Fjölnir | FRÉTTIR

Nýtt útlit á Fjölnismerkinu - 2016

Sæl öll, Árið sem við kveðjum í kvöld hefur verið viðburðarríkt hjá félaginu okkar og mörg spennandi verkefni klárast á árinu. Eitt af því sem við endum árið á með er breyting á merkinu okkar. En við höfum ákveðið að hafa nafnið okkar merkinu með gulum stöfum í stað svartra. Við munum fljótlega vígja nýtt fjölnismerki á Egilshöllinni og verður það að sjálfsögðu á FJÖLNISHÖLLINNI okkar sem hýsir fimleikaaðstöðuna. Þannig að frá 1 janúar 2016 mun allt prentefni og merkingar hjá…

31.12 2015 | LESA MEIRA

Kristján Örn Kristjánsson íþróttamaður Fjölnis 2015

Í dag völdum við hjá Ungmennafélaginu Fjölni í hátíðarsalnum okkar í Dalhúsum Íþróttamann ársins og Fjölnismann ársins ásamt því að við heiðruðum afreksmenn hverrar deildar sérstaklega.   Þetta er í 27 skipti sem valið fer fram.   Í fyrra var Arndís Ýr Hafþórsdóttir frjálsíþróttakona valinn  íþróttamaður ársins og  Brynjar Þór Friðriksson úr handknattleiksdeild Fjölnismaður ársins. Valið fer þannig fram að deildirnar tilnefna hjá sér íþróttamann ársins og senda það til valnefndar sem velur svo íþróttamann ársins. Í valnefndinni eru einstaklingar úr aðalstjórn Fjölnis,…

30.12 2015 | LESA MEIRA

Vel heppnað Áramót Fjölnis 2015

Áramót Fjölnis var haldið í Laugardalshöll 29. des.  Góð þátttaka var á mótinu sem tókst með eindæmum vel. Nokkrir iðkendur frá Fjölni kepptu á mótinu með góðum árangri. Daði Arnarson fékk gull í 600 m hlaupi en hann hljóp á glæsilegum tíma 1:25,35 og bætti sinn besta tíma um 10 sek þó að hann hefði enga samkeppni. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk silfur í 200 m hlaupi á tímanum 26,26 sek og var hún líka að bæta sinn árangur. Helga Þóra…

30.12 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Við sækjum jólatré heim að dyrum!

Körfuknattleiksdeild Fjölnis sækir jólatré heim að dyrum dagana 8. - 10. janúar fyrir aðeins 1.500 kr. Auðvelt er að nýta þjónustuna en eina sem þarf að gera er að senda tölvupóst á karfa@fjolnir.is með nafni, heimilisfangi og símanúmeri ásamt millifærslukvittun og við sækjum dagana 8. - 10. janúar 2016. Reikningsupplýsingar: 0114-26-9292, kt. 670900-3120. Gleðilega hátíð! Áfram Fjölnir!

29.12 2015 | Karfa LESA MEIRA

Hjalti Þór Vilhjálmsson framlengir samningi við körfuna

Gengið var formlega frá nýjum samningi við Hjalta Þór Vilhjálmsson vegna þjálfunar á meistaraflokki karla í körfubolta.  Samningurinn gildir til 30. apríl 2018 og er því um þriggja ára samning að ræða.  Markmið samstarfssins eru að koma meistaraflokki karla í hóp hinna bestu í efstu deild í körfubolta á þessum þremur árum og efla yngri flokkastarf félagsins samhliða. Á myndinni eru Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Hjalti Þór Vilhjálmsson að skrifa undir samninginn.

