Fjölnir | FRÉTTIR

Áætlun vika 31

“Live today fully and you create a lifetime of meaningful memories.” Heil og sæl !   Góð hlaupavika hjá ykkur og  námskeið hjá mér að baki. Fínar æfingar og þið ótrúlega dugleg og staðföst  Veðrið hefur leikið  við okkur, lognið og blíðan á laugardaginn gerði langa hlaupið að leik einum . Svona viljum við hafa sumarið. Hugi tók þátt í meistaramótinu á braut um helgina og nældi sér í silfur í 1500m hlaupi og góða bætingu í 800metrunum glæsilegt Hugi…

30.07 2015 | Skokk LESA MEIRA

Nýskráning í fimleika

Opið er fyrir nýskráningar í fimleika fyrir starfsemi haustannar 2015. Nýjir iðkendur þurfa að skrá sig á biðlista í gegnum skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/. Hvenær veit ég hvort að barn mitt fái pláss í fimleikum ? Upplýsingar berast í ágúst Hvenær hefjast æfingar á haustönn ? Mánudaginn 7.september Hversu lengi eru æfingar á haustönn ? Æft er til 20.desember Hversu oft eru æfingar ? Æfingafjöldi fer eftir aldri og getu iðkenda. (Byrjendur æfa c.a 1-2x í viku 1 klst í…

30.07 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Nýir starfsmenn hjá Fjölni

Þann 1 ágúst nk verða breytingar á starfsmannamálum hjá Fjölni.

Hermann Kr Hreinsson eykur við sig í starfshlutfalli og fer úr hálfu stöðugildi í fullt stöðugildi og mun sem íþróttafulltrúi taka við öllu skipulagi með æfingatimum og leikjum í Dalhúsum og í knattspyrnu ásamt almennum störfum á skrifstofunni.  Hann mun hafa yfirumsjón með æfingatöflunni í Dalhúsum og leikjaniðurröðun í samstarfi við handbolta, körfubolta og knattspyrnudeild.  Hann mun hafa viðveru áfram á skrifstofu félagsins í Egilshöll og svo í Dalhúsum.…

29.07 2015 | LESA MEIRA

Fjölnisvarningur til sölu

Tilvalið fyrir alla iðkendur og stuðningsmenn félagsins.

28.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sterkur skákmaður til liðs við Fjölni

FIDE meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2320) hefur gengið til liðs við skákdeildina og mun tefla með A sveit Fjölnis í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga komandi vetur. Sigurbjörn tefldi í fyrra með bronsliði Vestmannaeyinga og stóð þar vel fyrir sínu. Fyrir í A sveitinni eru m.a. Héðinn Steingrímsson Íslandsmeistari í skák sem vann landsliðsflokkinn með óvenju miklum yfirburðum sl. vor og svo þrír efnilegustu skákmenn Íslands, 18 ára og yngri. Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis segir komu FÍDE meistarans Sigurbjörns í herbúðir Fjölnis henta mjög vel…

28.07 2015 | Skák LESA MEIRA

Öruggur sigur á Fylki í kvöld

Fylk­ir og Fjöln­ir mætt­ust í 13. um­ferð Pepsi deild­ar karla í knatt­spyrnu á Fylk­is­vell­in­um í kvöld. Liðin voru bæði með 17 stig fyr­ir leik­inn um miðja deild. Leik­ur­inn var því ákveðinn vendipunkt­ur upp á fram­haldið fyr­ir bæði lið. Loka­töl­ur í leikn­um urðu 4:0 fyr­ir Fjölni sem er þar af leiðandi komið með 20 stig í fimmta sæti deildainn­ar. Staðan var 3:0 fyr­ir Fjölni í hálfleik og Fylk­ir hafði lítið sem ekk­ert skapað þegar liðin gengu til bún­ings­her­bergja í hálfleik. Fjöln­ir…

26.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Bjarki Rúnar á Special Olympics

Bjarki Rúnar Steinarsson sem æfir frjálsar íþróttir með Fjölni tekur þátt í Special Olympics World Games í Los Angeles. Mótið stendur yfir frá 25. júlí til 2. ágúst og munu um 6.500 keppendur frá um 170 löndum keppa á mótinu. Bjarki Rúnar mun m.a. keppa í 400m og 800m hlaupi.

