Fjölnir | FRÉTTIR

Tíu skákkrökkum Fjölnis boðið á Västerås Open í Svíþjóð

Í tilefni af tíu ára afmæli Skákdeildar Fjölnis var tíu afrekskrökkum deildarinnar í gegnum árin boðið að taka þátt í fjölmennasta skákmóti Norðurlanda ár hvert "Västerås Open" í Svíþjóð. Auk Skákdeildar Fjölnis styrktu Íslandsbanki, Skáksamband Íslands og Sænsk íslenski samstarfssjóðurinn ferð ungmennanna sem eru á aldrinum 12 - 22 ára, til Svíþjóðar. Um 350 þátttakendur voru á Västerås mótinu og greinilegt að margir keppendur og áhorfendur þekktu til íslensku krakkanna í gegnum árangur Rimaskóla á Norðrulandamótum í skólaskák sl. áratug. Fjölniskrakkarnir stóðu sig…

30.09 2014 | Skák LESA MEIRA

Konukvöld Fjölnis

Kvennakvöld Fjölnis verður i Hlöðunni laugardaginn 25 október kl 19:00 Veislustjóri Sigríður Klingeberg - húsið opnar kl 19. Borðhald hefst kl 20:00 Frábært kvöld fyrir allar stelpur ! Það verða seldir miðar a skrifstofu Fjölnis ásamt þvi er hægt að fa miða á astamatt@hotmail.com Verð er 5.900 kr.

30.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Tveir nýir þjálfarar ráðnir hjá knattspyrnudeildinni

Í gær var gengið frá ráðningu á tveimur nýjum þjálfurum hjá knattspyrnudeildinni fyrir næstkomandi tímabil. Dusan Ivkovic var ráðinn sem æfingaþjálfari hjá 4, 3 og 2 flokki karla og eins mun hann koma að séræfingum hjá deildinni.  Dusan hefur spilað með liðum í efstu deild í Serbíu og kom svo til Íslands og spilaði með KS, Þrótti R og Njarðvík. Sveinn Guðmundsson var ráðinn sem þjálfari 2 flokks kvenna.  Hann tekur við af Daníel Jóhannnssyni sem lætur nú af störfum.  Við…

30.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Haustæfingar knattspyrnudeildar byrja 6.októtber.

Kæru foreldrar/forráðamenn Æfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 6.október samkvæmt æfingatöflu. Upphaflega áttu æfingar að hefjast 1.október en vegna Grunnskólamóts KRR sem fram fer í Egilshöll frá 29.september til 04.október þurfum við að að breyta áður auglýstum dagsetningum. Grunnskólamótið í ár er mun stærra en undan farin ár þar að leiðandi þarf KRR að taka fleiri tíma í Egilshöll. Kær kveðja stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis

30.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Haustæfingar knattspyrnudeildar byrja 6.októtber.

Kæru foreldrar/forráðamenn Æfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 6.október samkvæmt æfingatöflu. Upphaflega áttu æfingar að hefjast 1.október en vegna Grunnskólamóts KRR sem fram fer í Egilshöll frá 29.september til 04.október þurfum við að að breyta áður auglýstum dagsetningum. Grunnskólamótið í ár er mun stærra en undan farin ár þar að leiðandi þarf KRR að taka fleiri tíma í Egilshöll. Kær kveðja stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis

30.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Magnús Pétur í U19 landsliðshópnum sem fer í undankeppni EM

U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í október, og fer riðill Íslands fram í Króatíu dagana 5.-13. október. Auk Íslands og Króatíu eru Eistland og Tyrkland í riðlinum.  Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið. Þriðjungur hópsins er á mála hjá erlendum félagsliðum, í Danmörku, Hollandi og á Englandi.  Markmenn:  Hlynur Örn Hlöðversson, Breiðablik  Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík  Aðrir leikmenn:  Óttar Magnús Karlsson, Ajax  Alexander Helgi Sigurðsson, AZ Alkmar  Bjarki Þór Hilmarsson, Breiðablik …

29.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir Bikarmeistari í 3. flokki karla

Fjölnir varð í gær bikarmeistari í 3. flokki karla eftir 2 - 0 sigur á KR í úrslitaleik sem fram fór á Fjölnisvellinum. Mörk Fjölnis í leiknum gerðu þeir Djordje Panic og Ingibergur Kort Sigurðsson.

