Fjölnir | FRÉTTIR

Málmtæknimótið gekk vel

Málmtæknimót Fjölnis fór fram um helgina í Laugardalslaug um síðasliðina helgi. Alls tóku um 290 sundmenn þátt í mótinu frá 13 mismunandi félögum og stundu sér 1150 sinnum í laugina. Frá Sunddeild Fjölnis tóku tæplega 30 krakkar þátt í mótinu og stóðu sig öll frábærlega vel.  Mikið um persónulega sigra og voru þau öll að bæta sína bestu tíma.  Gaman að sjá alla þessa flottu ungu krakka sem við eigum.  Einnig viljum við þakka þeim foreldrum sem komu og hjálpuðu…

29.11 2016 | Sund LESA MEIRA

Nansý með öruggan sigur á fjölmennu TORG-skákmóti Fjölnis

Systkinin Nansý og Joshua Davíðsbörn í Rimaskóla urðu í efstu sætum á TORG skákmóti Fjölnis sem fram fór í 14. sinn í hátíðarsal Rimaskóla. Systkinin voru efst fyrir síðustu umferð, tefldu úrslitaskák sem lauk með stuttu jafntefli. Bæði komust þau taplaus frá mótinu. Nansý varð ein í 1. sæti með 5,5 vinninga af 6 möguleikum. Hálfum vinningi neðar urðu ásamt Joshua þeir Stephen Briem og Örn Alexandesrsson. TORG mót Fjölnis hófst með ávarpi heiðursgests mótsins sem var ekki af…

28.11 2016 | Skák LESA MEIRA

6 lágmörk á HM-25

Kristinn Þórarinsson átti frábært mót, náði 6 HM lágmörkum og vann 4 Íslandsmeistaratitla og eitt silfur.  HM lágmörkin komu í öllum einstaklingsgreinunum sem hann tók átt í 50, 100 og 200m baksundi, 100 og 200m fjórsundi.  Auk þess synti hann undir lágmarki í 100m skriðsundi í fyrsta sprett í boðsundi.  Einnig setti hann Fjölnismet í 200m baksundi, 200m fjórsundi og 100m skriðsundi. Á lokahófi mótsins var hann svo valinn sundmaður mótsins fyrir besta árangur í karlaflokki. Það veður spennandi að…

22.11 2016 | Sund LESA MEIRA

TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla á laugardaginn

Skákdeild Fjölnis býður öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri að taka þátt í hinu árlega TORG-skákmóti sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur með happadrætti og mikilli verðlaunahátíð kl. 13:15. Mikið um dýrðir á þessu vinsæla skákmóti fjöldi vinninga og ókeypis ís í boði Emmess í skákhléi. Heiðursgestur mótsins verður enginn annar en hinn vinsæli rithöfundur, leikari, sjónvarpsstjarna og vísindamaður Ævar Þór og verða árituð eintök af nýjustu bókinni hans á  meðal þeirra vinninga sem keppt er um.…

21.11 2016 | Skák LESA MEIRA

Góður árangur Fjölniskrakka á Silfurleikunum

Silfurleikar ÍR fóru fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 19. nóv. Silfurleikar voru fyrst haldnir árið 1996 og hétu þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Yfir 600 keppendur tóku þátt í mótinu á aldrinum 5 til 17 ára. Að þessu sinni tóku 16 iðkendur frá Fjölni þátt á mótinu og stóðu sig…

20.11 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Níundi sigur Fjölnis

Fjór­ir leik­ir fóru fram í 1. deild karla í hand­knatt­leik í kvöld en Fjöln­ir náði í ní­unda sig­ur sinn í deild­inni er liðið vann Þrótt 39:30 í Laug­ar­dals­höll­inni.  Fjöln­is­menn hafa byrjað með lát­um í fyrstu deild­inni en liðið hef­ur verið grát­lega ná­lægt því að fara upp um deild síðustu tvö tíma­bil. Fjöln­ir er efst eft­ir leiki kvölds­ins með fullt hús stiga eft­ir níu um­ferðir eða 18 stig. HK kem­ur næst með 13 stig, ÍR með 12 stig, KR með 11…

19.11 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Marcus Solberg framlengir

Danski fram­herj­inn Marcus Sol­berg Mat­hi­a­sen hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við Fjöln­is­menn og er nú samn­ings­bund­inn Grafar­vogsliðinu út næsta tíma­bil. Sol­berg, sem er 21 árs gam­all og kom til Fjöln­is fyr­ir tíma­bilið í ár, lék alla 22 leiki Fjöln­ismanna í Pepsi-deild­inni í sum­ar og skoraði í þeim 5 mörk. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

