Fjölnir | FRÉTTIR

30.11 2015 | Skokk LESA MEIRA

Fjölnir - Selfoss 16 liða úrslit í Coca Cola bikarnum

Coca Cola bikarinn í handbolta karla, 16 liða úrslit á þriðjudaginn 1 desember kl. 20:00. Fjölnir - Selfoss, liðinn sem börðust hetjulega í síðustu úrslitakeppni, þetta verður rosalegur leikur ! Fyllum nú Dalhúsin og hvetjum strákana til sigurs Áfram Fjölnir

30.11 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Tvíhöfði í Dalhúsum!

Minnum á tvíhöfðan í Dalhúsum í dag, sunnudag! Stelpurnar hefja leik kl. 17.30 þegar þær fá KR í heimsókn og strákarnir fá síðan ÍA í heimsókn og hefst þeirra leikur kl. 20.00 Mætum öll og styðjum meistaraflokkana okkar til sigurs!

29.11 2015 | Karfa LESA MEIRA

Aðeins fjögur borð eftir !

Þorrablótið okkar góða verður haldið með pomp og prakt laugardaginn 23. janúar 2016 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Mikið verður lagt í blótið og erum við á góðri leið með að fylla húsi.  Páll Óskar kemur til með að halda uppi stuðinu ásamt hinum glæsilega Ingvari Erni  beib veislustjóra og Múlakaffi sér um matinn að sinni alkunnu snilld.  Það verður eitthvað fyrir alla að borða líka þá sem ekki borða þorramat.   Það eru aðeins fjögur borð eftir, já ef þú ert ekki komin/inn með miða þá þarftu…

27.11 2015 | LESA MEIRA

Þjálfara vantar !

Hlaupahópur Fjölnis óskar eftir þjálfara    Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í 23 ár.  Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hópurinn hefur verið áberandi í almenningshlaupum á Íslandi í gegnum tíðina í öllum helstu vegalengdum langhlaupa. Enn fremur hefur hann reglulega staðið fyrir ferðum á hlaupaviðburði erlendis.  Í hópnum er blómlegt félagslíf sem tengist áhuga meðlimanna á hlaupum og útiveru.   Nú leitar hópurinn…

25.11 2015 | Skokk LESA MEIRA

Metþátttaka á Silfurleikum ÍR

Silfurleikar ÍR voru haldnir í Laugardalshöll 21. nóvember. Silfurleikarnir eru haldnir til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni og silfurverðlaunum hans í þrístökki á Ólympíuleikunum 1956 og keppt er í þrístökki í öllum aldursflokkum frá 12 ára til 17 ára. Yfir 800 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og er það metþátttaka. 21 keppandi var frá Fjölni og voru sumir þeirra að keppa á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti. Segja má að krakkarnir hafi staðið sig mjög vel og komust 8 keppendur frá Fjölni…

25.11 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Jólasala KKD Fjölnis 2015

Körfuknattleiksdeild Fjölnis, í samvinnu við iðkendur og forráðamenn iðkenda, standa saman að fjáröflun – Jólasölu KKD Fjölnis 2015.  Stuðlum áfram að öflugri framtíð félagsins með góðri uppbyggingu yngri flokkanna og tökum öll þátt í fjáröflun körfuknattleiksdeildarinnar.  Í dag, 25. nóvember, hefjum við Jólasöluna með sölu á klósett- og eldhúspappír, kjöti frá Kjötbankanum, flatkökum frá HP Kökugerð og ýmsu fleiru skemmtilegu. Sölutímabilið stendur til sunnudagsins 6. desember. Sölublöðum og greiðslu er skilað eigi síðar en mánudaginn 7. desember kl. 19:00. Afhending…

25.11 2015 | Karfa LESA MEIRA

Síðasta búningamátun fyrir jól verður í Dalhúsum þriðjudaginn 24. nóvember frá 18-19.

Síðasta búningamátun fyrir jól verður í Dalhúsum þriðjudaginn 24. nóvember frá 18-19. Þetta er kjörið tækifæri til að finna eitthvað í jólapakka handa íþróttakrökkum.

23.11 2015 | Karfa LESA MEIRA
23.11 2015 | Skokk LESA MEIRA

Tvær Fjölnisstúlkur valdar í U18 ára landsliðið

Á dögunum var 16 manna æfingahópur U18 ára landsliðs kvenna gefinn út. Tvær Fjölnisstelpur voru valdar, þær Andrea Jacobsen vinstri skytta og Berglind Benediktsdóttir miðja. Báðar eru þær á miðári 3. flokks kvenna fæddar 1998.  Hópurinn mun koma saman 23.-29. nóvember en æfingarnar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir æfingamót í Póllandi 17.-21. desember. Hópinn má sjá hér: http://hsi.is/frettir/frett/2015/11/13/U18-landslid-kvenna/ Stelpurnar hafa báðar verið að spila lykilhlutverk með meistaraflokki kvenna sem er í 9. sæti deildarinnar sem stendur. Þar fá þær tækifæri til…

