Fjölnir | FRÉTTIR

Góður árangur Fjölniskrakka á Reykjavíkurmeistaramóti

Reykjavíkurmeistaramót fyrir 11 ára og eldri var haldið á Laugardalsvellinum dagana 26. – 28. ágúst. Mótið tókst vel í alla staði og veðrið ágætt. Fjölniskrakkarnir stóðu sig mjög vel og margir voru að bæta sinn persónulega árangur. Fjölnir sendi 18 keppendur á mótið og 9 krakkar náðu að sigra í sínum greinum og eru þar með Reykjavíkurmeistarar. Þessir krakkar eru: Una Hjörvarsdóttir 11 ára varð Reykjavíkurmeistari í 60m hlaupi, 800m hlaupi, hástökki og langstökki. Einar Andri Víðisson 11 ára varð…

30.08 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Efsta sæti A-riðils í höfn - stelpurnar mæta Þrótti í umspilinu um sæti í Pepsí-deildinni

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu landaði endanlega efsta sæti A-riðils 1. deildarinnar í dag eftir góðan 3-0 sigur á Hömrunum á Akureyri í lokaumferðinni. Esther Rós kom okkar konum í 1-0 í fyrri hálfleik og var það hennar tuttugasta mark í sumar en hún er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þannig var staðan þar til skammt lifði leiks en þá gerðu heimakonur sjálfsmark og Fjölnisliðið í vænlegri stöðu. Lovísa bætti svo við þriðja markinu áður en yfir lauk og gulltryggði sigur liðsins og…

30.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Vetrarstarfið hefst mánudaginn 1. september nk.

Loksins er farið að hausta og þá byrjar körfuboltinn að skoppa. Mikill áhugi er á körfubolta og búast má við fjölgun iðkenda hjá okkur í vetur. Við höfum undirbúið veturinn vel með því að ráða mjög hæfa þjálfara til okkar til að halda uppi öflugu starfi í öllum flokkum félagsins. Æfingataflan er tilbúin og hana má finna hér.  Nýjum iðkendum býðst að mæta í prufutíma í næstu viku án skuldbindingar.  Nú mæta allir í körfu í vetur!

29.08 2014 | Karfa 10. flokkur karla LESA MEIRA

Fjölnir hefur miklar áhyggjur af mætingunni á völlinn

Unnar Jóhannsson, blaðamannafulltrúi Fjölnis, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson skrifaði í Morgunblaðið að umgjörð félagsins sé ekki boðleg í efstu deild.  214 mættu á leik Fjölnis og Keflavíkur í gær samkvæmt áhorfendatölum sem félagið gaf upp og skráð var á vef KSÍ en Unnar segir að sú talning hafi verið röng í yfirlýsingu sinni. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.  Góðan dag  Vegna ummæla blaðamanns Morgunblaðsins sem birtust í Morgunblaðinu og á fotbolta.net…

26.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Magnús Pétur í U19 landsliðshópnum

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19  landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn  í landslið Íslands  sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Norður Írum í Belfast 3. og 5. september. Við eigum einn fulltrúa í hópnum en það er Magnús Pétur Bjarnason. Óskum honum góðs gengis.

26.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Æfingar í frjálsum hefjast 1. september

Fyrstu æfingar vetrarins í frjálsum verða eftirfarandi: 10 ára og yngri (árg. 2005 og yngri) verða mánudaginn 1.sept. kl 16:20 -17:10 í Rimaskóla 11-12 ára (árg. 2003-2004) verða mánudagar kl 17:40-18:30 í Kelduskóla Vík, miðvikudagar Egilshöll kl 17:00-18:30 og fimmtudagar Laugardalshöll kl 17:00-18:30 13-14 ára (árg. 2001-2002) verða mánudagar kl 18:30-19:20 í Kelduskóla Vík, miðvikudagar Egilshöll kl 17:00-18:30 og fimmtudagar Laugardalshöll kl 17:00-18:30 15 ára og eldri (árg. 2000 og eldri) verða mánudagar kl 17:30-19:00 í Egilshöll, miðvikudagar Laugardalshöll…

25.08 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Sameiginlegt bikarlið Fjölnis og Aftureldingar 15 ára og yngri í 3. sæti

Sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar (FjölElding) tók þátt í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór á Varmárvelli sunnudaginn 24. ágúst. Keppt var í alls 10 keppnisgreinum hjá hvoru kyni. Alls voru 9 lið mætt til leiks. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og náði piltaliðið öðru sæti og stúlkurnar þriðja sæti. Sameiginlega voru þau í þriðja sæti. Hér eru úrslit Fjölniskeppenda: Hermann Orri Svavarsson, 5. sæti í 100 m grindahlaupi og 6. sæti í 400 m hlaupi Tómas Arnar…

25.08 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

ÆFINGAR HEFJAST AÐ NÝJU

Það fer að styttast í að karatenámskeið hefjast á ný. Fyrsta framhaldsæfing haustins verður þriðjudaginn 2.september og fyrir byrjendur hefjast æfingar 8.september. Hér að neðan má finna æfingatöflu fyrir haustönnina. Takið eftir breyttum tímum fyrir 16+/afreks og allar laugardagsæfingar! Æfingar fara fram í Egilshöll, Fossaleyni 1, Grafarvogi Byrjendur: (hefjast 8. september) Mánudagar og miðvikudagar : 17:15 - 18:00 yngri hópur 18:00 - 18:45 yngri hópur 20:00 - 21:00 fullorðnir Framhaldshópar: (hefjast 2. september) Þriðjudagar og fimmtudagar: 17:00 - 18:00 hópur 1 18:00 - 19:00 hópur 2

25.08 2014 | Karate LESA MEIRA

Jafnt í fallslagnum

Hvorki Fjölni né Kefla­vík tókst að landa þrem­ur nauðsyn­leg­um stig­um í fall­bar­áttuslag í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu þegar liðin mætt­ust í Grafar­vog­in­um í kvöld, þar sem aðeins 214 áhorf­end­ur létu sjá sig. Úrslit­in urðu 1:1-jafn­tefli. Fjöln­ir hef­ur því aðeins unnið einn af síðustu 15 leikj­um sín­um í deild­inni en Kefla­vík einn af síðustu 14. Kefl­vík­ing­ar voru fljót­ir að taka for­yst­una. Eft­ir að Jó­hann Birn­ir Guðmunds­son og Boj­an Stefán Lju­bicic höfðu ákveðið að Boj­an fengi að taka auka­spyrnu sem Kefla­vík átti…

25.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stórleikur í kvöld Fjölnir-Keflavík

Í kvöld kl. 18:00 koma Keflvíkingar í heimsókn á Fjölnisvöllinn.  Þetta er leikur í 17 umferð Pepsí-deild karla.   Bæði liðinn eru komin í fallbaráttu og nú þurfum við að fá alla Fjölnis- og Grafarvogsbúa til að koma og styðja okkar lið til sigurs. Mætum tímanlega með alla fjölskylduna og skemmtum okkur saman. Áfram Fjölnir !

25.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnishlauparar sigurvegarar í Reykjavíkurmaraþoni

Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni sigraði 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í 31. sinn laugardaginn 23. ágúst.  Setti hún jafnfram brautarmet í hlaupinu með besta tíma íslenskrar konu í þessari vegalengd frá upphafi hlaupsins. Hljóp hún vegalengdina á 36:55 mín en best á hún 36:12 mín frá því í vetur í Kaupmannahöfn. Ingvar Hjartarson var fyrsti Íslendingurinn í mark í 10 km hlaupinu á tímanum 32:25 mín og annar í heildina en best á hann 32:00 mín…

24.08 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir heldur toppsætinu eftir öruggan sigur á Keflavík

Fjölniskonur mættu Keflavík á heimavelli í gær í næstsíðustu umferð A-riðils 1. deildarinnar í knattspyrnu og lauk leiknum með öruggum 5-2 sigri okkar kvenna. Fjölnir byrjaði vel og Íris skoraði með skalla eftir hornspyrnu strax á 12. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Erla liðinu í 2-0 með skoti af stuttu færi eftir frábært spil. Esther gerði svo þriðja markið rétt fyrir leikhlé með frábærri vippu úr teignum eftir góðan undirbúning og staðan vænleg að loknum fyrri hálfleik. Seinni…

24.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sjálfboðaliðar Evrópumótsins í hópfimleikum 2014