26.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Bikarmót - bushidomót laugardaginn 4.október

Keppnisveturinn í karate 2014-2015 hefst formlega með Bushido og Bikarmótum þann 4 oktober. Skráningar þurfa að berast fyrir kl 22.00 þriðjudaginn 30. september.  Látið þjálfara vita sem fyrst hvort þið takið þátt í kata, kumite eða bæði. Bikarmótið verður þrískipt en Bushidomótið verður tvískipt sjá nánar á síðum KAI: http://kai.is/bikarmot/ http://kai.is/grand-prix-mot/

24.09 2014 | Karate LESA MEIRA

Stemmning á mjög fjölmennri skákæfingu Fjölnis

Skákæfingar Fjölnis á miðvikudögum fara glimmrandi vel af stað. Rúmlega 30 krakkar úr Grafarvogi og Grafraholti mættu á aðra æfingu skákdeildarinnar. Áhuginn og ánægjan ríkir þarna frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir félagar Jón Trausti Harðarson og Oliver Aron Jóhannesson, efnilegustu unglingar landsins í skák, standa sig frábærlega við að kenna byrjendum og taka hina reyndari í stutta kennslustund. Allir þátttakendur fá kennslu á æfingunni en geta samt verið með á skákmótinu vinsæla og fá þá jafntefli í þeim umferðum sem…

24.09 2014 | Skák LESA MEIRA

4 leikmenn í 4.fl.kk valdir í lokahóp hæfileikamótunar

Elvar Otri Hjálmarsson, Krisján Ari Jóhannsson, Jóhann Árni Gunnarsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hafa verið valdir í lokahóp hæfileikamótunar sem fer fram næstkomandi helgi í Kórnum Kópavogi.  Um er að ræða verkefni sem snýst um að finna efnilegustu leikmenn landsins og þeir fá að spreyta sig í æfingamóti sem haldið er á vegum KSÍ. Elvar og Kristján eru fæddir 2000, en Jóhann og Valgeir eru fæddir 2001 og er valið á milli leikmanna sem fæddir eru á þessum árum. Strákarnir…

24.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

FJÖLNISMET og TOP-10

Nú höfum við uppfært Fjölnis-metaskrá okkar hjá Sunddeild Fjölnis.   Nú hefur verið tekið saman TOP 10 bestu tímar frá stofnun deildarinnar.  Bæði í 25m og 50m laug.  Einnig er að finna TOP-10 lista fyrir 14 ára og yngri.   Endilega skoðið listana og setjið ykkur markmið fyrir tímabilið.   Hægt er að nálgast þetta undir   >>> Ganglegt - Metskrár

23.09 2014 | Sund LESA MEIRA

Fjölnir-Stjarnan Pepsí deildin

Það verður sannkallaður stórleikur á Fjölnisvellinum í dag þriðjudaginn kl. 16:30. Stjörnumenn mæta þá í heimsókn en þeir eru enn taplausir í deildinni eftir 19. umferðir og sitja í 2. sæti deildarinnar með 3 stigum minna en topplið FH en eiga þennan leik inni sem frestað var vegna veðurs. 

Nú er bara að hætta í vinnunni snemma, sækja fjölskylduna og drífa sig á völlinn, það verður hörkuleikur.

