Fjölnir | FRÉTTIR

Reykjavíkurmeistarar 2016

Strákarnir í 2 flokki karla urðu í dag Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu 2016 eftir sigur á Þrótti 3 - 2 í leik sem við vorum miklu betra lið en tókst illa að klára fjölda færa í leiknum. Mörkin okkar skoruðu Ægir 2 og Ingibergur Kort 1. Til hamingju strákar og þjálfarar, vonandi er þetta byrjun á skemmtilegu sumri hjá 2 flokki. Áfram Fjölnir

30.04 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Kæru Fjölnismenn nær og fjær.

Kæru Fjölnismenn nær og fjær. Nú er allt að gerast í handboltanum og strákarnir komnir 2-0 yfir í einvíginu gegn Selfyssingum um laust sæti í Olísdeild karla næsta vetur. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sætið fræga. Stuðningurinn hefur verið magnaður hingað til en við viljum gera enn betur og TROÐFYLLA Dalhúsin okkar! Dagskrá frá kl. 18:00-19:00 í sundlaugaranddyri þar sem verður andlitsmálning fyrir alla og svo grillmatur gegn vægu gjaldi. Svo hefst leikurinn kl. 19:30 - það…

28.04 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Nú er allt að gerast í handboltanum !

Kæru Fjölnismenn nær og fjær. Nú er allt að gerast í handboltanum og strákarnir komnir 2-0 yfir í einvíginu gegn Selfyssingum um laust sæti í Olísdeild karla næsta vetur. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sætið fræga. Stuðningurinn hefur verið magnaður hingað til en við viljum gera enn betur og TROÐFYLLA Dalhúsin okkar! Dagskrá frá kl. 18:00-19:00 í sundlaugaranddyri þar sem verður andlitsmálning fyrir alla og svo grillmatur gegn vægu gjaldi. Svo hefst leikurinn kl. 19:30 - það…

28.04 2016 | LESA MEIRA

Hera Björk með sinn fyrsta sigur á Fed Cup

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Kósóvó í dag og tapaði 2-1. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 4 hjá Kósóvó, Arlinda Rushuti. Þrátt fyrir að spila númer 4 í liðinu var hún langbest hjá Kósóvó og spilaði mjög vel. Anna Soffia tapaði leiknum 6-0 og 6-0 en átti margar jafnar lotur. Íslenska liðið frá vinstri: Anna Soffia, Selma Dagmar, Hera Björk og Hekla Maria ánægðar með íslenskan sigur Íslenska liðið…

27.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk tvöfladur Íslandsmeistari innanhúss.

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í meistaraflokki. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar landar titlinu auk og fjórða árið í röð í tvíliðaleik. Þetta er í fyrsta skipti sem Hera Björk fagnar titlinum. Í úrslitaleik kvenna mættust Hera Björk og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hera Björk sigraði…

27.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hjalti : Fjölnir á að vera stórveldi

Naflaskoðun framundan í  Grafarvogi Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnismanna segir að oddaleikur Fjölnis og Skallagríms varpi góðu ljósi á tímabilið í heild hjá Fjölnismönnum. Karfan.is ræddi við Hjalta í morgun en Fjölnismenn verða í 1. deild karla á næstu leiktíð eftir tapið gegn Borgnesingum í gær. Hjalti sagði einnig að Fjölnismenn ættu ekki að sætta sig við neitt annað en að Fjölnir væri stórveldi! „Þessi leikur í gær zoomeraði algerlega upp tímabilið hjá okkur. Erum að gera vel í 35…

27.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Úrslitaleikur um sæti í Dominosdeildinni á morgun þriðjudag

Á morgun er komið að stóru stundinni! Úrsltialeikur um það hvort Fjölnir eða Skallagrímur fara upp í Dominos deildina! Strákarnir eru staðráðnir í að ná sér í sigur og þar með sæti í Dominosdeildinni! Þeir þurfa að fá hjálp úr stúkunni og því viljum við sjá allt  Fjölnisfólk og Grafarvogsbúa gul og glöð í stúkunni að hvetja okkar menn til sigurs! ÁFRAM FJÖLNIR!