26.07 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Daði á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Daði Arnarson úr Fjölni var valinn í hóp 6 ungmenna sem verða fulltrúar Íslands í frjálsum íþróttum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Mótið verður haldið í Tbilisi í Georgíu. Mun hann keppa í 800m hlaupi. Þetta sýnir að Daði sem er 16 ára er að ná mjög góðum árangri sem hlaupari og þá sérstaklega í 800m hlaupi. Besti tími hans í vegalengdinni er 2:00,67. Mótið er haldið á vegum Samtaka evrópskra ólympíunefnda og að þessu sinni er keppt í frjálsum, körfu, hjólreiðum,…

24.07 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Opnað verður fyrir skráningar 1. ágúst

1. ágúst opnar fyrir skráningar í allar deildir félagsins https://fjolnir.felog.is/  nema fimleikadeild en fimleikadeildin forskráir í sína flokka og sendir póst út á foreldra þegar það er klárt.

24.07 2015 | LESA MEIRA

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hagkaup í samstarf

Hagkaup hefur gert samning við Fjölnir um stuðning við barna og unglingastarf knattspyrnudeildar. 

Hagkaup hefur rekið verslun í Fjölnishverfinu í á annan áratug og er stollt af að geta stutt við það góða starf sem unnið er hjá félaginu.

Með styrktarsamningi sem þessum vill Hagkaup leggja sitt á vogaskálarnar við að efla hreyfingu og heilbrigði barna og unglinga hjá Fjölni og í austurborginni allri.

Undirskrift samningsins fór fram í Hagkaup spönginni, en búið er að umbreyta þeirri verslun…

24.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Knattspyrnudeild Fjölnis gerir nýjan þjálfarasamning við Eið B Eiríksson

Knattspyrnudeild Fjölnis gekk í dag frá ráðningu á Eið B Eiríkssyni sem þjálfara næstu árin hjá félaginu.  Eiður mun halda áfram að þjálfa 8 og 6 flokk karla og tekur við 3 flokki karla af Elmari Erni Hjaltalín sem er yfirþjálfari Fjölnis.

Nýr þjálfari verður svo kynntur í 4 flokki karla en Eiður vill þakka öllum þar fyrir frábært samstarf á núverandi keppnistímabili.  Eiður mun að sjálfsögðu klára þetta tímabil með núverandi flokkum. Samningurinn var undirritaður í dag af Eiði…

23.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stórsigur hjá stelpunum í rjómablíðu

Stelpurnar í meistaraflokknum burstuðu Hvíta riddarann 7-0 í rjómablíðu á Fjölnisvelli í gær í B-riðli 1. deildarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Eftir brösugt gengi framan af sumri þar sem leikir liðsins hafa gjarnan verið stöngin út fyrir okkar konur hrukku þær heldur betur í gang í gær og röðuðu inn mörkum. Katrín hóf veisluna um miðjan fyrri hálfleikinn, Kolbrún bætti við öðru marki skömmu síðar og Stella setti svo tvö mörk áður en flatað var til loka fyrri hálfleiks. Hlín,…

23.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Karen Birta með góðan árangur á móti í Hollandi.

Í lok júní sendi Reykjavíkurborg, með milligöngu ÍBR, keppendur til leiks á Alþjóðaleikana í Alkmaar í Hollandi. Fjórar stúlkur voru valdar til að keppa í frjálsum íþróttum og var Karen Birta Jónsdóttir úr Fjölni í þeirra hópi. Hún keppti í kúluvarpi og hástökki og komst í úrslit í báðum greinum. Í hástökki stökk hún yfir 1,50m og hafnaði í 5. sæti. Í kúluvarpi kastaði hún 8,99m og varð í 14. sæti. Íslensku stúlkurnar komust svo í úrslit í 4x100m boðhlaupi…

21.07 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Silfur á Heimsmeistaramóti

Jón Margeir Sverrisson sundkappi úr Sunddeild Fjölnis vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í  Glasgow í Skotlandi í síðustu viku.  Jón Margeir kom í bakkann á tímanum 1:58,06 mín sem er annar besti tíminn hans í greininni.  Rússinn Viacheslav Emeliantsev kom öllum á óvart um morguninn og sló heimsmet Jón Margeirs sem hann setti fyrr á árinu og vann svo gullið í úrslitum. Heimsetið er því 1:56,27 og það er ljóst að á Ólympíuleikunum í Ríó…

20.07 2015 | Sund LESA MEIRA

Þrír leikmenn í U17karla-Norðurlandamót í Svíþjóð

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið leikmenn í U17 landslið Íslands sem keppir á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Í þessu liði eigum við þrjá leikmenn. Torfi T. Gunnarsson Djorde Panic Ísak Atli Kristjánsson Við óskum þeim góðs gengis á mótinu. Á myndinni með þeim félögum er Ægir Jarl Jónasson sem var í U17 liðinu í fyrra.

