Fjölnir | FRÉTTIR

Fjölnir tryggði sér toppsætið

Fjölnir 2 - 1 KR    Fjölnir tryggði sér í kvöld efsta sætið í A-riðli Reykjavíkurmótsins með 2-1 sigri á KR.  Fínn hraði var á leiknum og voru það KR-ingar sem skoruðu fyrsta markið. Það gerði Gunnar Þór Gunnarsson á 17. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið.  Fjölnismenn jöfnuðu metin rúmum 20 mínútum síðar þegar Aron Sigurðarson kom með þrumufleyg utan teigs sem söng í samskeytunum.  Sigurmark leiksins kom síðan skömmu eftir leikhlé. Birnir Snær Ingason gerði markið, en…

29.01 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Upphitun fyrir leik ÍR og Fjölnis

Næstkomandi föstudag kl. 19.15 eiga strákarnir leik við ÍR í Seljaskóla. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið til að halda sér í deild þeirra bestu. Með sigri komast Fjölnisstrákar enn lengra frá botnsætinu og ætla strákarnir sér að fylgja eftir góðum sigri á Haukum í síðustu viku.  Stuðningur úr stúkunni er alltaf mikilvægur og enn mikilvægari í svona stórum leik eins og leikurinn á föstudag verður. Þess vegna viljum við sjá alla Grafarvogsbúa og Fjölnismenn í Seljaskóla að hjálpa…

28.01 2015 | Karfa LESA MEIRA

Aðalfundur handknattleiksdeildar þriðjudaginn 10.febrúar !

Aðalfundur handknattleiksdeildar verður haldinn þriðjudaginn 10. febrúar kl 20:30 í hátíðarsal Dalhúsa.  Dagskrá:  1. Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra  2. Fundarstjóri tilnefnir fundarritara  3. Skýrsla stjórnar lögð fram  4. Reikningar deildarinnar lagðir fram  5. Kjör formanns  6. Kjör stjórnarmanna  7. Önnur mál  8. Kaffi  Hvetjum alla stuðningsmenn deildarinnar til að mæta.  Bestu kveðjur,  Stjórn handknattleiksdeildar

28.01 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Ný sending af fimleikafatnaði fyrir stráka

Við höfum fengið nýja sendingu af fimleikafatnaði fyrir stráka. Þeir eru til sölu á skrifstofu Fjölnis á opnunartíma og svo er stefnt að því að hafa sérstakan söludag á fimleikafatnaði og verður hann auglýstur síðar. Félagsbolur 7.300 kr Síðbuxur 9.000 kr Stuttbuxur 5.200 kr

27.01 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Vinningshafar í fjáröflun knattspyrnudeildar

Við viljum þakka öllum fyrir frábærar móttökur í þessari fjáröflun fyrir knattspyrnudeildina. Hérna er vinningaskráin Líka hægt að smella á myndina.

26.01 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Góður árangur Fjölnismanna á RIG 2015

Reykjavík International Games (RIG) 2015 karate mótið fór fram í íþróttahúsinu Dalhúsum 17. janúar.  Fjölniskrakkar stóðu sig vel og unnu til fjölda verðlauna. Viktor Steinn Sighvatsson vann til gullverðlauna í Kata Youth karla og Kumite Youth karla +55kg. Óttar Finnson fékk bronsverðlaun í í Kata Youth karla. Sigríður Þórdís Pétursdóttir vann til silfurverðlauna í Kata Junior kvenna. Í Kumite Cadet karla - 70kg vann Jakob Hermansson gullið og Mikel Máni Vidal fékk bronsið. Kristján Örn Kristjánsson vann síðan til silfurverðlauna í Kumite Junior karla +76kg. Hægt er að sjá myndir af mótinu á…

26.01 2015 | Karate LESA MEIRA

Þorrablót Fjölnis 2015 - vinningaskrá í happdrætti

Dregið var í dag í þorrablóts happdrætti Fjölnis 2015.  Vinningaskrá má sjá með því að smella á hnappinn hér að neðan. Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins í Egilshöll á mán - fim frá kl. 9 - 15. Dregið var úr seldum miðum.  Útgefnir miðar 500 stk.  Gildistími vinningsmiða er til 1.júlí 2015. Til hamingju og takk fyrir stuðninginn. VINNINGASKRÁ

