Fjölnir | FRÉTTIR

Viðar Ari íþróttamaður ársins

Gleðilega hátíð ! Bíð ykkur hjartanlega velkomin í hátíðarsalinn okkar í Egilshöll föstudaginn 30 desember, þar sem við ætlum að velja íþrótta- og Fjölnismann ársins 2016. Einnig verða afreksmenn hverrar deildar heiðraðir sérstaklega. Þetta er í 28 skipti sem valið fer fram.   Í fyrra var Kristján Örn Kristjánsson, handboltamaður valinn  íþróttamaður ársins og  Hermann Kristinn Hreinsson valinn, Fjölnismaður ársins. Þau sem voru valin fyrir árið 2016 eru, Íþróttamaður ársins var valinn Viðar Ari Jónsson, knattspyrnumaður Fjölnismaður ársins var valinn Jarþrúður…

31.12 2016 | LESA MEIRA

Áramótakveðja frá körfunni

Um leið og við þökkum fyrir samstarfið á fyrri hluta körfuboltatímabilsins óskum við ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.  Við erum stolt af iðkendum Körfuknattleiksdeildarinnar og horfum spennt fram á seinni hluta tímabilsins þar sem við erum sannfærð um að hver og einn muni vaxa og blómstra í íþróttinni okkar. Þegar horft er yfir fyrri hluta tímabilsins þá er auðvelt að segja að gangur deildarinnar sé með ágætum. Yngstu iðkendurnir æfa að kappi undir stjórn þjálfara okkar og…

30.12 2016 | Karfa LESA MEIRA

Áramót Fjölnis 2016

Áramót Fjölnis fór fram fimmtudaginn 29. desember í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Nokkur aldursflokkamet féllu á mótinu. Kjartan Óli Ágústson 14 ára iðkandi í Fjölni setti þrefalt aldursflokkamet þegar hann hljóp 2000 m á 6:35,96 sem er Íslandsmet í flokki 14 ára, 15 ára og 16-17 ára. Iðkendur í Fjölni stóðu sig almennt mjög vel á mótinu. Þeir sem sigruðu í sínum greinum voru Helga Þóra Sigurjónsdóttir sem sigraði í hástökki kvenna þegar hún stökk yfir 1,70 m. Hugi Harðarson sigraði…

30.12 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Jólakveðja

Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni færum þér og þínum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Megi næsta ár færa ykkur gæfu og velgengni. Jólakveðjur, Starfsfólk Fjölnis

23.12 2016 | LESA MEIRA

RISAstór fjölskylda

Í dag fékk Boban okkar allra afhendan ágóðan úr söfnunarleiknum ásamt áritaðri treyju frá leikmönnum leikjanna. Það safnaðist góð upphæð, hærri en við vorum búin að reikna með, en hún á eftir að nýtast okkar manni vel. Boban vildi koma eftirfarandi á framfæri: "Síðastliðið ár hefur verið mjög erfitt og öllu sem því hefur fylgt. Þessi viðburður hefur hjálpað mér mikið og ég á engin orð yfir það sem fólk hefur gert fyrir mig. Þetta hefur sýnt mér að hér…

22.12 2016 | LESA MEIRA

Jólafjör í knattspyrnudeildinni

Það hefur verið mikið líf og fjör hjá yngri flokkum Fjölnis undanfarna daga. Anna Björk Kristjánsdóttir leikmaður Örebro í Svíþjóð og íslenska landsliðsins hefur verið að aðstoða við æfingar í desember í yngri flokkum stúlkna auk þess sem hún hefur verið með fyrirlestra I elstu stúlknaflokkunum. Samherji hennar úr landsliðinu Glódís Perla Viggósdóttir sem leikur með Eskilstuna í sænsku úrvalsdeidinni heimsótti okkur síðan á sérstökum Stelpudegi sem var í Egilshöll þann 20.desember. Þá fengum við spænskan þjálfara í heimsókn; Antonio…

