Fjölnir | FRÉTTIR

Áætlun fyrir viku 27, 29.júní- 5.júlí 2015

“Live today fully and you create a lifetime of meaningful memories.”

Heil og sæl öll !

Yndislegur árstími, langir dagar og bjartar nætur, vikan hefur verið fín,  góðar æfingar og skemmtilegir hlaupaviðburðir í fallegu umhverfi. Góður árangur í Jónsmessuhlaupinu þar sem hlaupafélagar tóku glæsileg hlaup í bæði 5km 10km og hálfu maraþoni. Hugi var með fremstu mönnum, bætir sig enn og náði frábærum tíma í 10km hlaupinu.  Við áttum líka skipuleggjendur og frábæra brautarverði sem stóðu sig með…

30.06 2015 | Skokk LESA MEIRA

Aldurflokkamót Íslands 2015

Alls tóku 19 krakkar þátt í Aldursflokkamót Íslands, AMÍ, 2015 sem fram fór á Akureyri í blíðskaparverðri um nýliðna helgi.  Liðið lagði af stað með rútu á miðvikudaginn norður og kom heim í dag, mánudag,  þannig að þetta var löng og ströng útlegð.  Öll stóðu þau sig eins og hetjur og erum við mjög stolt af þessum flottu sundkrökkum sem við eigum í Sunddeild Fjölnis.   Alls voru 43 persónulegar bætingar hjá Fjölniskrökkunum og langflestir að ná að bæta sig í…

29.06 2015 | Sund LESA MEIRA

Ölgerðin gerist stuðningsaðili knattspyrnudeildar Fjölnis

Ölgerðin og knattspyrnudeild Fjölnis undirrituðu samkomulag í hálfleik Fjölnis og FH að Ölgerðin gerist stuðningsaðili knattspyrnudeildar Fjölnis og verður jafnframt einn af aðal styrktaraðilum deildarinnar. Það er mikil og góð staðfesting á því mikla starfi sem knattspyrnudeildin hefur með höndum að gera samkomulag við eins glæsilegt fyrirtæki eins og  Ölgerðina og verður það báðum aðilum til góðs í framtíðinni.

Á myndinni skrifa Gunnar B. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis undir samkomulagið í hálfleik…

29.06 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Happdrætti knattspyrnudeildar - útdráttur

Dregið verður í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis þriðjudaginn 30 júní. Okkur þykir leiðinlegt að útdráttur hefur farið fram yfir auglýstan tíma, en dregið verður hjá sýslumanni næsta þriðjudag og verða vinningstölur birtar hér á heimasíðunni. Við viljum biðja allar afsökunar á þessu og vonandi verða flestir heppnir með miðana sína.

25.06 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir - FH sunnudagskvöldið kl. 20

STÓRLEIKUR Í GRAFARVOGINUM Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ KL. 20 ÞEGAR FH-INGAR KOMA Í HEIMSÓKN. Hvetjum alla Fjölnismenn til að mæta á völlinn og styðja við bakið á strákunum og sýna þannig áfram frábæra mætingu á stuðning á heimaleikjum okkar. Áfram Fjölnir

25.06 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Áætlun fyrir viku 26, 22 - 28.júní 2015

“Live today fully and you create a lifetime of meaningful memories.”

Heil og sæl öll ! Fín vika liðin með hátíðahöldum 17.júní og 19.júní. MT Ultra Esja  keppnin fór fram þar sem ofurhlauparar fóru á kostum. Þorbergur Ingi  sigraði í Esju maraþoninu  Friðleifur í 11 hringjum 77km og Guðni Páll í 2 hringju14km.   Við tókum sameiginlega æfingu með Mosó skokk svokallaðan Leirvogshring. Fín gæða utanvegaæfing og góð tilbreyting. Alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast og af nógu að taka…

22.06 2015 | Skokk LESA MEIRA

Fjölnir með sölutjald fyrir framan Landskankann í Austurstræti 17.júní

Körfuknattleiksdeild Fjölnis verður með sölutjald fyrir framan Landsbankann í Austurstræti á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Meðfylgjandi er auglýsing. Ýmislegt góðgæti í boði og að sjálfsögðu úrval af vinsælum blöðrum. Hlökkum til að sjá alla velunnara Fjölnis. Áfram  Fjölnir !

16.06 2015 | Karfa LESA MEIRA
15.06 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA
15.06 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

test

asdfasdfasdfasdffdsaf af asdfasdf 

12.06 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Vonbrigðajafntefli við Álftanes

Stelpurnar í meistaraflokknum tóku á móti Álftanesi á Fjölnisvelli í ljómandi fínu fótboltaveðri í gærkvöld en þetta var fjórði leikur Fjölnisliðsins á tímabilinu í B-riðli 1. deildarinnar. Fjölnir byrjaði af krafti og pressaði frá fyrstu mínútu og litu nokkur ákjósanleg færi dagsins ljós en ekki fór boltinn inn. Fjölnisliðið hélt áfram að sækja allan leikinn og átti fjölmargar marktilraunir en tókst ekki að klára færin sín og markalaust jafntefli því niðurstaðan. „Við náðum að skapa nokkur ákjósanleg færi en náðum…

