Fjölnir | FRÉTTIR

Fjölnishöllin - fimleikahúsið okkar formlega vígt í dag

Í dag var formleg vígsla á fimleikahúsinu okkar í Egilshöll - Fjölnishöllin.  Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson, Helgi S Gunnarsson, forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis ásamt tveimur krökkum úr fimleikadeild Fjölnis þeim Unni Evu Hlynsdóttur og Sigurði Ara Stefánssyni klipptu á borðann og afhentu þar með húsið formlega til afnota fyrir fimleikadeild Fjölnis. Árnaðar óskir bárust frá ÍSÍ, UMFÍ og Altis. Halla Karí rekstrarstjóri fimleikadeildarinnar stjórnaði athöfninni og sýningunni með glæsibrag og voru flottir fimleikakrakkar sem sýndu listir…

31.10 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Æfingar falla niður vegna flutninga í nýtt fimleikahús

Í dag miðvikudaginn 28.okt og á morgun 29.okt falla niður æfingar hjá fimleikadeild Fjölnis. Við erum að setja upp salinn í nýja fimleikahúsinu. Allir foreldrar/forráðamenn eiga að hafa fengið tölvupóst með nánara skipulagi yfir það sem er framundan næstu daga. Gríðarleg spenna er í húsinu og við hlökkum til þess að hefja æfingar í næstu viku :)

28.10 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Dramatískur sigur hjá stelpunum í Olísdeildinni

Kvennalið Fjölnis vann frábæran sigur á FH í Olísdeildinni í handknattleik í gærkvöldi en leikur liðanna var háður í Dalhúsum. Lokakaflinn var æsispennandi en þegar 30 sekúndur voru til leiksloka jöfnuðu FH-stúlkur leikinn og Fjölnir hafði boltann það sem eftir lifði leiksins. Fjórum sekúndum fyrir leikslok skoraði Berglind Benediktsdóttir sigurmark Fjölnis og urðu lokatölur leikins, 26-25. Fjölnisstúlkur eru með átta stig að loknum átta leikjum, hafa innið fjóra og tapað fjórum.

28.10 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Taekwondo í Fjölni

Eftir nokkura ára hlé hafa æfingar á Ólympíugreininni Taekwondo hafist aftur í Fjölni. Deildin var á sínum tíma sigursæl með afbrigðum og vann til að mynda öll mót haldin hérlendis í 12 ár samfellt. Æfingarnar hafa farið gríðarlega vel af stað og eru strax á fyrsta mánuði hátt í 50 iðkendur á æfingum sem fara fram í íþróttasal Vættaskóla - Engi. Æfingarnar eru á mánu- og miðvikudögum kl 16.00-17.00. Kennarar eru Sigursteinn Snorrason 6. dan svart belti og…

28.10 2015 | LESA MEIRA

Ylfa Ýr sigraði á Stúlknameistaramóti TR 2015

Fjölnisstúlkan Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir sigraði glæsilega á stúlknameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur 25. október, Ylfa Ýr sem er nemandi í 5. bekk Foldakóla hlaut 6,5 vinninga af 7 möguleikum, gerði einungis eitt jafntefli en vann aðrar skákir. Ylfa Ýr hlaut jafnframt verðlaun í flokki 9-10 ára og því ljóst að hér er mikið efni á ferð. Ylfa Ýr er mjög áhugasöm og efnileg skákkona, mætir á allar skákæfingar Fjölnis og fær leiðsögn frá Helga Ólafssyni stórmeistara og Birni Ívari Karlssyni frá Skákakademíu Reykjavíkur. Í 2.sæti…

25.10 2015 | Skák LESA MEIRA

Þrír Fjölnisdrengir taka þátt í HM ungmenna í skák í Grikklandi

Unglingalandsliðsdrengirnir þrír, Dagur Ragnarsson (2265), Oliver Aron Jóhannesson (2202) og Jón Trausti Harðarson (2015), sem allir tefla í 1. deild með Skákdeild Fjölnis, eru nú mættir til Porto Carras í Grikklandi til þátttöku á heimsmeistaramóti ungmenna í skák og tefla þeir allir í elsta flokki mótsins, 18 ára og yngri. Fyrsta umferðin var tefld í dag, 25. október, og fór Dagur með sigur í fyrstu skákinni. Oliver Aron lenti á sama tíma á 1. borði í skák gegn stigahæsta ungmenni mótsins,…