Má bjóða þér að gerast sjálfboðaliði á stærsta fimleikaviðburði sögunnar? Okkur vantar sjálfboðaliða á Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014 sem haldið verður í Reykjavík 15. - 18. október. Við viljum bjóða þér að taka þátt í gleðinni og aðstoða okkur við að taka vel á móti þeim 42 liðum frá 14 þjóðlöndum sem koma saman í Laugardalnum og keppa um hina eftirsóttu Evrópumeistaratitla.  Mótið er stærsti innanhúss íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi og þurfum við þína aðstoð við undirbúning…

23.08 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

ÆFINGAR HEFJAST HJÁ SUNDDEILD FJÖLNIS

Nú fara æfingar hjá Sunddeild Fjölnis að hefjast á ný.  Elstu krakkarnir sem æfa niður í Laugardal hafa nú þegar hafið æfingar. Hákarlar: Æfingar hefjast hjá Inga Þór mánudaginn 25.ágúst kl. 16:00 í Grafarvogslaug Æfingar hjá öllum öðrum hópum hefjast mánudaginn 1.sept.  Skráning í hópa fer fram í Iðkendaskráningarkerfinu https://fjolnir.felog.is/

  Nánari upplýsingar hjá Þjálfurum Sundskóli Fjölnis Guðrún Baldursdóttir, robbigun@simnet.is, s.862-1845 Hákarlar, Höfrungar, Háhyrningar Ingi Þór Ágústsson, syndarinn@gmail.com, 821-8038 Afreks…
22.08 2014 | Sund LESA MEIRA

KRISTINN STÓÐ SIG VEL Á YOG

Kristinn Þórarinsson, Sunddeild Fjölnis, hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikum ungmenna í Kína.  Kristinn synti síðustu greinina sína 200m baksund í nótt á tímanum 2:07.53 sem er rétt við hans besta tíma í greininni.  Flottur árangur hjá þessum unga og efnilega sundmanni.  Núna tekur við síðbúið sumarfrí eftir rúmlega 12 mánaða tímabil af stífum æfingum.  Enn æfingar hefjast hjá honum fljótt á ný því það styttist í RÍÓ 2016 sem hefst eftir 747 daga...  

22.08 2014 | Sund LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis vann öruggan sigur á Garðbæingum

Skákdeild Fjölnis mætti með sitt sterkasta skáklið í 1. umferð í Hraðskákmóti taflfélaga 2014 og sigraði með yfirburðum sveit Taflfélags Garðabæjar 56 - 16. Hraðskákmótið er með úrslitafyrirkomulagi og eru Grafarvogsbúar með sigrinum komnir í 8 liða úrslit. Héðinn Steingrímsson stórmeistari og Tómas Björnsson sem gekk til liðs við Fjölnismenn í sumar voru ósigrandi í viðureigninni við Garðbæinga og hlutu 10,5 vinninga af 11 mögulegum. Næstir komu strákarnir efnilegu Jón Trausti og Oliver Aron með 10 vinninga. Í hverri viðureign…

19.08 2014 | Skák LESA MEIRA

U15 karla í knattspyrnu - tap gegn Perú

U15 karla - Tap gegn Perú Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú Okkar leikmenn, Ísak Atli og Torfi Tímoteus stóðu sig mjög vel og eru félaginu til sóma í Kína.   Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Kína. Perú komst í 2-0 í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Torfi Gunnarsson mark fyrir Ísland. Þrátt fyrir ágætan leik íslenska liðsins í seinni hálfleik þá náði Perú að halda út og…

19.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Hraðskákkeppni taflfélaga. Fjölnir vann góðan sigur í 1. umferð

Skákdeild Fjölnis mætti með sitt sterkasta skáklið í 1. umferð í Hraðskákmóti taflfélaga 2014 og sigraði með yfirburðum sveit Taflfélags Garðabæjar 56 - 16. Hraðskákmótið er með úrslitafyrirkomulagi og eru Grafarvogsbúar með sigrinum komnir í 8 liða úrslit. Héðinn Steingrímsson stórmeistari og Tómas Björnsson sem gekk til liðs við Fjölnismenn í sumar voru ósigrandi í viðureigninni við Garðbæinga og hlutu 10,5 vinninga af 11 mögulegum en næstir komu strákarnir efnilegu Jón Trausti og Oliver Aron með 10 vinninga. Í hverri viðureign eru tefldar 12…

