFIRLIT YFIR STÖRF FRÁ SÍÐASTA ÞINGI: • SKÝRSLA…

11.10 2014 | LESA MEIRA

Kolbrún Tinna Eyólfsdóttir í æfingahóp U17 kvenna í knattspyrnu

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á landsliðsæfingar (2 hópar)  sem fram fara helgina 18. og 19. október. Okkar stelpa í hópnum er Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir. Við óskum henni góðs gengis.

09.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Skákin aldrei vinsælli- Ný kynslóð afrekskrakka í uppsiglingu

Um 30 áhugasamir skákkrakkar hafa mætt á hverja æfingu Skákdeildar Fjölnis í haust sem fram fara í Rimaskóla hvern miðvikudag frá kl. 17:00 - 18.30. Greinilegt er að ný kynslóð afrekskrakka er að myndast í Grafarvogi og eru þar Rimaskólastrákar á aldrinum 9 - 12 ára áberandi og eru þeir Íslandsmeistarar barnaskólasveita 10 ára og yngri frá í vor. Strákarnir eiga það flestir sameiginlegt að æfa einnig fótbolta en þær æfingar skarast ekki á við skákæfingarnar. Mikið stuð var á þeim 28 skákkrökkum sem tefldu…

08.10 2014 | Skák LESA MEIRA

Lokahóf í knattspyrnu 2014

Knattspyrnudeild Fjölnis hélt sitt lokahóf í meistaraflokkum og 2 flokki karla og kvenna, laugardaginn 4 október.  Stemmingin var mjög góð og skemmtu allir sér mjög vel og getum við öll verið stolt af okkar frábæra fólki í félaginu. Eftirtaldir leikmenn voru heiðraðir á kvöldinu, Meistaraflokkur kvenna Bestir leikmaður : Íris Ósk Valmundsdóttir Markahæsti leikmaður : Esther Ósk Arnarsdóttir Efnilegasti leikmaður : Esther Ósk  Arnarsdóttir   Meistaraflokkur karla Besti leikmaður : Þórður Ingason Markahæsti leikmaður : Þórir Guðjónsson Efnilegasti leikmaður : Bergsveinn…

08.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ísak Atli og Ásgrímur í U17 karla sem fer til Moldóvu

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Moldóvu, dagana 15. - 20. október.  Ísland leikur þar gegn Ítalíu, Armeníu og gestgjöfunum sem verða fyrstu mótherjarnir. Tvær efstu þjóðir hvers riðils komast í milliriðla ásamt þeim fimm þjóðum sem bestan árangur verða með í þriðja sæti úr riðlunum þrettán. Okkar strákar í hópnum eru, Ísak Atli Kristjánsson Ásgrímur Bjarnason en han kemur inn fyrir Ægir Jarl sem varð fyrir…

06.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Íslandsmót félagsliða í skák Rimaskóla, aldrei fjölmennara - Fjölnir með öruggt sæti í 1. deild

Rimaskóli er mikill skákskóli og þar hefur Íslandsmót félagsliða verið haldið allt frá árinu 2007. Rúmlega 50 skáksveitir hvaðan að af landinu mæta með sína bestu skákmenn og eru þátttakendur á öllum aldri. Teflt er í fjórum deildum og hver vinningur skiptir miklu máli. Stemmningin er frábær og keppendur róma aðstöðuna og ekki síst veitingasöluna sem nemendur og foreldrar 10. bekkjar Rimaskóla sjá um hvert ár. Skákdeild Fjölinis er í takt við mótið og sendir eina bestu skáksveit landsins til leiks.…

05.10 2014 | Skák LESA MEIRA

Öruggur sigur á ÍBV

Fjöln­is­menn tryggðu sér áfram­hald­andi veru í deild þeirra bestu með 3:0 sigri á ÍBV í lokaum­ferð Pepsi-deild­ar karla. Þórir Guðjóns­son skoraði fyrsta mark leiks­ins strax á 10. mín­útu eft­ir auka­spyrnu Guðmund­ar Karls frá vinstri kannti. Varn­ar­lína ÍBV var mjög djúpt, nán­ast á markteig og Þórir, sem tók fal­lega við bolt­an­um, snéri og skoraði með góðu skoti. Ian Jeffs fékk svo beint rautt spjald á 37. mín­útu. Und­ir­ritaður sá ekki at­vikið og eng­inn að því er virðist í blaðamanna­stúk­unni. Aðstoðardóm­ar­inn hins­veg­ar…

04.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir sigraði KR í 1. deild í handbolta karla

Fjölnisstrákarnir unnu KR 22 - 18 í 3 umferð í 1. deild karla í handbolta að viðstöddum um 300 manns í Dalhúsum.  Stemmingin var frábær og eru strákarnir ósigraðir í fyrstu þremur umferðunum.  Þessi leikur og stemming er flottur taktur fyrir leikinn á morgun þegar Fjölnisstrákarnir í fótbolta leika lokaleikinn í PEPSÍ við ÍBV. Áfram Fjölnir og allir að fjölmenna á völlinn þegar liðinn okkar spila !!

03.10 2014 | Handbolti LESA MEIRA

FJÖLNIR - ÍBV

Á laugardaginn fer fram lokaumferðin í PEPSÍ deild karla í knattspyrnu.  Við mætum ÍBV og hefst leikurinn kl. 13:30 á Fjölnisvelli. Við þurfum að vinna þennan leik til að tryggja okkar sæti í deild þeirra bestu á næsta ári. Við þurfum að fá 1.600 manns á völlinn til að klára þetta með strákunum ! Allir að mæta kl. 12:00 í Dalhús - allir að mæta í Fjölnisfatnaði  Um morguninn verður hátíð í INTERSPORT frá kl. 11:00 - 12:30, hvetjum alla Grafarvogsbúa…

02.10 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.