11.06 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Three Amigos á Mare Nostrum

The Three Amigos“, Kristinn Þórarinsson, Daníel Hannes Pálsson og Jón Margeir Sverrisson eru nú í Barcelona að taka þátt í Mare Nostrum mótaröðinni.   Strákarnir kepptu allir í dag og í gær og stóðu sig með ágætum.  Á morgun er svo ferðinni heitið til Mónakó og keppa þeir þar á laugardag og sunnnudag.  Með þeim í för eru Eygló Ósk Gústafsdóttir og Inga Elín Cryer úr Ægi ásamt þjálfaranum Jacky Pellerin. Um er að ræða stóra mótaröð þar sem að margir af…

11.06 2015 | Sund LESA MEIRA

Vormót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Vormót fyrir 11-15 ára á Laugardalsvelli 9. júní. Um 100 keppendur tóku þátt í mótinu þar af 12 frá Fjölni. Veðrið var frekar kalt en engin rigning og hægur vindur. Krakkarnir stóðu sig vel og eftirfarandi Fjölniskrakkar hlutu verðlaun: Theodór Tristan S. Sigurðsson fékk silfur í langstökki og brons í 100m hlaupi í flokki 12-13 ára. Signý Hjartardóttir fékk silfur í kúluvarpi og brons í 800 m hlaupi í flokki 12-13 ára. Elísa Sverrisdóttir fékk…

10.06 2015 | Frjálsar LESA MEIRA
08.06 2015 | LESA MEIRA

Þorbjörg stendur sig vel

Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir æfir frjálsar íþróttir með Fjölni og stendur sig vel. Hún er líka góður námsmaður því hún dúxaði úr Kvennaskólanum í Reykjavík í vor. Sjá meðfylgjandi frétt um þessa duglegu stúlku: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/05/beint_ur_skolanum_a_aefingar/

07.06 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Brons og Silfur á Smáþjóðarleikum

Strákarnir halda áfram að gera það gott á Smáþjóðarleikum.  Kristinn fékk annað Brons þegar hann synti 100m baksund, Daniel var 7. í 100m flugsundi.  Þeir voru svo báðir í boðsundsveit Íslands í 4x200m skriðsundi og unnu til silfurverðlauna. Í gær keppti svo Daniel í 200m skriðsundi og hafnaði í 4.sæti og bætti sinn besta tíma í greininni. Í kvöld keppur svo Kristinn í 400m fjórsundi og hvetjum við alla til að fjölmenna í Laugardalinn á síðasta hlutann Á morgun leggja…

05.06 2015 | Sund LESA MEIRA

Kristinn með brons á Smáþjóðarleikum

Tveir sundmenn frá Sunddeild Fjölnis keppa á Smáþjóðarleikum í sundi sem fram fara um þessar mundir. Það eru þeir Kristinn Þórarinsson og Daníel Hannes Pálsson  Drengirnir hófu báðir keppni í gær og stóðu sig með miklum ágætum. Kristinn varð í 3ja sæti í 200m baksundi og í 4.sæti í 200 fjórsundi og Daníel Hannes varð í 5. sæti í 200m flugsundi. Hvetjum alla til að kíkja í Laugardalslaug og hvetja okkar menn til dáða. Keppnin stendur yfir fram á föstudag.…

03.06 2015 | Sund LESA MEIRA

Smáþjóðleikar hefjast í dag

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna fór fram við hátíðlega athöfn í Laugardalshöllinni nú í gær. Leikarnir hófust í morgun og hvetjum við ykkur til þess að fylgjast með dagskrá vikunnar á  www.iceland2015.is.  Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum. Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf.  Fimleikar og golf eru valgreinar á leikunum 2015, en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar. Það er í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á…

02.06 2015 | LESA MEIRA

Glæsileg frammistaða á Meistaramóti Skákskóla Íslands - Fjölnismenn unnu báða flokka

Þátttakendur Fjölnis á Meistaramóti Skákskóla Íslands fóru mikinn og sigruðu í báðum flokkum á geysisterku Meistaramóti Skákskóla Íslands sem haldið var helgina 29. - 31. maí. Jafnaldrarnir og félagarnir Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson unnu í flokki stigahærri skákmanna og sýndu þar yfirburði. Þeir hlutu 5,5 vinninga af 6 mögulegum, gerðu innbyrðis jafntefli og unnu aðrar skákir sínar. Þeir verða að heyja úrslitaeinvígi um meistaratitilinn. Í fyrra vann Dagur meistaramótið. Í stiglægri flokk sigraði Fjölnisskákmaðurinn Jóhann Arnar Finnsson eftir afar jafna og spennandi keppni.…

01.06 2015 | Skák LESA MEIRA

Happdrætti meistaraflokks karla og kvenna.

Ákveðið hefur verið að fresta útdrætti í happdrætti meistaraflokka kvenna og karla til 20.júní næstkomandi. Kær kveðja meistaraflokksráð knattspyrnudeildar.

01.06 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.