25.10 2015 | Skák LESA MEIRA

Extramót SH 2015

16 krakkar frá Sunddeild Fjölnis tóku þátt í Extramóti SH sem fram fór í Hafnafirði um helgina.  Krakkarnir stóðu sig mjög vel.  Eftir erfiðar æfingar undanfarið og eru  þau flest orðn svolítið þreytt enn krakkarnir sýndu góða baráttu og lögðuð sig 100% í öll sund og allir voru að synda rétt við eða bæta sínu bestu tíma.  Þetta mót er síðasta mót í undirbúningi fyrir Íslandsmeistaramót sem fram fer um miðjan nóvember og Bikarkeppni sem eru viku síðar. Í stigakeppni…

25.10 2015 | Sund LESA MEIRA

Sigurður Ari sigrar á Haustmóti

Haustmót í 4. og 5. þrepi var haldið um síðustu helgi á Akureyri. Það tóku 26 keppendur frá Fjölni þátt í mótinu, bæði stelpur og strákar. Það er alltaf gaman að taka þátt á mótum á Akureyri og voru allir mjög glaðir eftir mótið. Sigurður Ari Stefánsson sem varð Íslandsmeistari í 5.þrepi fyrr á þessu ári keppti nú í 4.þrepi í fyrsta skipti og vann til fjölda verðlauna og óskum við honum innilega til hamingju. Allir keppendur stóðu sig með prýði…

20.10 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Oliver Aron vann Hraðskákmót TR 2015

Hinn ungi og efnilegi skákmaður Fjölnis, Oliver Aron Jóhannesson 17 ára nemi við MH sigraði mjög örugglega Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2015. Oliver hlaut 11,5 vinninga af 14 mögulegum og var búinn að tryggja sér sigurinn fyrir lokaumferðina. Oliver Aron hafði stuttu áður náð 3. sæti á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sterkasta einstaklingsskákmót landsins á hausttímabilinu. Þar hlaut Oliver Aron 6 vinninga af 9 sem telst afar gott þegar svo ungur skákmaður á í hlut. Oliver Aron var ásamt félögum sínum í Rimmaskóla, Degi Ragnarssyni…

19.10 2015 | Skák LESA MEIRA

Þorgeir Örn Tryggvason kosinn í varastjórn UMFÍ

Um helgina fór fram 49 sambandsþing UMFÍ en það var haldið í VÍK í Mýrdal. Fjölnir á 17 sæti á þinginu en að þessu sinni fóru 8 fulltrúa á þingið frá okkur. Þeir voru Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, Valfríður Möller, fjölniskona, Málfríður Sigurhansdóttir, íþrótta- og félagsmálafulltrúi Fjölnis, Þorgeir Örn Tryggvason, knattspyrndeild, Unnur Sigurðardóttir, formaður frjálsíþróttadeildar, Erlingur Þorsteinsson, varaformaður skákdeildar, Guðmundur Árnason, fjölnismaður og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.   Á þinginu buðum við fram ungan og efnilegan strák, Þorgeir Örn Tryggvason til varastjórnar…

19.10 2015 | LESA MEIRA

Fjölnir - Hamar

Nú er komið að fyrsta heimaleik hjá strákunum í 1.deildinni í körfunni í vetur þegar þeir taka á móti Hamarsmönnum kl. 19.30 í kvöld í Dalhúsum.   Minnum á stuðningsmannakortin, þau verða til sölu í kvöld. Mætum öll og styðjum strákana okkar frá byrjun!

16.10 2015 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnir verður á þingi UMFÍ á Vík um helgina

49. sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið á Icelandair Hótel Vík, í Vík í Mýrdal dagana 17. – 18. október nk. Rétt til þingsetu eiga fulltrúar 29 sambandsaðila. Þingið verður sett klukkan 10.00 á laugardagsmorgun. Fjölnir verður með 8 fulltrúa á þinginu en við eigum 17 sæti en það er mikið um að vera í félaginu þessa helgina, þannig að við verðum ekki fullmönnuð.

