Fjölnir | FRÉTTIR

Naumur en mikilvægur sigur stelpnanna á malbikinu á Ásvöllum

Fjölnir lék sinn 11. leik í A riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld gegn Haukum á Ásvöllum en spilað var á gervigrasinu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, bæði lið áttu nokkur færi en það var Hrefna sem skoraði eina markið fyrir leikhlé þegar hún afgreiddi boltann örugglega framhjá markverði Hauka eftir góða sendingu frá Esther. Haukar sóttu nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og áttu þrjú góð færi en markvörður og varnarmenn Fjölnis sáu við þeim. Á…

31.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Guðmundur Þór lánaður í HK

HK hefur fengið Guðmund Þór Júlíusson á láni frá Fjölni út tímabilið.  Guðmundur Þór er tvítugur en hann getur spilað allar stöður í vörninni.  Í sumar hefur Guðmundur komið við sögu í fjórum leikjum í Pepsi-deildinni og tveimur leikjum í Borgunarbikarnum með Fjölni.  Í fyrra spilaði Guðmundur tvo leiki með Fjölni í 1. deildinni áður en hann fór í Val á láni síðari hluta tímabils.  Guðmundur gæti spilað sinn fyrsta leik með HK í kvöld þegar liðið mætir KA í…

30.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stelpurnar fara í Hafnarfjörðinn í kvöld

Meistaraflokkur kvenna mætir Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld kl.20 í A-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Stelpurnar okkar gerðu virkilega vel með að vinna HK/Víking í slagnum um 1. sæti riðilsins á föstudaginn síðasta og geta með sigri í kvöld aukið forskot sitt á toppnum í fimm stig sem væri virkilega sterkt fyrir liðið þar sem það á erfiða útileiki fyrir höndum á lokasprettinum í riðlinum. Tvö efstu lið riðilsins fara í úrslitakeppni um tvö laus sæti í…

30.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ægir Jarl í byrjunarliðinu hjá U17 karla

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, töpuðu gegn Englandi í fyrsta leik á meðan Svía lögðu Finna.  Leikið er í Kolding í Danmörku. Byrjunarliðið er þannig skipað: Markvörður: Daði Freyr Arnarson Aðrir leikmenn: Kristófer Konráðsson Birkir Valur Jónsson Axel Óskar Andrésson Hörður Ingi Gunnarsson Júlíus Magnússon Dagur Austmann Hilmarsson Sveinn…

29.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Einar Karl farinn í Val

Miðjumaðurinn, Einar Karl Ingvarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val en hann kemur til félagsins frá FH. Valur og FH náðu samkomulagið um félagsskiptin í gær.  Hann lék fyrri hluta sumars á láni hjá Fjölni frá FH en nú er ljóst að hann verður lánaður til Grindavíkur í 1. deildinni frá Val út sumarið.  Einar Karl á að baki 33 meistaraflokksleiki með FH og Fjölni og skorað í þeim leikjum þrjú mörk. Hann lék átta leiki með Fjölni…

29.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Langþráður sigur

Fjöln­ir vann langþráðan sig­ur í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu þegar liðið lagði Þór á heima­velli sín­um, 4:1. Síðasti sig­ur­leik­ur Fjöln­is kom ein­mitt gegn Þór hinn 8. maí, en sig­ur­inn fleytti liðinu upp í sjö­unda sætið, alla­vega um tíma. Þórsar­ar eru hins veg­ar enn í næst­neðsta sæti. Það var ein­stefna að marki Þórsara í fyrri hálfleik Berg­sveinn Ólafs­son, fyr­irliði Fjöln­is, kom sín­um mönn­um á bragðið strax á sjö­undu mín­útu með fal­legri bak­falls­spyrnu. Guðmund­ur Karl Guðmunds­son bætti við marki úr teign­um eft­ir…

27.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir kláraði HK/Víking í uppbótartíma í annað sinn á tímabilinu

Það var sannkallaður toppslagur í fyrstu deildinni á föstudagskvöldið á Fjölnisvelli þegar HK/Víkingur kom í heimsókn. Þetta var seinni leikur liðana en fyrri leiknum á heimavelli HK/Víkings lauk með 1-0 sigri Fjölnis þar sem Esther skoraði í uppbótartíma. Það kom svo á daginn að dramatíkin var ekki minni í þessum leik. HK/Víkingur byrjaði leikinn betur og sótti nokkuð á fyrstu mínútunum en það Ásta sem skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti Írisar. HK/Víkingur jafnaði…

27.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Öruggur sigur í rjómablíðu - Toppslagur á Fjölnisvelli á föstudagskvöld

