Fjölnir | FRÉTTIR

Ármanns og Fjarðarmót

Sunddeild Fjölnis tók þátt fyrstu sundmótum vetrarins um síðustu helgi.  Krakkarnir okkar komu vel undan sumri og stóðu sig með miklum ágætum.  Fullt af flottum persónulegum bætingum og margir nældu sér í verðlaunapening um hálsinn. Um 30 sundmenn tóku átt í Haustmóti Ármanns í Laugardalslaug og tvö tóku þátt í Fjarðarmóti í Ásvallarlaug í Hafnarfirði. Tvö Fjölnismet voru sett á Ármannsmótinu.  Kristinn Þórarinsson setti met í 100m skriðsundi og Berglind Bjarnadóttir setti Telpnamet (13-14ára) í 50m flugsundi. Jón Margeir…

30.09 2015 | Sund LESA MEIRA

Hæfileikamót N1 og KSÍ - stúlkur

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi  helgina 19. - 20. september.  Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar munu sjá um mótið og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót  framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára,…

30.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Úrslitaleikur í bikarkeppni 2. flokks karla

Fimmtudaginn 1. október næsta verður úrslitaleikur í bikarkeppni 2. flokks karla í knattspyrnu þegar Fjölnir og Breiðablik mætast.  Leikurinn verður á Kópavogsvelli og hefst kl. 16:00. Við hvetjum allt FJÖLNISFÓLK að fara og styðja strákana í leiknum.   Á laugardaginn 3. október er svo loka umferðin í PEPSI deild karla þegar Fjölnir tekur á móti Breiðablik kl. 14 á Fjölnisvelli. Þá mæta allir og skemmtum okkur í loka leiknum hjá fótboltanum á þessu ári. Áfram Fjölnir

29.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Gull og silfurkort handknattleiksdeildar !

Við minnum á sölu heimaleikjakortanna sem verður í gangi á næstu heimaleikjum meistaraflokkanna og einnig hægt að nálgast þau með því að hafa samband við Ingvar starfsmann handknattleiksdeildar: ingvar.aka@gmail.com og 780-8488. Gullkortið sem gildir fyrir tvo á alla deildarleiki meistaraflokkanna í Dalhúsum í vetur kostar 15.000 krónur og silfurkortið sem gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokkanna í Dalhúsum í vetur kostar 10.000 krónur. Á bakhlið kortanna má finna auglýsingu frá Keiluhöllinni en með því að framvísa kortinu þar á…

29.09 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Þetta er Fjölnir á Íslandsmóti félagsliða í skák

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla dagana 24. - 27. september. Þessi heimavöllur Fjölnisskákmanna býður greinilega upp á bestu aðstöðuna fyrir þennan stórviðburð meðal skákmanna, rúmgott húsnæði, frábær veitingasala nemenda og foreldra í 10. bekk ár eftir ár og mikill skákandi á staðnum. Skákdeild Fjölnis hefur svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg á þeim 11 árum sem hún hefur starfað og er A sveit félagsins í 4. sæti af 10 í 1. deild og bendir margt til þess að A…

28.09 2015 | Skák LESA MEIRA

Skriðsundsnámskeið

Erum að byrja með skriðsundsnámskeið fyrir byrjendur ásamt þeim sem eru lengra komnir. Við munum æfa m.a. öndun og sundtök. 

  • Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:30 til 20:30. 
  • Tímabil: 6. október til 5. nóvember, sem eru 10 tímar. 
  • Við verðum síðan með 1 aukatíma 26. nóvember þar sem hægt er að koma og rifja upp það sem maður lærði á námskeiðinu.
Námskeiðið kostar kr. 13.000 (11 skipti ásamt aðgangi ofan í laugina) Þjálfarar:…
28.09 2015 | Sund LESA MEIRA

Áætlun vika 40_15

Hér kemur áætlun og pistill fyrir næstu viku. 

