Fjölnir | FRÉTTIR

UNGLINGAMÓTI FJÖLNIS LOKIÐ

Unglingamót Fjölnis fór fram í Laugardalnum um helgina.  Alls tóku rúmlega 300 sundmenn 14 ára og yngri þátt í mótinu frá þrettán félögum og stungu sér alls 1250 sinnum í laugina.   Alls tókum um 40 krakkar þátt frá Sunddeild Fjölnis og margir hverjir í fyrsta sinn.    Á laugardaginn var keppt í 100m og 200m greinum fyrir og eftir hádgi, hjá 14 ára og yngri og á sunnudeginum kepptu12 ára og yngri og allir 10 ára og yngri fengi þátttökuverðlaun. Krakkarnir stóðu…

30.11 2014 | Sund LESA MEIRA

GRUNNSKÓLAMÓT Í SUNDI

25.nóvember hélt Sunddeild Fjölnis grunnskólamót í sundi í þriðja sinn í Grafarvogslaug.  Mótið er haldið í samvinnu við íþróttakennara grunsskólanna í Grafarvogi og Sundsamband Íslands.  Markmiðið með þessu móti er að kynna sundíþróttina og vekja áhuga hjá krökkum sem ekki eru nú þegar að æfa sund. Sigurvegari mótsins þriðja árið í röð var Foldaskóli sem hlaut 80 stig og í 2.-.3. sæti voru Húsaskóli og Kelduskóli með 63 stig. Mikil gleði ríkti á mótinu og fóru allir heim sáttir með…

30.11 2014 | Sund LESA MEIRA

Fjölnir - Þór Akureyri í dag

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Þór Akureyri í Dalhúsum í dag kl. 16.30. Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að mæta í Dalhús og styðja stelpurnar okkar áfram!

29.11 2014 | Karfa LESA MEIRA

Þeir sem keppa á Íslandsmóti í körfu hjá Fjölni fá gefins körfuboltabol frá Landflutningum

Í dag, föstudag, spilar meistaraflokkur karla við Keflavík í Dalhúsum klukkan 19.15. Í hálfleik fá allir krakkar sem eru skráðir og æfa hjá Fjölni og keppa á Íslandsmóti (minnibolti 11 ára upp í unglingaflokk) körfuboltaboli í boði Landflutninga. Við hvetjum alla krakka og unglinga sem æfa í þessum flokkum til að mæta og hvetja lið Fjölnis og fá körfuboltaboli. Þeir sem eru búnir að fá boli eiga endilega að mæta í myndatöku.  Allir iðkendur körfuknattleiksdeildar Fjölnis fá að sjálfsögðu frítt á leikinn!

28.11 2014 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnir - Keflavík

Á morgun föstudag taka strákarnir á móti Keflavík í Dalhúsum kl. 19.15!  Stuðningur úr stúkunni er gríðarlega mikilvægur og því viljum við hvetja ykkur kæra Fjölnisfólk til að mæta í Dalhús á morgun og hvetja strákana áfram. Sjáumst á morgun í Dalhúsum kl. 19.15!

27.11 2014 | Karfa LESA MEIRA

Aðventumót Ármanns um helgina

Rúmlega 60 krakkar eru skráðir til leiks á árlegt Aðventumót Ármanns, en þar verður keppt í áhaldafimleikum kvenna og karla 29 og 30.nóvember. Keppt verður í Íslenska fimleikastiganum og munu keppendur frá Fjölni spreyta sig í 4, 5 og 6.þrepi. Við óskum þeim góðs gengis og skemmtunar um helgina og hvetjum foreldra til þess að styðja okkar keppendur áfram í stúkunni. Skipulag mótsins http://armenningar.is/armenningar/?D10cID=ReadNews&ID=2254&CI=0 Úrslit munu birtast á heimasíðu Ármanns http://armenningar.is/armenningar/?D10cID=sportOverview&SportID=2 Hægt er að deila myndum af mótinu…

27.11 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölmennar, jafnar og skemmtilegar skákæfingar alla miðvikudaga

Eftir tveggja vikna frí frá miðvikudagsæfingum, vegna starfsdags og skákferðar til Hellu, fjölmenntu Grafarvogskrakkarnir á skákæfingu í Rimaskóla. Þær eru annars alltaf á miðvikudögum kl. 17:00. Að venju var efnt til skákmóts allra þátttakenda á sama tíma og nokkrir þeirra fengu kennslu hjá okkar efnilegu skákmönnum og komu síðan inn í skákmótið að nýju. Skákkrakkarnir eru fljótir að koma sér inn í æfingakerfið og hver umferðin tekur við af annarri. Alltaf er þó tími til að gera skákhlé og þá er boðið…

