Fjölnir | FRÉTTIR

Skáksprengja í Grafarvogi á Skákhátíð Rótarý og Fjölnis í Rimaskóla

Það fór vel á því að efnilegustu skákmenn Íslands, þau Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíðsdóttir, kæmu hnífjöfn í mark með fullt hús á gífurlega fjölmennu barna-og unglingaskákmóti sem Rótarýklúbburinn Reykjavík Grafarvogur og Skákdeild Fjölnis héldu í Rimaskóla í dag. Skákhátíðin í Rimaskóla togaði til sín 115 grunnskólakrakka á öllum aldri, drengi og stúlkur. Ábyggilega hafa glæsilegir vinningar og ekki síður pítsuveislan og ókeypis bíómiði haft sitt að segja því allt var þetta í boði Rótarýklúbbsins. Jón L. Árnason stórmeistari og heimsmeistari unglinga árið…

28.02 2015 | Skák LESA MEIRA

Hugi, Minna og Helga með góðar bætingar á bikar

Bikarkeppni í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika 28. feb. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið til keppni sem samanstóð af mjög góðu íþróttafólki. Þau stóðu sig vel og enduðu í 5. sæti. Nokkrir hlauparar úr Fjölni settu glæsileg persónuleg met á mótinu. Hugi Harðarson hljóp 800m á 2:00,72 sem er mjög góður tími, en fyrir átti hann 2:04,06. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir komst undir mínútuna þegar hún hljóp 400 m á 59,97 en fyrir átti hún 62,05. Helga Guðný Elíasdóttir…

28.02 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Knattspyrnuakademía Fjölnis

Mánudaginn 9 mars hefst nýtt morgunnámskeið hjá Knattspyrnuakademíu Fjölnis. Allir krakkar eru velkomnir líka þeir sem æfa með öðrum félögum.

26.02 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Liðadagar í Intersport

Ágæta Fjölnisfólk og Grafarvogsbúar !   Liðadagar Intersport byrja á morgun, fimmtudaginn 26 febrúar Standa þeir yfir helgina eða til 1.mars.  Tilboð og afsláttur og skemmtilegt.  Tilvalið að dressa upp fólkið fyrir komandi knattspyrnuvertíð.   Verið öll velkomin

25.02 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Strákar á landsliðsæfingum í knattspyrnu hjá U17 og U21

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Djorde Panic   Hallvarður Óskar Sigurðarson   Torfi T. Gunnarsson Ingibergur Sigurðsson   Ísak Atli Kristjánsson Ægir Jarl Jónasson

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingu vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.  Birnir Snær…

24.02 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Góður árangur Fjölnis á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í Laugardalshöll helgina 21. til 22. febrúar. 15 keppendur frá Fjölni tóku þátt í mótinu og lönduðu þau 15 medalíum. Tvær stúlkur frá Fjölni urðu Íslandsmeistarar í hlaupum í sínum aldursflokkum. Hlín Heiðarsdóttir varð Íslandsmeistari í 800 m hlaupi í flokki 16-17 ára og Helga Guðný Elíasdóttir varð Íslandsmeistari i 3000m hlaupi í flokki 20-22 ára. Hún vann að auki silfur í 1500m og 800m hlaupum. Boðhlaupssveit Fjölnis í 18-19 ára…

23.02 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Arnþór Freyr til Spánar

Kæru Fjölnismenn  Eins og fram hefur komið þá fékk ég óvænt en spennandi tilboð frá félagsliði á Spáni um að spila þar út tímabilið. Ég hef því ákveðið að grípa þetta tækifæri þar sem metnaður minn frá því ég byrjaði að æfa körfubolta hefur ávallt verið að komast út og spila sem atvinnumaður.  Þessi tímasetning er þó alls ekki sú staða sem ég vil skilja uppeldisfélagið mitt eftir í þar sem framundan er hörð barátta um áframhaldandi sæti í efstu…

23.02 2015 | Karfa LESA MEIRA

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram helgina 14. til 15. febrúar í Laugardalshöll. Boðhlaupssveitir Fjölnis voru sigursælar í 4x200m boðhlaupi og vann stúlknasveitin silfur í flokki 14 ára á tímanum 2:01,10. Í sveitinni voru Karen Birta Jónsdóttir, Dagmar Nuka Einarsdóttir, Elísa Sverrisdóttir og Signý Hjartardóttir, en þær tvær síðastnefndu voru að keppa upp fyrir sig í aldursflokki. Strákarnir unnu líka til verðlauna í boðhlaupinu með því að ná í bronsið í 13 ára flokknum…

