Fjölnir | FRÉTTIR

Æfingar í frjálsum í sumar

Æfingar hjá frjálsíþróttadeildinni í sumar verða á æfingasvæði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Svæðið er rétt hjá Varmárskóla og sundlauginni við Skólabraut. Leið 6 stoppar við Háholt nálægt vellinum. Æfingar hjá 11-14 ára hópnum (árgangar 2004-2001) verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 17-18:30. Krakkar fæddir árið 2005 eru velkomnir á þessar æfingar líka. Æfingar hjá 15 ára og eldri verða á öllum virkum dögum kl 17-19. Skráningar á æfingarnar fara fram í gegnum Nora og verður hægt að skrá börnin þar…

31.05 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Sumarstarf körfuboltadeildarinnar

Eins og undanfarin ár stendur körfuboltadeildin fyrir fjölbreyttu sumarstarfi fyrir börn og unglinga. Körfuboltaskóla fyrir yngstu börnin þar sem gleði og gaman ræður ríkjum og svo krefjandi akademíum fyrir þau eldri. Að vanda verður sumarstarfið í höndum topp þjálfara sem allir hafa mikla reynslu af því að starfa með börnum og unglingum.   Körfuboltaskóli fyrir börn fædd 2006-2009.  Hvert námskeiðið er frá kl. 9:00-12:00 alla virka daga. Boðið er upp á gæslu milli 8 - 9 og 12 -13 sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Börnin þurfa…

30.05 2015 | Karfa LESA MEIRA

Stórmeistari Fjölnis Héðinn Steingrímsson vann landsliðsflokkinn með yfirburðum

Héðinn Steingrímsson stórmeistari og 1. borðs maður í 1. deildar skáksveit Fjölnis er Íslandsmeistari í skák 2015 eftir sannfærandi sigur á Íslandsmótinu sem fram fór í Hörpu dagana 14. - 22. maí.  Okkar maður hlaut 9,5 í 11 skákum sem er frábært skor í svo sterku móti. Frammistaða hans samsvaraði 2763 skákstigum og hækkar hann um 29 skákstig fyrir hana. Héðinn vann sjö síðustu skákir mótsins sem var það sterkasta í áratugi. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Héðins og sá annar eftir að hann…

29.05 2015 | Skák LESA MEIRA

Sörurnar valdar í 16 manna hóp u-15 ára landsliðs

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson landsliðsþjálfarar u-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 16 manna hóp sem mun fara til Skotlands helgina 14.-17. ágúst og taka þar þátt í æfingarmóti. Þar eru Sörurnar okkar, Sara Sif Helgadóttir markmaður og Sara Dögg Hjaltadóttir leikstjórnandi. Þetta er mikið fagnaðarefni og áfram er gott starf þjálfara og frábær umgjörð deildarinnar að skila inn landsliðsmönnum. Við óskum þeim og þjálfurum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis. Hér má sjá hópinn: http://hsi.is/frettir/frett/2015/05/28/u-15-ara-landslid-kvenna/

29.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Akranesleikar 2015

Síðasta verkefni sundársins hjá Hákörlum, Háhirningum og Höfrungum sem ekki keppa á AMÍ verður Akranesleikarnir sem fara fram um næstu helgi.Um 30 krakkar taka þátt frá Sunddeild Fjölnis.  Mótið hefst á morgun og munu flestir keppendur leggja af stað þá og gista tvær nætur upp á Skaga.  10 ára og yngri keppa bara á Laugardegi og gista eina nótt. Mikilvægt að allir séu vel klæddir því að mótið er í útilaug gott er fyrir foreldra að tak taka með…

28.05 2015 | Sund LESA MEIRA

Grafarvogsdagurinn !

Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, fer nú fram í 18. sinn laugardaginn 30. maí. Félagið mun taka ríkan þátt í hátíðarhöldum dagsins Meistraflokkur kvenna í knattspyrnu mun þjófstarta með heimaleik við Fram nágranna okkar úr Grafarholtinu á föstudagskvöldið klukkan 20:00, Strákarnir í meistaraflokknum munu svo reka smiðshöggið á helgina með heimaleik við ÍA klukkan 19:15 á sunnudagskvöldið. Báðir leikirnir fara fram á aðalvelli félagsins að Dalhúsum 2. Á laugardaginn frá klukkan 11:00 - 13:00 verður mikið húllum hæ í Egilshöllinni sem flestar deildir félagsins…

28.05 2015 | LESA MEIRA

Stelpurnar töpuðu í Grindavík - Fram kemur í heimsókn á föstudagskvöld

Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrir Grindavík 2-1 suður með sjó í fyrsta leik sínum í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Fjölnir byrjaði vægast sagt illa því eftir aðeins fimm mínútna leik skoraði Grindavík eftir að hafa sundurspilað lið Fjölnis. Heimakonur voru yfirburðalið í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að bæta við forystuna. Það mætti betur stemmt lið Fjölnis til leiks í seinni hálfleiknum og þá jafnaðist leikurinn. Hlín skoraði jafnaði metin 1-1 tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok með góðu skoti…

27.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Góð stemmning í Fjölnishlaupinu

Fjölnishlaupið var ræst í 27. sinn frá Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi þann 21. maí í ágætis veðri. Fjórða árið í röð var brautarmetið slegið í 10 km hlaupinu, nú af Arnari Péturssyni, ÍR, sem hljóp á sínum persónulega besta tíma 31:55 mín. Munaði þar einungis 5 sekúndum á fyrra brautarmeti Ingvars Hjartarsonar, Fjölni, sem hann hafði sett árið áður. Í öðru sæti var Hugi Harðarson, Fjölni, einnig á persónulegri bætingu 35:59 mín. Í þriðja sæti var svo Ingvar Hjartarson, Fjölni, á…

25.05 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Stórkostleg vorsýning hjá fimleikadeildinni

Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis var í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í dag, laugardaginn 23.maí, fyrri sýningin var kl.10.30 og seinni kl.13.00.  Sýningin var glæsileg í alla staði og voru Dalhúsin full af fólki, krakkarnir voru rúmlega 400 og á hvorri sýningu voru um 600 áhorfendur eða full stúkan. Gleðin og fjörið skein úr andlitum allra og frábært að enda veturinn á þessum nótum, á næsta ári verður vorsýningin í nýja húsinu okkar við Egilshöll. Takk fyrir frábæra sýningu. Áfram Fjölnir Myndir frá báðum sýningum má…

23.05 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Sólveig Katla Magnúsdóttir skrifar undir samning

Frábærar fréttir að berast í Voginn fagra!... Markmaðurinn Sólveig Katla Magnúsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Fjölnis.  Sólveig Katla er fædd 1993 og kemur til okkar frá Hafnarfirðinum þar sem hún hefur leikið með FH alla sína tíð. Eftir að hafa fengið fá tækfæri með uppeldisfélaginu ákvað hún að taka næsta skref og taka slaginn með nýliðunum. Við óskum henni til hamingju og hlökkum til að sjá liðið á stóra sviðinu í haust.

22.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Skokk- og hjólahópur Fjölnis á leiðinni á heimasíðuna

Á næstu dögum munum við setja inn efni frá skokkhóp og nýstofnuðum hjólahóp Fjölnis á heimasíðuna. Áhersla Fjölnis er að færa þessa flottu hópa nær félaginu og veita þeim þann stuðning sem félagið býr yfir hverju sinni og styrkja FJÖLNIS HJARTAÐ í Grafarvogi.