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók á móti Hömrunum frá Akureyri á Fjölnisvelli á sunnudag í frábæru fótboltaveðri og lauk leiknum með öruggum 4-0 sigri okkar kvenna. Fjölnir byrjaði betur og Stella Þóra skoraði strax á 15. mínútu með skoti af stuttu færi. Nokkur færi hjá báðum liðum litu dagsins ljós fyrir hlé en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var stöðubarátta allt þar til rúmar 20 mínútur voru eftir. Þá skoraði Erla Dögg gott mark og á…

23.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jón Trausti teflir í Andorra

Jón Trausti Harðarson 17 ára skákmaður sem teflir með skáksveit Fjölnis á Íslandmóti skákfélaga tekur um þessar mundir þátt í fjölmennu alþjóðlegu skákmóti í Andorra. Byrjunin lofar góðu á mótinu því að eftir fjórar umferðir af níu er hann taplaus með 3 vinninga af 4 mögulegum. Jón Trausti er í 20. sæti mótsins en skv. styrkleikalista er hann í 80. sæti af um 150 skákmönnum. Með áframhaldandi velgengni mun Jón Trausti tefla við stigahærri skákmenn í hverri umferð en það…

22.07 2014 | Skák LESA MEIRA

Jón Trausti teflir í Andorra

Hinn 17 ára gamli Jón Trausti Harðarson, sem teflir með liði Fjölnis í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga, teflir um þessar mundir á fjölmennu alþjóðlegu skákmóti í Andorra. Drengurinn hefur byrjað mótið einstaklega vel og er taplaus eftir fyrstu fjórar umferðirnar og hlotið 3 vinninga. Hann er sem stendur í 20. sæti af 150 keppendum en er í 80. sæti á styrkleikalista mótsins. Jón Trausti hefur teflt, fyrir utan fyrstu umferðina, við stigahærri skákmenn og með áframhaldandi velgengni verður það þannig…

22.07 2014 | Skák LESA MEIRA

Framkvæmdir hafnar við fimleikahús Fjölnis

Framkvæmdir vegna byggingar á nýju fimleikahúsi fyrir Fjölni eru komnar af stað við Egilshöllina.

Verktakinn Spennt ehf er byrjaður að setja upp vinnubúðir og girða af vinnusvæðið.  Á næstu dögum mun svo jarðvegsvinna hefjast enda ekki seinna en vænna að hefja störf því húsið á að vera tilbúið 1 ágúst 2015. Húsið kemur á grasvallarsvæðið og þar er jafnframt gert ráð fyrir fjölnota íþróttahúsi fyrir Fjölni.

Það eru því spennandi tímar framundan hjá Fjölni og ljóst að starfsemi félagsins er…

18.07 2014 | LESA MEIRA

Ægir Jarl Jónasson með U17 á Norðurlandamótinu

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið  hópinn sem leikur á Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem fram fer í Danmörku, dagana 28. júlí til 2. ágúst.  Ísland leikur í riðli með Finnum, Svíum og Englendingum og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjarnir. Að þessu sinni á Fjölnir einn fulltrúa en það er Ægir Jarl Jónasson. Við óskum honum góðs gengis.

17.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Bikarsigur hjá 3 flokki karla

Strákarnir í 3 flokki karla unnu góðan sigur á FH í gærkvöldi en leikið var á aðalvellinum. Leikurinn endaði 5 - 0 og er þetta eina liðið hjá okkur sem er eftir í bikarkeppni þetta sumarið. Nú verðum við að fá góða mætingu á næsta bikarleik hjá strákunum. Byrjunarliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum Hlynur Orri Einarsson  (M)      3  Fannar Örn Fjölnisson          4  Ísak Leó Guðmundsson        6  Kristófer Axel Smith Axelsson        10  Ægir…

15.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

KRISTINN Á EMU

Kristinn Þórarinsson tók þátt í Evrópumóti Unglinga sem fram fór í Hollandi í síðustu viku. Kristinn byrjaði fyrsta sund, 100m baksund ekki nógu vel. Kom svo sterkur til baka næsta dag og synti 200m fjórsund á næst besta tíma sínum í greininni. Hann synti svo 200bak og 50 bak rétt við sinn besta tíma og endaði svo mótið á flottri bætinu í 400m fjórsundi.  Úrslit á Mótinu

  • 50m bak, 22.sæti: 27.18, besti tími: 26.87 = 98% 
  • 100m bak, 36.sæti: 59.23,…
14.07 2014 | Sund LESA MEIRA

Fjölnir til eyja að spila við ÍBV

Á morgun kl 14 í Vestmannaeyjum mætum við eyjamönnum í 11 umferð Pepsideildar. Þetta er síðasti leikur fyrri umferðar og er mjög mikilvægur fyrir bæði lið.  Við verðum að ná í 3 stig en það hefur ekki alveg fallið með okkur í síðustu leikjum. Allir Fjölnismenn sem geta mæta til eyja og hvetja okkar menn til sigurs. Sjáumst í eyjum á morgun. Áfram Fjölnir

