Fjölnir | FRÉTTIR

Hallvarður Sig skrifar undir samning

Hallvarður Óskar Sigurðarson hefur skrifað undir 3 ára samning við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hallvarður, sem er 17 ára gamall, er öflugur vinstri fótar leikmaður sem hefur spilað upp alla yngri flokka Fjölnis. Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Hallvarði til hamingju með samninginn og væntum við mikils af honum í framtíðinni. Á myndinni má sjá Hallvarð og Kristján Einarsson formann meistaraflokksráðs karla handsala samninginn.

31.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Þrjú gull og mótsmet á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í Kaplakrika dagana 27. og 28. ágúst í blíðskaparveðri. 8 ungmenni frá Fjölni tóku þátt á mótinu og stóðu sig gríðarlega vel en þau komust öll á verðlaunapall. Þau fengu samtals 3 gullverðlaun, 8 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun. Einnig voru nokkrar persónulegar bætingar. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi í flokki 18-19 ára stúlkna og setti mótsmet þegar hún hljóp á 58,78 sek. Einnig fékk hún silfur…

29.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir úr baráttunni um 3 sætið

Það er orðið nokkuð ljóst hvernig B-riðillinn í 1. deild kvenna mun enda. Grindavík er búið að vinna riðilinn og Haukar munu lenda í 2. sæti, en það er enn spurning hvaða lið endar í 3. sæti.  Sú barátta er á milli Keflavík og Augnabliks, en lið Fjölnis skráði sig úr þeirri baráttu með tapi gegn Aftureldingu í kvöld. Afturelding var í 6. sæti fyrir leikinn og því komu úrslitin nokkuð á óvart.  Leikurinn fór fram á heimavelli Fjölnis, en…

26.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Byrjendanámskeið í hlaupum hefst 5. sept.

Hlaupahópur Fjölnis verður með nýtt byrjendanámskeið í hlaupum í haust. Byrjendanámskeiðin hjá hlaupahópnum hafa notið mikilla vinsælda og þátttakan verið góð. Námskeiðið hefst mánudaginn 5. september kl 17:30 við Grafarvogslaug Dalhúsum 2. Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum í 6 vikur kl 17:30 – 19:00. Byrjað er á léttri upphitun og síðan er hlaupið og gengið eftir getu hvers og eins. Að lokum er endað við Dalhús og gerðar teygju- og styrktaræfingar í sal innanhúss. Þjálfarar á námskeiðinu eru Ingólfur…

24.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Hans Viktor og Viðar Ari í U21

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir N-Írum 2. september ytra og Frakklandi 6. september ytra í undankeppni EM 15/17. Í þessum flotta hópi eigum við tvo leikmenn Hans Viktor Guðmundsson Viðar Ari Jónsson Við óskum þeim góðs gengis í þessu verkefni.

24.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Frjálsíþróttaþjálfari óskast

Frjálsíþróttadeild Fjölnis leitar nú að þjálfara. Um er að ræða þjálfun barna og unglinga og þátttöku í að efla starfsemi deildarinnar í samstarfi við stjórn og yfirþjálfara. Einstaklingar með reynslu og/eða íþróttanám að baki eru hvattir til að hafa samband. Áhugasamir hringið í síma 6593532 (Unnur) eða sendið póst á logafold@hotmail.com.

23.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Þjálfarar í knattspyrnu

Knattspyrnuþjálfarar/Aðstoðarþjálfarar   Knattspyrnudeild Fjölnis leitar að kraftmiklum, jákvæðum, hvetjandi og skemmtilegum knattspyrnuþjálfurum og aðstoðarþjálfurum til að vera með í að byggja upp framúrskarandi umhverfi og þjálfun fyrir iðkendur og framtíðarknattspyrnuleikmenn félagsins.   Um er að ræða tækifæri með hinum ýmsum flokkum félagsins en undir yngri flokka teljast allir flokkar frá og með 8. flokki til og með 3. flokki karla og kvenna. Starfið felst í almennri þjálfun og kennslu, þátttöku í keppnum og á mótum.