26.01 2015 | LESA MEIRA

Fjölnir vann Fylkir 2 - 1

Meistaraflokkur Fjölnis tryggði sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit Reykjavíkurmótsins. Liðið mætti Fylki í hörkuleik í kvöld, þar sem ekkert var gefið eftir, ekki frekar enn fyrri daginn. Aron Sigurðarson kom Fjölni yfir í leiknum með góðri vítaspyrnu, eftir að Kristján Hauksson hafði brotið á Gunnar Már Guðmundsson inní teig. Hnitmiðuð spyrna niðrí í vinstra hornið. Lið Fjölnis spilaði mun betri leik en þeir gerðu gegn Fram í síðasta leik, allt annað var að sjá sóknarleik liðsins, en líkt og gegn Fram, var…

25.01 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Aukaæfingar í knattspyrnu

Knattsprnudeildin í samstarfi við þjálfara félagsins bjóða uppá aukaæfingar.

  • Aukin tækni í fótbolta fyrir alla aldurshópa.
  • Skemmtileg taktísk þjálfun með áherslu á að auka þol og kraft, samræmingu, hraða og tækni.
  • Skráning er í gangi og lýkur 1. febrúar 
Nánari upplýsingar í síma 8216661eða í tölvupósti  ivkovicdusan@yahoo.com

25.01 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Framlenging sölu - nýtt kortatímabil í HAGKAUP - síðasti séns

Stór ball í Grafarvogi laugardaginn 24 janúar 2015 Ágætug Grafarsvogsbúar, nú fer að liða að RISAþorrablótinu okkar í Grafarvogi en það verður haldið laugardaginn 24 janúar 2015 kl 20 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Framlenging á sölu - nýtt kortatímabil í Hagkaup og eins er hægt að  hringja á skrifstofuna.   Komum nú og styðjum félagsstarf í hverfinu okkar og styðjum starfið hjá Fjölni í leiðinni. Sínum í verki að við séum stórt og flott félag. Blótið verður nefnilega…

22.01 2015 | LESA MEIRA

Fjölnir - Haukar

Á morgun, fimmtudaginn kl. 19.15 koma Haukar í heimsókn í Dalhús! Fjölnisstrákarnir hafa spilað mun betur eftir áramót og vantar bara herslumuninn upp á það að klára leikina! Þeir eru staðráðnir í að ná sér í tvö stig á fimmtudaginn og því viljum við sjá allt Fjölnisfólk í stúkunni og hvetja strákana áfram! Stuðningurinn í síðasta heimaleik var hreint út sagt frábær og viljum við halda því áfram! Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri (1998 og eldri)…

21.01 2015 | Karfa LESA MEIRA

Flottur árangur á RIG

Reykjavik International Games (RIG) fóru fram í laugardalslaug í um helgina.  Tuttugu sundmenn frá Sunddeild Fjölnis tóku þátt í sundkeppninni og stóðu sig vel. Kristinn Þórarinsson átti fjórða stighæsta sund mótsins og var stigahæstur í karlaflokki.  Kristinn setti mótsmet i öllum þremur greinunum sem hann tók þátt í 50, 100 og 200m baksundi.  Auk þess sem hann setti hann Fjölnismet í 50m baksundi.   Daníel Hannes Pálsson van þrjú silfur í 50, 100 og 200m flugsundi og var að synda…

19.01 2015 | Sund LESA MEIRA

Þrjár Fjölnisstelpur í æfingahóp U-17 ára landsliðs

Eins og fram kom í gær þá voru stöllurnar þrjár: Andrea Jacobsen (vinstri skytta), Berglind Benediktsdóttir (miðja) og Helena Ósk Kristjánsdóttir (vinstra horn) valdar í æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna sem undirbýr sig fyrir undankeppni EM sem haldin verður í Færeyjum 13. - 15. mars næstkomandi. Við vonum að stelpurnar standi sig vel á æfingunum og nái að festa sig í sessi í lokahópnum sem fer til Færeyja. Á myndinni má sjá þær á góðri stundu þegar þær fögnuðu deildarmeistaratitlinum. http://www.hsi.is/frettir/frett/2015/01/18/u-17-ara-landslid-kvenna/…