12.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir kallar Ágúst Örn tilbaka úr láni frá Selfossi

Fjölnismenn hafa kallað framherjann Ágúst Örn Arnarson til baka úr láni frá Selfossi. Hann er því með leikheimild með Fjölni gegn ÍBV á sunnudaginn.  Ágúst Örn hefur komið við sögu í sjö leikjum með Selfossi í sumar. Hann lék tólf leiki með Fjölni í fyrrasumar og skoraði þar tvö mörk.  Ágúst er annar lánsmaðurinn sem er kallaður frá Selfyssingum á stuttum tíma því Framarar fengu Hafþór Mar aftur til sín eftir að hafa verið á láni á Selfossi í sumar. …

12.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sigurður Hallvarðsson fallinn frá

Sigurður Helgi Hallvarðsson lést í dag, 51 árs að aldri, eftir harða baráttu við krabbamein.  Sigurður fluttist ungur frá Reykjavík eftir að hafa fæðst á Siglufirði. Hann spilaði lengi með Þrótti R. og Knattspyrnufélagi Siglufjarðar.  Einnig lék hann með Huginn, Haukum og Fjölni. Hann hélt þó alltaf mestu tryggðina við Þrótt.  Sigurður starfaði sem málari og öðlaðist hann meistararéttindi árið 1989. Stofnaði hann fyrirtækið Gæðamálum ásamt föður sínum.  Sigurður greindist með heilaæxli fyrir tæpum 10 árum. Á síðasta ári vakti…

11.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fyrsta tap sumarsins kom í Grindavík í íslensku sumarveðri

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tapaði sínum fyrstu stigum þegar liðið mætti heimakonum í Grindavík í gærkvöld í áttunda leik sínum í A-riðli 1. deildar kvenna. Það voru erfiðar aðstæður til fótboltaiðkunar þegar Fjölnir mætti heimastúlkum í Grindavík á gærkvöldi, hávaðarok og mikil rigning. Leikurinn bar mikinn keim af því en þó brá fyrir ágætum köflum inn á milli. Grindavík skoraði úr vítaspyrnu á 45. mínútu fyrri hálfleiks en spyrnan var dæmd eftir að boltinn fauk í hönd varnarmanns Fjölnis. Grindavík…

11.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

DANNI KEPPTI Í FRAKKLANDI

Daníel Hannes Pálsson keppti á mjög sterku alþjóðlegu sundmóti í Frakklandi um síðustu helgi.  Auk hans synti Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi á mótinu.  Daníel náði inn í B-úslit í 200m flugsundi og bætti tíma sinn frá því um morguninn og hafnaði í 4 sæti í B-úrslitum.  Annars voru tíma hans aðeins frá hans bestu tímum. Góð reynsla fyrir komandi ár enn á næsta sundári verða mörg spennandi verkefni í boði fyrir okkar besta sundfólk. >>> Úrslit frá Opna…

Sumarlokun á skrifstofu

Skrifstofa Fjölnis verður lokuð frá 14. júlí til 5. ágúst vegna sumarleyfa.

10.07 2014 | LESA MEIRA

Stelpurnar ræða Grindavíkurleikinn og fleira

Meistaraflokkur kvenna í knattspynu mætir Grindavík suður með sjó í kvöld í áttunda leik sínum í A-riðli 1. deildarinnar. Okkar konur hafa unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa og eru á toppnum með 21 stig en Grindavík er í þriðja sætinu með 15 stig úr sjö leikjum. Við kíktum á æfingu hjá stelpunum í gær og heyrðum hljóðið í nokkrum þeirra varðandi leikinn í kvöld og ýmislegt fleira en hér að neðan má sjá viðtöl við Esther…

10.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Skráning hafin fyrir haustönn

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á haustönn fyrir allar deildir félagsins. Við hvetjum alla til að skrá sig tímanlega, því skráning er forsenda fyrir þátttöku í starfi félagsins. Þeir sem ætla að nýta frístundarstyrk geta hins vegar ekki gengið frá skráningu fyrr en eftir 1 ágúst, vegna reglna frá Reykjavíkurborg ! Við hlökkum til að sjá ykkur öll í haust og bjóðum nýja iðkendur sérstaklega velkomna. Allar skráningar fara fram á heimasíðu félagins undir flipanum "skrá í Fjölni".