29.12 2015 | Karfa LESA MEIRA

Íþróttamaður Fjölnis 2015

Á miðvikudaginn 30 desember 2015, daginn fyrir gamlársdag kl.18:00 fer fram val á íþróttamanni Fjölnis í hátíðarsalnum í Dalhúsum.  Þetta er í 27 skipti sem valið fer fram og hvetjum við alla Fjölnismenn og Grafarvogsbúa að fjölmenna og heiðra íþróttafólkið okkar.  Þetta er orðin árviss hefð og gaman að sjá hversu margir mæta á ári hverju og heiðra íþróttafólkið okkar og fara yfir árið.      Dagskrá Kynntur er afreksmaður hverrar deildar og þeir heiðraðir sérstaklega Fjölnismaður ársins valinn Íþróttamaður Fjölnis valinn Í…

28.12 2015 | LESA MEIRA

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hummel gera nýjan samstarfssamning

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hummel hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning til ársins 2019.   Nánari upplýsingar um nýja línu Hummel sem kemur á árinu 2016 og hvernig sölu til iðkenda verður háttað verða veittar fljótlega eftir áramót.

23.12 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ægir Jarl Jónasson valinn á úrtaksæfingu með U19 liðs karla

Ægir Jarl Jónasson hefur verið valinn á úrtaksæfingar með U19 liðs karla í knattspyrnu. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

21.12 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jólabingó

Jólabingó sunnudaginn 20. desember kl. 17:30-18:30. Flottir vinningar. Veitingasala. Frítt fyrir bingógesti á leik meistaraflokks karla Fjölnir - Breiðablik sem hefst kl. 19:15. Hlökkum til að sjá ykkur. Áfram Fjölnir!

17.12 2015 | Karfa LESA MEIRA

Hallur Kristján skrifar undir nýjan samning

Hallur Kristján Ásgeirsson skrifaði í gær undir nýjan samning hjá knattspyrnudeildinni.  Hann þjálfar 5 flokk karla og 8 flokk karla. Hallur Kristján Ásgeirsson, þjálfari og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri Fjölnis skrifuðu undir samninginn í gær í Egilshöll.

16.12 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Kristinn og Steingerður á NM

Kristinn Þórarinsson og Steingerður Hauksdóttir kepptu á Norðurlandamóti í sundi um nýliðna helgi.  Þau komust bæði í úrslit í 100m baksundi.  Kristinn komst í úrslit í 4 af 5 greinnum sem hann keppti í og vann til bronsverðlauna í 200m fjórsundi.  Samtals settu þau þrjú Fjölnismet. Kristinn Þórarinsson Vann brons í 200m fjórsundi á 2.02,02, 6.sæti í 200m baksundi á 2:02,54, 7.sæti í 100m baksundi á 54,70, 8. sæti í 100m. skriðsundi á nýju Fjölnismet 50,47.    Hann var svo…

14.12 2015 | Sund LESA MEIRA

Fjölnir - Skallagrímur í kvöld!

Síðasti heimaleikur stelpnanna fyrir jól verður í Dalhúsum í kvöld kl. 19.15 þegar stelpurnar fá Skallagrím í heimsókn! Mætum í Dalhús og styðjum við bakið á stelpunum okkar!

13.12 2015 | Karfa LESA MEIRA

Kristinn náði í bronsverðlaun

Krist­inn Þór­ar­ins­son, sundmaður úr Fjölni, varð rétt í þessu í þriðja sæti  í 200m fjór­sundi á Norður­landa­meist­ara­móts­ins sem haldið er í Al­ex­and­er Dale Oen Ar­ena í Ber­gen. Krist­inn synti á tím­an­um 2:02,02 sek­únd­um í úr­slita­sund­inu, en hann synti á tím­an­um á 2:01,45 sek­únd­um í undanúr­slit­um í morg­un.  Besti tími Krist­ins fyr­ir mótið var 2:01,74 sek­únd­ur.  Þess má geta að  Ólymp­íulág­markið í þess­ari grein er 2:00,28 sek­únd­ur. mbl.is/