26.11 2014 | Skák LESA MEIRA

Jón gerði það gott í Manchester

Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari var í miklu stuði í Manchester um helgina þegar hann tók þátt í opna Breska mótinu í 25m laug. Jón hóf keppni í 100m skriðsundi sem hann var ný búinn að setja Íslandsmet um þar síðustu helgi.  Hann Synti á 53,70 sem er rétt yfir Íslandsmetinu sem ég setti enn þetta mót er hinsvegar IPC vottað og fer því þessi tími inn á heimslistann. Þar er þetta hraðasti skráði tími ársins og mótshaldari hér tilkynnti…

24.11 2014 | Sund LESA MEIRA

T-1 í 2.sæti á haustmóti

Fimleikadeildin sýndi glæsilegan árangur á Haustmóti FSÍ sem fór fram síðastliðna helgi. Stúlkur úr T-1 lentu í 2.sæti af 12 liðum sem er frábær árangur. Hópur T-2 átti einnig mjög gott mót og lentu í 7.sæti í sama flokki og öðluðust sæti í A keppnisflokki á tímabilinu eins og T-1. Yngsti T hópfimleikahópurinn T-3 keppti í 3.flokki á laugardeginum og hafnaði í 3.sæti í B-flokki. Það er greinilegt að hópfimleikar eru á uppleið hjá deildinni og við erum gríðarlega stolt…

24.11 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölmenni á TORG skákmótinu og allir sterkustu skákkrakkarnir mættir

Skákdeild Fjölnis stendur árlega fyrir einu vinsælasta barna-og unglingaskákmóti landsins, TORG skákmótinu sem var nú haldið í Rimaskóla í 11. sinn. Engin breyting var á þessum vinsældum nú því að 50 grunnskólanemendur mættu til leiks. Nánast allir sterkustu skákkrakkar landsins mættu í Grafarvoginn kl. 11:00 en þá var sest að tafli. Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands var heiðursgestur Fjölnismanna og lék fyrsta leik mótsins fyrir Hákon Garðarsson Fjölni. Hver skák var baráttuskák og staða meðal efstu manna jöfn og spennandi allan tímann.…

22.11 2014 | Skák LESA MEIRA

Fyrsti leikurinn í PEPSI deild karla 2015 er heimaleikur við ÍBV

Í dag var dregið í töfluröð í Pepsí deild karla.  Við mætum ÍBV á heimavelli fáum svo Fylki í heimsókn og lokaleikurinn næsta sumar verða heimaleikur við Breiðablik.

22.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fyrsta hópfimleikamótið um helgina

Haustmót í hópfimleikum verður haldið um helgina og fer keppnin fram á Selfossi. Stúlkur úr T-1, T-2, og T-3 eru klárar í slaginn og hefur stemmningin hjá þeim verið góð síðustu daga. Við hvetjum að sjálfsögðu alla áhugasama að kíkja á mótið um helgina og styðja okkar stelpur áfram :)   Skipulag mótsins er að finna hér: http://www.umfs.is/wp-content/uploads/2014/11/skipulag_haustm%C3%B3ts.pdf

21.11 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Karen Birta með frábæran árangur á Silfurleikunum

Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 15. nóvember. Fjölniskrakkarnir stóðu sig frábærlega vel og þá sérstaklega Karen Birta Jónsdóttir 13 ára. Keppti hún í sjö greinum og fór sex sinnum á verðlaunapall. Hún fékk gull í þrístökki, silfur í kúluvarpi, 60 m grindahlaupi og hástökki, og að lokum brons í 60 m og 200 m hlaupum. Glæsilegur árangur það! Aðrir Fjölniskrakkar sem unnu til verðlauna voru: Sara Montoro fékk brons í hástökki 11 ára Signý Hjartardóttir…

20.11 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir tapaði fyrir Stjörnunni í 7 umferð í Dominos deild karla í körfu

Arnþór Freyr Guðmunds­son og nýliðar Fjöln­is töpuðu sín­um sjötta leik í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld þegar Stjarn­an hafði bet­ur í Garðabæ, 93:76. Jafnt var á með liðunum fram­an af en í þriðja hluta fór að skilja á milli. „Þriðji leik­hlut­inn hef­ur verið vanda­mál hjá okk­ur og eitt­hvað sem við þurf­um að vinna í. Mér finnst menn alltaf vera að leggja sig fram en við þurf­um að vera skyn­sam­ari og ör­ugg­ari í okk­ar aðgerðum. Mér hef­ur varn­ar­leik­ur­inn ekki verið…