23.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Óskilamunir eftir fótboltafjörið

Óskilamunir sem voru í Sportbitanum eftir fótboltafjörið í sumar verður nú settir í poka og færðir í óskilamunageymsluna hjá Egilshöll. Á morgun er því hægt að skoða í pokann í hjá starfsmönnum Egilshallar. Takk fyrir sumarið krakkar ! Knattspyrnudeildin

22.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

EM framlag KSÍ til Fjölnis

Knattspyrnudeild Fjölnis hyggst nýta þá fjármuni sem félagið fær nú frá KSÍ vegna svokallaðs EM-framlags í sömu verkefni og aðrir fjármunir deildarinnar eru og hafa verið nýttir í.

Hið myndarlega framlag sem Fjölnir fær núna  frá KSÍ byggir m.a. á því að við höfum átt lið í efstu deild karla undanfarin 3 ár.  Á þessu tímabili, líkt og áður, hefur leikmannahópur meistaraflokks karla verið að stórum hluta skipaður uppöldum Fjölnismönnum.  Hið sama á við um meistaraflokk kvenna sem nú…

22.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

„Fjölelding“ á bikar 15 ára og yngri

Bikarkeppni 15 ára og yngri í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvelli 21. ágúst í frekar blautu veðri. Fjölnir hefur ekki sent lið í keppnina undanfarin misseri en sendi nú sameiginilegt lið með Aftureldingu: „Fjölelding“. Liðið stóð sig vel og endaði í 6. sæti, en 11 lið tóku þátt. Keppendurnir voru á aldrinum 13-15 ára og má því segja að liðið hafi verið frekar ungt. Í bikarkeppni er einn keppandi frá hverju liði í hverri grein og má hver keppandi…

21.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlauparar með frábæran árangur í RM

Reykjavíkurmaraþon fór fram laugardaginn 20. ágúst í blíðskaparveðri. Segja má að Fjölnishlauparar hafi staðið sig frábærlega í hlaupinu. Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigraði kvennaflokkinn í 10 km á tímanum 36:51. Ingvar Hjartarson var fyrsti Íslendingur í mark í 10 km hlaupinu á tímanum 33:28 aðeins 4 sek á eftir fyrsta manni sem var frá Finnlandi. Hugi Harðarson varð í 4. sæti á tímanum 34:36. Helga Guðný Elíasdóttir varð í 7. sæti í kvennaflokki í 10 km á tímanum 41:29. Aldeilis glæsilegur árangur.…

21.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Þorlákur Árnason ráðinn yfirþjálfari hjá knattspyrnudeildinni

Á fundi með þjálfurum knattspyrnudeildar Fjölnis sem haldinn var í hátíðarsal Fjölnis í Dalhúsum í kvöld var upplýst að Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari hjá Fjölni. Þorlákur kemur til félagsins eftir tveggja ára dvöl í Svíþjóð þar sem hann hefur stýrt yfirþjálfun hjá IF Brommapojkarna. Þorlákur er einn af reynslumestu þjálfurum landsins, áður en hann fór til Svíþjóðar stýrði hann U17 landslið Íslands ásamt afreksstarfi fyrir 13 til 17 ára iðkendur. Þorlákur stýrði meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni ásamt…

19.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir og Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 21.ágúst næstkomandi. Hægt er að velja um að hlaupa sex mismunandi vegalengdir; maraþon, hálft maraþon, boðhlaup, 10 km, 3 km skemmtiskokk og Krakkamaraþon. Frá árinu 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur. Auk starfsmanna Íþróttabandalagsins koma um 600 sjálfboðaliðar að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, flestir þeirra eru úr íþróttafélögunum í Reykjavík. Frá okkur verða rúmlega 100 störf mönnuð með Fjölnisfólki frá fimmtudegi til laugardags við framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. VIð erum stolt af okkar framlagi og óskum öllum…

18.08 2016 | LESA MEIRA

Mario framlengir við Fjölni

Mario Tadejevic hefur framlengt samning sinn við Fjölni til tveggja ára eða út tímabilið 2018. Mario sem gekk í raðir okkar Fjölnismanna fyrir tímabliið hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Á myndinni sjást Mario og Árni Hermannsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis handsala samninginn og eins og sjá má eru þeir félagarnir Extra ánægðir með þetta.