12.12 2015 | Sund LESA MEIRA

Jólafótboltamót Fjölnis - mótaskrá

Stelpurnar sparka jólabolta í Egilshöll ! Jólafótboltamót Fjölnis 2015 verður haldið, líkt og undanfarin ár, nú 12. desember í Egilshöllinni. Mótið er fyrir 7. flokk og 6. flokk kvenna. Við eigum von á 500 hressum stelpum í jólafótboltastuði og vonandi um 1000 foreldrum til að styðja við bakið á þeim. Spilaður er 5 manna bolti, leiktími 10 mín og hvert lið leikur 5 leiki. Mæting hjá 7. flokki er kl. 8.30 og hjá 6. flokki kl. 11:00.  Gert er ráð…

11.12 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Troðfullur salur iðkenda á jólaskákæfingunni

Mikil aðsókn hefur verið á allar skákæfingar Fjölnis í vetur. Krakkarnir sem eru flestir á miðstigi hafa tekið miklum framförum og í hópnum eru jafnir og góðir skákmenn sem allir geta unnið hvern annan á góðum degi. Mikill fjöldi stúlkna hefur sótt æfingarnar enda unnu Rimaskóli og Foldaskóli stúlknaflokkana á Jólaskákmóti SFS og TR örugglega um sl. mánaðamót. Það var hart barist við 20 skákborð á jólaskákæfingu deildarinnar sem Helgi Árnason formaður skákdeildar og landsliðskonan unga Hrund Hauksdóttir stjórnuðu. Joshua Davíðsson 10 ára sigraði…

09.12 2015 | Skák LESA MEIRA
09.12 2015 | Skokk LESA MEIRA

Fjölnissængurverin fyrir jólin

Eigum fjölnissængurver fyrir jólin.  Hægt að koma á skrifstofuna og kaupa. Verð 2.000 kr

07.12 2015 | LESA MEIRA

Engar æfingar hjá Fjölni í dag vegna veðurs

Í dag, mánudaginn 7 desember hefur verið ákveðið að fresta öllum æfingum hjá Fjölni vegna veðurs. Engar æfingar í Egilshöll, Dalhúsum né öðrum húsum á vegum félagsins. Hvetjum alla til að fylgjast með á veður.is Framkvæmdastjóri Fjölnis

07.12 2015 | LESA MEIRA

Fjölnir vann á Selfossi

Fjöln­ir vann Sel­foss í annað sinn á fjór­um dög­um þegar liðin mætt­ust á Sel­fossi í kvöld, í 11. um­ferð 1. deild­ar karla í hand­knatt­leik. Fjöln­is­menn unnu leik­inn í kvöld 28:26, eft­ir að hafa slegið Sel­foss út í bik­arn­um á þriðju­dags­kvöld. Með sigr­in­um í kvöld komst Fjöln­ir upp að hlið Sel­foss en liðin eru með 16 stig, fjór­um stig­um á eft­ir toppliði Stjörn­unn­ar. Björg­vin Páll Rún­ars­son var marka­hæst­ur hjá Fjölni með 8 mörk en Teit­ur Orri Ein­ars­son skoraði 6 fyr­ir Sel­foss.…

04.12 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Liðadagar í Intersport - Fjölnisvörur

Gerum góð kaup á FJÖLNISVÖRUM í Intersport.

02.12 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Héðinn Íslandsmeistari mætti á félagsæfingu

Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson, Íslandsmeistari í skák 2015 mætti á fjölmenna skákæfingu skákdeildar Fjölnis í Rimaskóla miðvikudaginn 2. desember og var með klukkustundar kennslu fyrir krakkana. Héðinn sem leitt hefur 1. deildar skáksveit Fjölnis allt frá árinu 2007 og tefldi með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramóti landsliða í Laugardalshöll kom vel undirbúinn og hélt athygli Fjölniskrakkanna allan tímann. Skákæfingar Fjölnis hafa verið afar vel sóttar í haust allt frá byrjun í september og nánast er "uppselt" á þær allogar,…

02.12 2015 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.