Fjölnir | FRÉTTIR

Góður árangur á Akureyri

Rúmlega 30 stúlkur og strákar frá deildinni tóku þátt í Haustmóti í 4. - 5. þrepi sem fór fram á Akureyri helgina 28. - 30. október. Virklega gaman að hefja fyrsta mót vetrarins á Akureyri. Það var keppt í liðakeppni og skiluðu keppendur frábærum árangri og voru á palli í flestum hlutum mótsins. Takk foreldrar, iðkendur og þjálfarar fyrir samveruna og að gera helgina eftirminnilega fyrir okkur öll! Úrslit frá mótinu má nálgast hér: http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/319 Myndir frá mótinu má…

31.10 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Aukinn kraftur settur í íþróttir og lýðheilsu

Gengið hefur verið frá því af hálfu menntamálaráðherra að Borgarholtsskóli fái aukið fjármagn næstu fimm árin til að byggja áfram upp og þróa starfsemi á sviði íþrótta og lýðheilsu. Á afreksíþróttasviði skólans eru nú um 120 nemendur en þeir stunda nám á hinum ýmsu brautum skólans.  Stefnt er að auknu samstarfi skólans og Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi sem snýr að þjálfun og faglegu starfi.  Borgarholtsskóli mun í framtíðinni því   geta sinnt kennslu íþrótta á einum stað, þ.e. í Egilshöll.  Hingað…

29.10 2016 | LESA MEIRA

Herrakvöld Fjölnis 2016

Herrakvöld boltagreina Fjölnis 2016. Föstudagskvöldið 28. okt á Korpúlfsstöðum. Veislustjóri og skemmtikraftur: Sóli Hólm  Ræðumaður kvöldsins: Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis Einungis 220 miðar í boði og því nauðsynlegt að tryggja sér miða í tæka tíð. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Miðaverð er 7.900 kr. Miðasala, borðapantanir og nánari upplýsingar á gummi@fjolnir.is og frida@fjolnir.is Áfram Fjölnir!  

26.10 2016 | LESA MEIRA

Grafarvogslaug lokuð

ATH !!!! Allar æfingar falla niður í Grafarvogslaug mánudaginn 24.október þar sem laugin er lokuð vegna viðgerða.

23.10 2016 | Sund LESA MEIRA

Æfingar í dag

Ágætu forráðamenn ! Í dag eru allar æfingar í gangi en við hvetjum forráðamenn að fylgjast vel með að krakkarnir komist örugg á og af æfingum. Það er allt í góðu að vera heima í dag og hafa það kósý, það er jú leiðinlegt veður. Við sendum út frekari tilkynningu ef eitthvað breytist. Skrifstofa Fjölnis

19.10 2016 | LESA MEIRA

Heimkomu landsliðsfólks fagnað

Iðkendur og þjálfarar tóku vel á móti landsliðsfólkinu í dag eftir frábæran árángur á EM í hópfimleikum. Systurnar Ásta og Heiða mættu með verðlaunin um hálsin og heilsuðu iðkendum sem klöppuðu vel fyrir þeim. Bjarni Gíslason landsliðsþjálfari sagði síðan nokkur orð um hvað þarf til þess að ná árangri og komast langt í fimleikum. En Bjarni og Karen þjálfarar hjá fimleikadeildinni voru í landsliðsþjálfarateymi Íslands á þessu móti . Fimleikadeildin óskar ykkur enn og aftur til hamingju með glæsilegan árangur…

17.10 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Óskar Jakobsson ráðinn þjálfari hjá Hlaupahópi Fjölnis

Nú hefur nýr þjálfari tekið við Hlaupahópi Fjölnis. Hann heitir Óskar Jakobsson og tók við um miðjan október. Helga Guðný Elíasdóttir hefur þjálfað hópinn frá áramótum, en hún hætti störfum í haust og hefur Ingvar Hjartarson séð tímabundið um hópinn. Byrjendanámskeið hófst í byrjun september og var góð þátttaka á því. Ingvar Hjartarson og Ingólfur Björn Sigurðsson voru þjálfarar á því námskeiði. Miklar framfarir hafa verið hjá byrjendunum og munu þau hlaupa áfram með hópnum undir umsjón Óskars. Hjá Hlaupahópnum…

16.10 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Nýir þjálfarar í knattspyrnu

Knattspyrnudeildin hefur verið að ganga frá samningum við þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Hérna koma fyrstu myndir af þjálfurum sem voru að undirrita samning við Fjölni. Bjóðum þá velkomna til starfa.