16.10 2015 | LESA MEIRA
14.10 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sambíómótið í körfubolta 2015

Nú styttist í Sambíómótið í körfubolta sem haldið verður í Dalhúsum helgina 31. okt til 1. nóv. Allar upplýsingar á Sambíómót 2015

13.10 2015 | Karfa LESA MEIRA

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum hefst 20.október!

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikunum hefst þriðjudaginn 20. október og stendur í 6 vikur. Námskeiðið fer fram í aðstöðu fimleikadeildarinnar í Egilshöllinni og er fyrir 18. ára og eldri. Æfingar verða á þriðjudögum kl:20.30-22:00 og fimmtudögum  kl:20.30-22:00 Þú þarft alls ekki að vera fyrrverandi fimleikastjarna til þess að vera með. Æfingarnar henta flest öllum. Tímarnir byrja á upphitun, þreki og teygjum og svo er farið að fimleikast ! Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja…

08.10 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Sandra Sif á Norðurlandamóti

Sandra Sif Gunnarsdóttir sundkona hjá Sunddeild Fjölnis, tók þátt í Norðurlandamót Fatlaðra um síðustu helgi.  Sandra gerði sér lítið fyrir og vann eitt silfur og eitt brons í yngri flokki (junior).   Norðmennirnir settu mótið upp þannig að keppendur fá stig fyrir það hversu nálægt þeir eru heimsmeti í þeirra fötlunarflokki. Þeir sem skora svo flest stig pr. grein fara með sigur af hólmi í annars vegar ungmenna (junior) og hins vegar fullorðins (senior) flokki óháð fötlunarflokkum. Sem sagt allir kepptu…

06.10 2015 | Sund LESA MEIRA

Lokahóf knattspyrnudeildar 2015

Lokahófa knattspyrnudeildar í meistara og 2 flokki karla og kvenna var haldinn laugardaginn 3 október 2015. Um 140 manns voru í salnum og var stemmingin algjörlega frábær.  Ingvar Áki kom og skemmti og Kristján Einarsson formaður stjórnaði hófinu af alkunnri snilld. Strákarnir í 2 flokki kvöddu Björn Orra en hann heldur á vit nýrra ævintýra og voru nýir þjálfarar boðnir velkomnir hjá deildinni. Á kvöldinu voru heiðraðir eftirtaldir leikmenn sem valdir voru af leikmönnum, þjálfurum og liðstjórum. Meistaraflokkur kvenna Besti leikmaður…

05.10 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sætur sigur á Svíum

Sigur á Svíum í landskeppni ungmennaliða Afrekshópur, á aldrinum 10 - 23 ára, frá Skákdeild Fjölnis í Grafravogi sigraði í landskeppni við sænska unglingalandsliðið í bænum Uppsala í Svíþjóð. Lokaúrslit urðu 24 - 20 fyrir Fjölni. Landskeppnin var fjögurra umferða skákmót og unnu Grafravogsbúar tvær umferðir 6,5 - 4,5 en hinar tvær enduðu jafnt. Mótið sem fram fór á Hótel Park Inn var haldið í framhaldi af æfingu krakkanna með Jesper Hall aðalþjálfara sænska unglingalandsliðsins. Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan lék…

04.10 2015 | Skák LESA MEIRA

Sigur á Svíum í landskeppni í skák

Sigur á Svíum í landskeppni ungmennaliða í skák Afrekshópur Fjölnis, á aldrinum 10 - 23 ára, sigraði glæsilega í landskeppni við sænska unglingalandsliðið í bænum Uppsala í Svíþjóð. Lokaúrslit urðu 24 - 20 fyrir Fjölni. Landskeppnin var fjögurra umferða skákmót og unnu Grafravogsbúar tvær umferðir 6,5 - 4,5 en hinar tvær enduðu jafnt. Mótið var haldið í framhaldi af æfingabúðum krakkanna með Jesper Hall aðalþjálfara sænska unglingalandsliðsins. Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan heiðraði ungmennin með því að leika fyrsta leik landskeppninnar. Nokkrir liðsmenn…