19.08 2014 | Skák LESA MEIRA

KRISTINN STENDUR SIG VEL Í KÍNA

Kristinn Þórarinsson, Fjölni hefur nú keppt í þremur greinum af fjórum á Ólimpíuleikum Ungmenna sem fram fara í Kína um þessa mundir.  Kristinn hefur staðið sig mjög vel miðað við þá miklu pressu sem fylgir því að keppa á stærsta unglingamóti í heimi. Kristinn hóf keppni í 100m baksundi aðfaranótt sunnudags. Þar synti hann á 57,98 sem er rétt við hans besta tíma í greininni og endaði í 25 sæti.   Næst var komið að 200m fjórsundi þar byrjaði Kristinn…

19.08 2014 | Sund LESA MEIRA

Fram lagði Fjölni á Reykjavíkurmótinu í handbolta

Reykja­vík­ur­móti karla í hand­knatt­leik hófst í gær­kvöld með viður­eign Fram og Fjöln­is. Fram­ar­ar fögnuðu þar fjög­urra marka sigri, 23:18. Fram­ar­ar voru fjór­um mörk­um yfir eft­ir fyrri hálfleik­inn, 13:9, og héldu fengn­um hlut í þeim síðari. Mörk Fjöln­is: Brynj­ar Lofts­son 6, Björg­vin Páll Rún­ars­son 4, Elv­ar Magnús­son 2, Bjarni Ólafs­son 2 og Berg­ur Snorra­son 2, Sveinn Þor­geirs­son 1 Breki Dags­son 1. Mörk Fram: Garðar B. Sig­ur­jóns­son 5, Stefán B. Stef­áns­son 4 Þröst­ur Bjark­ars­son 4, Stefán Darri Þórs­son 3, Arn­ar Freyr Ársæls­son 3, Þorri…

19.08 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölniskrakkarnir stóðu sig vel á Íslandsmeistaramóti 11-14 ára

Íslandsmeistaramót 11-14 ára í frjálsum íþróttum var haldið á Akureyri dagana 16.-17. ágúst. Fjölniskrakkarnir stóðu sig frábærlega.  Má þar helst nefna að Karen Birta Jónsdóttir 13 ára sigraði í þremur greinum; hástökki, kúluvarpi og spjótkasti, auk þess að vera í 3. sæti í öðru þremur greinum; 100 m hlaupi, 80 m grindahlaupi og langstökki. Á myndinni hér til hliðar sést hún svífa yfir grindurnar. Þá urðu Signý Hjartardóttir og Dagmar Nuka Einarsdóttir báðar í 3. sæti í kúluvarpi í sínum…

18.08 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Tvö töpuð stig á Ísafirði - stelpurnar í harðri baráttu um efsta sæti A-riðils

Aðstæður til fótboltaiðkunar voru frábærar á Torfanesvelli í gær þegar meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu heimsótti BÍ/Bolungavík í A-riðli 1. deildarinnar. Himinn og haf skilja liðin að í töflunni, Fjölnir er á toppnum en BÍ/Bolungarvík í næstneðsta sæti. Fjölnisliðið sótti stíft frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og áttu okkar konur fjölmörg dauðafæri en inn vildi boltinn ekki svo niðurstaðan markalaust jafntefli og tvö töpuð stig í baráttunni um toppsæti riðilsins sem skiptir sköpum hvað úrslitakeppnina varðar. „Okkur voru mjög mislagðar…

18.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Haustönn hefst 3.september

Æfingar hjá fimleikadeild hefjast miðvikudaginn 3.september skv, stundaskrá.  Stundaskráin stendur í smíðum og verður hún send út á tímabilinu 21.-28.ágúst. Þau börn sem eru skráð á biðlista hafa fengið sendar upplýsingar eða fá þær á allra næstu dögum. Ef óskað er eftir pláss í fimleika þarf fyrst að skrá iðkenda á biðlista, að því loknu er síðan raðað í viðeigandi hóp ef barnið fær pláss. Nánari upplýsingar veita starfsmenn fimleikadeildar í síma 663-2032 eða í gegnum netfangið fimleikadeild.fjolnir@gmail.com.

18.08 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Stelpurnar skrefi nær Pepsí-deildinni!