18.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Allar æfingar hefjast 1. september

Allar æfingar hjá körfuknattleiksdeild byrja 1. september samkvæmt æfingatöflu. Æfingataflan er í vinnslu og mun vera sett á vefinn eins fjótt og kostur er. Hlökkum til að sjá ykkur öll eftir sumarfrí og bjóðum nýja iðkendur velkomna.

17.08 2016 | Karfa LESA MEIRA

Allar æfingar hefjast 1. september

Allar æfingar hjá körfuknattleiksdeild byrja 1. september samkvæmt æfingatöflu. Æfingataflan er í vinnslu og mun vera sett á vefinn eins fjótt og kostur er. Hlökkum til að sjá ykkur öll eftir sumarfrí og bjóðum nýja iðkendur velkomna.

17.08 2016 | Karfa LESA MEIRA

Vetrarstarfið í frjálsum hefst 5. september

Vetrarstarfið í frjálsum mun hefjast mánudaginn 5. september. Stundatöflur eru væntanlegar á næstu dögum og verða þá birtar á heimasíðunni. Að venju verður í boði að greiða æfingagjöld fyrir allar æfingar eða borga bara fyrir eina eða tvær æfingar á viku. Því er hægt að æfa frjálsar íþróttir með öðrum íþróttum til að auka styrk og snerpu eða til að æfa frjálsíþróttagreinarnar sjálfar. Í frjálsum íþróttum æfa strákar og stelpur saman, allir eru í sama liði og enginn situr á…

16.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Intersportmótið 2016

Intersportmótið sem  haldið var á laugardaginn tókst mjög vel og skemmtu um 700 strákar og stelpur sér frábærlega í fínu veðri við að spila fótbolta. Viljum við þakka öllum þeim sem komu á mótið fyrir gott mót og skemmtilegan dag.

16.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Breyting á yfirþjálfun í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Fjölnis og Elmar Örn Hjaltalín yfirþjálfari hafa komist að samkomulagi um að Elmar Örn láti af störfum sem starfsmaður deildarinnar.  Þetta ber frekar brátt að en niðurstaðan er sú að Elmar hættir í dag.  Vill knattspyrnudeildin þakka Elmari fyrir gott starf fyrir deildina á liðnum árum og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Yfirlýsing frá Elmari Erni sem hann sendi á facebook til þjálfara og 4 flokks karla sem hann þjálfaði líka. Kæru foreldrar frá…

15.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir óskar eftir hlaupaþjálfara

Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í nær 24 ár.  Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hlaupahópurinn starfar náið með Frjálsíþróttadeild Fjölnis. Nú leitar hlaupahópurinn og frjálsíþróttadeildin sameiginlega að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem er tilbúinn að leiða áframhaldandi starf og hefur metnað til frekari uppbyggingar og nýliðunar. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af afreksþjálfun í langhlaupum auk þess að eiga auðvelt með mannleg…

13.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Sundæfingar 2016-2017

Nú er nýtt sundár að hefjast hjá Sunddeild Fjölnis.  Elstu krakkarnir sem æfa í Laugardalnum byrjuðu að synda í þessari viku og í næstu viku, 15.ágúst hefjast æfingar hjá Hákörlum og Háhyrningum í útilauginni í Grafarvogi.  Sendur hefur verið út tölvupóstur með tilfærslum á milli hópa. Sundskólinn og yngstu æfingahópar hefja svo æfingar 29.ágúst. Skráning í hópa fer fram á skráningarkerfi félagsins og hvetjum við foreldra til að skrá krakkana sem fyrst í kerfið.  Nánari upplýsingar veita þjálfarar. Skráningarkerfi Fjölnis: https://fjolnir.felog.is/ Æfingatímar verða…

11.08 2016 | Sund LESA MEIRA

Intersport mótið 2016

Mótið verður haldið á laugardaginn næsta á æfingasvæðinu neðan við EXTRA-völlinn. Mótið er fyrir 6 flokk karla og kvenna í knattspyrnu. Góða skemmtun.

