Fjölnir | FRÉTTIR

Æfingatöflum fimleikadeildar seinkar vegna bilunar í kerfi

Æfingatöflur fimleikadeildar eru tilbúnar en vegna bilunar í kerfi var einungis hægt að senda út hluta af þeim. Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonums til þess að þetta verði komið í lag strax á þriðjudag!!

31.08 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Æfingar hefjast þriðjudag 8. september

Æfingar hefjast aftur í haust samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 8. september. Við minnum einnig á Facebook síðu deildarinnar þar sem reglulega eru birtar upplýsingar um starfið.

31.08 2015 | Karate LESA MEIRA
31.08 2015 | Skokk LESA MEIRA

Sundæfingar byrjaðar

Æfingar byrja hjá öllum hópum í Grafarvogslaug í þessari viku. Endilega kíkið á æfingu og talið við Þjálfarana okkar og finnið út í hvaða hóp ykkar barn á best heima.  Svo skráið þið ykkur á https://fjolnir.felog.is >>> Æfingarhópar í útlaug >>> Sundskóli í innilaug Hlökkum til að sjá ykkur í lauginni.

30.08 2015 | Sund LESA MEIRA

Æfingar skákdeildar Fjölnis hefjast miðvikudaginn 16. september

Vikulegar skákæfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 16. september og verða þær framvegis alla miðvikudaga í vetur frá kl. 17:00 – 18:30. Æfingarnar eru í Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús skólans. Árangur þeirra barna sem sótt hafa reglulega skákæfingar Fjölnis hefur verið mjög góður á undanförnum árum og skákdeildin hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir árangursríkt starf. Foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru hvattir til að nýta sér skemmtilegar og…

27.08 2015 | Skák LESA MEIRA

Kynningarfundur ÍAF fyrir haust 2015

Íþróttaakademía Fjölnis [ÍAF] hefur sitt þriðja starfsár nú í haust. Kynningarfundur verður haldinn í hátíðarsal Fjölnis, í Dalhúsum 2,  2. hæð kl. 21:30. Farið verður  yfir skipulag starfsins í vetur og breytingar frá fyrra ári kynntar. Við erum afar ánægð með hvernig til hefur tekist á fyrstu árum starfsins og hlökkum til að halda áfram að þróa þetta verkefni með spennandi nýjungum og góðu starfi. Bæði foreldrar og nemendur eru boðaðir á þennan fund.   Hér er skráningarblaðið. http://goo.gl/forms/g0w2prgubP   Búið…

27.08 2015 | LESA MEIRA

Æfingatafla, þjálfarar og æfingagjöld í frjálsum haustið 2015

6-10 ára (árg. 2006-2009)   1.-2. bekkur (árg. 2008 og 2009) Mánudagar í Rimaskóla kl 15:30-16:20 Fimmtudagar í Rimaskóla kl 15:30-16:20   3.-4. bekkur (árg. 2006 og 2007) Mánudagar í Rimaskóla kl 16:20-17:10 Fimmtudagar í Rimaskóla kl 16:20-17:10   Þjálfari: Þórður Helgi Halldórsson, sími 6615757, netfang: doddi1810@gmail.com Aðstoðarþjálfarar: Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir   Æfingagjöld haustönn (sept.-des.): 20.000 2 æfingar á viku. 12.000 1 æfing á viku.   11-14 ára (árg. 2002-2005)   Mánudagar í Víkurskóla kl 17:55-19:35…

27.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Annar FIDE skákmeistari til liðs við Skákdeild Fjölnis

Davíð Kjartansson FIDE skákmeistari hefur gengið í raðir skákdeildar Fjölnis. Davíð tefldi með Fjölnismönnum fyrir nokkrum árum og leiddi m.a. skáksveit Fjölnis nokkuð óvænt til sigurs á Landsmóti UMFÍ árið 2007. Davíð gekk í dag frá félagaskiptum úr Víkingaklúbbnum yfir í Fjölni en með Víkingaklúbbnum varð Davíð Íslandsmeistarai 2014 í mikilli ofursveit innlendra og erlendra stórmeistara. Við Fjölnismenn fögnum því innilega að fá Davíð Kjartansson (2366) til liðs við okkar að nýju. Hann átti stóran þátt í skákuppeldi okkar ungu og efnilegu skákmanna sem liðstjóri…

26.08 2015 | Skák LESA MEIRA

Hugi sigraði Powerade sumarhlaupin

Hugi Harðarson langhlaupari í Fjölni vann sumarhlaupaseríu Powerade þetta árið. Hlaupaserían samanstendur af fimm hlaupum sem fóru fram í sumar og var 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta hlaupið í röðinni. Hugi lenti í 4. sæti í því hlaupi á tímanum 34:54 en af Íslendingum í hlaupinu varð hann annar í mark. Hugi tók þátt í öllum fimm hlaupunum og gekk mjög vel. Hann varð í fyrsta sæti í karlaflokki í heildarstigafjölda. Helga Guðný Elíasdóttir í Fjölni varð í öðru…