19.01 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Góður árangur Fjölnismanna í Gamlárshlaupinu

Gamlárshlaup ÍR fór fram í góðu veðri 31. des. frá Hörpunni og var metþátttaka í hlaupinu. Hlauparar úr Fjölni stóðu sig frábærlega. Arndís Ír Hafþórsdóttir nýkjörinn íþróttamaður Fjölnis 2014 sigraði hlaupið í kvennaflokki á tímanum 36:59 og bætti jafnframt brautarmet sitt frá því í fyrra. Ingvar Hjartarson var annar í karlaflokki á tímanum 33:46 og Guðlaug Edda Hannesdóttir var þriðja í kvennaflokki á tímanum 39:22. Óvenjumargir hlupu í búningum í ár og voru þeir margir hverjir mjög skrautlegir. Þess má…

19.01 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Velheppnað Áramót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Áramót 29. des. í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Veittur er bikar fyrir besta árangur mótsins og var það Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA sem fékk bikarinn að þessu sinni fyrir að sigra í 200m hlaupi á tímanum 21,81 sek. Krister Blær Jónsson úr ÍR stórbætti árangur sinn enn og aftur í stangarstökki þegar hann fór yfir 5,12 m. Er það þriðji besti árangur í greininni frá upphafi innanhúss. Stökkið er jafnframt íslandsmet í flokkum 18-19 ára og…

19.01 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnissstúlkur á Hello Kitty móti

Sunnudaginn 17.janúar fór fram Hello Kitty vinamót sem fimleikadeild Gróttu stóð fyrir. Keppt var í stúlknaflokki í 5, 6 og 7 þrepi Íslenska fimleikastigan og áttu deildin rúmlega 50 keppendur í öllum þrepum. Lið gulur úr hópi A-6 kepptu í 6.þrepi og stóðu uppi sem sigurvegarar í sýnum aldursflokk. Einnig lenti í fyrsta sæti lið rauður í 5.þrepi en í þeim hópi voru stúlkur úr A-5.  Mótið gekk vel fyrir sig og áttu stúlkurnar, þjálfarar og áhorfendur góðan dag saman.…

18.01 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Ókeypis skákæfingar Fjölnis hafnar að nýju

Fyrsta skákæfing Fjölnis var haldin sl. miðvikudag 14. janúar og mættu 31 á æfinguna í Rimaskóla. Haldið var sex umferða skákmót og hart barist um verðlaunin. Sigríður Björg var gestur okkar að þessu sinni. Hún hitaði upp með krökkunum við skákborðið í byrjun og keppti sem gestur við hina efnilegu skákkrakka á mótinu. Verðlaunahafar urðu þau Hákon,Halldór Snær, Mikael Maron, Joshua, Hilmir, Kjartan Gunnar, Róbert Orri, Ylfa Ýr, Rakel, Sæmundur, Valgerður, Arnór G. og Kristófer Aron. Dregið var í happadrætti…

17.01 2015 | Skák LESA MEIRA

Æfingar falla niður laugardaginn 17.janúar vegna RIG

Allar æfingar falla niður laugardaginn 17.janúar vegna mótsins Reykjavík International Games í Dalhúsum. Keppendur koma víðsvegar að og er keppt í fullorðins og barna hópum. kl: 9-12     Fullorðnir kl: 12-17   17 ára og yngri

12.01 2015 | Karate LESA MEIRA

10 leikmenn úr 4. flokki á úrtaksæfingu Reykjavíkurúrvalsins í knattspyrnu

35 strákar voru boðaðir á úrtaksæfingu Reykjavíkurúrvalsins í knattspyrnu og eru 10 af þeim frá okkur. Strákarnir eru allir fæddir 2001 nema Kristall Máni en hann er fæddur 2002. Það er ljóst að við erum stöðugt að bæta okkur í yngri flokka starfinu og er þetta einn mælikvarðinn í því. Óskum þeim öllum góðs gengis.