04.10 2015 | Skák LESA MEIRA

Afrekskrakkar í skák æfa og keppa í Svíþjóð

Skákdeild Fjölnis, með styrk fyrirtækja og sjóða, býður 11 ungum skákmönnum til æfingaferðar til Uppsala í Svíþjóð. Í hópnum eru mest Rimaskólakrakkar, núverandi og fyrrverandi; sem teflt hafa með Fjölnismönnum frá byrjun og eru velþekktir á Norðurlöndum sem Norðurlandameistarar grunnskóla allt frá árinu 2004. Þau eru í þjálfun hjá Jesper Hall og Axel Smith sem þjálfa alla efnilegustu skákmenn Svæíþjóðar og í framhaldinu keppa þau í landskeppni við efnilegustu skákmenn Svíþjóðar. Fararstjóri í ferðinni er Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis sem í…

03.10 2015 | Skák LESA MEIRA

Lokasprettur í fjáröflun fimleikadeildar

Nú er mikil stemming í Fimleikadeild Fjölnis.  Síðasta vetur safnaði Fimleikadeildin 3.5 milljónum sem nýtast nú við að innrétta nýju Fimleikahöllina. Að þessu sinni söfnum við fyrir hljóð og myndkerfi í nýja húsið, sem notað yrði á æfingum, keppnum og sýningum. Það hefur verið góður andi í bæði iðkendum og foreldrum og því hvetjum við ykkur til að gera ykkar besta á síðustu metrunum því nú er að hefjast lokahelgi í sölunni :)  

02.10 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Viðar Ari Jónsson í U-21 landsliðið í knattspyrnu

Eyj­ólf­ur Sverris­son, þjálf­ari U21-landsliðs karla í knatt­spyrnu, ger­ir smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á leik­manna­hópi sín­um fyr­ir kom­andi leiki í undan­keppni EM, frá hópn­um sem mætti Frakklandi og Norður-Írlandi í byrj­un sept­em­ber. Ísland er efst í sín­um riðli með 7 stig eft­ir 3 leiki. Liðið mæt­ir Úkraínu á úti­velli fimmtu­dag­inn 8. októ­ber og svo Skotlandi á úti­velli 13. októ­ber. Eina breyt­ing­in frá síðasta hópi er sú að Viðar Ari Jóns­son úr Fjölni kem­ur að nýju inn í hóp­inn en Björg­vin Stef­áns­son, markakóng­ur 1.…

02.10 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

2 flokkur karla bikarmeistari 2015 í knattspyrnu - viðtal við Anton fyrirliða

Breiðablik 1 - 1 Fjölnir (4-5 eftir vítaspyrnukeppni)  0-1 Magnús Pétur Bjarnason  1-1 Sólon Breki Leifsson  Fjölnir úr Grafarvogi varð í kvöld bikarmeistari í 2.flokki karla eftir sigur gegn Breiðabliki í framlengdum úrslitaleik og vítaspyrnukeppni en lokatölur urðu 5-4 á Kópavogsvelli.  Fjölnismenn sem voru í B-deild í sumar unnu riðil sinn sannfærandi á meðan Blikar urðu Íslandsmeistarar en bæði lið höfðu komist í gegnum andstæðinga sína eftir framlengingu og vítaspyrnukeppnir í undanúrslitum og 8 liða úrslitum.  Blikar byrjuðu með sterkum…

01.10 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Söludagur fimleikadeildar í dag

Í dag fimmtudaginn 1.október er söludagur fimleikadeildar. Fimleikabolir, æfingagallar ásamt fleiri fjölnisvörum verða til sölu á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll frá kl.17.00-19.00. Einnig seljum við nýjan dvd disk frá vorsýningu 2015.

01.10 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Andrea Jacobsen valin í æfingahóp U19 í handbolta

Valinn hefur verið æfingahópur u-19 ára landsliðs kvenna. Okkar stelpa í hópnum er Andrea Jacobsen. Óskum henni góðs gengis.

01.10 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.