20.11 2014 | Karfa LESA MEIRA

U17 kvenna - seinni vináttuleikurinn við Finna

Kolbrún Tinna var í byrjunarliðinu í dag gegn Finnum í seinni vináttuleiknum. Leikið hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á heimasíðu finnska knattspyrnusambandsins 20.11.2014 Stelpurnar í U17 leika í dag seinni vináttulandsleikinn gegn Finnum en leikið er í Eerikkla í Finnlandi.  Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og má sjá það að neðan. Byrjunarliðið: Markvörður - Ingibjörg Valgeirsdóttir Hægri bakvörður - Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir - Fjölnir Vinstri bakvörður - Anna Rakel Pétursdóttir Miðverðir - Ingibjörg…

20.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

UNGLINGAMÓT FJÖLNIS

Unglingamót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug helgina 29.-30.nóvember 2014  Keppt verður í 25 metra laug í þremur hlutum á tveimur dögum. Mótið er fyrir sundmenn 14 ára og yngri.  Sunnudagurinn er eingöngu fyrir 12 ára og yngri. Keppnishlutar I.hluti Laugardagur 29. nóvember Upphitun kl. 08:10 Mót kl. 09:00 II.hluti Laugardagur 29. nóvember Upphitun kl. 14:00 Mót kl. 15:00 III.hluti Sunnudagur 30. nóvember Upphitun kl. 09:00 Mót kl. 10:00 Hvetjum alla foreldra til að hjálpa til við framkvæmd…

20.11 2014 | Sund LESA MEIRA

Arnór Eyvar í Fjölni

Varnarmaðurinn öflugi Arnór Eyvar Ólafsson gekk í dag í raðir okkar Fjölnismanna þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning við liðið. Arnór sem á að baki yfir 140 leiki með meistaraflokki ÍBV mun klárlega styrkja okkur í baráttunni í Pepsideildinni næsta sumar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Arnór ásamt Ágústi Gylfasyni þjálfara Fjölnis og Árna Hermannssyni stjórnamanni knattspyrnudeildar eftir að skrifað hafði verið undir samninginn. Við bjóðum Arnór velkominn í Grafarvoginn

18.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Aldrei fleiri Fjölniskrakkar á landsliðsæfingum í knattspyrnu

Það er ánægjulegt að sjá unga leikmenn frá okkur vera í landsliðshópum og vonandi munu þeir allir festa sig í sessi sem framtíðarlandsliðsmenn.  Nú eru  þessir valdir til æfinga með landsliðunum.

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á landsliðsæfingar U16 karla sem fram fara 22.-23. nóvember næstkomandi.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnason landsliðsþjálfara U16 karla.   Benedikt Darías Garðarsson                              Djorde Panic    …

18.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla næsta laugardag kl. 11:00

Eitt elsta barna-og unglingaskákmót landsins, TORG – skákmót Fjölnis, verður haldið í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember. Teflt verður í hátíðarsal Rimaskóla og hefst mótið kl. 11:00. Þátttakendur mæti tímanlega til skráningar. Öllum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt að vera með í mótinu og er þátttaka ókeypis. Það eru fyrirtækin á TORGINU, verslunarmiðstöðinni Hverafold, sem gefa vinningana. Óvæntir aukavinningar á laugardegi eru fjölmargir nammipokar og bíómiðar. NETTÓ Hverafold býður öllum þátttakendum upp á veitingasr í skákhléi og NETTÓ gefur…

17.11 2014 | Skák LESA MEIRA

Herrakvöldið - klára að borga !

Ágætu herramenn !

Það stefnir í yfir 200 manna herrakvöld á föstudaginn. Viljum hvetja þá sem ekki hafa þegar keypt miða en ætla að mæta að ganga frá miðakaupum sem fyrst þar sem við þurfum að ganga frá pöntunum í veitingar á morgun og þurfum þá að vita ca mætingu.

Koma svo drífa sig inní NÓRA og klára skráningu og greiðslu. Matseðillinn er glæsilegur frá Múlakaffi. Steikarhlaðborð Glóðarsteiktur lambavöðvi Kryddbakaðar kalkúnabringur   Meðlæti: Grófkorna sinneps…

17.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Lokadagur IM-25

Íslandsmeistaramótinu í sundi er nú lokið. Alls unnu Reykjavíkurfélögin undir merkum Íþróttabandalags Reykjavíkur 41 verðlaun á mótinu, 22 Gull, 9 silfur og 10 Brons.  Lokadagurinn hjá sundfólkinu í Sunddeild Fjölni var mjög góður og voru þau öll að standa sig mjög vel. Í morgun var Kristinn Íslandsmeistari í með blandaðri boðsundsveit í 4x50m skrið og Hilmar, Daníel og Steingerður unnu til bronsverðlauna með B-sveitinni. Úrslitahlutinn var æsi spennandi: Kristinn Þórarinsson var tvöfaldur Íslandsmeistari fyrst í 100m baksundi á nýju Fjölnismeti…