23.02 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Skákhátíð fyrir grunnskólanemendur í Rimaskóla næsta laugardag 28. febrúar

Rótarýklúbbur Grafravogs í samstarfi við Skákdeild Fjölnis efnir til mikillar skákhátíðar fyrir alla grunnskólanemendur í Rimaskóla næsta laugardag, 28. febrúar frá kl. 13:00 – 15:15. Auk skákmóts sem hefst kl. 13:00 verður boðið upp á pítsur og allir þátttakendur á skákmótinu fá ókeypis bíómiða. Verðmæti verðlauna eru 50.000 kr og eru það gjafabréf í Kringlunni. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Skráning á mótsstað og eru þátttakendur beðnir um að mæta tímanlega til þess. Stórrmeistarinn Jón L.…

23.02 2015 | Skák LESA MEIRA

Þórir afgreiddi KR

Fjöln­ir sigraði KR, 1:0, í síðasta leik dags­ins í Lengju­bik­ar karla í knatt­spyrnu en liðin mætt­ust í Eg­ils­höll­inni. Þórir Guðjóns­son skoraði sig­ur­markið eft­ir hálf­tíma leik, eft­ir langa send­ingu inn­fyr­ir vörn KR-inga. Fjöln­ir hef­ur þá unnið fyrstu tvo leiki sína í 2. riðli keppn­inn­ar og er með 6 stig en KR hef­ur hins­veg­ar tapað tveim­ur fyrstu leikj­um sín­um. mbl.is

23.02 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Byggð mun aukast mjög í Grafarvogi

Starfssvæði Fjölnis Starfssvæði Fjölnis og framtíðarþróun Grafarvogur afmarkast af ósum Elliðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Þar búa um 18 þúsund manns á rúmlega sex þúsund heimilum. Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes. Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur. Í Höfðahverfi eru…

19.02 2015 | LESA MEIRA

Aðalfundur fimleikadeildar 26.febrúar

Aðalfundur fimleikadeildar Fjölnis verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar í Sportbitanum í Egilshöll kl. 20:00.

19.02 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Vormót Sunddeildar Fjölnis 2015

Nú er komið að Vormóti Fjölnis sem haldið verður í Laugardalslaug 27.-28. febrúar 2015 Keppt er í 50 metra laug í þremur hlutum.  Einn á föstudag og tveir á laugardag. Sundmenn hjá Sunddeild Fjölnis fá upplýsingar hjá þjálfara sínum í þessari viku í hverju þeir geta keppt.  Mikilvægt er að sem flestir hjálpist að við framkvæmd mótsins.  Sendur var út póstur á foreldra og hvetjum við þá til að skrá sig í verkefni.  Nóg af verkefnum í boði.

Gullmót KR 2015

Rúmlega fjörutíu sundmenn frá Sunddeild Fjölnis tóku þátt í Gullmóti KR um helgina.  13 ára og eldri synti á föstudeginum og svo í úrslitum í Super-Challage og 12 og yngri tóku þátt í mótinu á laugardag og sunnudag.  Allir stóðu sig með miklum ágætum og fullt af flottum sundum. Laugardagskvöldið fór fram Super-Challange þar sem 8 bestu í unglingaflokkum og svo 8 bestu í karla og kvennaflokki keppa til úrslita í Diskó ljósum með dúndrandi tónlist. Steingerður Hauksdóttir komst…

17.02 2015 | Sund LESA MEIRA

Stórleikur í Dalhúsum í kvöld!

Fjölnisstrákar taka á móti Stjörnunni í kvöld, 16. febrúar kl. 19.15 í Dalhúsum! Allir leikir sem eftir eru í deildinni eru gríðarlega mikilvægir fyrir Fjölni til að styrkja stöðu sína og halda sér í Dominosdeildinni!  Stuðningurinn í síðustu leikjum hefur verið hreint út sagt frábær og ætlum við að sjálfsögðu að halda því áfram!  Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð2Sport en við viljum að sjálfsögðu sjá ykkur öll í Dalhúsum enda er miklu skemmtilegra að vera með í stemmingunni. Allir…