27.09 2015 | Skokk LESA MEIRA

Herrakvöld Fjölnis 2015

Nú er miðasala á herrakvöldið formlega hafin. MINNUM Á ÞEIR SEM KAUPA 10 MIÐA EÐA FLEIRI GETA LÁTIÐ TAKA FRÁ BORÐ Í SÍNU NAFNI. Það er því um að gera að vera tímanlega í að fastsetja borð. Hægt er ganga frá kaupum á miðum bæði gegnum Iðkendakerfi Fjölnis á www.fjolnir.is og eins með því að leggja inn á reikning 0133-05-60031 kt. 63128-7589 og senda kvittun í tölvuósti á frida@fjolnir.is Þetta er herrakvöld Grafarvogs og Fjölnis, fyllum húsið eins og…

26.09 2015 | LESA MEIRA

Undanúrslit í 2 flokki karla í knattspyrnu

Undanúrslit í 2 flokki karla B-lið Eins og ljóst er orðið þá þá lentum við í ömurlegu atviki í á miðvikudaginn gegn Keflavík í leik okkar í undanúrslitum í 2 flokki karla í B-liðum.  Upphafið er að við heyrum óánægju raddir foreldra leikmanna í Keflavík sem varð til þess að við skoðuðum málið frekar og varð maður í raun reiðari og reiðari.  Hversu ósanngjarnt er þetta einnig gagnvart okkar drengjum sem lagt hafa mikið á sig við að komast í…

26.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA
22.09 2015 | Karfa LESA MEIRA
22.09 2015 | Karfa LESA MEIRA

Þjálfarar skrifa undir hjá knattspyrnudeild

Þessa dagana er knattspyrnudeildin að klára að semja við þjálfara fyrir  næsta keppnistímabil. Þessir þjálfarar skrifuðu undir í síðustu viku með Guðmundi framkvæmdastjóra og Elmari yfirþjálfara.

22.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fyrstu áhöldin komin í hús

Líf og fjör var við Egilshöllina þegar fyrsta sending af áhöldum var flutt inn í húsið. Nú fer fram vinna við að setja upp áhöldin og nauðsynlegar festingar. Að því loknu koma fleiri gámar með gryfjubúnaði. Við þökkum öllum þeim sem mættu og hjálpuð okkur í dag og vonumst auðvitað til þess að sjá ykkur öll aftur í næstu sendingu :) 

21.09 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Æfingatöflurnar komnar inn

Æfingatöflur fyrir  veturinn 2015-2016 sem gilda frá 1. okt til 1. júní 2016 eru komnar inn. Æfingatöflur fyrir 2 og 3 flokk karla og kvenna koma inn á facebook síðum viðkomandi flokks. 4 flokkur er væntanlegur inn á næstu dögum. Sjáumst hress í Október.

21.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Konukvöld Fjölnis 2015

Það seldist upp á 10 mínútum á konukvöld Fjölnis.   En fyrir þær sem ekki fengu miða þá verður húsið opnað kl. 23:00 og verður dansað inní nóttina.  Miðaverð á ballið er 1.500 kr en það er eingöngu fyrir konur og er aldurstakmark 20 ára. Sjáumst hressar - áfram FJÖLNISKONUR

21.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Áætlun vika 39_15

Krefjandi og spennandi hreyfivika framundan og áætlunin kemur hér. Kv Erla  Fréttabréf

20.09 2015 | Skokk LESA MEIRA

Þátttaka Fjölnis i Hreyfiviku UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ „MOVE WEEK“ er árlegt evrópskt lýðheylsuverkefni sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.   Margt veður í boði hjá okkur í Ungmennafélaginu Fjölnir í Hreyfivikunni. Allir ættu að geta fundið eitthvað til að taka þátt í með okkur og njóta þess að vera þátttakandi í skemmtilegu og flottu verkefni.     Dagskrá okkar í Hreyfiviku UMFÍ: 21. – 27. september.  Sundkeppni á milli sveitarfélaga stendur yfir alla…