21.12 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

40 krakkar á jólaskákæfingu Fjölnis

Síðasta miðvikudagsæfing skákdeildarinnar á þessu ári var mjög fjölmenn og skemmtileg jólaskákæfing. Teflt var í þremur flokkum, eldri og yngri flokk auk stúlknaflokks. Í stúlknaflokki stóð sig best Kelduskólaskákdrottningin Rakel Björgvinsdóttir og í yngri flokk Jón Emil efnilegur skákmaður úr Vættaskóla. Í eldri flokk voru 14 þátttakendur sem allir eru farnir að tefla af mikilli færni. Þar varð efstur Kristján Dagur Jónsson úr Langholtsskóla með fullt hús en í næstu sæti röðuðu sér bekkjarbræður úr 6. bekk Rimaskóla, Joshua, Ríkharð…

20.12 2016 | Skák LESA MEIRA

40 krakkar mættu á jólaskákæfinguna

Það var að vanda góð stemmning og barátta á síðustu skákæfingu ársins, jólaskákæfingunni þar sem allir þátttakendur voru leystir út með gjöfum eftir fjölmennar og góðar skákæfingar á haustmisseri. Þau Steinn og Vala, foreldrar í hópnum, sáu um gjafamálin og meðlætið með kaffinu. Pokarnir sem skákkrakkarnir fengu voru fullsetnir nammi og öðru glingri. Stúlkurnar tefldu saman undir stjórn Sigríðar Bjargar og þar sigraði Kelduskólaskákdrottningin Rakel Björgvinsdóttir. Yngri flokkurinn var í umsjá Jóhanns Arnars og þar var mótið mjög jafnt en lauk…

19.12 2016 | Skák LESA MEIRA

Styrktarleikurinn fyrir Boban

Enn ein dramatíkin hjá mér! ;) Það að koma hugmynd í verk er eitthvað það skemmtilegasta sem maður gerir. Þessi hugmynd mín kveiknaði í október og er búinn að stækka og stækka á þessum tíma. Ótrúlega gaman að sjá hvað allir tóku vel í þetta og voru tilbúnir að hjálpa. Það safnaðist mikill peningur, miklu meiri en ég þorði að vona. Það að ná að búa til viðburð sem sameingar boltagreinar Fjölnis er ég stoltastur af. Þessi viðburður er vonandi…

19.12 2016 | LESA MEIRA

Ísak Atli og Torfi framlengja samningum

Ísak Atli Kristjánsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson hafa framlengt samningum sínum við Fjölni. Þeir félagar eiga báðir yfir 20 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og væntum við Fjölnismenn mikils af þeim á næstu árum. Þeir eru hér á myndinni með Árna Hermannssyni formanni knattspyrnudeildar þegar samningarnir voru handsalaðir eftir góðan sigur Fjölnis á FH í úrslitaleik Bose mótsins.

19.12 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Góð stemning á Jólamóti Fjölnis

Jólamót Fjölnis fyrir yngri iðkendur var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 18. desember. Iðkendum Aftureldingar var einnig boðið að keppa á mótinu. Keppt var í 60 m hlaupi, skutlukasti, langstökki og 200 m hlaupi. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og greinilegt að allir vildu gera sitt besta. Eldri iðkendur deildarinnar sáu um mótshaldið og er það liður í fjáröflun þeirra fyrir keppnisferð til Gautaborgar næsta sumar. Að lokum fengu allir keppendur viðurkenningarskjal með árituðum árangri á mótinu og veglega gjöf…

18.12 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Mætum á eftir kl. 16 í Dalhús

Í dag laugardaginn 17 desember ætla meistaraflokkar boltagreina Fjölnis að sameinast og spila handbolta, fótbolta og körfubolta í fjórum blönduðum liðum. Gleðin byrjar kl. 16:00 og stendur til kl. 18:00 Sjá auglýsingu á mynd. Mætum öll og skemmtum okkur saman.