12.01 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Hart barist um Íslandsmeistaratitil barna í skák 2015

Óskar Víkingur Davíðsson Ölduselsskóla, Joshua Davíðsson Rimaskóla og Róbert Luu Álfhólsskóla komu jafnir í mark á fjölmennu Íslandsmóti barna í skák sem haldið var í Rimaskóla 10. janúar. Eftir einvígi þessara þriggja efnilegu skákmanna hlaut Óskar Víkingur fyrsta sætið en Fjölnisdrengurinn Joshua Davíðsson varð annar. Um 100 krakkar mættu til leiks í Rimaskóla og var þar teflt við hinar bestu aðstæður. Um tugur Fjölniskrakka tók þátt í mótinu og urðu þeir allir fyrir ofan miðju á mótinu. Mikil gróska er í…

10.01 2015 | Skák LESA MEIRA

Opin æfing með meistaraflokkunum á laugardaginn 10 janúar í knattspyrnu

Á laugardaginn næsta, 10 janúar, verða opnar æfingar fyrir stelpur og stráka sem æfa í 8 - 7 - 6 og 5 flokki með leikmönnum úr meistaraflokki karla og kvenna.  Meistaraflokks leikmennirnir munu stjórna stöðvum sem verða um allan völl ásamt þjálfurum Fjölnis.  Við hvetjum alla foreldra til þess að koma og taka þátt með sínu barni auk þess sem heitt verður á könnunni í Sportbitanum.

  • Krakkar fæddir 2007 - 2011 æfa frá 10:00 -…
08.01 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Körfuknattleiksdeildin sækir jólatré

Körfuknattleiksdeild Fjölnis sækir jólatré heima að dyrum laugardaginn 10. Janúar frá kl. 10 – 13 gegn 1.500 kr. greiðslu í Grafarvogi og Bryggjuhverfi. Næstkomandi laugardag mun körfuknattleiksdeild Fjölnis sækja tré til þeirra sem keyptu hirðingu jólatrjáa í jólasölunni í desember síðastliðnum. Þeir sem eru ekki búnir að biðja um hirðingu geta en gert það með því að senda póst á karfa@fjolnir.is og tréð verður sótt á laugardaginn og er óskað eftir að fólk hafi greiðlsu til reiðu þegar tréð er sótt.…

07.01 2015 | Karfa LESA MEIRA

Skráningar opnar í körfunni

Kæru foreldrar/aðstandendur. Við erum búin að opna fyrir skráningar á fjolnir.is og hvetjum við alla til að ganga frá skráningu sem fyrst þannig að allir verði gjaldgengir í mótin strax og að starf deildarinnar gangi snurðulaust fyrir sig. Það eru óbreytt æfingagjöld en hjá krökkum sem eru eldri en 9 ára er komið annað fyrirkomulag á innheimtu æfingagjalda. Hingað til hefur verið innheimt fyrir fyrstu 4 mánuðina í æfingagjöldum og svo hefur verið innheimt sérstaklega fyrir 5 mánuðinn (maí). Í…

06.01 2015 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnismarkaður á facebook

Höfum stofnað Fjölnismarkaðinn sem grúppu á facebook. Fjölnismarkaðurinn er vettvangur fyrir Fjölnismenn til þess að skiptast á notuðum varningi til íþróttaiðkunar í félaginu, s.s. fótboltaskóm, fimleikabolum, karatebúningum, handboltabúningum ,gaddaskóm, körfuboltaskóm, fjölnisyfirgöllum eða hverju öðru sem nýtist við íþróttaiðkun í félaginu. Endilega sláist í hópinn! https://www.facebook.com/groups/1582177465329260/

05.01 2015 | LESA MEIRA

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikunum hefst mánudaginn 12.janúar og stendur í 12 vikur. Námskeiðið fer fram í aðstöðu fimleikadeildarinnar í Egilshöllinni og er fyrir 18. ára og eldri.  Æfingar verða á mánudögum kl:20.00-21:30 og miðvikudögum kl.20:30-22:00. 12 vikna námskeið 19.500 kr Eins og áður verður lögð áhersla á góðar þrek- og teygjuæfingar og svo þær fimleikaæfingar sem henta getu hvers og eins. Reynsla af fimleikum er ekki skilyrði fyrir þátttöku heldur reynum við að koma til móts við þarfir hvers…

05.01 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Sex af tuttugu efnilegustu skákmönnum Íslands koma frá Skákdeild Fjölnis