Vörn og markvarsla skópu sigurinn í Ólafsvík Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Ólafsvík í gærkvöldi þegar stelpurnar í meistaraflokknum heimsóttu Víking í A-riðli 1. deildarinnar, flott veður og góður völlur. Fjölnir byrjaði af krafti og fengu óskarbyrjun, strax á 6. mínútu skoraði Aníta gott mark með skoti úr teignum eftir góðan undirbúning Erlu og Estherar. Fljótlega jafnaðist leikurinn og bæði lið áttu sín færi, Víkingur kannski það besta þegar boltinn small í slánni á Fjölnismarkinu en inn vildi…

14.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnisstrákur keppir með U-18

Í nótt mun Donninn okkar leggja af stað til Póllands til að keppa fyrir Íslands hönd með U-18 ára landsliðinu. Við ætlum að fylgjast vel með honum á meðan að keppni stendur og hvetjum ykkur til að gera það með okkur. Sendum góða strauma yfir hafið! Þeir sem hafa áhuga þá verða leikirnir sýndir á þessari síðu www.laola1.tv Hér er síða mótsins þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um okkar lið og önnur http://eurohandballpoland2014.pl/en/meet-the-competitors-of-mens-18-ehf-euro-iceland/ Gangi…

14.08 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Fimleikaskóli - 4 daga námskeið í næstu viku

Við eigum nokkur laus pláss í fimleika og sumarskóla Fjölnis í næstu viku. Þar sem að skólastarf hefst höfum við ákveðið að hafa það einungis 4 daga eða frá mánudegi til fimmtudags. Skráning fer fram í gegnum heimasíðu Fjölnis eða á skrifstofu í Egilshöll. Vikan 18.-21. ágúst Verð 12.000 kr - Allt innifalið Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Fríða Karen 691-1084 en hún er umsjónaraðili fimleikaskólans.

13.08 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

JÓN MARGEIR EVRÓPUMEISTARI

Jón Margeir Sverrisson sundkappi úr Sunddeild Fjölnis var í dag heiðraður af Sunddeild Fjölnis fyrir frábæran árangur á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í Hollandi í síðustu viku.  Enn Jón kom heim í gær og var mættur á æfingu með félögum sínum í dag. Jón Margeir varð Evrópumeistari í 200m skriðsundi S14 karla s.l. föstudag og setti nýtt Evrópumet í greininni, 1:58,60.  Jón Margeir setti einnig nýtt Íslandsmet í 100m bringusundi er hann hafnaði í 4. sæti…

12.08 2014 | Sund LESA MEIRA

Jafntefli hjá Fjölni og Breiðablik

Það var svo kallaður 6 stiga leikur í Grafarvoginum í kvöld þegar heimamenn í Fjölni tóku á móti Breiðablik. Bæði lið eru í erfiðleikum í deildinni og þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda í þeirri baráttu sem þau eru í. En það var ekki að sjá að liðin kæmu inn í leikinn með það hugafar. Fyrri hálfleikur er hreint út sagt sá leiðinlegasti sem sá sem þetta ritar hefur séð í allt sumar. Það voru engin færi hjá hvorugu…

12.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA
11.08 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir - Breiðablik kl. 19:15 í kvöld - Allir á völlinn

Það verður sannkallað sólarsamba á Fjölnisvellinum í kvöld þegar Breiðablik mætir okkur Fjölnismönnum í 15. umferð Pepsi deildar.  Breiðablik er í 9 sæti í deildinni og er það langt fyrir neðan væntingar þeirra fyrir sumarið. Blikarnir gerðu jafntefli við Keflavík í seinustu umferð 4-4 þar sem þeir sýndu mikinn karakter og náðu að jafna leikinn undir lokinn eftir að hafa verið 2-4 undir þegar skammt var til leiksloka. Guðmundur Benediktsson tók við Blikunum þegar lítið var liðið sumars þegar Ólafur Kristjánsson…

11.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölniskonur áfram á góðu róli eftir sigur á Króknum