21.05 2015 | LESA MEIRA

Fjölnishlaupið 21. maí

Annað Powerade sumarhlaupið 2015 er Fjölnishlaupið sem ræst verður í 27. skiptið fimmtudaginn 21. maí kl. 18:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi við Dalhús. Athugið breyttan tíma frá fyrri auglýsingu. Vegalengdir: 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í Powerade Sumarhlaupunum. 10 km hlaupaleiðin er mjög flöt nema á upphafs- og lokakílómetra og hefur reynst vænleg til bætinga. Brautin er löglega mæld og því eru met sem kunna að falla á brautinni tekin…

20.05 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Elísa, Karen og Signý á Grunnskólamót Norðurlandanna

Elísa Sverrisdóttir, Karen Birta Jónsdóttir og Signý Hjartardóttir, sem allar æfa frjálsar íþróttir hjá Fjölni, hafa verið valdar í úrvalslið Reykjavíkur í frjálsum íþróttum og fara á Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna. Að þessu sinni verður mótið haldið í Stokkhólmi dagana 25.-28. maí. Munu þær keppa í hástökki, langstökki, kúluvarpi, 100m hlaupi og 800m hlaupi. Í frjálsíþróttaliðinu eru 16 krakkar úr 7. og 8. bekk í Reykjavík, 8 stúlkur og 8 piltar.

20.05 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir - Keflavík í Pepsi deildinni í kvöld - leikskráin

Í kvöld kl. 19:15 er Fjölnir - Keflavík í 4 umferð í Pepsideildinni.  Nú fyllum við völlinn og hvetjum okkar menn til sigurs, þetta er mjög mikilvægur leikur og verður að vinnast til að koma okkur í efri hluta deildarinnar. Allir á völlinn með fjölskylduna og fá sér borgara. Áfram Fjölnir   /assets/Leikskra_Fjolnir-Keflavik_LOW.pdf

20.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölniskonur úr leik í bikarnum - Deildarkeppnin handan við hornið

Fjölniskonur eru úr leik í bikarkeppni KSÍ eftir tap gegn ÍA 1-0 á Fjölnisvelli í gærkvöld í 32-liða úrslitum. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu út á velli og lítið um færi á báða bóta. Sigurmark Skagaliðsins kom um miðjan síðari hálfleikinn en leikmaður ÍA átti þá hörkuskot sem hafnaði í netmöskvunum. Fjölniskonur reyndu hvað þær gátu að jafna en höfðu ekki erindi sem erfiði og eru því úr leik þetta árið. Liðið: Helena í markinu, Ásta, Erla Dögg (Gunnhildur 65.…

19.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ingvar Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi

Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi fór fram 14. maí í Stjörnuhlaupinu í Garðabæ. Fjölnismaðurinn Ingvar Hjartarson varð Íslandsmeistari í karlaflokki á tímanum 32:39. Keppnin var nokkuð spennandi í karlaflokknum  þar sem Ingvar Hjartarson og Arnar Pétursson ÍR leiddu hlaupið lengi framan af. Fór svo að Ingvar náði góðri forystu á síðasta kílómetranum og kom um hálfri mínútu á undan í mark. Hugi Harðarson í Fjölni hljóp á tímanum 37:46 og varð í 4. sæti. Íslandsmeistarar í sveitakeppni karla varð sveitin…

17.05 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Flottir krakkar á Yippy móti

Yippy mót Fjölnis fór fram í 16. sinn á Uppstigningardag, 14 maí. Alls tóku tæplega 60 krakkar þátt í mótinu í tveimur hlutum frá Sunddeild Fjölnis, Sunddeild Aftureldingar og Sundfélagi Akraness. Fyrst kepptu yngstu krakkarnir, 8 ára og yngri í 12,5m lauginni.  Í fyrstu þurfti að synda skriðsundið í útilauginni vegna bilunar í dælubúnaði í innilaug enn svo tókst að laga það og mótið var flutt inn og baksundið var synt í innilauginni.  Seinni hlutinn var svo haldinn í 25…

16.05 2015 | Sund LESA MEIRA

Borgunarbikar kvenna Fjölnir - ÍA mánudaginn kl. 19 í Dalhúsum

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu, Borgunarbikarinn. Fjölnir – Í.A. mánudaginn 18. maí kl. 19:00 í Dalhúsum.