Fjölnismenn unnu frábæran sigur á Fram í seinustu umferð og komu sér…

22.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu var haldið í Dalhúsum í gær sunnudaginn 21 september.  Góð mæting og flott stemming í salnum enda eru þetta frábærir krakkar hjá okkur. Voru allir hópar frá 8 flokki til og með 3 flokki kallaðir upp og farið yfir starfið á tímabilinu og svo fóru allir í hópmyndatöku Myndirnar tók Sigurjón Sveinsson fyrir okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Hallur þjálfari og félagi tóku lagið og sungu allir Fjölnislagið með snilldartilþrifum. Síðan…

22.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Úrslitaleikur í 3 flokki karla - íslandsmót

Á morgun kl. 16:00 á KR-vellinum leika Fjölnir og KR til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í 3 flokki karla. Við hvetjum alla til að mæta á KR-völlinn og hvetja strákana til sigurs og tryggja okkur íslandsmeistaratitil. En þetta er ekki nóg, því á fimmtudaginn í næstu viku leika þessi sömu lið til úrslita í bikarkeppni í 3 flokki karla og þá fer leikurinn fram á Fjölnisvelli og byrjar kl. 17:00. Hérna hvetjum við auðvitað alla til að koma og hvetja strákana til…

19.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Mikael Maron stóð sig best á fyrstu æfingu skákdeildarinnar

Það voru 25 krakkar sem mættu á fyrstu skákæfingu Fjölnis á nýju skákári. Æfingarnar hafa nú verið færðar yfir á miðvikudaga kl. 17.00 og virðist sá tími henta vel . Unglingameistararnir Jón Trausti Harðarson og Oliver Aron Jóhannesson mættu nýir i þjálfarateymi skákdeildarinnar og voru þeir með 10 krakka í kennslu og þjálfun. Á næstu æfingu bjóða þeir upp á kennslu fyrir nýliða og öllum ungum skákmönnum sem taka þátt í Haustmóti TR að fara yfir skákir þeirra og leiðbeina til…

17.09 2014 | Skák LESA MEIRA

Skákæfingar Fjölnis byrja á morgun miðvikudag 17. september

Nýr æfingatími. Á miðvikudögum kl. 17:00 - 18:30. Í Rimaskóla, gengið inn um íþróttahús. Keppni og kennsla, verðlaun og veitingar. Skak er skemmtileg. Mætum tímanlega. Skákdeild Fjölnis

16.09 2014 | Skák LESA MEIRA

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu ( 8 til 3 flokkur) verður haldið í Dalhúsum sunnudaginn 21. september kl. 14:30 - 16:00. Gengið er inn um sundlaugarinnganginn og þaðan inn í íþróttasalinn. Ekki verða veitt verðlaun en allir flokkar verða kallaðir upp og farið verður yfir tímabilið og félagið þakkar öllum fyrir ánægjulegt samstarf á tímabilinu. Biðjum alla iðkendur að mæta í Fjölnispeysu. Aðstandendur eru beðnir um að koma með veitingar á hlaðborð - kleinur, flatkökur, múffur, súkkulaðikökur osfrv en ekki drykki þeir verða á…

16.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

TAKK

Strákarnir vilja þakka fyrir stuðninginn sem þeir fengu úr stúkunni í Laugardalnum í gær, það var virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda af Fjölnismönnum hvetja liðið til sigurs gegn Fram.  Næsti leikur Fjölnis er gegn Stjörnunni sunnudaginn 21. september í Dalhúsum kl. 16.00 ÁFRAM FJÖLNIR Hér má sjá stöðuna í deildinni Mynd: Gestur Þór Arnarson, Fagraf Byrjunarliðið gegn Fram.  Efri röð frá vinstri. Haukur, Bergsveinn, Gunnar Már, Matthew Turner, Ragnar og Þórir Neðri röð frá vinstri. Þórður, Gunnar…

16.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Magnaður sigur á Fram og baráttan heldur áfram

Fjölnir vildu þetta meira

Leik Fram og Fjölnis lauk nú rétt í þessu á þjóðarleikvangi okkar íslendinga, Laugardalsvellinum. Fyrir leik var vitað að þetta væri algjör sex stiga leikur og mikið í húfi fyrir bæði lið, sem berjast á botni Pepsi deildarinnar. Ætluðu liðin að halda sér í deildinni þurftu þau einfaldlega að ná í 3 stig í kvöld. Það voru Fjölnismenn sem byrjuðu mun betur og gáfu tóninn strax með því að spila af mikilli hörku og…

15.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Frábær körfuboltadagur hjá Fjölni í gær, laugardag!

