Fjölnir | FRÉTTIR

Nýr þjálfari hlaupahóps Fjölnis

Hlaupahópur Fjölnis kynnir nýjan þjálfara, breytta starfssemi og byrjendanámskeið. Nýr þjálfari hefur tekið við hópnum og er ætlunin að sinna jafnt byrjendum sem lengra komnum. Hópurinn hefur flutt starfsemi sína innan hverfisins og hefjast nú flestar æfingar við Grafarvogslaug, Dalhúsum 2. Í hópnum eru bæði byrjendur og  afrekshlauparar  sem eiga það sameiginlegt að njóta þess að rækta líkama og sál með hreyfingu og útiveru í góðum félagsskap.  Í hópnum er öflugt félagslíf með skemmtunum og ferðalögum, sem tengjast sameiginlegu áhugamáli.  Starfsemi…

28.01 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Byrjendanámskeið í hlaupum

Hlaupahópur Fjölnis kynnir byrjendanámskeið fyrir hlaupara. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum getustigum. Upplagt fyrir fólk sem langar að byrja að hlaupa og vantar góðan félagsskap, stuðning og hvatningu. Hentar líka lengra komnum sem vilja bæta sig enn frekar. Þátttakendum býðst að æfa með hlaupahópnum fram á vor án viðbótargjalds. Þjálfarar eru Helga Guðný Elíasdóttir sem er ein af bestu langhlaupurum landsins og Ingólfur Björn Sigurðsson kennari og mikill hlaupagarpur sem hefur hlaupið með hópnum í fjölda ára. Staðsetning: Frá Grafarvogslaug     Námskeiðið hefst: 8. febrúar 2016…

28.01 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir og N1 áfram í samstarfi

N1 endurnýjaði samning sinn við Ungmennafélagið Fjölnir. Samningurinn er til þriggja ára og gerir N1 að einn af aðal styrktaraðilum Fjölnis.  " Það er okkur hjá Fjölni mikil ánægja að framlengja samning okkar við öflugan bakhjarl eins og N1", segir Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1 segir að N1 leggi mikið upp úr því að styðja og styrkja við uppbyggingu við íþróttastarf ungmenna í landinu.  "Það er okkur því sönn ánægja að framlengja samning okkar við Fjölni"…

28.01 2016 | LESA MEIRA

Valdir í úrtakshóp fyrir Reykjavíkurúrvalið

5 leikmenn úr 4.flokki karla eru í úrtakshóp fyrir Reykjavíkurúrvalið. Strákarnir keppast nú um að komast í lokahóp fyrir Norðurlandamót höfuðborga. Norðurlandamót höfuðborga grunnskóla 2016 fer fram í Helsinki dagana 22. - 27 maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948. Reykjavík tók fyrst þátt árið 2005.  Keppnin er ætluð drengjum fæddir 2002  ( eldra ár  4. flokkur) .    Mynd frá vinstri Bjarni Már Gunnarsson, Aron Fannar Hreinsson, Viktor Örn Sveinsson, Sigurður Ísfeld Finnsson, Vilhjálmur Yngvi…

28.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Valdir í úrtakshóp U16

Atli Fannar Hauksson og Birkir Örn Þorsteinsson leikmenn úr 3.flokki karla voru valdir á úrtaksæfingar fyrir U16 í knattspyrnu. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.  Við óskum þeim góðs gengis.

28.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnismeistarar 2016

Rúmlega 400 iðkendur frá 6 ára aldri tóku þátt í innanfélagsmóti deildarinnar sem fór fram dagana 21.-23.janúar. Keppt var í áhaldafimleikum og stökkfimi og var mikið fjör í keppendum og virkilega gaman að sjá afrakstur haustannar. Við þökkum foreldrum og öðrum gestum sem lögðu leið sína i nýja fimleikahúsið kærlega fyrir komuna og keppendum fyrir flotta fimleika :) Fjölnismeistarar árið 2016 Áhaldafimleikar kvenna 4.þrep: Þórdís Jórunn Tryggvadóttir 5.þrep: Lúcía Sóley Óskarsdóttir og Saga Rún Jónasdóttir Áhaldafimleikar karla 5.þrep:…

26.01 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Myndir á facebook - Þorrablót Grafarvogs 2016

Myndir frá Þorrablóti Grafarvogs eru komnar á facebook. Kveðja nefndin

25.01 2016 | LESA MEIRA

Aron Sigurðarson valinn í A landsliðið

A landslið karla mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles 31. janúar næstkomandi.  Leikurinn fer fram á StubHub Center leikvanginum í Carson og hefst kl. 20:45 að íslenskum tíma.  Fimm leikmenn í hópnum tóku einnig þátt í fyrra janúarverkefni liðsins, en líkt og þá koma flestir leikmennirnir frá félagsliðum á Norðurlöndunum.  Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson.   Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins…