Tekinn hefur verið saman listi yfir efnilegustu skákmenn Íslands. Tilefnið er  EM ungmenna sem haldið verður í Króatíu í lok september og HM ungmenna í Halkidiki í Grikklandi 24.október. Það hlýtur að teljast athyglisverðast við listann að 30% þessara afrekskrakka koma úr Grafarvogi og nánar tiltekið úr einum grunnskóla. Þetta eru Oliver Aron (2), Nansý (3), Jón Trausti (8), Dagur (9), Hrund (16) og Kristófer Halldór (20). Svona er listinn yfir 20 efnilegustu ungmenninn (11-20 ára) um áramót: Röð Nafn Stig Fæðingarár Afreksmörk…

04.01 2015 | Skák LESA MEIRA

NÝÁRSMÓT FATLAÐRA

Davíð Þór Torfason hlaut í gær Sjómannabikarinn á Nýárssundmót fatlaðra í Laugardalslaug. Mótið er fyrir fötluð börn 17 ára og yngri.  Davíð Þór, sem keppir í S14, flokki þroskahamlaðra, fékk fest stig fyrir 50m skriðsund og hlaut þar með Sjómannabikarinn að launum.  Þórey Ísafold Magnúsdóttir keppti einnig á nýjársmótinu og hún sigraði allar fjórar greinarnar í kvennaflokki.  Hún keppir  einnig í flokki S-14. Frábær árangur hjá þessum ungu og efnilegu krökkum.

04.01 2015 | Sund LESA MEIRA

UPPSKERUHÁTIÐ SUNDDEILDAR

Uppskeruátið Sunddeildar Fjölnis fyrir árið 2014 var haldin í Dalhúsum í gær.  Þar voru veitt verðlaun fyrir bestu afrek ársins, framfarir, góða mætingu og dugnað á æfingum og landsliðsmenn heiðraðir.

Bestu afrek ársins í aldurflokkum voru.

Almar Máni Þórisson, Hnokkar (10 ára og yngri) Íris Edda Þorfinnsdóttir, Hnátur (10 ára og yngri) Vikar Máni Þórsson, Sveinar (11 - 12 ára) Arey Rakel Guðnadóttir, Meyjur (11-12 ára) Kristján Gylfi Þórisson, Drengir (13-14 ára) Sædís Ósk Gunnlaugsdóttir, Telpur (13-15 ára) Edward Árni Pálsson,…
04.01 2015 | Sund LESA MEIRA

Æfingar hefjast 5.janúar.

Æfingar hefjast á ný eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar.

03.01 2015 | Karate LESA MEIRA

Æfingar hefjast 5.janúar

Körfuknattleiksdeildin vill óska öllum iðkendum, stuðningsmönnum og öðru Fjönlnisfólki gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samstarfið og stuðninginn á árinu sem er að líða!  Búið er að opna fyrir skráningar á vorönn og fara skráningar fram á https://fjolnir.felog.is/.  Við minnum á að mikilvægt er að skrá börnin sem fyrst þar sem þeir sem eru ekki skráðir eru ekki löglegir í keppnisleikjum. Æfingar hefjast síðan næstkomandi mánudag samkvæmt æfingatöflu!

02.01 2015 | Karfa LESA MEIRA

Hera Björk bikarmeistari í meistaraflokki kvenna.

Jóla- og Bikarmót TSÍ og Tennishallarinnar lauk í gær með hörkuspennandi úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis sigraði Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í spennandi og jöfnum leik. Hera Björk vann fyrsta settið 6-4 en þá kom Hjördís Rósa sterk tilbaka og vann næsta sett 6-4 þannig að það þurfti oddasett til að knýja fram úrslit. Þriðja settið var hnífjafnt og fór í oddalotu sem Hera Björk sigraði…

02.01 2015 | Tennis LESA MEIRA

Fjölnismaður ársins 2014

Fjölnismaður ársins 2014 er Brynjar Þór Friðriksson handknattleiksdeild. Brynjar kom inn í handknattleiksdeildina fyrir nokkrum árum og hefur svo sannarlega sett góðan svip á starfsemi hennar ásamt starfsemi félagsins í heild. Hann er með skoðanir á flestum málum og er mikið í mun að gera hlutina fljótt og örugglega. Hann er maðurinn á bakvið tjöldin enda duglegur við að taka að sér allskyns verkefni fyrir deildina þar á meðal, fjáraflanir, öflun styrkja, áhöld…

01.01 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.