20.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Skrifstofa lokar vegna sumarleyfa

Skrifstofan verður með skerta þjónustu vegna sumarleyfa. Lokað verður frá 20 til 30 júlí vegna sumarleyfa. Þann 4 til 6 ágúst verður opið frá kl. 9 - 12. Kveðja, Starfsfólk Fjölnis

20.07 2015 | LESA MEIRA

Karen Birta og Helga Þóra á verðlaunapall í Gautaborg

Frjálsíþróttadeild Fjölnis fór með hóp ungmenna á Gautaborgarleikana í Svíþjóð í byrjun júlí. Hópurinn samanstóð af 25 keppendum, þremur þjálfurum og tveimur fararstjórum. Frammistaða keppendanna var til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Margir náðu að bæta sinn persónulega árangur og sumir töluvert. Tvær stúlkur náðu á verðlaunapall. Karen Birta Jónsdóttir fékk silfurverðlaun í spjótkasti 14 ára stúlkna. Kastaði hún 500gr spjótinu 36,52m sem er glæsilegur árangur. Helga Þóra Sigurjónsdóttir fékk bronsverðlaun í hástökki 15 ára stúlkna þegar hún stökk…

16.07 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Happdrætti knattspyrnudeildar

Vinningaskrá fyrir happdrætti knattspyrnudeildar. Vinninga ber að vitja á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

15.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Vinningaskrá í happdrætti knattspyrnudeildar 2015

Dregið var í dag í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Hér fylgir vinningaskrá. Vinninga skal vitja á skrifstofu félagsins -  sjá opnunartíma. Takk fyrir stuðninginn.

15.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Áætlun fyrir viku 28,6.-11. júlí 2015

  “Live today fully and you create a lifetime of meaningful memories.” Heil og sæl öll ! Frábær hlaupavika liðin, sumarið loksins komið, gott veður, fínar æfingar, friðarhlaup  keppnishlaup og brúðkaup (Harðar Hinriks pabba Huga) báru hæst hjá okkur síðustu vikuna. https://scontent-ams2-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xft1/v/t1.0-9/11665525_1578130859119008_5016499026580284873_n.jpg?oh=27fd931123bfab29a2cf83d90538510c&oe=5610D0C0Við áttum góða fulltrúa á Akureyri þar sem Ólafur Ragnar sem ég kalla stundum Óla frænda (Harðar Guðjóns) gerði sér lítið fyrir og sigraði 10km hlaupið á fimmtudaginn. Helga Guðný náði öðru…

08.07 2015 | Skokk LESA MEIRA

18. Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri um verslunarmannahelgina

Kæri Ungmennafélagi - Fjölnisfólk   Nú styttist óðum í að 18.Unglingalandsmót UMFÍ hefjist á Akureyri en eins og alltaf þá er mótið um verslunarmannahelgina.    Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11-18 ára.  Allir geta tekið þátt,  óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.    Uppistaða Unglingalandsmótsins er íþróttakeppnin en keppt er í fleiri greinum nú en áður. Keppnisgreinar okkar að þessu sinni eru: 

BADMINTON, BOCCIA, BOGFIMI, BORÐTENNIS, DANS, FIMLEIKAR, FJALLAHJÓLREIÐAR, FRJÁLSÍÞRÓTTIR, GLÍMA, GOLF, GÖTUHJÓLREIÐAR, HANDBOLTI, HESTAÍÞRÓTTIR,…

07.07 2015 | LESA MEIRA

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum var haldið á Selfossi dagana 27. - 28. júní.  7 krakkar kepptu fyrir hönd Fjölnis að þessu sinni sem öll voru að keppa í flokki 13 ára, 2 stelpur og 5 strákar. Þau stóðu sig vel og voru nokkur þeirra að bæta sinn persónulega árangur. Aðeins ein verðlaun komu í hlut Fjölnis að þessu sinni, en Signý Hjartardóttir fékk silfurverðlaun í kúluvarpi með kast upp á 11,02m sem er mikil bæting hjá…

04.07 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnisvörur

Knattspyrnudeild Fjölnis býður nýjar vörur til sölu fyrir fjölnisfólk. Til að kaupa þarf að senda tölvupóst á fjolnirsala@gmail.com. Sjá úrval á mynd.

02.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Vignir vann fyrsta vinninginn í happdrættinu

Það var ánægður vinningshafi sem kom í dag með vinningsmiða.  Vignir Stefánsson harður stuðningsmaður Fjölnis og Bristol Rovers vann fyrsta vinninginn í happdrættinu sem var SAMSUNG HD-55 sjónvarp  frá Ormsson að verðmæti 249.000 kr. Við óskum honum og öðrum vinningshöfum innilega til hamingju með vinningana. Á myndinni er Kristján Einarsson formaður knattspyrnudeildar að afhenda Vigni sjónvarpið. kveðja, Knattspyrnudeild Fjölnis

01.07 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.