24.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Gummi Kalli framlengir við Fjölni

Í gær var gengið frá framlengingu á samningi Gumma Kalla út árið 2016. Það er auðvitað mikið ánægjuefni að Gummi verði áfram í Voginum. Kappinn hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með Fjölni og á þeim tíma spilað flestar stöður á vellinum. Af þessu tilefni er rétt að stuðningsmenn æfi Guðmundarkviðu (sjá hér að neðan) Guðmundarkviða (Lag: Við höldum til hafs á ný) Hann yfirgaf slorið Kom Grafarvog í Já Gummi Kalli Jafn gulur og Gunni Jafn flottur og við…

19.08 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Vetrarstarfið í frjálsum hefst 3. september

Vetrarstarf hjá frjálsíþróttadeildinni hefst 3. sept. Æfingatöflur verða settar inná heimasíðuna á næstu dögum og á facebook síður hópanna. Æfingar verða fyrir börn fædd 2009 og eldri. 1.-4. bekkur æfir tvisvar í viku, 5.-8. bekkur æfir þrisvar í viku og elsti hópurinn æfir sex sinnum í viku.

18.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Daði og Matthías aldursflokkameistarar á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára var haldið á Sauðárkrók dagana 15. og 16. ágúst. Fjölnir átti 10 keppendur á mótinu sem stóðu sig öll vel. Tvenn gullverðlaun, fimm silfur og þrjú brons komu í hlut Fjölnisfólksins. Daði Arnarson varð Íslandsmeistari í 3000m hlaupi pilta 16-17 ára á tímanum 9:43,65. Einnig fékk hann silfur í 1500m hlaupi og brons í 800 m hlaupi. Matthías Mér Heiðarsson varð Íslandsmeistari í 400 m grind pilta 20-22 ára á tímanum 60,93…

18.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Reykjavíkurmeistaramót 11-14 ára

Reykjavíkurmeistaramót fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum var haldið 11. ágúst á Laugardalsvelli í ágætis veðri. Fjölnir átti 6 keppendur á mótinu en að þessu sinni var mótið óvenju fámennt en fjöldi keppenda í aldursflokkum var frá 1 og upp í 7. Fjölmennustu hóparnir voru 13 ára stúlkur og 14 ára strákar, en færri keppendur voru í yngri hópunum. Fjölniskrakkarnir fengu fjölmörg verðlaun og að auki bættu  margir sinn persónulega árangur. Una Hjörvarsdóttir 12 ára fékk gull í 600m, hástökki…

18.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Haustönn hefst mánudaginn 7.september

Haustönn fimleikadeildar hefst mánudaginn 7.september. Stundaskráin er í vinnslu og verður hún send út við fyrsta tækifæri. Við hlökkum til þess að sjá ykkur að nýju og vonum að þið hafið notið sumarsins :) Mikið álag er á skrifstofu fimleikadeildar þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er. Ýmsar upplýsingar

  • Ef óskað er eftir plássi í fimleikum þá þarf að skrá barnið á biðlista í gegnum…
18.08 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Parkour hefst hjá Fjölni í haust

Á haustönn mun fimleikadeild Fjölnis bjóða upp á æfingar í parkour.  Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7.september en æfingatímar verða sendir út fyrir 31.ágúst. Gert er ráð fyrir því að önnur æfingin verði á laugardegi og hin á virkum degi/kvöldi. Aldursflokkar 7-9 ára - Æfingar verða 2x í viku 1 klst í senn og eru æfingagjöld fyrir haustönn 28.350 kr (4 mánuðir) 10-12 ára - Æfingar verð 2x í viku – 1,5 klst í senn og eru æfingagjöld fyrir haustönn…

18.08 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Ingvar Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands hefur úrskurðað Ingvar Hjartarson í Fjölni Íslandsmeistara í 5 km götuhlaupi karla 2015. Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi fór fram samhliða Víðavangshlaupi ÍR þann 23. apríl sl. Ingvar kærði atvik sem átti sér stað í síðustu beygju hlaupsins þegar Arnar Pétursson ÍR hljóp yfir umferðareyju og stytti þannig leið sína að markinu og náði að vinna hlaupið með einnar sekúndu mun. Laganefnd FRÍ skilaði einróma áliti um atvikið og taldi að vísa ætti Arnari úr keppninni…

18.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Sundæfingar hefjast á ný

Æfingar hefjast í Grafarvogslaug  á morgun mánudaginn 17.ágúst hjá Hákörlum, Höfrunum og Háhyrningum.  Einhverjar tilfærslur verða milli hópa fyrstu vikurnar enn við biðjum ykkur að mæta í sama hóp og þið voruð á síðustu önn. >>> Æfingatímar og gjöld fyrir hópa í Grafarvogslaug. Æfingar í Sundskóla Fjölnis hefjast mánudaginn 31.ágúst. >>> Æfingatímar og gjöld í Sundskóla A-hópar í Laugardal hafa þegar hafið sundæfingar og voru að koma heim úr velheppnaðri æfingarferð til Tenerife ásamt sundmönnum úr…