Strákarnir byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn í Lengjubikarnum þegar þeir unnu Grindvíkinga 98-92 þar sem Da'Ron var með 28 stig og 8 fráköst, Garðar var með 22 stig og Arnþór með 21 stig og 6 stoðsendingar, en fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur! Stelpurnar gerðu síðan góða ferð í Vesturbæinn þar sem þær sigruðu KR stelpur 59-66. Mone var með 35 stig, Gréta með 9 stig og 10 fráköst og Sigrún Anna með 9 stig og 5…

14.09 2014 | Karfa LESA MEIRA

Góður sigur í bikarleiknum gegn Breiðablik

Strákarnir í 3 flokki karla unnu Breiðablik 1 - 0 í undanúrslitaleik í bikarkeppni KSÍ á Fjölnisvellinum í dag.  Leikurinn var agaður og bar þess merki að mikið var undir.  Sigurmark Fjölnis kom í seinnihálfleik og var þar Torfi Tímóteus að verki.  Stákarnir börðust vel og sýndu að þeir eiga fyllilega heima í úrslitaleiknum en hann verður 25 september við KR en þeir unnu ÍBV í dag. Næsta verkefni hjá liðinu er leikur í undanúrslitum í Íslandsmótinu gegn FH á…

13.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Undanúrslit í bikar 3 flokkur karla Fjölnir-Breiðablik

Undanúrslit í bikarkeppni í dag kl.17:00 leika Fjölnir og Breiðablik í 3 flokki karla. Leikurinn fer fram á aðalvellinum og hvetjum við alla til að mæta og styðja okkar stráka til sigurs, en þeir eru líka komnir í undanúrslit í íslandsmótinu. Allir á völlinn Áfram Fjölnir

13.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stórleikur á Laugardalsvelli Fram-Fjölnir

Nú eru aðeins fjórir leikir eftir af Íslandsmótinu (Pepsideildinni) í sumar og sitjum við Fjölnismenn í 11 sæti deildarinnar. Næsti leikur er gegn Fram á mánudaginn á Laugardalsvelli kl. 19:15. Andstæðingar okkar Framarar eru í sætinu fyrir ofan okkur (10 sæti) og með sigri náum við Fjölnismenn að komast upp úr fallsætinu svo við þurfum á öllum okkar Fjölnismönnum að halda til að hvetja strákana áfram í markmiði sínu að vera í deild þeirra bestu að ári.  Það má alveg…

13.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir og Landsbankinn undirrita nýjan samstarfssamning

Í gær undirrituðu Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri Fjölnis og Kristín P. Gunnarsdóttir útibússtjóri Landsbankans, Grafarholtsútibúi með sér nýjan samstarfssamning á milli félaganna.  Fjölnir og Landsbankinn hafa verið samstarfsaðilar í fjölda mörg ár og hefur samstarfið verið mjög farsælt.  Fjölnir hefur innan sinna raða um 3.000 iðkendur sem eru allt frá 3 ára og uppí 80 ára. Innan félagsins eru starfandi 10 deildir þar sem saman fer barna- og unglingastarf og afreksstarf.  Starfið í félaginu er mjög fjölbreitt, einstaklingsgreinar, skák og  boltagreinar, þannig…

12.09 2014 | LESA MEIRA

ÆFINGABÚÐIR SSÍ

Æfingabúðir á vegum SSÍ fyrir fyrir unga og efnilega sundmenn fædda árin 1999-2001, verða haldnar í Hveragerði um næstu helgi.   Fjórir sundmenn úr Sunddeild Fjölnis hafa verið valin í verkefnið.  Það eru þau Berglind Bjarnardóttir, Kristján Gylfi Þórisson, Rakel Guðjónsdóttir og Sædís Ósk Gunnlaugsdóttir. 