Það var lítið sumarveður á Sauðárkróki á föstudagskvöld þegar Meistaraflokkur kvenna mætti öflugu liði Tindastóls í A-riðli 1. deildarinnar en rok og rigning setti mark sitt á spilamennskuna. Fjölnir byrjaði á móti sterkum vindi og komst yfir strax á 10. mínútu en Esther Rós slapp þá í gegnum vörn Tindastóls og lagði boltann snyrtilega framhjá markverðinum. Lovísa opnaði markareikning sinn á 58. mínútu þegar hún skoraði með laglegu skoti, stöng og inn, eftir gott spil. Esther Rós innsiglaði svo öruggan…

10.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Söngbók Kára - stuðningsmannalög Fjölnis

Á mánudaginn kl. 19:15 á Fjölnisvelli mætum við Breiðablik í Pepsideildinni. Nú koma allir í Fjölnispeysum og syngja lögin úr Söngbók Kára. Strákarnir þurfa allan stuðning og nú fyllum við völlinn og neglum þrjú stig í hús með strákunum okkar. Söngbók Kára - stuðningsmannalög Fjölnis

08.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Opið fyrir skráningu á biðlista

Ef óskað er eftir plássi hjá fimleikadeild þarf að skrá barnið á biðlista fyrir viðeigandi aldur en það er gert í gegnum skráningakerfi Fjölnis. Öllum fyrirspurnum verður svarað og við gerum okkar besta til þess koma sem flestum að í haust. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsmönnum deildarinnar í gegnum netfangið fimleikadeild.fjolnir@gmail.com eða í síma 663-2032.

07.08 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Tap á Hlíðarenda

Val­ur vann sig­ur á Fjölni í hreint út sagt ótrú­leg­um leik á Voda­fo­nevell­in­um í kvöld. Lauk leikn­um með 4:3-sigri Vals eft­ir að liðið komst í 3:0-for­ystu en þannig var staðan í hálfleik. Fjöln­is­menn bár­ust sem ljón í síðari hálfleik og tókst þeim að skora þrjú mörk en það dugði ekki til. Leik­ur­inn fór ró­lega af stað en hitnaði í kol­un­um á 16. mín­útu þegar Daði Bergs­son, fram­herji Vals, komst í dauðafæri. Hann fékk þá góða send­ingu frá Magnúsi Má Lúðvíks­syni…

07.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

3 flokkur kvenna á Norway cup

Stelpurnar í 3 flokki kvenna í knattspyrnu tóku þátt í Norway cup og náðu frábærum árangri og lentu í 3.sæti af 96 liðum. Mótið var haldið í Osló og stóð yfir í viku. Þær byrjuðu á því að vinna sinn riðil og komust allaleið í undanúrslit og var  markatalan hjá þeim í 19-2 sem er glæsilegt. Er þetta besti árangur hjá íslensku kvennaliði á þessu móti og voru þær félaginu til sóma jafnt innan valla sem utan enda var þetta mót glæsilegt í alla…

06.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Miðvikudagur kl. 19:15 - Hlíðarendi

Í dag hefst 14. umferðin í Pepsi deildinni og á Fjölnir leik gegn Val á Vodafone vellinum að Hlíðarenda kl. 19.15. Valsarar eru í 5. sæti deildarinnar og unnu þeir góðan sigur á Keflavík í seinustu umferð. Valsarar hafa valdið nokkrum vonbrigðum í sumar en verulegar mannabreytingar voru í félagsskiptaglugganum hjá þeim.   Þeir sem eru horfnir á braut eru James Hurst (England), Andri Fannar í Leikni, Arnar Sveinn í KH, Indriði Áki í FH, Matarr Jobe í Víking Ólafsvík, Ragnar…

06.08 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

JÓN MARGEIR KEPPIR Á EM

Jón Margeir Sverrisson sundkappi úr Fjölni keppir í næstu viku á Evrópumóti Fatlaðra í sundi sem fram fer í Eindoven í Hollandi. Jón Margeir mun hefja keppni á morgun mánudag í 100m baksundi svo keppir hann í 100m bringusundi á miðvikudaginn.  Á föstudag er svo komið að aðal greininni hans 200m skriðsundi og svo líkur hann keppni á sunnudag á 200m fjórsundi.  Auk hans keppa þær Kol­brún Alda Stef­áns­dótt­ir úr Firði/SH, Thelma Björg Björns­dótt­ir úr ÍFR, og Aníta Ósk Hrafns­dótt­ir…

03.08 2014 | Sund LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.