16.11 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Guðmundur Steinarsson nýr aðstoðarþjálfari

Guðmundur Steinarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistarflokks Fjölnis i knattpyrnu. Guðmundur á að baki glæsilegan feril sem knattspyrnumaður og hefur siðan undarfarin ár komið að þjálfun og var síðasta verkefni hans þar þjálfun meistaraflokks Njarðvíkur. Við bjóðum Gumma hjartanlega velkominn í Grafarvoginn en hann er hér með Gústa þjálfara og Árna formanni deildarinnar 2 min eftir að gengið var frá samningnum

14.11 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sambíómót 2016 - Þakkir til ykkar

Góðan dag,   Körfuknattleiksdeild Fjölnis vill koma á framfæri bestu þökkum til allra þátttakendanna á mótinu, fjölskyldna þeirra, liðstjóra, og þjálfara. Með þátttöku þeirra áttum við saman frábæra körfuboltahelgi þar sem leikgleði barnanna var í fyrirrúmi. Deildin þakkar einnig styrktaraðilum mótsins og þakkar kærlega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gerðu þessa frábæru körfuboltahelgi að veruleika og gerðu gott mót ennþá betra. Körfuknattleiksdeild Fjölnis, í samvinnu við SAMbíóin Egilshöll, hélt uppteknum hætti síðustu ára með því að halda sitt árlega körfuboltamót þar…

09.11 2016 | Karfa LESA MEIRA

Kepptu í fyrsta sinn í Fjölni

Það var gaman að fylgjast með keppendum Fjölnis taka þátt á fimleikamóti á heimavelli. En helgina 5. - 6. nóvember fór fram seinni hluti haustmóts en þar var keppt í 1.- 3.þrepi og frjálsum æfingum. Þórhildur og Sigurður Ari Fjölniskrakkar voru ánægð með mótið, Sigurður Ari vann til verðlauna á svifrá og bogahesti sem er glæsilegur árangur. Við óskum við þeim til hamingju með fyrsta mót vetrarins.    Úrslit frá mótinu má nálgast hér: http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/321 Myndir frá mótinu má nálgast…

07.11 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Frábæri viðtakandi - má bjóða þér í partý?

Frábæri viðtakandi – má bjóða þér í partý?

Fyrir nokkrum dögum sendi ég þér upplýsingar um nýtt verkefni sem UMFÍ er að fara af stað með. Verkefnið heitir Nýtum tækifærin núna – skoðanir ungs fólks. Í stuttu máli er markmið verkefnisins að fá fólk saman úr ungmennafélagshreyfingunni, bæði stjórnendur og ungt fólk sem starfið er hugsað fyrir. UMFÍ efnir til 4 umræðupartýa og nú er komið að því fyrsta sem fram fer föstudaginn 25. nóvember kl.…

07.11 2016 | LESA MEIRA

Góður árangur hjá Fjölni á Gaflaranum

FH hélt sitt árlega frjálsíþróttamót Gaflarann laugardaginn 5. nóv. í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Mótið var fyrir 10-14 ára og tókst mótahaldið mjög vel. Góð þátttaka var frá Fjölni á mótinu en 17 krakkar voru skráðir á mótið og voru nokkur þeirra að keppa á sínu fyrsta móti í frjálsum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru settir margir persónulegir sigrar. Nokkur þeirra komust á verðlaunapall: Kolfinna Ósk Haraldsdóttir 12 ára fékk tvenn bronsverðlaun í 60 m hlaupi og langstökki. Ingibjörg…

06.11 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir mistókst að komast á toppinn

Fjölni tókst ekki að hrifsa topp­sætið af FH í 1. deild kvenna í hand­bolta, en Fjöln­ir gerði 34:34 jafn­tefli við ÍR í átt­undu um­ferð deild­ar­inn­ar í Aust­ur­bergi í gær­kvöldi. Silja Ísberg og Sól­veig Lára Kristjáns­dótt­ir voru marka­hæst­ar í liði ÍR með níu mörk en Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir var að vanda at­kvæðamest í liði gest­anna úr Grafar­vog­in­um með 14 mörk. Fjöln­ir er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 11 stig og er einu stigi á eft­ir FH, sem trón­ir á toppi deild­ar­inn­ar.…

05.11 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Dagur Ragnarsson sigraði á sterku alþjóðlegu unglingaskákmóti í Svíþjóð