25.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Frábær árangur í frjálsum á RIG

Frjálsíþróttafólk úr Fjölni náði frábærum árangri á Reykjavík International Games sem fram fór í Laugardalshöll laugardaginn 23. janúar. Allir keppendurnir náðu að bæta sinn persónulega árangur sem er sérstaklega ánægjulegt. Helga Þóra Sigurjónsdóttir sýndi frábæra frammistöðu þegar hún sigraði hástökkskeppnina með stökki upp á 1,70m. Þetta er glæsilegur árangur hjá svona ungri stúlku en hún verður 16 ára á þessu ári. Þess má geta að engin íslensk kona hefur stokkið 1,70m eða hærra undanfarin tvö ár. Áður hafði hún náð…

24.01 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir og 66°norður í samstarf

Knattspyrnudeild Fjölnis og Sjóklæðagerðin, 66°norður skrifuðu í dag undir samstarfssamning.  Samningurinn mun styrkja yngri flokka starf knattspyrnudeildar sérstaklega.  Við bjóðum 66°norður velkomin í stækkandi hóp samstarfsaðila félagsins.  Á myndinni eru þjálfarar hjá knattspyrnudeild Fjölnis, Ásta Björk Matthíasdóttir varningastjór knattspyrnudeildar, Ómar fulltrúi 66°norður og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis við undirritun samningsins.

21.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Þorrablótið  - Örfáir miðar eftir á ballið

Eins og ykkur er vonandi öllum kunnugt um þá verður Þorrablót félagsins og Grafarvogsbúa haldið næstkomandi laugardagskvöld í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Það er löngu uppselt á blótið en við eigum nokkra miða efitir á Palla ballið,  Páll Óskar hinn eini sanni tekur við blótinu upp úr 23:00 en þá opnar húsið fyrir ballgesti og stendur fjörið til 02:00.   Miðar á ballið eru seldir í Hagkaup Spönginni en þar er opið allan sólarhringinn.  ATH ekki verður hægt að kaupa…

21.01 2016 | LESA MEIRA

Mikilvægur leikur næsta föstudag

Næsta föstudag verður toppslagur í 1.deildinni þegar Fjölnir heimsækir Valsmenn í Valsheimilið og hefst leikurinn kl. 19.30. Fjölnismenn ætla sér sigur og halda 1. sætinu. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir framhaldið og því þurfum strákarnir á ykkar stuðningi að halda! Mætum öll í Valsheimilið og styðjum strákana til sigurs!

20.01 2016 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnisfólk í frjálsum á RIG 2016

Nokkrir keppendur frá Frjálsíþróttadeild Fjölnis munu keppa á Reykjavík International Games sem fer fram laugardaginn 23. janúar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal kl 13-15. Mótið er boðsmót og aðeins íþróttamenn sem náð hafa góðum árangri í sínum greinum er boðið að keppa á mótinu. Það er því sönn ánægja hversu margir keppendur eru frá Fjölni þetta árið. Helga Þóra Sigurjónsdóttir mun keppa í hástökki sem er hennar sterkasta grein. Hennar besti árangur í greininni er 1,69m og er það næstbesti árangur…

20.01 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Vel heppnuð Noregsferð hjá Díönu

Eins og sagt var frá fyrir helgi þá hélt Díana Kristín Sigmarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna til Molde í Noregi þar sem hún var á þriggja daga reynslu hjá úrvalsdeildarfélaginu Molde HK Elite.  Segja má að ferðin hafi gengið mjög vel fyrir utan smá hnökra í byrjun þar sem tæplega þriggja klukkustundar seinkun var á lendingu í Molde vegna færðar en mikið hefur snjóað síðustu daga og segja fróðir menn að 10 ár séu frá svo mikilli snjókomu.  Við komuna til Molde var…

20.01 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Innanfélagsmót 21.-23.janúar

Innnafélagsmót fimleikadeildar verður haldið dagana 21.-23 janúar og í fyrsta skipti í nýja fimleikahúsinu okkar og því ber að fagna.   Í meðfylgjandi skjölum er að finna skipulag mótsins ásamt hópalistum. Ef þið hafið frekari spurningar varðandi mótið þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband við verkefnastjórar viðeigandi greinar og/eða þjálfarar hópsins. Áhaldafimleikar og stökkfimi Sýningahópar 6.þrep, 7.þrep og 8.þrep stúlkna og stráka Hópalistar: Áhaldafimleikar og stökkfimi 6.þrep, 7.þrep og 8.þrep