16.08 2015 | Sund LESA MEIRA

Áætlun vika 34

Þá er áætlun næstu viku tilbúin, pre race week fyrir stórhátíðina okkar Reykjavíkurmaraþonið. /assets/tlun_vika_34_15.pdf

16.08 2015 | Skokk LESA MEIRA

Haustönn hefst 7.september

Haustönn fimleikadeildar hefst mánudaginn 7.september. Stundaskráin er í vinnslu og verður hún send út við fyrsta tækifæri.  Við hlökkum til þess að sjá ykkur að nýju og vonum að þið hafið notið sumarsins :) Mikið álag er á skrifstofu fimleikadeildar þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.  Ýmsar upplýsingar

  • Ef óskað er eftir plássi í fimleikum þá þarf að skrá barnið á biðlista í gegnum…
12.08 2015 | LESA MEIRA

Fjölnisfólk í Sambíó Egilshöll - tveir fyrir einn tilboð

Fjölnir og Sambíó Egilshöll eru flottir saman.

10.08 2015 | LESA MEIRA

Bjarki Rúnar með tvö gull á Special Olympics

Bjarki Rúnar Steinarsson vann tvenn gullverðlaun á Special Olympics World Games í Los Angeles. Hann vann 800m hlaup og einnig vann hans sveit í 4x100 m boðhlaupi. Glæsilegur árangur hjá honum og hefur þátttaka á mótinu eflaust gefið honum dýrmæta reynslu.

10.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Haustönn hefst 7.september

Haustönn fimleikadeildar hefst mánudaginn 7.september. Stundaskráin er í vinnslu og verður hún send út við fyrsta tækifæri.  Við hlökkum til þess að sjá ykkur að nýju og vonum að þið hafið notið sumarsins :)  

10.08 2015 | LESA MEIRA

Áætlun vika 33

 Hress og kát á hreyfingu…… Áætlun vika  33 -  10. -  16.ágúst  2015. FRÉTTABRÉF

10.08 2015 | Skokk LESA MEIRA

Íslandsmeistarar í strandhandbolta yngri flokka 2015

Íslandsmótið í strandhandbolta hjá yngri flokkum fór fram í fyrsta skipti í gær.  Stelpurnar í 3. flokki kvenna gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið kvennamegin í sínum aldursflokki og enduðu í 4. sæti í heildarkeppni 3. flokks karla og kvenna, en kynin spiluðu gegn hvort öðru. Í úrslitaleiknum unnu stelpurnar 11-10 í hörkuleik gegn liðinu "Þrælarnir hennar Ástu" en það lið var skipað stelpum úr U-17 ára landsliðinu. Einnig var hún Ylfa valin leikmaður mótsins kvennamegin. Við óskum stelpunum til hamingju…

09.08 2015 | Handbolti mfl kvenna LESA MEIRA

Grafarvogurinn orðinn að vígi

Fjöln­is­menn lögðu KR að velli 2:1 í 14. um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld. Leikið var í Grafar­vogi. Sig­ur­mark leiks­ins skoraði Mark Magee ný­kom­inn inn á sem varamaður á 77. mín­útu. Leik­ur­inn byrjaði afar fjör­lega og eft­ir aðeins 4. mín­útna leik varði Þórður Inga­son frá­bær­lega frá Óskari Erni Hauks­syni úr dauðafæri. Mín­útu síðar bruna Fjöln­is­menn upp völl­in og fá innkast sem Viðar Ari Jóns­son bakvörður tók. Bolt­ann fékk Guðmund­ur Karl Guðmunds­son sem fékk að taka á móti bolt­an­um og…

05.08 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Áætlun vika 32

“Live today fully and you create a lifetime of meaningful memories.” FRÉTTABRÉF

05.08 2015 | Skokk LESA MEIRA

Fjölnir rakaði til sín verðlaunum á Unglingalandsmótinu

Fjölnir átti góðan hóp keppenda í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Alls fengu þau 6 gullverðlaun, 3 silfur og 3 brons. Mótið fór fram við góðar aðstæður á Akureyri en í frekar köldu veðri. Eftirfarandi keppendur hlutu verðlaun: Helga Þóra Sigurjónsdóttir 15 ára fékk gull í langstökki og hástökki og silfur í 80 m grind. Karen Birta Jónsdóttir 14 ára fékk gull í spjótkasti og hástökki og brons í 100 m hlaupi. Dagmar Nuka…

04.08 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjórir Fjölnisstrákar enduðu í topp 10 í PEPSÍ áskoruninni

Fjórir Fjölnismenn enduðu í topp 10 sætunum í Pepsi áskoruninni. Þorkell Kári og Ívar Björgvinsson 6.flokki Bjarki Stöle og Tómas Dagur 4.flokki. Þorkell Kári endaði í fyrstu tveimur sætunum og verður gerð auglýsing af honum og Bjarka Stöle þar sem 4 efstu sætin fá það í verðlaun. Sjá myndbönd hérna   

03.08 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.