17.12 2016 | LESA MEIRA

Fjölnir burstaði Íslandsmeistarana

Fjölnir vann Bose mótið eftir að hafa burstað Íslandsmeistara FH 6-1 í úrslitaleik í Egilshöll í kvöld. Bojan Stefán Ljubicic leikmaður Keflavíkur er á reynslu hjá Fjölni þessa dagana og hann skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu með glæsilegu skoti upp í samskeytin. FH jafnaði með marki Atla Guðnasonar mínútu síðar. Fjölnir rúllaði svo yfir Hafnfirðingana með fimm mörkum í viðbót. Ægir Jarl Jónsson kom þeim yfir með skallamarki og Viðar Ari Jónsson skoraði svo gott mark á lokamínútu…

16.12 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Kristinn á HM í sundi

Kristinn Þórarinsson úr Sunddeild Fjölnis, tók þátt í Heimsmeistaramóti í sundi sem fram fór í Windsor í Kanada í síðustu viku.  Kristinn keppti í 5 einstaklingsgreinum, 50, 100 og 200 metra baksundi og 100 og 200m fjórsundi.  Hann var að bæta sinn besta tím í 100m fórsundi og var rétt við sitt besti í hinum greinunum.  Einnig keppti hann í 3 boðsundum sem settu þrjú ný Íslandsmet.  4x50m skrið, 4x50m. fjór og 4x100m fjór. Flottur árangur hjá þessum unga og…

13.12 2016 | Sund LESA MEIRA

Gleði í Dalhúsum/uppboð á treyjum

Laugardaginn 17.desember ætla meistaraflokkar boltagreina Fjölnis að sameinast og spila handbolta,fótbolta og körfubolta í fjórum blönduðum liðum. Gleðin byrjar kl 16:00 og stendur yfir til 18:00 ( nánari dagskrá að neðan). Hvert lið hefur fyrirliða og hafa náðst samningar við Aron Sigurðarson leikmann Tromsö og Guðlaug Victor Pálsson leikmann Esbjerg  að taka það hlutverk að sér. Samningar standa yfir við handboltamann og körfuboltamann. Dagskrá: 16:00 Liðin kynnt út á völl ( Kynnir Ingvar Örn Ákason) 16:10 Leikir í körfubolta 16:30…

08.12 2016 | LESA MEIRA

Jólafótboltamót Fjölnis 2016

Jólafótboltamót Fjölnis 2016 verður haldið, líkt og undanfarin ár, nú 10. desember í Egilshöllinni. Mótið er fyrir 6. og 7. flokk kvenna. Við eigum von á 550 hressum fótboltastelpum í jólafótboltastuði og vonandi um 1000 foreldrum til að styðja við bakið á þeim. Spilaður er 5 manna bolti, leiktími 10 mín og hvert lið leikur 5 leiki. 6. flokkur byrjar um morguninn og svo tekur 7. flokkur. Gera máFlokkur við. Gert er ráð fyrir 2,5 klst. viðveru hvers liðs. Leikjaplan…

08.12 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Guðrún Helga valin í úrtaksæfingu U16

Guðrún Helga Guðfinnsdóttir hefur verið valin í úrtaksæfingar U16 kvenna í knattspyrnu sem fram fara 9-11 desember næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar. Óskum henni góðs gengis.

07.12 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Nú fer hver að vera síðastur !

Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í borð á Þorrablótið sem haldið verður 21. janúar í Dalhúsum það eru rétt rúmlega 20 borð eftir sjá mynd með frétt, ath. búið er að merkja seld borð með gulum lit. Forsala á borðum á Þorrablótið lýkur 15. desember, eftir það hækkar miðinn pr. mann úr 8.900 kr. í 9.990 kr. 12 manna borðin fara úr 106.800 í 119.880 krónur. Koma svo....   drífa sig að smala saman 12 manna hóp…

03.12 2016 | LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.