19.01 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Afhending verðlauna fyrir Víðavangshlaup ÍR og MÍ í 5km 2015

Nú í ársbyrjun fékk Ingvar Hjartarson Fjölni loksins afhent verðlaun frá FRÍ fyrir 1. sæti í Íslandsmeistaramóti í 5 km götuhlaupi 2015. Einnig afhenti frjálsíþróttadeild ÍR honum verðlaunin fyrir 1. sætið í Víðavangshlaupi ÍR, bæði medalíu og glæsilegan farandbikar. Víðavangshlaupið fór fram í apríl síðastliðnum en eins og kunnugt er kærði Ingvar úrslit hlaupsins. Laganefnd FRÍ skilaði áliti sínu í ágúst en ÍR leitaði til ÍSÍ vegna úrslitanna í Víðavangshlaupinu sjálfu. Niðurstaðan er sú að Ingvar er ótvíræður sigurvegari hlaupsins.…

18.01 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Vala Kristín Theódórsdóttir á úrtaksæfingu U19 landsliðs

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands. Við eigum einn fulltrúar í hópnum, en það er Vala Kristín Theódórsdóttir. Við óskum henni góðs gengis.

18.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Skriðsundsnámskeið.

Erum að byrja með skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna á nýju ári, fyrir byrjendur ásamt þeim sem eru lengra komnir. Við mnum æfa m.a. öndun og sundtök.

  • Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30 til 20:30
  • Tímabil: 19.janúar til 18. febrúar, sem eru 10 tímar.
  • Við verðum síðan með 1 aukatíma 15. mars þar sem hægt er að kom aog rifja upp það sem maður lærði á námskeiðinu.
Námskeiðið kostar 12.000 krónur (11 skipti), aðgngseyrir ofan í laugina ekki…
15.01 2016 | Sund LESA MEIRA

Yfirþjálfari í knattspyrnudeild

Í dag var gengið frá nýjum samningi við Elmar Örn Hjaltalín sem yfirþjálfari hjá knattspyrnudeild Fjölnis. Samningurinn felur í sér að hann minnkar verulega við sig í þjálfun og einbeitir sér meira að faglegustarfi innan deildarinnar og stuðningi við þjálfara deildarinnar. Einnig kemur hann að afreksstarfi fyrir 4 og 3 flokk ásamt því að tengja saman yngri flokka við 2 flokk og meistaraflokka félagsins. Hann heyrir undir framkvæmdastjóra Fjölnis og BUR og stendur þeim skil á framgangi starfsins með reglulegum fundum…

15.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ætlar þú ekki á ballið !

Nú fer hver að verða síðastur að kaupa miða á Þorrablótsballið okkar Fjölnismanna og Grafarvogsbúa. Það varð uppselt í matinn á Þorrablótið um mánaðarmótin nóvember/desember, nú fækkar miðum á ballið skart.  Þau ykkar sem ekki vilja missa af stærsta viðburði sem haldin hefur verið í Grafarvogi þurfið að skella ykkur upp í Hagkaup í Spönginni og kaupa miða. Miðarnir verða ekki seldir við innganginn eins og verið hefur undanfarin ár,  þeir eru eingöngu til sölu í Hagkaup en þar er…

14.01 2016 | LESA MEIRA

Díana Kristín Sigmarsdóttir á reynslu hjá Molde Elite

Díana Kristín Sigmarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna heldur til Molde í Noregi á sunnudag til að taka þátt á æfingum í þrjá daga. Molde Elite spilar í efstu deild Noregs sem er töluvert sterkari en Olís deildin með lið eins og Larvik, Vipers Kristianstad og Glassverket innanborðs. Liðin komust að samkomulagi eftir viðræður fyrr í vikunni þar sem Díana mun dvelja frá sunnudegi til miðvikudags. Eftir æfingarnar mun það svo ráðast hvort að þeim líst vel á hana og þá er…

13.01 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Sigurður Ari afreksmaður

Sigurður Ari Stefánsson var valin afreksmaður fimleikadeildar á uppskeruhátíð Fjölnis sem fór fram 30.desember við hátíðlega athöfn. Sigurður Ari Stefánsson hóf æfingar hjá Fimleikadeild Fjölnis 7 ára gamall. Þó að hann sé einungis 11 ára í dag er hann flott fyrirmynd drengja í íþróttum. Hann tók þátt á sínu fyrsta fimleikasambandsmóti fyrr á árinu þar sem hann varð þrepameistari drengja í sínum aldursflokki og náði þar frábærum árangri. Stuttu síðar varð hann Íslandsmeistari í 5.þrepi. Keppnistímabilið á haustönn hófst vel…