25.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Skákævintýri í Eyjum

Skákdeild Fjölnis bauð öllum sínum efnilegustu skákkrökkum upp á æfingabúðir í skák til Vestmannaeyja yfir eina nótt og tvo daga. Þetta er í 5. sinn sem skákdeildin stendur fyrir Sturlubúðum eins og skákbúðirnar nefnast. Rúmlega 20 skákkrakkar á aldrinum 9 - 13 ára tóku þátt í þessu skákævintýri sem byggðist upp á ferðalagi til Vestmannaeyja, kennslustundum undir leiðsögn færustu skákkennara landsins, gistingu við góðar aðstæður í Grunnskólanum Vestmannaeyjum og frjálsan leik þar sem sund og hinn árlegi feluleikur sköpuðu mestu gleðina. Fararstjóri var Helgi Árnason formaður skákdeildar…

25.04 2016 | Skák LESA MEIRA

Hera Björk íslandsmeistari í tennis

Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir úr tenn­is­deild Fjöln­is og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur urðu Íslands­meist­ar­ar í tenn­is inn­an­húss um helg­ina. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar fagn­ar titl­in­um en Hera Björk landaði titl­in­um í fyrsta sinn. Rafn Kumar mætti föður sín­um, Raj, í úr­slita­leik og vann 6:3 og 6:1. Feðgarn­ir urðu svo Íslands­meist­ar­ar í tvíliðal­eik. Hera Björk vann Önnu Soffíu Grön­holm í hörku­úr­slita­leik. Anna Soffía komst í 3:0 í fyrsta setti en Hera Björk vann…

25.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Frábær sigur á Selfoss

Fjölnir sigraði Selfoss í fyrsta leik liðannna í kvöld í umspili um laust sæti í efstu deild eftir mikinn baráttuleik, en Fjölnir komst yfir fyrst í seinni háfleik. það var mikill hraði strax í byrjun og greinilega talsverð spenna hjá leikmönnum. Jafnt á öllum tölum og eftir fyrstu 5 mínúturnar var staðan 4-4. Lítið skorað á næstu mínútum þrátt fyrir hraðan leik en bæði lið að spila litla vörn. Staðan eftir 10 mínútur, 6-6. Selfoss náði svo þriggja marka forskoti…

24.04 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir- Selfoss #1 kl. 19:30 í Dalhúsum

Á eftir kl. 19:30 í Dalhúsum verður fyrsti leikur hjá Fjölni á móti Selfoss í umspili um laust sæti í Olísdeild karla í handbolta. Mætum og fyllum húsið og styðjum strákana.   Áfram Fjölnir

24.04 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fjórða viðureign Fjölnis og Skallagríms í Borgarnesi á morgun laugardag!

Á morgun laugardag er komið að leik 4 í úrslitaeinvígi Fjölnis og Skallagríms. Fjölnir eru yfir 2-1 í einvíginu eftir frækin sigur í síðasta leik og með sigri á morgun tryggja strákarnir sér sæti í Dominosdeildinni! Stuðningurinn í úrslitakeppninni hefur verið hreint út sagt stórkostlegur og viljum við gera ennþá betur á morgun og hjálpast öll að við að komast upp í Dominosdeildina þar sem Fjölnir á heima! Leikurinn hefst kl. 16.00 og er í Borgarnesi og er að…

22.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Fjölniskrakkar rökuðu inn verðlaunum á Reykjavíkurmeistaramóti 11-14 ára

Reykjavíkurmeistaramót fyrir 11-14 ára fór fram dagana 19. og 20. apríl í Laugardalshöll. Fjölnir átti 7 keppendur á mótinu sem kepptu í aldursflokkum 13 og 14 ára. Óhætt er að fullyrða að þau hafi öll staðið sig frábærlega. Samtals hrepptu þau 10 Reykjavíkurmeistaratitla og fengu auk þess 6 silfur og 10 brons. Athyglisvert er að skoða fjölda keppenda frá félögunum og fjölda verðlauna. ÍR var með 49 keppendur, Ármann með 44 keppendur, KR með 10 keppendur og Fjölnir með 7…

22.04 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölmenni á sumarskákmóti Fjölnis

Rúmlega 50 grunnskólakrakkar á öllum aldri fjölmenntu á Sumarskákmót Fjölnis sem haldið var á hátíðarsvæðinu í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta. Mótið var liður í dagskrá Barnamenningarhátíðar 2016. Um helmingur þátttakenda komu frá Skákdeild Fjölnis en í hópi gesta voru allir sterkustu skákkrakkar landsins í grunnskóla. Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf verðlaunagripi og vinningar voru 20 talsins, bíómiðar í SAMbíóunum. Bárður Örn Birkisson úr Kópavogi vann mótið líkt og í fyrra en Rimaskólapilturinn efnilegi, Joshua Davíðsson 5-HS vann yngri flokkinn. Samhliða sumarskákmótinu fór fram…