16.02 2015 | Karfa LESA MEIRA

DAGUR RAGNARSSON NORÐURLANDAMEISTARI Í SKÁK 2015

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast frá NM í skólaskák að "Rimaskólaljónið" og Fjölnisskákmeistarinn Dagur Ragnarsson 17 ára hafi unnið efsta flokkinn á mótinu, 18 - 20 ára. Eins og fram hefur komið á heimasíðu Fjölnis þá hefur Dagur verið að ná ótrúlegum árangri á nýju ári og hækkað um tæp 300 skákstig sem er taflmennska á staðli alþjóðlegs meistara. Þessi magnaði sigur Dags er athyglisverður því að hann var í 6. sæti af 12 keppendum á NM í skólaskák og…

15.02 2015 | Skák LESA MEIRA

Aðalfundur karatedeildar

Aðalfundur karatedeildar Fjölnis verður haldinn 18. febrúar kl 19:00 í fundarherbergi skrifstofu Fjölnis Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur lagður framm
  • Kjör formans
  • Kjör stjórnarmanna
  • Önnur mál.
  Hvetjum alla til að mæta, okkur vantar alltaf fólk með okkur í stjórn og foreldraráð.

14.02 2015 | Karate LESA MEIRA

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldinn mánudaginn 23 febrúar í sportbitanum í  Egilshöll kl 19:00. Dagskrá aðalfundar :  a)      Skýrsla stjórnar  b)      Ársreikningur lagður fram  d)      Kjör formanns  e)      Kjör stjórnarmanna  g)      Önnur mál Hvetjum alla áhugasama til að koma. Stjórnin

13.02 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Myndir af þorrablótinu komnar á facebook

Það var frábær stemming og fullt af glæsilegu fólki á fimmta þorrablóti Fjölnis og Grafarvogs en þetta er ballið okkar í allra hverfinu. Sjáumst hress að ári.

12.02 2015 | LESA MEIRA

Aðalfundir deilda eru í fullum gangi þessa dagana

Aðalfundir allra deilda Fjölnis eru í fullum gangi, nokkrar deildir hafa þegar haldið sína aðalfundi. Dagsetningu fundanna má sjá á viðburðardagatali. Aðalfundur félagsins verður svo fimmtudaginn 5 mars, auglýstur betur síðar. Hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt í starfi deildanna.

12.02 2015 | LESA MEIRA

Við erum 27 ára í dag !

Ungmennafélagið Fjölnir er 27 ára í dag en félagið var stofnað 1988.   Til hamingju með daginn Grafarvogsbúar

11.02 2015 | LESA MEIRA

Dagur Ragnarsson Hraðskákmeistari Reykjavíkur

Hinn 17 ára gamli Fjölnismaður, Dagur Ragnarsson sigraði á 40 manna Hraðskákmeistaramóti Reykjavíkur 2015. Hann hafði viku áður náð frábærum árangri á Skákþingi Reykjavíkur og hækkað um rúm 80 skákstig sem er býsna gott hjá svo sterkum skákmanni. Dagur hækkaði um 100 hraðskákstig við sigurinn. Titillinn var sætur þar sem mótið var æsispennandi frá upphafi til enda og sigur í síðustu umferð gerði gæfumuninn. Dagur hlaut 9 vinninga af 11 mögulegum, hállfum vinning meira en næstu menn. Oliver Aron Jóhannesson annar…

10.02 2015 | Skák LESA MEIRA

Meistaramót Íslands 2015 í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í nýju frjálsíþróttahúsi  FH-inga í Kaplakrika helgina 7. og 8. febrúar. Níu keppendur frá Fjölni tóku þátt í mótinu og stóðu sig mjög vel. Helga Guðný Elíasdóttir var í öðru sæti í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 10:35,40 og Hugi Harðarson var í þriðja sæti í 3000m hlaupi karla á tímanum 9:22,11. Bæði voru þau að bæta tímana sína í vegalengdinni. Hugi bætti einnig tímann sinn í 1500m hlaupi. Daði Arnarson bætti enn…

09.02 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Ótrúlegur árangur Dags í tveimur sterkum skákmótum

Hinn 17 ára Fjölnismaður Dagur Ragnarsson hefur farið mikinn nú eftir áramótin með þátttöku sinni á tveimur sterkum skákmótum, Skákþingi Reykjavíkur 2015 og Nóa - Síríus mótinu sem er boðsmót. Dagur varð í 6. sæti á Skákþinginu og er nú sem stendur í 3. sæti á boðsmótinu. Það sem vekur þó mesta athygli við frammistöðu Dags er að hann er að vinna eða gera jafntefli við stórmeistara og alþjóðlega meistara og búinn að hækka sig um tæplega 200 ELÓ skákstig…

