Fjölnir | FRÉTTIR

BRAUTARMETIÐ SLEGIÐ Í FJÖLNISHLAUPI

Fjölnishlaupið var haldið við góðar aðstæður í 26. skiptið 29. maí síðast liðinn. Alls voru 143 keppendur skráðir til leiks í 10 km hlaupinu og 48 hlupu 1,4 km skemmtiskokk. Brautarmetið í 10 km hlaupinu var slegið þriðja árið í röð þegar Ingvar Hjartarson, Fjölni, bætti sinn eigin árangur með því að hlaupa vegalengdina á sléttum 32 mínútum. Annar var Björn Margeirsson, Ármanni, á tímanum 34:31 mín og í þriðja sæti var Benedikt Jónsson, Hlaupahópi Sigga P, með bætingu á…

30.05 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

FULLT ÚT ÚR DYRUM

Það var nóg að gerast í Sundlaug Grafarvogs á fimmtudaginn, uppstigningardag og sundlaugin var gjörsamlega full út úr dyrum.  Bæði af sundkrökkum og foreldrum þeirra en einnig af hlaupafólki sem var að ljúka við Grafarvogshlaupið. Alls stungu rúmlega 130 krakkar sér til sunds í innilagunni enn þar kepptu 8 ára og yngri á sýningarmóti þar sem þau sýndu hvað þau höfðu lært í vetur.  Helmingurinn af krökkunum var að klára námskeið hjá Gunnu í Sundskóla Fjölnis enn hinn helmingurinn kom frá…

30.05 2014 | Sund LESA MEIRA

Stelpurnar úr leik í bikarnum

Fjölnir mætti Víkingi frá Ólafsvík í Egilshöll í gærkvöld í 32-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu og lauk leiknum með 1-0 sigri gestanna að vestan. Leikurinn fór rólega af stað og var mikið um stöðubaráttu en lítið um færi. Á 33. mínútu komst Víkingur yfir með marki eftir þrumuskot úr aukaspyrnu. Í seinni hálfleik sótti Fjölnir stíft og gerðu okkar konur harða hríð að marki Víkings en inn vildi boltinn ekki og 0-1 tap staðreynd. Ólsarar verða því í pottinum…

28.05 2014 | LESA MEIRA

Stelpurnar með flottan sigur á sterku liði Grindavíkur

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók á móti Grindavík í Egilshöll í gærkvöld í annarri umferð A-riðils 1. deildar og höfðu okkar konur betur 3-0 í hörku leik. Það má segja að Fjölniskonur hafi komið af krafti inn í leikinn því á fyrstu 24 mínútum leiksins skoruðu þær þrjú mörk. Esther Rós gerði fyrsta markið strax á 4. mínútu eftir góðan undirbúning, Kristjana bætti svo við öðru marki beint úr hornspyrnu fimm mínútum síðar og Esther Rós skoraði svo aftur á 24. mínútu…

27.05 2014 | LESA MEIRA

Fjölnishlaupið fimmtudaginn 29. maí kl. 11

Ungmennafélagið Fjölnir hefur um árabil haldið Fjölnishlaupið á heimasvæði sínu í Grafarvogi. Í ár verður hlaupið haldið í 26.sinn. Helstu upplýsingar um hlaupið Tímasetning: Fimmtudaginn 29.maí 2014 kl. 11:00 (uppstigningardag) Vegalengdir: 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í Powerade Sumarhlaupunum. 10 km hlaupaleiðin er mjög flöt nema á upphafs- og lokakílómetra og hefur reynst vænleg til bætinga. Brautin er löglega mæld og því eru met sem kunna að falla á brautinni tekin gild í…

26.05 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

FORSALA MIÐA Á VORSÝNINGU

Við þökkum fyrir góðar viðtökur á Grafarvogsdaginn,  frábært hversu margir lögðu leið sína í Egilshöll og keyptu miða á vorsýninguna.  Við höldum áfram með forsölu föstudaginn 23.maí milli klukkan 15.00-19.00 í Dalhúsum þegar generalprufan fer fram. Miðar verða einnig seldir frá kl.10.00 á sýningardaginn. Miðasala báða dagana fer fram í andyri sundlaugarinnar. Miðaverð

  • 1.000 kr fyrir 17 ára og eldri.
  • 500 kr fyrir 6-16 ára 
  • Frítt fyrir 5 ára og yngri
Hlökkum til að sjá ykkur Myndband