11.09 2014 | Sund LESA MEIRA

„Þurfum að ná vopnum okkar aftur og halda áfram að feta okkur nær úrvalsdeildinni“

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Pepsí-deildinni á næstu leiktíð en þær töpuðu naumlega fyrir sterku liði Þróttar Reykjavíkur í úrslitakeppninni og eru því úr leik að sinni. Fyrri leikur liðanna um liðna helgi endaði með 2-1 sigri Þróttar og sá síðari fór 1-0 Þrótti í vil sem vann því einvígið 3-1 samanlagt og fer upp í deild þeirra bestu ásamt KR. Þrátt fyrir að hafa ekki náð Pepsí-deildarsætinu eftirsótta er…

11.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Hvetjum alla forráðamenn til að ganga frá æfingagjöldum

Nú er allt vetrarstarf hjá Fjölni að komast á fullan skrið og viljum við biðja forráðamenn að ganga frá greiðslu æfingagjalda. Æfingagjöldin eru skilyrði þess að iðkandi geti tekið þátt í starfinu og forsenda rekstrar hverrar deildar fyrir sig. Ef vantar frekari upplýsingar er bara að hafa samband við skrifstofu Fjölnis. Við viljum sjá sem flest börn í Grafarvogi finna sér góða og skemmtilega íþrótt hjá okkur í vetur. Allir í Fjölni.

11.09 2014 | LESA MEIRA

Tap hjá stelpunum í úrslitaleik

Stelpurnar í meistaraflokki í knattspyrnu töpuðu seinni leiknum við Þrótt R 0-1 á Fjölnisvellinum í gær. Þrátt fyrir mikla baráttu og nokkur góð færi þá tókst þeim ekki að skora, en þar sem fyrri leikurinn fór 2 - 1 fyrir Þrótti þá þurftum við að vinna heimaleikinn okkar. Þetta þýðir að við spilum áfram í 1. deild á næsta tímabili en Þróttur R og KR fara í Pepsideild, en KR vann HK/Víking í gær í hinum undanúrslitaleiknum. Okkar lið er…

10.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Prufutími í fullorðinsfimleikum í kvöld

Boðið verður upp á prufutíma í kvöld þriðjudaginn 9.september eða fimmtudaginn 11.september milli kl.20.00-21.30 Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikunum hefst þriðjudaginn 9.september og stendur í 6 vikur. Námskeiðið fer fram í aðstöðu fimleikadeildarinnar í Egilshöllinni og er fyrir 18. ára og eldri.  Að þessu sinni verður hægt að velja á milli 6 vikna eða 12 vikna námskeiði. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl.20.00-21.30 og þjálfar á haustönn verða Tara og Birgitta.   6 vikna námskeið 12.650 kr 12 vikna námskeið 19.500…

09.09 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Úrslitaleikur Fjölnir-Þróttur R/ frí á æfingum yngri flokka

Þrótt­ur R. vann Fjölni, 2:1, í fyrri leik dags­ins. Stella Þóra Jó­hann­es­dótt­ir kom Fjölni yfir strax í byrj­un leiks­ins en tvö mörk frá Sunnu Rut Ragn­ars­dótt­ur tryggði Þrótti sig­ur­inn. Liðin mæt­ast í síðari leikn­um á þriðju­dag­inn kem­ur. Eftir þessi úrslit er ljóst að stelpurnar þurfa að vinna Þrótt á þriðjudaginn, en leikurinn hefst kl. 16:30 á Fjölnisvelli. Þessi leikur ræður því  hvort liðið spilar í Pepsideild á næsta ári.