13.10 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnisstúlkur nældu sér í Íslandsmeistaratitla í skák

Íslandsmót ungmenna fór fram um helgina í Rimaskóla í Grafarvogi Teflt var um tíu Íslandsmeistaratitla og var baráttan á reitunum 64 hörð. 96 skákmenn tóku þátt og mikill fjöldi stúlkna setti svip á mótið. Svo skemmtilega vildi til að Íslandsmeistarar úr hópi Fjölnisskákmanna voru tvær stúlkur, þær Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir í flokki 11 - 12 ára og Nansý Davíðsdóttir í flokki 13 - 14 ára. Rakel Björgvinsdóttir hlaut 2. sætið í flokki 11-12 ára stúlkna. Fjölniskrakkar fjölmenntu á mótið og einkum í hópi 11…

11.10 2016 | Skák LESA MEIRA

EM vikan að hefjast

Landslið Íslands í hópfimleikum leggja af stað til Slóveníu í dag til þess að keppa á Evrópumótinu í TeamGym. Fimleikadeildin hlakkar til að fylgjast með Fjölnis stúlkunum Ástu og Heiðu sem keppa með unglingalandsliðum í stúlkna og mix flokki. Við erum líka stolt af þjálfurunum okkar Bjarna og Kareni sem eru landsliðsþjálfarar liðana. Rúv verður með útsendingar af mótinu og hvetjum við ykkur til þess að styðja þau og Ísland heima í stofu. Gangi ykkur vel og ÁFRAM ÍSLAND :D

10.10 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Dagur Ragnarsson vann Hannes Hlífar á Íslandsmóti skákfélaga

Skákdeild Fjölnis er í 3. sæti í 1. deild Íslandsmóts félagsliða í skák eftir fyrri hluta mótsins sem fram fór í Rimaskóla dagana 29. sept. - 2. okt. Aðeins "stórveldin" Taflfélag Reykjavíkur og Huginn eru ofar. Fjölnismenn hafa 22 vinninga af 40 mögulegum en staðan er mjög jöfn í 10 sveita 1. deild. Skákfélagið Huginn er í efsta sæti en Fjölnismenn náðu bestum árangri andstæðinga þeirra í þessum fyrri hluta. Hinn 19 ára Dagur Ragnarsson, stigahæsti skákmaður Íslands 20 ára…

06.10 2016 | Skák LESA MEIRA

Allir á körfuboltaleiki Fjölnis í vetur!

Körfuknattleiksdeild Fjölnis býður til sölu þrennskonar kort á heimaleiki meistaraflokkanna. Söluátak fer fram á næstu dögum þar sem leikmenn meistaraflokkanna munu hringja út og óska eftir stuðningi. Kortin eru einnig til sölu í iðkendaskráningakerfi Fjölnis auk þess sem þau verða seld á fyrsta heimaleik meistaraflokks karla föstudaginn 7. október þar sem Fjölnir tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum kl. 18:30. Þökkum fyrir stuðninginn! Áfram Fjölnir!

04.10 2016 | Karfa LESA MEIRA

Herra Fjölnir, fimm,sex ár í viðbót

Gunnar Már Guðmundsson, einnig þekktur sem Herra Fjölnir, var að vonum ánægður með 3-0 sigur gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag.  Gunnar viðurkennir hins vegar að Fjölnismenn séu svekktir að hafa ekki náð Evrópusæti þrátt fyrir að hafa gert sitt.  „Við erum náttúrulega ánægður með okkar leik og að hafa náð að klára þetta. Fyrir okkur snerist þetta um að klára verkefnið og treysta á aðra. Það er bara þannig þegar maður þarf að treysta á aðra að…

01.10 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Bjart framundan í Grafarvogi

Þetta er súr­sæt­ur sig­ur. Það er æðis­legt að vinna hérna og gera það sem við lögðum upp með. Við vor­um mjög skipu­lagðir og klár­um svo leik­inn á síðasta kort­er­inu og sýnd­um hvers við erum megn­ug­ir. En svo er svekkj­andi að fá ekki Evr­óp­u­sæti,” sagði Ágúst Þór Gylfa­son þjálf­ari Fjöln­is eft­ir 0-3 sig­ur á Breiðablik í dag. Fjöln­ir nær þó ekki Evr­óp­u­sæt­inu eft­ir að KR vann Fylki á heima­velli. „Evr­óp­u­sætið var ekki í okk­ar hönd­um eins og við viss­um en við…

01.10 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.