08.02 2015 | Skák LESA MEIRA

Rotuðu Skalla í seinni

Fjöln­is­menn tóku á móti Skalla­grím í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld. Leik­ur­inn hafði gríðarlega þýðingu fyr­ir bæði lið, sem voru með 6 stig fyr­ir um­ferðina. Að henni lok­inni eru það Fjöln­is­menn sem fagna því átt­unda því gerðu sér lítið fyr­ir og unnu sann­fær­andi sig­ur á Skall­grím 88:78 eft­ir að hafa nán­ast rotað meðvit­und­ar­litla Skalla­gríms­menn í seinni hálfleik. Fyrri hálfleik­ur­inn var fjör­ug­ur; leik­menn beggja liða sýndu að þeir voru til­bún­ir í þenn­an mik­il­væga leik, sem og vildu sigra. Bar­átt­an var…

06.02 2015 | Karfa LESA MEIRA

Gríðalega mikilvægur leikur i Dalhúsum í kvöld

Í kvöld er gríðarlega mikilvægur leikur hjá Fjölnisstrákum þegar þeir taka á móti Borgnesingum. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er í Dalhúsum! Bæði lið eru með 6 stig á botninum ásamt ÍR en það lið sem sigrar í kvöld kemst úr fallsæti og styrkir stöðu sína fyrir lokabaráttuna. Fjölnir vann fyrri deildarviðureign liðanna í miklum spennuleik sem endaði í framlengingu og því má búast við miklum spennuleik í kvöld! Stuðningur úr stúkunni er alltaf mikilvægur en í kvöld er hann gríðarlega…

06.02 2015 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnir - Valur undanúrslit í Reykjavíkurmóti karla

Í kvöld kl 18:45 taka okkar strákar á móti Val í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu karla. Leikurinn fer fram á heimavelli Fjölnis í Egilshöll. Hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar menn til sigurs. Í hinum undanúrslitaleiknum spila KR og Leiknir. Áfram Fjölnir

05.02 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Úrslit Þrepamót - Sigurður Ari sigraði

Síðastliðna helgi fór fram þrepamót í 4.-5 þrepi stúlkan og drengja. Stúlknahluti mótsins var haldið í Gróttu og drengjahlutinn í Björk. Iðkendur frá fimleikadeildinni létu sig ekki vanta og mættu með góða skapið ásamt þjálfurum sínum. Árangur Sigurðs Ara Stefánssonar stóð uppúr um helgina en hann sigraði 5.þrep í 11 ára aldursflokki ásamt því að vinna til verðlauna á áhöldum. Aðrir keppendur á mótinu skiluði sýnum æfingum vel og óskum við öllum innilega til hamingju með fyrsta mót vetrarins. Úrslit…

03.02 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Reykjavíkurmeistaramót 2015

Um 30 krakkar frá Sunddeild Fjölnis tóku þátt í Reykjavíkurmeistaramóti í sundi.  Fjölnir var í öðru sæti í stigakeppni félaga og átti fjölmarga Reykjavíkurmeistara og margir unnu til verðlauna á mótinu. Daníel Hannes Pálsson var stighæsti sundmaðurinn í karlaflokki, Jón Margeir Sverrisson í flokki fatlaðra og Sædís Ósk Gunnlaugsdóttir í Stúlknaflokki. Allir kepptu í mörgum greinum og voru að leggja sig fram og bæta sína bestu tíma. Reykjavíkurmeistarar frá Fjölni: Daniel Hannes Pálsson, 400skrið, 100skrið, 100flug,…

03.02 2015 | Sund LESA MEIRA

Aðalfundur sunddeildar

Aðalfundur 11. febrúar 2015 Kl.20, Sportbitanum Egilshöll Dagskrá: 1. Fundur settur 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Ársskýrsla stjórnar 4. Ársreikningur 5. Ársskýrsla yfirþjálfara 6. Stjórnarkjör 7. Önnur mál 8. Fundarslit Kveðja stjórn sunddeildar

02.02 2015 | Sund LESA MEIRA

Góður árangur á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR fór fram í Laugardalshöll helgina 31. jan. til 1. feb. og var enn aftur slegið þátttökumet þar sem yfir 800 keppendur voru skráðir til leiks á aldrinum 4 til 66 ára. 29 keppendur voru frá Fjölni á aldrinum 12 til 28 ára og voru þau að standa sig mjög vel og flestir með bætingar í ýmsum greinum. 10 keppendur frá Fjölni unnu til verðlauna á mótinu. Tvær 13 ára Fjölnisstúlkur komust á verðlaunapall í 60m grind, en það…

02.02 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.