Aðgangur ókeypis. Nú er keppnistímabilið að byrja hjá stelpunum, það væri gaman ef Grafarvogsbúar myndu fylkja sér bakvið þær og sýna þeim góðan stuðning á leikjunum í sumar með því að mæta á leikina og hvetja þær því þær eiga það svo sannarlega skilið. Stelpurnar eru að leggja mikla vinnu á sig og því er sorglegt að sjá ekki fleiri á vellinum að styðja…

16.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir á KR vellinum á morgun kl.19:15

Þá er komið að fyrsta útleik sumarsins hjá strákunum og byrja þeir í Frostaskjólinu gegn KR á sunnudagskvöldið kl. 19:15. Vesturbæjarstórveldið ætlar sér stóra hluti í sumar og ljóst að um mjög erfiðan útileik er að ræða.

Strákarnir okkar hafa hins vegar farið vel af stað og sýnt að þeir eru til alls líklegir og þeir ætla sér ekki að fara tómhentir úr Vesturbænum! Það er búin að vera flott mætting og góður stuðningur á fyrstu…

16.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Magnús Pétur lánaður í BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík hefur fengið framherjann Magnús Pétur Bjarnason á láni frá Fjölni.  Magnús Pétur er fæddur árið 1996 og er því ennþá gjaldgengur í 2. flokki.  Magnús hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum sumarsins hjá Fjölni í Pepsi-deildinni.  Hann spilaði einnig einn leik með Fjölnismönnum í Pepsi-deildinni í fyrra og tvo leiki í 1. deildinni sumarið 2012.  BÍ/Bolungarvík mætir Þrótti á morgun en Magnús gæti spilað sinn fyrsta leik þar.  „Þetta er efnilegur strákur sem mun bara bæta…

15.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Viltu styrkja Fjölni

Með því að tryggja hjá TM styrkir þú Fjölnir ! Í næstu viku munu við afhenda iðkendum okkar miða á æfingum. " Ég vil ganga í hóp ánægðra viðskiptavina TM og styrkja um leið Fjölni til sigurs "

  •  Með undirritun minni staðfesti ég að ég hef áhuga á að skoða að hefja vátryggingarviðskipti við TM
  • Ef ég hef viðskipti við TM innan 12 mánaða frá undirritun renna 10% af iðgjaldi trygginga minna á fyrstu 12 mánuðum viðskipta til Fjölnis.
15.05 2015 | LESA MEIRA

Frumskógur Fjölnis 23.maí í Dalhúsum

Laugardaginn 23.maí fyllast Dalhús af fimleikakrökkum. Þema sýningarinnar er frumskógur Fjölnis og rúmlega 400 iðkendur leika listir sínar. Sýning 1 kl.10.30 Sýning 2 kl.13.00 Forsala miða fer fram í Dalhúsum föstudaginn 22.maí milli klukkan 15.00-19.00 í Dalhúsum. Miðar verða einnig seldir frá kl.09:30 á sýningardaginn. Miðasala báða dagana fer fram í andyri sundlaugarinnar. Miðaverð 17 ára og eldri 1.500 kr 6-16 ára 800 kr Frítt fyrir 5 ára og yngri Við vonumst til þess að sjá sem flesta :)

14.05 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Andrea Jacobsen valin í afrekshóp HSÍ

Frábærar fréttir að berast í dag! Andrea Jacobsen leikmaður 3. flokks og U-17 ára landsliðs hefur verið valin í Afrekshóp Handknattleikssambands Íslands sem er einskonar B-landslið Íslands. Við erum í skýjunum og sendum hamingjuóskir yfir til Bandaríkjanna þar sem hún er við æfingar og keppni ásamt Söru Margéti og Söru Sif. Hópinn má sjá hér:  14.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Karen Þorsteinsdóttir skrifar undir samning

Góðu fréttirnar halda áfram að berast en Karen Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að taka slaginn með meistaraflokknum í Olís deildinni á næsta tímabili. Karen er fædd 1995 og getur leyst bæði hornin með stakri prýði. Hún kemur til okkar frá ÍR en er uppalin úr Árbænum. Hún mun koma með kraft og hraða inn í liðið og hlökkum við til að sjá hana í gulu og bláu á vellinum, glaða sem aldrei fyrr!