09.07 2014 | LESA MEIRA

Jasmín Erla og Kolbrún Tinna léku báðar í tapi U17 gegn Hollandi

Íslenska U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu tapaði fyrir Hollandi 6-0 í gær í síðasta leik sínum í B-riðli á Opna Norðurlandamótinu en leikið er í Svíþjóð. Íslenska liðið náði sér aldrei á strik í leiknum og var 3-0 undir í leikhléi. Fjölnisstúlkurnar Jasmín Erla Ingadóttir og Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir komu báðar við sögu í leiknum, Jasmín Erla var í byrjunarliðinu á hægri kantinum en Kolbrún Tinna kom inná sem varamaður í vörnina á 61. mínútu. Íslenska liðið tapaði öllum…

08.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jasmín Erla og Kolbrún Tinna í Svíþjóð með U17 - Tap í tveimur fyrstu leikjunum

Fjölnisstúlkurnar Jasmín Erla Ingadóttir og Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir eru nú við keppni á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð með U17 ára landsliðinu í knattspyrnu. Ísland hefur þegar spilað tvo leiki á mótinu, gegn Svíþjóð og Englandi, og tapað þeim báðum. Fyrst mætti íslenska liðið Svíþjóð og tapaðist sá leikur 3-0 en þær sænsku voru talsvert sterkari, sóttu meira og áttu fleiri færi. Jasmín Erla spilaði á miðjunni hjá Íslandi og bar fyrirliðabandið en fór af velli á 62. mínútu. Kolbrún Tinna…

06.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Elmar og Thomas eftir æfingu hjá 3 flokk

Thomas Vlaminck tækniþjálfari Club Brugge, er í heimsókn hjá okkur í Fjölni en hann er einnig að þjálfa í Knattspyrnuskóla Kristján Bernburg.  Tók hann nokkrar æfingar  í yngri flokkunum og var gaman að fylgjast með tækniæfingum hjá honum.

04.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

KRISTINN KEPPIR Á YOG

Íþróttasamband Íslands hefur nú kynnt að Kristinn Þórarinsson mun keppa á Ólympíuleikum ungmenna (Youth Olympic Games) sem fram fara í Nanjing 2014 í ágúst.   Kristinn er eini Íslenski keppandinn sem keppir í sundi á leikunum ein auk hans er lið frá Íslandi í fótbolta. Það eru því þrír fulltúrar frá Fjölni á leikunum í Kína  Kristinn keppir í 100 og 200m baksundi á mótinu. >>> Frétt á heimasíðu ÍSÍ >>> Heimasíða YOG  Það verður því nóg…

04.07 2014 | Sund LESA MEIRA

Ísak og Torfi á leið til Kína með U15 liðinu

Ólympíuleikar ungmenna í Kína - U15 karla. Freyr Sverrisson, þjálfari U15 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika fyrir Íslands hönd í  Ólympíuleikum ungmenna í Kína 11. – 29. ágúst 7  Ísak Atli Kristjánsson  Fjölnir   8  Torfi Tímoteus Gunnarsson  Fjölnir Æfingar og fundir. Fös  11/07  Þróttarvöllur  kl: 15:00-16:30  Æfing, leikmenn tilbúnir 14:45 Fös  11/07  Íþróttamiðstöðin Laugardal  kl: 17:00-18:00  Kynningarfundur Lau  12/07  Þróttarvöllur   kl: 13:00-14:30    Æfing, leikmenn tilbúnir 12:45 Við óskum þessum drengjum til hamingju…

03.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jafnt á móti Fylki

Síðasta leik kvöldsins í Pepsi-deild karla var að ljúka en þar gerðu Fylkir og Fjölnir 3-3 jafntefli í mögnuðum leik.  Fylkir og Fjölnir skildu jöfn í kvöld en leikurinn var einn sá ótrúlegasti sem hefur verið til þessa í Pepsi-deildinni.  Christopher Tsonis kom Fjölnismönnum yfir áður en Gunnar Már Guðmundsson bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks. Fylkismenn tóku sig saman í hálfleik og minnkuðu muninn á 67. mínútu en þar var að verki Stefán Ragnar Guðlaugsson.  Kristján Valdimarsson jafnaði…

03.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir - Fylkir á miðvikudaginn kl. 20:00

Það verða Fylkismenn sem mæta í voginn fagra á morgun, miðvikudag kl. 20:00 og berjast við okkur Fjölnismenn í 10. umferð Pepsideildar 2014. Fjölnir tapaði í síðasta leik gegn Stjörnunni með marki á síðustu sekundum  í hörku leik þar sem það hefði ekki verið ósanngjarnt ef strákarnir hefðu fengið einhver stig úr þeim leik. Fjölnisstrákarnir ætla að selja sig dýrt á morgun til að byrja stigasöfnunina á nýjan leik. Við þurfum allt Fjölnisfólk og Grafarvogsbúa til að mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs.   Veitingasala…

01.07 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.