21.04 2016 | Skák LESA MEIRA

Sumarnámskeið fimleika og fótbolta

Fjölnir og Gufunesbær standa saman að heilsdagsnámskeiði í sumar, en boðið verður upp á frístund og fimleika eða frístund og fótbolta. Við fögnum þessu samstarfi og hlökkum til að vinna saman. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum vef Reykjavíkurborgar http://fristund.is/  og hefst 25.apríl. Einnig má nálgast nánari upplýsingar á skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700. Frístund & Fimleikar Frístund & Fótbolti

21.04 2016 | LESA MEIRA

Leikur 3 Fjölnir / Skallagrímur

Á morgun, miðvikudag er leikur 3 í viðureign Fjölnis og Skallagrím. Milli 18.15 og 18.35 munu landsliðsmenn árita plaköt í Dalhúsum og milli 18.30 og 19 verða fríar pylsur í boði fyrir 16 ára og yngri sem mæta í gulu ásamt því að boðið verður upp á andlitsmálun! Leikurinn hefst síðan kl. 19.15 og má búast við þvílíkri stemmningu og hörku leik en staðan er 1-1 og eru strákarnir staðráðnir í að ná forystu í viðureigninni og komast ennþá nær…

19.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Íslandsmeistaramót í sundi

Ellefu sundmenn frá Sunddeild Fjölnis taka þátt í Íslandsmeistaramóti  í sundi í 50m laug (IM-50) um næstu helgi. Fimm stúlkur:  Arey Rakel Guðnadóttir, Ágústa Rós Róbertsdóttir, Berglind Bjarnadóttir, Rakel Guðjónsdóttir og Steingerður Hauksdóttir Sex drengir: Daníel Hannes Pálsson, Hasteinn Hákonarson, Hilmar Smári Jónsson, Kristinn Þórarinsson, Jón Margeir Sverrisson og Vikar Máni Þórsson. Hvetjum alla til að koma og fylgjast með í Laugardalnum um helgina.  Enn mótið hefst á föstudags morgun og stendur fram á sunnudag. >>> Úrslit…

Íslandsmeistarar á þrepamóti

Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum áhaldafimleika en þar keppa þeir einstaklingar sem hafa náð ákveðnum stigum á mótum FSÍ á keppnistímabilinu. Það var ánægjulegt að sjá iðkendur Fjölnis á þessu móti í bæði stúlkna og drengjaflokki. Árangurinn var frábær og góða frammistaða skilaði Fjölni medalíum í safnið ásamt tveimur Íslandsmeistaratitlum. Það voru þær Venus Sara Hróarsdóttir í 2.þrepi 12 ára og Indíana Dögg Einarsdóttir í 5.þrepi 12 ára og eldri sem lönduðu þeim titlum. Sigurður Ari Stefánsson hafnaði…

18.04 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Sumarskákmót Fjölnis á sumardaginn fyrsta

Skákdeild Fjölnis heldur sitt árlega sumarskákmót í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta með glæsilegum hætti.  Mótið hefst kl. 14:00 n.k. fimmtudag 21. apríl og því lýkur kl. 16:00. Líkt og í fyrra er þetta vinsæla skákmót hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Dagskrá hverfishátíðar Grafarvogs í Rimaskóla lýkur með þessu áhugaverða skákmóti. Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur glæsilega eignarbikara til keppninnar til sigurvegara í eldri og yngri flokk og í stúlknaflokki. Mótið er ætlað öllum grunnskólabörnum og í verðlaun verða 20 bíómiðar í SAMbíóunum…

16.04 2016 | Skák LESA MEIRA

Leikur 2 í viðureign Fjölnis og Skallagríms í Borgarnesi á morgun

Á morgun, sunnudag er komið að leik tvö í úrslitaviðureign Fjölnis og Skallagríms. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er í Borgarnesi.  Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Skallagrím og eru Fjölnisstrákarnir staðráðnir í því að jafna einvígið með sigri á morgun! Stuðningurinn hefur verið frábær í úrslitakeppninni en við getum alltaf gert betur! Stuðningur úr stúkunni er gríðarlega mikilvægur og því viljum við sjá allt Fjölnisfólk og Grafarvogsbúa í Borgarnesi á morgun að styðja strákana okkar til sigurs!  Sjáumst í Borgarnesi…

16.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Vorfagnaður Fjölnis - miðasala komin á fulla ferð