12.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Daði Arnarson Íslandsmeistari í 15-17 ára

Daði Arnarson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í víðavangshlaupi í aldursflokknum 15-17 ára pilta á Íslandsmeistaramóti í víðavangshlaupi sem fór fram í Laugardalnum laugardaginn 9. maí. Vegalengdin sem Daði hljóp var um 3 km á ójöfnu undirlagi, malarstígum og grasi. Hljóp hann vegalengdina á 10:42,7.

11.05 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Þrjár Fjölnisstelpur í handboltaferð til Bandaríkjanna

Þær stöllur, Sara Sif Helgadóttir (markmaður), Sara Margrét Brynjarsdóttir (vinstra horn) og Andrea Jacobsen (vinstri skytta) eru þessa dagana í handboltareisu í New Jersey í Bandaríkjunum. Þar verða þær á æfingum með Ocean NJ Team Handball Club og keppa svo með þeim á móti. Hér er smá fréttabútur frá stelpunum: "Erum mættar út, svaka sól og hiti erum í New Jersey. Erum að keppa með Ocean NJ Team Handball Club, mótið byrjar á föstudaginn og við munum keppa 4 leiki…

10.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Nýir leikmenn skrifa undir hjá meistaraflokki kvenna

Hjólin eru svo sannarlega farin að rúlla í rétta átt hjá verðandi Olísdeildarliði Fjölnis í meistaraflokki kvenna. Jákvæðar fréttir úr öllum áttum um þessar mundir. Öflugt meistaraflokksráð í kringum þetta nýja spennandi lið hefur gert hrikalega vel að undanförnu og tveir flottir leikmenn skrifuðu undir samning við félagið í gær. Díana Kristín Sigmarsdóttir er fædd árið 1995. Örvhent og verulega öflug skytta hægra megin á vellinum sem lék síðast með Fylki en stúlkan kemur frá Selfossi. Fanney Ösp Finnsdóttir er fædd árið 1994.…

08.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Tvær Fjölnisstúlkur valdar í 15 ára landsliðið

"Systurnar" tvær Sara Sif Helgadóttir (t.v.) og Sara Dögg Hjaltadóttir (t.h.) voru valdar í æfingahóp 15 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga dagana 14.-17. maí. Við óskum þeim og þjálfurum til hamingju með valið! http://hsi.is

07.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Tvær Fjölnisstúlkur í lokahóp Reykjavíkurúrvals

Þessir snillingar voru á dögunum valdir í Reykjavíkurúrvalshóp sem keppir á alþjóðlegu móti í Svíþjóð í lok mánaðarins. Þyri Erla L Sigurðardóttir er efnilegur markmaður og Kristjana Marta Marteinsdóttir efnileg skytta sem og miðjumaður. Báðar eru stúlkurnar á eldra ári 5.flokks. Innilega til hamingju með þetta stelpur

07.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Uppskeruhátíð yngri flokka

Körfuknattleiksdeild Fjölnis heldur uppskeruhátíð yngri flokka í Dalhúsum miðvikudaginn 13. maí kl. 17:30-19:00. Hvetjum alla iðkendur til að mæta með fjölskyldum sínum. Eins og undanfarin ár óskum  við eftir að allir komi með góðgæti til að setja á risahlaðborðið. Hlökkum til að sjá ykkur :) Stjórn og barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Fjölnis.

07.05 2015 | Karfa LESA MEIRA

Yippy mótið 2015

Yippy mótið 2015 verður nú haldið 14. maí. (Uppstigningardagur) í 16. sinn í Grafarvogslauginni að Dalhúsum 2. Mótið er ætlað fyrir 12 ára og yngri sem ekki hafa náð AMÍ lágmörkum. Keppt er í 12,5 metra innilaug fyrir börn sem eru 8 ára og yngri (fædd 2007 og síðar). Keppt er í 25 metra útilaug fyrir börn sem eru 12 ára og yngri (fædd 2003 og síðar). Tímataka í inni- og útilaug verður með skeiðklukkum. Viðurkenningar og verðlaun Allir þátttakendur fá…