19.05 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Yippymótið

Yippy-mótið 2014 er 15. árið sem sundmót er haldið fyrir yngri iðkendur og er það haldið í Grafarvogslauginni að Dalhúsum 2. Mótið er B mót fyrir 12 ára og yngri og er eingöngu fyrir börn sem ekki hafa náð AMÍ lágmörkum. Keppt er í 12,5 metra innilaug fyrir börn sem eru 8 ára og yngri (fædd 2006 og síðar) og 25 metra útilaug fyrir börn sem eru 12 ára og yngri (fædd 2002 og síðar). Tímataka í inni- og útilaug verður með skeiðklukkum.  Nánari…

19.05 2014 | Sund LESA MEIRA

STELPURNAR MEÐ GÓÐAN SIGUR

Á föstudagskvöldið fór fram í Egislhöll fyrsti leikur meistaraflokks kvenna í A-riðli 1. deildar Íslandsmótsins og voru gestirnir Djúpkonur í liði BÍ/Bolungavíkur. Leikurinn fór fjörlega af stað, Fjölnir sótti meira en gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum. Markvörður BÍ/Bolungavíkur varði þrisvar meistaralega í fyrri hálfleik og kom í veg fyrir að Fjölnir leiddi þegar flautað var til leikhlés en þá var markalaust. Seinni hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri, Fjölnir sótti stíft og nú gekk eftir að brjóta varnir gestanna. Esther Rós…

19.05 2014 | LESA MEIRA

Nóg að gerast í sundinu

Það er nóg að gerast á lokaspretti sundársins hjá sundfólkinu í Sunddeild Fjölnis um þessar mundir.  Um síðustu helgi keppti vaskur hópur sundmanna á fjölmennu sundmóti í Reykjanesbæ.  Þar unnu krakkarnir okkar til fjölda verðlauna, voru að bæta sína persónulegu tíma Um næstu helgi heldur svo vaskur hópur frá Sunddeild Fjölnis til Bolungarvíkur og ætla að taka þátt í Vestfjarðarmóti í sundi.  Það verður eflaust heljar ævintýri að ferðast vestur á firði og synda í 16.6m sundlaug.  Sömu helgi halda…

18.05 2014 | Sund LESA MEIRA

Sumarnámskeið Fjölnis

Hér er smá lýsing á námskeiðunum sem deildirnar verða með í sumar, frekari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðum deildanna ásamt sumarverf ÍTR Skrifstofa Fjölnis veitir einnig allar upplýsingar á opnunartíma skrifstofu í sima 578-2700 og með tölvupósti á aefingagjold@fjolnir.is Búið er að opna fyrir skráningar í Nóra á heimasíðu félagsins, ein undantekning er þó, skráning í Tennisskóla Fjölnis og Þróttar er í gegnum þessa slóð www.tennishollin.is/tennisskoli eða í síma 564-4030 Fimleikadeild: Fimleika- og sumarskóli - heildagsnámskeið með mat,…

12.05 2014 | LESA MEIRA

Jafntefli við Val í 3 umferð í Pepsí deildinni

Fyrsti leik­ur þriðju um­ferðar Pepsi-deild­ar karla fór fram í Grafar­vogi í kvöld þegar Fjöln­ir tók á móti Vals­mönn­um. Leik­ur­inn var nokkuð fjör­ug­ur og þurftu liðin að sætt­ast á skipt­an hlut eft­ir að hafa skorað sitt hvort markið í síðari hálfleik, loka­töl­ur 1:1. Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik. Aron Sig­urðar­son fékk al­gjört dauðafæri fyr­ir Fjölni þegar hann slapp einn gegn Fjalari og ætlaði að vippa yfir hann en Fjal­ar sá við hon­um. Marka­laust í hálfleik . Vals­menn byrjuðu…

12.05 2014 | Knattspyrna mfl karla LESA MEIRA

Ný heimasíða

Í dag þriðjudaginn 13.maí opnaði ný heimasíða Fjölnis. Undanfarnar vikur hefur hún verið í vinnslu hvað varðar útlit og eiginleika. Við vonum að með þessari nýju heimasíðu getum við betur komið til móts við þarfir deilda og iðkendur félagsins. Það tekur einhvern tíma að koma inn réttum göngum og upplýsingum fyrir deidirnar en stefnum á að klára þessi vinnu sem allra fyrst.   Með góðri kveðju, Starfsfólk skrifstofu