18.09 2015 | LESA MEIRA

Lokahóf knattspyrnudeildar Fjölnis 2015

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu  8.- 3. flokkur verður haldið í Dalhúsum sunnudaginn 20. september kl. 14:30 - 15:30. Að lokahófi loknu er svo leikur hjá mfl. karla þar sem Fjölnir tekur á móti Víking kl:16:00 og ætlum við að fjölmenna á leikinn. Gengið er inn um sundlaugarinnganginn og þaðan inn í íþróttasalinn. Ekki verða veitt verðlaun en allir flokkar verða kallaðir upp og farið verður yfir tímabilið og félagið þakkar öllum fyrir ánægjulegt samstarf á tímabilinu. Biðjum alla iðkendur að mæta…

14.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Áætlun vika 38_15

Þá er komin ný vika og hér kemur hlaupaáætlunin. Gangi ykkur vel kv Erla FRÉTTABRÉF

13.09 2015 | Skokk LESA MEIRA

Karaktersigur hjá okkar mönnum á Leikni

Leikn­ir og Fjöln­ir mætt­ust í 19. um­ferð Pepsi deild­ar karla í knatt­spyrnu á Leikn­is­vell­in­um í dag. Heima­menn í Leikni eru í harðri fall­bar­áttu, en liðið var með 15 stig í næst­neðsta sæti deild­ar­inn­ar fyr­ir leik­inn í dag. Gest­irn­ir úr Grafar­vog­in­um hafa hins veg­ar að litlu að keppa það sem eft­ir lif­ir Íslands­móts­ins, en liðið sigl­ir lygn­an sjó í töfl­unni. Fjöln­ir var með 27 stig í fimmta sæti deild­ar­inn­ar fyr­ir leik­inn. Loka­töl­ur í leikn­um urðu 3:2 fyr­ir Fjölni sem er þar…

13.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Dusan Ivkovic mun heimsækja Real Madrid !

Dusan Ivkovic, yngri flokka þjálfari hjá Fjölni, mun 2-8. nóvember næstkomandi vera í heimsókn hjá Real Madrid.  Dusan verður í Madrid í kringum leik Real Madrid og PSG í Meistaradeildinni en á sama tíma mætast U19 ára lið félagsins.  Í heimsókn sinni mun Dusan fylgjast með æfingum hjá aðalliði Real Madrid sem og yngri liðum.  Hjá Real Madrid starfar Nebojsa Milicic , fyrrum þjálfari Dusan. Nebojsa hefur lengi starfað á Spáni en hann er í dag þjálfari C-liðs Real Madrid. …

11.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA
10.09 2015 | Karfa LESA MEIRA
09.09 2015 | Handbolti LESA MEIRA

4 flokkur karla komin í úrslit á móti KA

Um helgina fóru fram undanúrslitariðlar í Íslandsmótinu hjá 4 flokki karla. Strákarnir okkar unnu Breiðablik 2 - 1, Völsung 12 - 0 og svo ÍA 3 - 0.   Þeir unnu alla leikina í riðlinum með markatöluna 17 - 1. Þetta þýðir að þeir mæta KA í úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn í 4 flokki karla í knattspyrnu en það verður án efa hörkuleikur enda tvö frábær lið á ferðinni. Við óskum  þeim góðs gengis í úrslitaleiknum !

07.09 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Áætlun vika 37

Þá er komin ný áætlun, krefjandi og góð vika framundan. /assets/tlun_vika_37_15.pdf

06.09 2015 | Skokk LESA MEIRA
02.09 2015 | Karfa LESA MEIRA
01.09 2015 | Karfa LESA MEIRA

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum! Skráning er hafin!

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikunum hefst þriðjudaginn 8. september og stendur í 6 vikur. Námskeiðið fer fram í aðstöðu fimleikadeildarinnar í Egilshöllinni og er fyrir 18. ára og eldri. Æfingar verða á þriðjudögum kl:20.30-22:00 og fimmtudögum  kl:20.30-22:00 Þú þarft alls ekki að vera fyrrverandi fimleikastjarna til þess að vera með. Æfingarnar henta flest öllum. Tímarnir byrja á upphitun, þreki og teygjum og svo er farið að fimleikast ! Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja…

01.09 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.