06.05 2015 | Sund LESA MEIRA

Joshua og Anton Breki unnu verðlaunagripina

Miðvikudagsæfingum skákdeildar Fjölnis 2014 - 2015 er lokið nú í sumarbyrjun. Á öllum æfingum vetrarins var afar góð þátttaka, 25 - 35 krakkar. Skákmótin á æfingunum eru afar vinsæl enda alltaf keppt um fjölda vinninga og dregið í happadrætti. Þeir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron og Jón Trausti hafa séð um kennslu á flestum æfingum og tekist vel upp. Á lokaæfingu skákdeildarinnar var veturinn gerður upp og Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis afhenti hina árlegu afreks-og æfingabikara. Að þessu sinni hlutu þeir Joshua Davíðsson og…

05.05 2015 | Skák LESA MEIRA

Stelpurnar spila til úrslita í Lengjubikarnum í kvöld

Stelpurnar í meistaraflokki leika til úrslita í kvöld í C-deild Lengjubikarsins og mæta þar HK/Víkingi. Fjölniskonur sigruðu Völsung í undanúrslitum fyrir helgi eftir vítaspyrnukeppni en HK/Víkingur lagði Hauka 4-0. Fjölnisliðið vann riðil 1 með fullu húsi stiga og slikt hið sama gerði Völsungsliðið í austur/norður-riðli keppninnar. Var því von á hörku leik í Boganum á föstudag og sú varð raunin. Fjölniskonur byrjuðu betur og pressuðu stíft sem skilaði marki strax á 2. mínútu. Kolbrún gerði þá harða hríð að marki…

05.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir og Afturelding í samstarf

Frjálsíþróttadeild Fjölnis og frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Afturelding í Mosfellsbæ hafa gert með sér samkomulag um notkun æfingasvæðis Aftureldingar. Samkomulagið felst í því að allar æfingar hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis í sumar verða á svæði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Þar er frjálsíþróttavöllur í fullri stærð með búnaði fyrir allar greinar og því mjög góð aðstaða til að æfa frjálsar. Fjölniskrakkarnir munu ábyggilega njóta sín vel að æfa þar, en sárlega vantar sambærilega aðstöðu í Grafarvoginn. Á myndinni eru Unnur Sigurðardóttir formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis, Óskar…

04.05 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Æfingatafla minnibolta 6-9 ára

Körfuboltaæfingar fyrir 6-9 ára drengi og stúlkur. Hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn kl. 15:00-16:00 í  Áfram Fjölnir!

04.05 2015 | Karfa LESA MEIRA

Æfingatafla körfuknattleiksdeilarinnar í maí

Æfingar fyrir börn fædd 2004 og eldri verða samkvæmt meðfylgjandi æfingatöflu. Flokkar eru sameinaðir þar sem eingöngu er æft í Dalhúsum í maí og húsið lokað á laugardögum. Maíæfingar barna fædd 2004 og eldri voru innifaldar í æfingagjaldi vorannar og þurfa iðkendur því ekki að greiða sérstaklega fyrir þennan mánuð. Eftirfarandi þjálfarar standa að maíæfingum: MB 10-11 ára kk. > Einar Hansberg MB 10-7 fl. kv. > St. Bonnie Lúðvíksdóttir 7-8 fl. kk > Halldór Steingrímsson 8-9 fl. kv. >…

04.05 2015 | Karfa LESA MEIRA

Vorhátíð yngri flokka | Fimmtudaginn 7. maí kl 17.30-19.30

Vorhátíð yngri flokka (3.-8.fl karla og kvenna*) Fimmtudaginn 7. maí kl 17.30-19.30 Íþróttasalnum í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum Sjáumst gul og glöð, Áfram Fjölnir handbolti *Meistaraflokkunum og 2. flokki karla er velkomið að njóta góðrar stundar með yngri flokkum félagsins. Þið eruð flottar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur. Við viljum þakka öllum þeim styrktaraðilum, foreldrum, sjálfboðaliðum, iðkendum, stjórnarmeðlimum, þjálfurum, starfsmönnum Dalhúsa og öðrum sem hafa komið að starfinu á einn eða annan hátt þetta tímabil. Kærar þakkir fyrir samvinnuna.