12.05 2014 | LESA MEIRA

Fjölnismenn aftur í úrvalsdeild

Fjölnismenn eru komnir í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á ný eftir eins árs fjarveru eftir sigur Hetti, 98:81, í öðrum umspilsleik liðanna á Egilsstöðum í kvöld. Fjölnir vann fyrsta leikinn á sínum heimavelli og gat því gert útum málin fyrir austan í kvöld. Hattarmenn byrjuðu betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 21:17. Grafarvogspiltar sneru blaðinu við með því að skora 33 stig  gegn 13 í öðru leikhluta og voru því komnir í 50:34 í hálfleik. Munurinn hélst þannig lengi…

10.05 2014 | Karfa LESA MEIRA

Fjölmenn páskaæfing

Skákdeild Fjölnis hélt páskaskákæfingu föstudaginn 11. apríl þegar allir krakkar voru á leiðinni í páskaleyfi. Æfingin var fjölmenn því alls tóku 26 krakkar úr Grafravogi þátt í 5 umferða móti. Nansý Davíðsdóttir Rimaskóla sigraði örugglega og lagði alla sína andstæðinga. Þessi nýkrýndi Íslandsmeistari með skáksveit Rimaskóla hefur verið öflug við taflborðið í vetur og er á leið á NM stúlkna síðar í apríl til að verja titil sinn frá í fyrra. Nansý hlaut 5 vinninga en næstir á eftir henni urðu…

10.05 2014 | Skák LESA MEIRA

Skákmót í Stykkishólmi

Gunnar Svanlaugsson skólastjóri í Stykkishólmi var heiðursgestur á Árnamessu 2014 og ávarpaði hann þátttakendur í upphafi móts. Gunnar fagnaði því frumkvæði mótshaldara að efna til svo glæsilegra viðburða í Hólminum og minntist Árna Helgasonar bindindisfrömuðar sem mótið er kennt við. Skólastjórinn lék síðan 1. leik mótsins. Tefldar voru sjö umferðir á skákmóti Árnamessu og varð Björn Hólm Birkisson í TR sigurvegari mótsins með 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Hann reyndist taplaus á þessu spennandi og hnífjafna móti, vann sex skákir…

10.05 2014 | Skák LESA MEIRA

Aðalfundur Tennisdeildar

Aðalfundur Tennisdeildar verður haldinn í Tennishöllinni í Kópavogi fimmtudaginn 6. mars kl. 18:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kær kveðja f.h stjórnar Tennisdeildar Óskar Knudsen formaður.

10.05 2014 | Tennis LESA MEIRA

Arndís og Ingvar á HM í hálfmaraþoni

Langhlaupararnir Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Ingvar Hjartarson í Fjölni hafa verið valin af Frjálsíþróttasamandi Íslands ásamt fjórum öðrum íslenskum keppendum til að taka þátt í Heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni sem fram fer í Kaupmannahöfn laugardaginn 29. mars. Taka þau þátt í 3 manna sveitakeppni í karla- og kvennaflokki en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk karlasveit tekur þátt en árið 1993 keppti kvennasveit á HM í Osló. Sveitirnar skipa: Karlar:  Kári Steinn Karlsson, Arnar Pétursson og Ingvar Hjartarson. Konur:  Arndís…

10.05 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Guðlaug Edda Íslandsmeistari í 1500 m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Frjálsíþróttadeild Fjölnis sá um framkvæmd mótsins. Alls kepptu 8 keppendur fyrir hönd Fjölnis. Guðlaug Edda Hannesdóttir Fjölni sem er ný á hlaupabrautinni gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitilinn í 1500 m hlaupi kvenna á tímanum 4:54,76 mín. Í öðru sæti í sama hlaupi varð Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni á tímanum 4:58,46 mín sem er alveg við hennar besta árangur. Guðlaug Edda varð jafnframt önnur á eftir kempunni…

10.05 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís Ýr með sigur í Kaupmannahöfn

Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni sýndi styrk sinn um helgina þegar hún sigraði með yfirburðum í 10km hlaupi í Nike Marathontest 1 í Kaupmannahöfn. Arndís hefur hlaupið mjög vel síðustu mánuði og er greinilega komin í sitt allra besta form.  Arndís átti best 36:55 en gerði sér lítið fyrir og hljóp á 36:12 í dag, 1 mín og 51 sek á undan næstu konu í mark, Anne-Mette Aagaard.  Anne-Mette hefur verið einn fremsti maraþonhlaupari dana um árabil en átti ekkert…

10.05 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Jasmín Erla í U17

Í gær spilaði liðið við Wales og vannst mjög sannfærandi sigur 0-4 og skoraði Jasmín Erla annað mark Íslands á 37. mínútu leiksins. Hér má sjá umsögn um leikinn af ksi.is Í dag kl. 16.00 munu svo stelpurnar spila sinn annan leik gegn Norður-Írlandi en lokaleikurinn verður svo á miðvikudaginn gegn Færeyjum.  Hér má sjá stöðuna í riðlinum og þá leiki sem Ísland á eftir

10.05 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Íslands-, deildar- og Reykjavíkurmeistarar!

Þær áttu þetta svo sannarlega skilið!  Íslands-, deildar- og Reykjavíkurmeistarar! Þetta lið! Þessir stuðningsmenn! Þvilik heild þegar stelpurnar okkar á eldra ári 4 flokks unnu frækinn sigur á HK eftir tvíframlengdan leik i Austurbergi í dag. Sigurinn var kærkominn eftir tapið i fyrra og sú vinna sem var unnin með hópinn i ár skilaði ser inn á völlinn. Við erum óendanlega stoltu af stelpunum og öllum þeim einstaklingum sem mynda þessa heild. Afrekið er einnig stórt fyrir þær sakir að…

10.05 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Arnar Gunnarsson tekur við meistaraflokki karla hjá Fjölni

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur náð samkomulagi við Arnar Gunnarsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla. Arnar skrifar undir 2ja ára samning og með ráðningunni sér deildin fram á áframhaldandi öflugt uppbyggingarstarf handboltans í Grafarvogi. Arnar þjálfaði síðast í Noregi en er þar áður í um áratug ungt lið Selfoss. Sú reynsla sem hann aflaði sér þar við þjálfun Akademínunnar og meistaraflokks Selfoss á eftir að nýtast okkar unga starfi afskaplega vel.   Um meistaraflokkinn verður mynduð sterk umgjörð líkt og…

10.05 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Tilkynning um frídaga og mótahald

Vegna frídaga og mótahalds falla eftirfarandi æfingar niður : Fimmtudaginn 17.apríl til og með mánudaginn 21.apríl : allar æfingar felldar niður – Páskafrí Fimmtudaginn 24.apríl : allar æfingar felldar niður – sumardagurinn fyrsti Laugardaginn 26.apríl : allar æfingar felldar niður – kumitemót Fylkis fyrir 10 – 17 ára (látið þjálfara vita sem allra fyrst hvort þið viljið keppa) Fimmtudaginn 1.maí : allar æfingar felldar niður - verkalýðsdagurinn. Laugardaginn 17.maí :  allar æfingar felldar niður - vorsýning karatedeildar Fjölnis í Dalhúsum…

10.05 2014 | Karate LESA MEIRA

Svartabeltis gráðun

Eftirtaldin náðu svartabeltis gráðu prófi (dan) hjá Sensei Steven Morris þann 6. apríl síðastliðinn. Mikael Máni Vidal, Shodan-Ho (junior) Guðjón Már Atlason, Shodan-Ho (junior) Haraldur CHR. Hoe, Shodan-Ho (senior) Viktor Steinn Sighvatsson, Shodan (junior) Óttar Finnsson, Shodan (junior) Alexander Leonard Vidal, Shodan (junior) Tryggvi Þór Árnason, Shodan (senior) Magnús Valur Willemsson, Shodan (senior) Sigríður Þórdís Pétursdóttir, Nidan (junior) Snæbjörn Willemsson, Nidan (senior)

10.05 2014 | Karate LESA MEIRA

Góður árangur á Bushido móti

Bushido mót KAÍ 2014 var haldið 29. mars síðastliðinn í Smáranum. Að venju náðu Fjölniskrakkar góðum árangri. Viktor Steinn Sighvatsson varð í 1. sæti í Kumite 12 ára. Óttar Finnsson varð í 2. sæti í Kata 12 ára. Máni Vidal varð í 3 sæti í Kata og í 3 sæti í Kumitie 13 ára. Sigríður Þórdís Pétursdóttir varð í 2. sæti í Kata og 3. sæti í Kumite 16-17 ára.