Síðasta vetrardag ætla Fjölnismenn og -konur að slá til veislu og hita upp fyrir sumarið. Boðið verður uppá stórglæsilegt hlaðborð. Þjálfararnir Gústi Gylfa og Gunni Már verða á staðnum. Að lokum mun DJ sjá til þess að Fjölnisfólk fari dansandi inn í sumarið. Miðasala er komin á fulla ferð, þú vilt ekki missa af þessu. DAGSKRÁ: 19:00 Húsið opnar með fordrykk 20:00 Borðhald hefst Stórglæsilegt sjávarréttahlaðborð þar sem á boðstólum verða fleiri fisktegundir en flestir geta talið upp, framreitt af…

12.04 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fundur með borgarstjóra - breyting á fundarboði

Þriðjudaginn 12. apríl kl. 16:15 mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri koma í heimsókn til okkar Fjölnismanna í Sportbitann í Egilshöll og funda með framkvæmdastjóra, aðalstjórn og formönnum allra deilda félagsins um íþrótta- og aðstöðumál í Grafarvogi en í framhaldinu kl. 17:00 verður óformlegur standandi fundur með fulltrúum foreldrafélaga í Fjölni ásamt fulltrúum foreldrarráða í leik- og grunnskólum Grafarvogs, þ.e. öllum þeim sem koma að barna og unglingastarfi í Grafarvogi og Bryggjuhverfi.   Fundurinn kl. 17:00 er því ekki opinn fundur heldur fundur með fulltrúum foreldrarfélaga í Fjölni, viljum…

08.04 2016 | LESA MEIRA

Komnir í úrslit eftir sigur á ÍA

Fjöln­is­menn komu sér í úr­slit 1. deild­ar karla í körfuknatt­leik er þeir lögðu ÍA að velli í undanúr­slit­un­um, 77:72, en leikið var á Akra­nesi. Grafar­vog­s­pilt­ar unnu þar með ein­vígið 3:1 og mæta þar annað hvort Vals­mönn­um eða Skalla­grími. Þar er staðan hníf­jöfn eft­ir leik kvölds­ins. Borg­nes­ing­ar jöfnuðu ein­vígið í kvöld með sigri á heima­velli í Borg­ar­nesi, 78:71, staðan 2:2 og því úr­slita­leik­ur framund­an að Hlíðar­enda. Akra­nes - Vest­ur­gata, 1. deild karla, 07. apríl 2016. Gang­ur leiks­ins:: 5:2, 8:12, 8:15, 11:18, 19:26,…

07.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Hamborgara- og pylsuveisla og rútuferð á Skagann!

Á morgun, fimmtudag er komið að fjórða leik í einvígi Fjölnis og ÍA. Leikurinn fer fram á Akranesi og hefst leikurinn kl. 19.15.  Stuðningurinn í síðustu leikjum hefur verið hreint út sagt stórkostlegur og eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir allan stuðninginn! Strákarnir leiða einvígið 2-1 og með sigri á morgun tryggja þeir sér í úrslitarimmuna gegn Val eða Skallagrím og eru þá komnir skrefinu nær Dominosdeildinni. Körfuknattleiksdeild Fjölnis, Kjötbankinn og Goði bjóða í hamborgara- og pylsuveislu í hátíðarsal Dalhúsa frá…

06.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnir - ÍBV miðvikudaginn kl. 19.30

Síðasti leikur meistaraflokks kvenna í Olísdeildinni orðinn að veruleika. Langt, strangt, skemmtilegt og lærdómsríkt fyrsta tímabil liðsins í úrvalsdeild á enda runnið og kærkomið tækifæri til að fagna með stelpunum. Mætum og styðjum úr okkur lungun því liðið á það skilið. Leikurinn er á morgun, miðvikudaginn í Dalhúsum og hefst kl. 19:30 Þær hafa unnið flotta sigra og nú er komið að okkur að fylla kofann og fagna með þeim og styðja allan tímann! Gerum stúkuna gula - áfram Fjölnir!

05.04 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Þriðji leikurinn í viðureign Fjölnis og ÍA | mánudag kl. 19.15 í Dalhúsum

Á morgun, mánudag er komið að leik þrjú í viðureign Fjölnis og ÍA. Staðan er jöfn 1-1 og hafa báðir leikirnir verið gríðarlega spennandi. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er í Dalhúsum Allir 16 ára og yngri sem mæta í gulu fá pylsu í boði Goða ásamt því að boðið verður upp á andlitsmálningu. Stuðningurinn hefur verið frábær í síðustu tveim leikjum og því viljum við halda áfram. Við ætlum okkur að vera sjötti maðurinn á vellinum og hjálpa strákunum…

03.04 2016 | Karfa LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.