Dagur Ragnarsson, hinn efnilegi skákmeistari í Fjölni, kom sá og sigraði á alþjóðlegu unglingaskákmóti sem lauk í gær í Uppsölum í Svíþjóð. Dagur sem er 19 ára gamall hlaut 6,5 vinninga í 9 skákum. Dagur varð jafn Vigni Vatnari, öðrum íslenskum skákmanni, en hafði gullið með hálfu stigi eftir stigaútreikning. Glæsilegur árangur. Dagur var taplaus á mótinu, vann 4 skákir og gerði 5 jafntefli. Vignir tapaði fyrir Degi í innbyrðis skák. Oliver Aron Jóhannesson Fjölni tapaði í lokaumferðinni en hann var eins og Dagur og Vignir Vatnar einnig í toppbaráttunni…

04.11 2016 | Skák LESA MEIRA

Dagur Ragnarsson sigraði á sterku alþjóðlegu unglingaskákmóti í Svíþjóð

Dagur Ragnarsson, hinn efnilegi skákmeistari í Fjölni, kom sá og sigraði á alþjóðlegu unglingaskákmóti sem lauk í gær í Uppsölum í Svíþjóð. Dagur sem er 19 ára gamall hlaut 6,5 vinninga í 9 skákum. Dagur varð jafn Vigni Vatnari, öðrum íslenskum skákmanni, en hafði gullið með hálfu stigi eftir stigaútreikning. Glæsilegur árangur. Dagur var taplaus á mótinu, vann 4 skákir og gerði 5 jafntefli. Vignir tapaði fyrir Degi í innbyrðis skák. Oliver Aron Jóhannesson Fjölni tapaði í lokaumferðinni en hann var eins og Dagur og Vignir Vatnar einnig…

04.11 2016 | Skák LESA MEIRA

Knattspyrnuþjálfarar á Austurlandi

Dagana 11 .og 12.nóvember munu þeir; Hallur Ásgeirsson, Arnar Páll Garðarsson, Unnar Jóhannsson og Þorlákur Árnason kenna á fótboltanámskeiði sem er haldið Í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þar gefst krökkum í 7.-3.flokki drengja og stúlkna á Austurlandi tækifæri á að æfa undir stjórn okkar þjálfara. Við erum gríðarlega stolt af því að Austfiðringar skulu leita til okkar félags vegna kennslu á þessu námskeiði.

04.11 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Haustmót II haldið í Fjölni

Við höldum í fyrsta skipti fimleikamót í frjálsum æfingum í samstarfi við fimleikasambandið og hlökkum til að fá að fylgjast með flottum fimleikum. Keppt er í fjölþraut og á einstökum áhöldum. Skipulag mótsins má nálgast hér.   Aðgangseyri

  •  Fullorðnir 18 ára og eldri - 1.000 kr
  •  Börn og unglingar 17 ára og yngri - Frítt
  Allir velkomnir!

04.11 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Þorlákur með UEFA Elite Youth A

Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Fjölnis í knattspyrnu útskrifaðist í vikunni með UEFA Elite Youth A þjálfaragráðu. Þorlákur hefur sótt námskeið hjá sænska knattspyrnusambandinu síðustu mánuðina og er fyrsti íslenski þjálfarinn sem hlýtur þessa gráðu. Við óskum Þorláki til hamingju með áfangann og bindum miklar vonir við að þetta komi til með að styrkja starfið í knattspyrnudeildinni enn frekar á næstu mánuðum.

04.11 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Málmtæknimót Fjölnis

verður haldið í Laugardalslaug helgina 26.-27.nóvember 2016 Keppt verður í 25 metra laug í þremur hlutum á tveimur dögum.

>>> BEIN ÚRSLIT og Keppendalisti <<< Nánari upplýsingar, boðsbréf, splash skrár, Live-úrslit ofl. má einnig finna á swimrankings  https://www.swimrankings.net/index.php?page=CalendarDetail&CalendarId=115092985 Keppnishlutar I.hluti Laugardagur 26. nóvember Upphitun kl. 08:10 Mót kl. 09:00 II.hluti Laugardagur 26. nóvember Upphitun kl. 14:00 Mót kl. 15:00 III.hluti Sunnudagur 27. nóvember Upphitun kl. 09:00 Mót kl. 10:00 ATH..röng timasetning vat send út i 3.…

02.11 2016 | Sund LESA MEIRA

Úrtaksæfingar U19 kvenna

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands~Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.  Frá okkur voru valdar Stella Þóra Jóhannesdóttir Fjölnir   Vala Kristín Theódórsdóttir Fjölnir Óskum þeim stelpum góðs gengis.

01.11 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.