11.08 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Tvíburasystur í fimleikalandslið

Tvíburasysturnar Ásta og Heiða Kristinsdætur hafa verið valdar í landslið U-18 í hópfimleikum. Þær munu keppa á Evrópumótinu í Maribor, Slóveníu 10. - 16. október. Þær hafa æft fimleika hjá deildinni frá 8 ára aldri og erum við gríðarlega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

11.08 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Vetrarstarf 2016-2017

Starfsemi fimleikadeildar hefst fljótlega og við hlökkum til að að sjá ykkur að nýju og vonum að þið hafið notið sumarsins! Stundaskráin er í vinnslu og verður hún send út við fyrsta tækifæri. Haustönn hefst 22.ágúst fyrir: Keppnis -og meistarahópa Haustönn hefst 5.september fyrir: Alla aðra hópa Mikið álag er á skrifstofu fimleikadeildar þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er. Ýmsar upplýsingar fyrir byrjendur

11.08 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Minna, Helga og Bjarni á NM U20

Fjölnir á þrjá glæsilega fulltrúa á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem verður að þessu sinni haldið í Kaplakrika helgina 13. og 14. ágúst. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 18 ára verður í boðhlaupssveit í 4x400 m boðhlaupi og að auki keppir hún í 100 m hlaupi. Helga Þóra Sigurjónsdóttir 16 ára keppir í hástökki og Bjarni Anton Theódórsson 18 ára verður í boðhlaupssveit í 4x400 m boðhlaupi. Munu þau öll keppa í sínum greinum á sunnudeginum. Þessir krakkar æfa…

10.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Bikarkeppni FRÍ 2016

Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið á bikarkeppni FRÍ sem fram fór á Laugardalsvelli 6. ágúst. Liðið stóð sig vel og lenti í 6. sæti. Kvennaliðið varð í fjórða sæti og karlaliðið í sjöunda sæti. Bestum árangri náði Helga Þóra Sigurjónsdóttir en hún sigraði hástökk kvenna með stökk upp á 1,68m. Á myndinni er Helga Þóra í hástökki.

09.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Þrjú gull á Unglingalandsmótinu

Unglingalandsmótið var haldið í Borgarnesi dagana 29. – 31. júlí. Keppendur frá Fjölni náðu góðum árangri á mótinu. Stúlknasveitin vann til gullverðlauna í 4x100 m boðhlaupi í flokki 18 ára. Helga Þóra Sigurjónsdóttir vann gull í hástökki og Einar Már Óskarsson vann gull í 100 m hlaupi. Helga Þóra vann einnig silfur í 100 m grind. Fleiri Fjölniskrakkar komust á verðlaunapall. Eiríkur Óskar Oddsson fékk brons í 800 m hlaupi, Hermann Orri Svavarsson fékk brons í hástökki, Vilhelmína Þór Óskarsdóttir…

09.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

MÍ 2016

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri  dagana 23. og 24. júlí. Sjö keppendur frá Fjölni tóku þátt á mótinu og unnu fimm þeirra bronsverðlaun. Hugi Harðarson fékk brons í 1500 m hlaupi, Matthías Már Heiðarsson fékk brons í 400 m grind, Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk brons í 400 m hlaupi, Helga Guðný Elíasdóttir fékk brons bæði í 1500 m hlaupi og í 3000 m hlaupi og Helga Þóra Sigurjónsdóttir fékk brons í hástökki. Á myndinni er Vilhelmína…

09.08 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Frábært Unglingalandsmót

Ung­linga­lands­mót UMFÍ fór fram um helg­ina í 19. skipti en í ár fór mótið fram í Borg­ar­nesi. Tæp­lega 1.500 kepp­end­ur á aldr­in­um 11 – 18 ára tóku þátt í hinum ýmsu íþrótta­grein­um. Margir keppendur voru frá okkur á mótinu og gekk öllum vel á skemmtilegu móti. Mótinu var svo slitið með flugeldasýningu á sunnudeginum.

02.08 2016 | LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.