22.11 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir mætir Val á útivelli í 1 umferð Pepsí deildar 2016

 Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.   Við byrjum á Val á útivelli og fáum svo fyrsta heimaleikinn á móti ÍBV í 2 umferð. Við eigum svo Stjörnuna heima í næst síðustu umferð og endum svo á útileik við Breiðablik. Sjá umferðirnar

21.11 2015 | LESA MEIRA

Heimsækið Höllina og fylgist með EM landsliða í skák

Það verður sannkölluð skákveisla í Laugardalshöll fram á sunnudag. Evrópumót landsliða er einstakur viðburður. Af 20 stigahæstu skákmönnum heims sitja 10 þeirra að tafli í Höllinni og þar fer fremstur í flokki heimsmeistarinn ungi, Norðmaðurinn Magnus Carlsen. Skákdeild Fjölnis hvetur alla Grafravogsbúa til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og heimsækja mótsstaðinn a.m.k.í eitt skipti og fylgjast með glæsilegum skákviðureignum. Það ánægjulega við Evrópumeistaramótið er að tveir skákmenn frá Fjölni eiga sæti í landsliðum Íslands. Íslandsmeistarinn Héðinn Steingrímsson teflir á 2. borði…

17.11 2015 | Skák LESA MEIRA
17.11 2015 | LESA MEIRA

Þjálfara vantar !

Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í 23 ár.  Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hópurinn hefur verið áberandi í almenningshlaupum á Íslandi í gegnum tíðina í öllum helstu vegalengdum langhlaupa. Enn fremur hefur hann reglulega staðið fyrir ferðum á hlaupaviðburði erlendis.  Í hópnum er blómlegt félagslíf sem tengist áhuga meðlimanna á hlaupum og útiveru.   Nú leitar hópurinn að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem…

17.11 2015 | Skokk LESA MEIRA

Barna og Ungmennamót Fjölnis

Barna og Ungmennamót Fjölnis  verður haldið í Laugardalslaug helgina 28.-29.nóvember 2015 Keppt verður í 25 metra laug í þremur hlutum á tveimur dögum.            >>> Upplýsingasíða um mótið, hy-tek og Splash skrá og uppröðun greina

16.11 2015 | Sund LESA MEIRA

IM-25 2015

Níu sundmenn úr Sunddeild Fjölnis tóku þátt í Íslandsmeistaramóti í 25m laug (IM-25) um nýliðna helgi og stóðu sig frábærlega vel.  Enn þau syntu undir merkjum ÍBR ásamt sundmönnum úr Ármanni og KR. Kristinn Þórarinsson átti fjögur stigahæstu sundin í karlaflokki og er Íslandsmeistari öllum fimm greinunum sem hann tók þátt í (50m, 100m og 200m baksund, 100m og 200m Fjórsund) . Hann átti frábært mót og setti þrjú Fölnismet (50m og 100m baksund og 100 fjórsund) og synti undir…

16.11 2015 | Sund LESA MEIRA
16.11 2015 | Skokk LESA MEIRA

Tvíburabræður og systkini sigurvegarar á TORG skákmótinu

Fjölmennasta TORG skákmótið frá upphafi var haldið í hátíðarsal Rimaskóla 14. nóvember og skráðu 78 grunnskólakrakkar sig til þátttöku. Tefldar voru 6 umferðir, mótið var hnífjafnt allan tímann og þegar upp var staðið reyndist sigurvegarinn vera Björn Hólm Birkisson nemandi í 10. bekk Smáraskóla í Kópavogi. Hann hlaut 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Tvíburabróðir hans Bárður Örn varð í 2. sæti í eldri flokki. Systkinin knáu úr Rimaskóla Nansý (13) og Joshua (10) sigruðu í stúlkna-og yngri flokki. Embla Sólrún…

14.11 2015 | Skák LESA MEIRA

3 Gull í Brasilíu

Jón Margeir Sverrisson og Ragnar Þjálfari skelltu sér til Sao Paulo í Brasilíu í síðustu viku.  Þar gerði Meistarinn sér lítið fyrir og sigraði allar þrjár greinarnar sem hann tók þátt í. Jón byrjaði á því að sigra 100m bringusund rétt við sinn besta tíma, sem verður að teljast ansi gott miðað við framandi aðstæður. Svo strax 30 mínútum síðar var komið að 200m skriðsundi. Þar vann hann með minnsta mögulega mun, 0.01 sek. Svo tók við 45 mín bíltúr til að komast…

13.11 2015 | Sund LESA MEIRA

Styttist í TORG skákmótið í Rimaskóla

TORG skákmót Fjölnis hefst í hátíðarsal Rimaskóla á laugardag kl. 11:00. Nú hefur Nói Síríus gengið í lið með Emmess varðandi veitingar í skákhléi. Nammi namm. Ókeypis þátttaka fyrir alla grunnskólanemendur. Mætum tímanlega - Skráning á staðnum. Sex umferðir. Rúmlega 20 verðlaun frá Emmess og fyrirtækjum á TORGINU Hverafold. Skák er skemmtileg - Verum með á skákmótinu. 