03.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Nansý Norðurlandameistari og Hrund í örðu sæti

Norðurlandamótinu í skólaskák stúlkna 2015 var að ljúka í bænum Kolding í Danmörku. Sex íslenskar unglingalandsliðsstúlkur tóku þátt í mótinu og þar af tvær frá Fjölni, Nansý Davíðsdóttir í C og yngsta flokki og Hrund Hauksdóttir í A og elsta flokki. Fjölnisstúlkurnar stóðu sig langbest því að Nansý Davíðsdóttir (1676) varð Norðurlandameistari í yngsta flokki, hlaut 4,5 vinning úr 5 skákum og varð vinningi á undan helsta keppinaut sínum, sænsku stúlkunni Önnu Cramling Bellon (1925) sem er dóttir Piu Cramling fv. heimsmeistara kvenna í skák. Nansý…

03.05 2015 | Skák LESA MEIRA

Fjölnir - ÍBV á sunnudaginn kl. 17:00 - leikskrá

Á sunnudaginn kl. 17 byrjar PEPSI deildin þegar ÍBV kemur í heimsókn til okkar kl. 17 í Dalhúsum. Leikskráin Mikil spenna er fyrir mótinu og er mikilvægt að byrja það vel.  Markmið okkar í sumar er að hafa yfir 1.000 áhorfendur á hverjum heimaleik og til þess þurfum við að fá fjölskyldurnar til að mæta og styðja strákana og skemmta sér saman á vellinum. Sjáumst hress á vellinum á sunnudaginn. Áfram Fjölnir

03.05 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Skákbúðir Fjölnis í Vatnaskógi í tvo daga 30. apríl og 1. maí

Skákdeild Fjölnis efndi í fjórða sinn til tveggja daga skákbúðaferðar og að þessu sinni dagana 30. apríl og 1. maí í Vatnaskóg þar sem er frábær aðstaða til kennslu og dvalar. Það voru 27 skákkrakkar á aldrinum 8 - 15 ára sem tóku þátt í Sturlubúðum, en það nefnast skákbúðir Fjölnis sem njóta stuðnings Grafarvogsbúans Sturlu Péturssonar. Sturla heldur uppi minningu afa síns og alnafna sem leiðbeindi ungum skákkrökkum fyrir hálfri öld og bíður nú okkar fjölmörgu Fjölnisskáksnillingum í skákbúðirnar. Krakkarnir fá bestu þjálfun  frá…

01.05 2015 | Skák LESA MEIRA

Fjölnir náði ekki að sigra Víking í gær

Vík­ing­ur Reykja­vík mun leika í efstu deild karla á næstu leiktíð eft­ir sig­ur á Fjöln­ismönn­um 26:19 í odda­leik liðanna í Vík­inni í kvöld.  Magnús Gunn­ar Er­lends­son markvörður Vík­inga skellti hrein­lega í lás og varði heil 30 skot, þar af þrjú víti og var sann­ar­lega maður leiks­ins í kvöld. Staðan í hálfleik var 11:9 fyr­ir Vík­inga en gest­irn­ir úr Grafar­vogi voru yfir nán­ast all­an fyrri hálfleik­inn. Vík­ing­ar skoruðu hins veg­ar fimm mörk í röð og breyttu 6:9 stöðu…

01.05 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Fimleika- og sumarskóli 2015 - Skráning hafin!

Fimleikadeild Fjölnis mun bjóða upp á leikjanámskeið í sumar frá klukkan 9-16 ásamt gæslu milli 8-9 og 16-17. Lögð verður áhersla á fimleikaæfingar fyrir hádegi og leiki, sund, ferðir og aðra útveru eftir hádegi. Matur er innifalin í verði og boðið verður upp á ávexti á morgnana, heitan hádegismat og létt snarl í kaffitímanum. Námskeiðin verða í júní, júlí og ágúst Vika 1 - 15.-19 júní (4 dagar)** Vika 2 - 22.-26 júní Vika 3  - 29.júní - 3.júlí Vika…

01.05 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.