16.11 2014 | Sund LESA MEIRA

Dagur 2 á IM-25

Mikið fjör var í sunlauginni á Ásvöllum í dag og krakkarnir héldu áfram að sýna flotta takta. Kristinn Þórarinsson vann tvo Íslandsmeistaratitla. Fyrst í 50m baksundi á nýju Fjölnismeti og svo í 400m fjórsundi. Kristinn hefur nú náð A-lágmarki á HM í Doha og því kominn með þrjár greinar inn á mótið. Daníel Hannes Pálsson vann brons í 100m flugsundi á nýju Fjölnismeti og fjórði í 200 skriðsundi (annar íslenski sundmaðurinn). Steingerður Hauksdóttir vann brons í 50m baksundi á nýju…

15.11 2014 | Sund LESA MEIRA

ÍSLANDSMÓT Í SUNDI

Íslandsmeistaramótið í sundi í 25m laug (IM25) fer fram um helgina í Ásvallarlaug í Hafnafirði. Mótið hófst í gær og stendur yfir í dag og á morgun.  Synt eru undanrásir um morguninn og úrslit eftir hádegi. Alls taka 12 sundmenn frá Sunddeild Fjölnis þátt í mótinu og synda sem hluti af Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) ásamt hinum þrem félögunum í Reykjavík Ægi, Ármanni og KR. Enn samtals taka 36 krakkar þátt í mótinu undir merkum ÍBR. Mikil og góð stemning er…

15.11 2014 | Sund LESA MEIRA

Æfingar í 7. og 8. flokki falla niður !

Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi laugardag 15.nóvember falla æfingar niður hjá 7.og 8.flokki karla og kvenna vegna Wurth móts Fylkis sem haldið verður í Egilshöll. Við eigum ekki von á því að fleiri æfingar falli niður í vetur. Síðasta æfing fyrir jólafrí verður miðvikudaginn 10.desember. Æfingar hefjast svo aftur laugardaginn 03.janúar. Kveðja, þjálfarar

14.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Íslandsmót í Stökkfimi um helgina

Um helgina fer fram Íslandsmót í Stökkfimi,  mótið er gríðarlega stórt en rúmlega 250 iðkendur eru skráðir til leiks. Fimleikadeildin sendir fulltrúa á þetta mót og að þessu sinni eru það stúlkur í A hópum hópfimleika sem keppa. Þjálfarar og iðkendur hafa undirbúið sig síðastliðna daga og tilhlökkun er í hópnum. Mótið fer fram í Keflavík og óskum við keppendum góðs gengis á mótinu og við hvetjum áhugasama að fylgjast með okkar fimleikafólki. Skipulag mótsins og tímasetningar: http://fimleikasamband.is/index.php/frettaveita/frettir/item/512-skipulag-fyrir-%C3%ADslandsm%C3%B3ti%C3%B0-%C3%AD-st%C3%B6kkfimi

14.11 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnir - Tindastóll á morgun, föstudag!

Á morgun, föstudag mæta Tindastólsmenn í Dalhúsin kl. 19.15! Strákarnir vilja fylgja flottum baráttusigri í síðustu viku eftir og þurfa á stuðning frá Fjölnisfólki að halda! Sjáumst öll á morgun í Dalhúsum kl. 19.15!

13.11 2014 | Karfa LESA MEIRA

Flugeldasala Fimleikadeildar - 10% afsláttur í nóvember!

Í tilefni af byggingu nýs fimleikahúss við Egilshöllina hefur stjórn fimleikadeildar Fjölnis ákveðið að blása til flugeldafjáröflunar í samstarfi við PEP flugelda. Velunnurum deildarinnar er boðið að kaupa gjafabréf sem gilda á sölustað PEP flugelda að Draghálsi 12 á opnunartíma flugeldasölunnar á milli jóla og nýárs. Í boði er annars vegar gjafabréf upp á glæsilegann tertupakka með fimm tertum á kr. 12.400 og hins vegar veglegann fjölskyldupakka á kr. 8.400.  Fimleikadeildin fær ríflegann skerf af sölu þessara gjafabréfa…

12.11 2014 | Fimleikar LESA MEIRA
12.11 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Vináttuleikir U17 kvenna í knattspyrnu á móti Finnum

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands leikur tvo vináttuleiki gegn Finnum 18. og 20. nóvember næstkomandi.  Leikið verður í Finnlandi. Okkar stelpa í hópnum er Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir. Við óskum henni góðs gengis.