13.01 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Ólafur Páll fær stærra hlutverk

Ólaf­ur Páll Snorra­son, spilandi aðstoðarþjálf­ari hjá Fjölni í Pepsi-deild karla, mun fá stærra hlut­verk hjá fé­lag­inu á ár­inu en hann hef­ur verið ráðinn af­reksþjálf­ari hjá Grafar­vogsliðinu. Ólaf­ur Páll á að baki yfir 200 leiki í meist­ara­flokki í efstu deild og er marg­fald­ur Íslands- og bikar­meist­ari með FH. Hann mun vinna náið með þjálf­ur­um meist­ara­flokka, yfirþjálf­ara yngri flokka og aðalþjálf­ur­um 2.-4. flokks hjá Fjölni með það að mark­miði að styðja enn frek­ar við bakið á ung­um af­reks­mönn­um. Auk ýmis kon­ar fræðslu…

12.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Martin Lund semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við 25 ára danskan miðjumann sem lék síðast með Horsens, hann heitir Martin Lund Pedersen og á 19 leiki að baki með yngri landsliðum Danmerkur.  Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í Grafarvogi.  Pedersen er sóknarmiðjumaður sem getur einnig leyst stöðu vinstri vængmanns. Hann var á sínum tíma í unglingaliðum OB.    Við sama tilefni var tilkynnt um nýtt afreksstarf sem Grafarvogsfélagið hefur hafið. Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hefur verið ráðinn…

12.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir vann Skallagrím

Fjjölnir vann Skallagrím 92: 72 í Borgarnesi í kvöld í 9 umferð í 1 deild karla í körfubolta. 11 - 20 21 - 29 20 - 20 20 - 23 Róbert Sigurðsson skoraði 21 stig og var stigahæstur í leiknum hjá okkar mönnum. Með þessum sigri erum við komnir á toppinn í 1 deild. Staðan í deildinni  

08.01 2016 | Karfa LESA MEIRA

Úrtaksæfingar U17 karla

Um helgina 15 - 17 janúar fara fram úrtaksæfingar hjá U17 landsliði karla í knattspyrnu. Fjölnir á þrjá fulltrúa í hópnum, en þeir eru, Djordje Panic   Ísak Atli Kristjánsson Torfi T. Gunnarsson Við óskum þeim góðs gengis.

08.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Aron Sig til Tromsö á reynslu

Fjölnir hefur samþykkt beiðni norska úrvalsdeildarliðsins Tromsö um að fá Aron Sigurðarson á reynslu í vikutíma.  Aron heldur út til Noregs 18. janúar næstkomandi.  Hinn 22 ára gamli Aron er uppalinn Fjölnismaður en hann spilaði alla leiki liðsins í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og skoraði sex mörk.  Aron hefur samtals skorað 23 mörk í 103 deildar og bikarleikjum með Fjölni.  Tromsö endaði í 13. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Tryggvi Guðmundsson lék á sínum tíma með liðinu við…

07.01 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jóla- og áramótanámskeið HDF

Handknattleiksdeild Fjölnis stóð fyrir árlegu jóla- og áramótanámskeiði þannn 28. og 29. desember síðast liðinn.  Að þessu sinni var farin sú leið að bjóða upp á námskeiðið frítt, og var boðið upp á skráningu á netinu. Skemmst er frá því að segja að fyrirkomulagið sló í gegn og 80 iðkendur voru skráðir á aldrinum 6-9 ára.  Flest þeirra voru byrjendur og fengu þau góða handleiðslu í grunnatriðum íþróttarinnar frá okkar reyndu þjálfurum.  Hópnum var skipt eftir aldri, í 1. og…

05.01 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Ingvar afreksmaður frjálsíþróttadeildarinnar 2015

Ingvar Hjartarson var valinn afreksmaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis 2015. Ingvar Hjartarson er 21 árs en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn af bestu langhlaupurum landsins undanfarin ár. Hann hefur æft hlaup frá 15 ára aldri en áður var hann í fótbolta og körfubolta. Ingvar varð Íslandsmeistari í bæði 5 og 10 km götuhlaupum árið 2015. Hann sigraði Víðavangshlaup ÍR í apríl á tímanum 15:36 en það hlaup var jafnframt Íslandsmeistarmót í 5 km götuhlaupi. Einnig sigraði hann í Stjörnuhlaupinu á…

03.01 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.