Vegna mikilvægis þessa úrslitaleiks, þá verður gefið frí á æfingum hjá…

07.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Nýjungar í skráningarferlinu

Nýr greiðslumöguleiki  í æfingagjaldakerfi Fjölnis.  Í dag opnuðum við fyrir nýjan valkost í skráningarkerfi Fjölnis þar sem forráðamenn geta valið á milli tveggja greiðslukosta, greiðsluseðla eða kreditkorta. Með þessu fyrirkomulagi ættu allir að geta gengið frá skráningum/greiðslum, líka þeir sem  kjósa að nota ekki kreditkort.  Með því að velja greiðsluseðil sem greiðslumáta, þá kemur upphæðin fram í einkabanka viðkomandi.  Gjalddagi er annar dagur næsta mánaðar eða þarnæsta mánaðar ef skráningardagur er eftir miðjan mánuð.   Með þessari nýjung eiga allir…

05.09 2014 | LESA MEIRA

SKRIÐSUNDS-NÁMSSKEIÐ

Hefur þig alltaf langað til að nota sund sem líkamsrækt en ert ekki alveg með tökin á skriðsundinu? Hefur þig alltaf langað til að læra skriðsund? Nú er tækifærið!!!!! Skriðsundnámskeið Fjölnis hefst þriðjudaginn 9.september kl.18:30 í Grafarvogslaug.  Kennt er tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.18:30 - 19:30 í 10 skipti. Svo er 11.skiptið tveimur vikum eftir lok námskeiðs til að fá smá upprifjun. Kennari er Ingi Þór Ágústsson (syndarinn@gmail.com) Verð er 13.500.- fyrir námskeiðið og er hægt…

05.09 2014 | Sund LESA MEIRA

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna - mætum og styðjum stelpurnar í baráttunni um sæti í Pepsí-deild

Meistaraflokkur kvenna mætir Þrótti Reykjavík í umspili um sæti í Pepsí-deild kvenna á næstu leiktíð. Fyrri leikur liðanna verður á Valbjarnarvelli nú á laugardaginn kl.14.00 og sá síðari á Fjölnisvelli næsta þriðjudag kl.16.30. Það lið sem nær betri úrslitum samanlagt úr leikjunum tveimur tryggir sér sæti í Pepsí-deild á næsta ári auk þess að mæta annað hvort HK/Víkingi eða KR í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil 1. deildarinnar. Nú köllum við eftir stuðningi alls Fjölnisfólks - Allir á völlinn - Áfram Fjölnir!!!

04.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Frábær ferð hjá Ísak Atla og Torfa Timoteus með U15 í Kína

Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, 15 ára og yngri, vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í  Kína.  Í liðinu voru tveir þeir Ísak Atli Kristjánsson og Torfi Timoteus Gunnarsson. Bronsverðlaunin fékk liðið eftir öruggan sigur á liði Grænhöfðaeyja 4-0. Ísak Atli er fyrirliði íslenska piltalandsliðsins og Torfi Tímoteus skoraði eitt af mörkum brosnsleiksins. Þeir félagar leika sem miðverðir og voru í byrjunarliði Íslands í öllum leikjum Íslands á leikunum.

02.09 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Æfingar skákdeildar Fjölnis hefjast 17. september. Nýr æfingatími er á miðvikudögum

Æfingar skákdeildar Fjölnis hefjast 17. september. Nýr æfingatími er á miðvikudögum Vikulegar skákæfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 17. september og verða þær í vetur alla miðvikudaga frá kl. 17:00 – 18:30. Æfingarnar verða í Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús skólans. Árangur þeirra sem reglulega hafa mætt á skákæfingar Fjölnis hefur verið mjög góður og skákdeildin hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir árangursríkt og fjölbreytilegt starf. Þetta er 11. starfsár skákdeildarinnar og eru foreldrar…

01.09 2014 | Skák LESA MEIRA

Vetrarstarfið að komast á fulla ferð

Í þessari viku er allt vetrarstarf að renna af stað.  Æfingatöflur eru að detta inn og stefnum við á að allar æfingatöflur séu fullklárar í vikulokin.   Félagið er að æfa á mörgum stöðum í Grafarvogi og eins erum við líka með æfingar í öðrum bæjarfélögum, en það kemur til af aðstöðuleysi félagsins. Æfingaaðstaða Fjölnis er í Dalhúsum, en þar eru handbolti og körfubolti og sund í Grafarvogslaug. Rimaskóli,  þar eru frjálsar, handbolti, körfubolti og skák. Egilshöll, þar eru fimleikar, frjálsar, karate og knattspyrna…

01.09 2014 | LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.