12.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Foreldradagar

Foreldradagur fyrir byrjendur verður haldinn mánudaginn 17.nóvember.  Foreldradagur fyrir framhaldshópa verður haldinn laugardaginn 22.nóvember. Ætlast er til að foreldrar taki þátt í æfingu. Eftir æfingu verða stjórnameðlimir deildarinnar ásamt þjálfurum til staðar til að kynna karatestarfið nánar og svara spurningum.

12.11 2014 | Karate LESA MEIRA

Nansý Íslandsmeistari 13 ára og yngri í skák

Nansý Davíðsdóttir skákdeild Fjölnis sýndi enn einu sinni skákhæfni sína þegar hún sigraði á Íslandsmóti unglinga, 13 ára og yngri. Þetta er í annað sinn sem Nansý vinnur opinn aldursflokk í skák og er eina íslenska konan sem hefur afrekað slíkt. Nansý vakti mikla athygli þegar hún varð Íslandsméistari 10 ára og yngri í opnum flokki og nú endurtekur hún leikinn tæpum þremur árum síðar. Rúmlega 30 krakkar kepptu á Íslandsmóti 13 ára og yngri og þar sem að Nansý er aðeins 12 ára…

09.11 2014 | Skák LESA MEIRA

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla framundan í knattspyrnu

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar í knattspyrnu hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll.  Tveir hópar verða við æfingar hjá U17 að þessu sinni og verða þær æfingar undir stjórn landsliðsþjálfarans Þorláks Árnasonar en Ólafur Ólafsson, aðstoðarþjálfari U19 karla, mun stjórna æfingum hjá U19. U17 1998 Ásgrímur Þór Bjarnason Fjölnir  Ingibergur Sigurðsson Fjölnir  Ísak Atli Kristjánsson Fjölnir U17 1999 Djorde Panic Fjölnir  Fannar Örn Fjölnisson Fjölnir  Hallvarður Óskar Sigurðsson Fjölnir U19 Jökull…

05.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Búningamátun í dag og á morgun

Hægt verður að máta keppnisbúninga og íþróttagalla í dag frá 17.00-17.45 og á morgun frá 16.30-17.00. Þá er einnig hægt að senda inn pöntun á karfa@fjolnir.is

04.11 2014 | Karfa LESA MEIRA

WC sala til stuðnings knattspyrnudeild Fjölnis

Kæru Fjölnismenn við leitum eftir stuðningi ykkar við deildina og erum við að selja eðal WC pappír. Mikið magn á hverri rúllu og 42 rúllur í pakkningu. Verð 6.500 kr. pr pakkning.

 Þeir sem vilja nýta sér þessi kosta kjör og styðja um leið við deildina eru beðnir um að millifæra inn á reikning 0114-05-62184 kt. 690193-3299 og senda kvittun/staðfestingu á millifærslu og þá um leið pöntun fyrir magni á frida@fjolnir.is

Pöntun þaf að berast fyrir…

03.11 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

ÍSLANDSMÓT FATLAÐRA Í SUNDI

Fimm sundmenn frá Sunddeild Fjölnis tóku þátt í Íslandsmóti fatlaðra í sundi um helgina.  Þetta voru þau Jón Margeir Sverrisson, Davíð Þór Torfason og Þórey Ísafold Magnúsdóttir sem keppa í flokki þroskahamlaðra (S-14) og Sandra Sif og Laufey Ýr Gunnarsdætur sem keppa í flokki sjónskertra (S-12). Krakkarnir  syntu til verðlauna í flest öllum greinum sem þau tóku þátt í og lögðu sig 100% fram í hverja einustu grein.  Loka grein mótsins var svo 4x50 m blandað boðsund þar sem sveit Fjölnis skipuð…

02.11 2014 | Sund LESA MEIRA

Bein útsending frá Sambíómótinu

Að venju er ekki keppt um sætin og stigin eru ekki talin opinberlega, heldur er það leikgleðin sem ræður ríkjum og fá allir keppendur verðlaunapening að móti loknu. Í kvöld verður farið í blysför frá Rimaskóla og gengið að Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum þar sem kvöldvakan fer fram. Á kvöldvöku verður skemmtiatriði og farið verður í leiki og þjálfarasprell. Eftir það verður kvöldkaffi með skúffukaku og mjólk fyrir svefninn í mötuneyti Rimaskóla. Fjölnir TV setti upp myndavélina og er með beina útsendingu úr Dalhúsum frá…

01.11 2014 | Karfa LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.