12.11 2015 | Skák LESA MEIRA

Breyting á knattspyrnuæfingum á laugardaginn 14.nóv

Á laugardaginn næsta 14 nóvember verðum við að færa æfingar hjá 7 og 8 flokki karla og kvenna í knattspyrnu út á gervigras.   Í Egilshöllinni er Wurth mót Fylkis sem byrjar um morguninn. Allir að klæða sig vel, það er spáð smá frosti og hægum vindi á laugardaginn. Sjáumst hress og kát úti næsta laugardag. Knattspyrnudeild Fjölnis

11.11 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Landsleikir við Grænland U16 í handbolta

Um síðustu helgi voru spilaðir landsleikir við Grænland í U16 í handbolta karla. Umsjón með verkefninu voru handboltadeild Fjölnis og starfsfólkið okkar í Dalhúsum. Okkur þótti vænt um þessa umsögn sem við fengum frá HSÍ. Sælir félagar,   Fyrir hönd Handknattleikssambands Íslands vil ég þakka ykkur og hkd. Fjölnis fyrir óeigingjarnt starf um sl. helgi við umsjón með landsleikjum u-16 ára landsliðs karla við Grænland.   Öll umgjörð var til fyrirmyndar á leikjunum og var sérstaklega mikil ánægja hjá…

10.11 2015 | LESA MEIRA

Jóhann Árni Gunnarsson á reynslu hjá Reading

Jóhann Árni Gunnarsson 3. flokks leikmaður Fjölnis verður á reynslu hjá enska liðinu Reading þessa vikuna. Mun hann taka þátt í æfingum með unglingaliðum Reading (U14, U15 og U16) Í gær, sunnudag spilaði hann leik með U15 liði Reading á móti U15 liði Tottenham, en leikurinn endaði 2 -2. Við óskum honum góðs gengis.

09.11 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Áætlun vika 46

Áætlun viku 46 er hér. Kveðja Erla  

09.11 2015 | Skokk LESA MEIRA

Stelpurnar í 2. og meistaraflokki skrifa undir samninga við knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Fjölnis gekk frá samningum við alla leikmenn sína í meistaraflokki sem og í 2. flokki félagsins nú um helgina. Fjölnir átti síðast lið í efstu deild kvenna árið 2009, þá sameinað Aftureldingu, en hefur verið í baráttu um sæti á meðal þeirra bestu síðustu ár án þess þó að ná að komast upp. Gunnar Már Guðmundsson var nýverið ráðinn þjálfari meistaraflokksins og honum til aðstoðar er Arnar Páll Garðarsson sem jafnframt þjálfar 2. flokk kvenna. Leikmannahópurinn er öflugur en…

06.11 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Risa fjölskylduhátíð í Egilshöll

Hvetjum alla til að mæta með fjölskylduna í Egilshöll á morgun.

06.11 2015 | LESA MEIRA

TORG skákmót Fjölnis laugardaginn 14. nóvember

Hið vinsæla TORG – skákmót Fjölnis verður haldið í 12. skipti laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 11.00 í hátíðarsal Rimaskóla.  Þátttakendur eru beðnir um að mæta til skráningar og upphitunar tímanlega. Öllum grunnskólabörnum er boðið að vera með í mótinu og er þátttakan ókeypis. Í skákhléi býður Emmess öllum keppendum upp á íspinna og í lok mótsins verður glæsileg verðlaunahátíð með 20 vinningum og happadrættisvinningum til viðbótar frá Emmess og fyrirtækjunum á TORGINU í Hverafold. Hægt verður að vinna…

05.11 2015 | Skák LESA MEIRA
03.11 2015 | Skokk LESA MEIRA

Við erum í skýjunum með SAMbíómótið okkar sem fór fram um helgina.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis vill koma á framfæri bestu þökkum til allra þátttakenda á SAMbíómótinu fyrir að koma og spila körfubolta með okkur og njóta þess alls sem mótið hafði upp á að bjóða. Að sama skapi vill deildin koma á framfæri þökkum til styrktaraðila mótsins. Síðast en ekki síst vill deildin koma á framfæri þökkum til allra sjálfboðaliðanna sem lögðu fram vinnuframlag á mótinu en án þeirra hefði mótið ekki tekist eins vel og raun bar vitni. Deildin er gríðarlega stolt…

02.11 2015 | Karfa LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.