10.05 2014 | Karate LESA MEIRA

Fjölnismenn á Malmö Open

Guðjón Már Atlason,  Óttar Finnsson og Viktor Steinn Sighvatsson úr Fjölni tóku þátt í Swedish Karate Open sem haldið var í Malmö í Svíþjóð þann 22 mars. Drengirnir náðu frábærum árangri,  í hópkata urðu þeir félaganir í 2. sæti í flokki 12-13 ára og Viktor Steinn varð í í 2.sæti í einstaklings kata í  flokki 12 ára pilta.

10.05 2014 | Karate LESA MEIRA

Uppgjör á frábæru tímabili handknattleiksdeildar Fjölnis

 

Þá er keppnistímabili lokið hjá öllum flokkum handknattleiksdeildar Fjölnis. Það er því ekki úr vegi að líta aðeins til baka og gera upp tímabilið. Það má með sanni segja að tímabilið 2013-2014 hafi verið frábært. Iðkendum fjölgaði lítillega en mest hjá yngstu flokkunum sem er mjög ánægjulegt enda hafa flokkarnir þar, 7. og 8. verið frekar fámennir. Á einu 7. flokksmóti sendum við alls 12 lið, 8 strákalið og 4 stelpulið. Það er því ljóst að um…

08.05 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Fimleika og sumarskóli

Fimleikadeild Fjölnis mun bjóða upp á fimleika- og sumarskóla í sumar fyrir krakka á aldrinum 6 ára (f. 2008) til og með 9 ára (f. 2005). Fimleikaskólinn verður starfandi í Egilshöll, Fossaleyni 1. Um er að ræða sex einnar viku námskeið. Námskeiðin verða alla virka daga frá kl:09.00–16.00 og er hámarksfjöldi á námskeið 40 börn. Á námskeiðinnu verða 6-7 starfsmenn/þjálfarar sem hafa starfað lengi fyrir félagið og unnið mikið með börnum.   Lögð er sérstök áhersla á fimleika og góða…

02.05 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Frídagar framundan og fleira

Frídagar framundan Páskafrí verður til og með 17.apríl – 21 .apríl Fimmtudagurinn 24.apríl - Sumardagurinn fyrsti  Fimmtudagurinn 1.maí - Verkalýðsdagurinn    Æfingar fyrir vorsýningu Í lok apríl munu æfingatímar breytast hjá öllum hópum til þess að hægt sé að samræma þau atriði sem verða á sýningunni. Fljótlega eftir páska fáið þið upplýsingar um nýjan æfingatíma sem tekur gildi mánudaginn 28.apríl. Fimleika- og sumarskóli  Í júní og ágúst býður fimleikadeildin upp á heilsdags námskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára (2008-2005).  Í lok…

02.05 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Innanfélagsmót

Sunnudaginn 16.febrúar fór fram árlegt innanfélagsmót deildarinnar, en samhliða því var einnig keppt á Dúkku og bangsamóti. Rúmlega 240 iðkendur kepptu og sýndu áhorfendum æfingar í Íslenska fimleikastiganum og í Landsreglum hópfimleika. Við þökkum ykkur fyrir skemmtilegan dag og hlökkum til þess að sjá ykkur aftur á næsta stóra viðburði deildarinnar 24. maí en þá fer fram vorsýning. Myndir frá mótinu er að finna á myndasíðu okkar.

02.05 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Þrepamót FSÍ

4.-5.þrep Fjölmargir ungir keppendur lögðu leið sína í Hafnarfjörð til þess að keppa á þrepamóti Fimleikasambands Ísland. Að þessu sinni kepptu 16 iðkendur fyrir hönd Fjölnis.Keppt var í nokkrum aldursflokkum og stóðu allir keppendur sig með stakri prýði. Fjölnisstúlkurnar Aldís Leoní, Unnur Eva og Jóna Katrín fengu fimm verðlaunapeninga samtals fyrir æfingar á slá, stökki og í samanlögðum árangri, en þær kepptu í 5.þrepi 2004. 1.-3.þrep Seinni hluti þrepamóts var haldið í húsi Ármanns og þangað mættu Kristín Sara og…

01.05 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.