Fjölnir | FRÉTTIR

Samningur við Gaman Ferðir

Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Gaman Ferðir hafa skrifað undir samstarfssamning varðandi hið árlega Fjölnishlaup. Mun hlaupið fá nafnið Fjölnishlaup Gaman Ferða og munu Gaman Ferðir styrkja deildina vegna hlaupsins og gefa glæsileg verðlaun. Hlaupið verður áfram hluti af Powerade mótaröðinni og mun fara fram fimmtudaginn 25. maí sem er uppstigningardagur. Gaman Ferðir býður meðal annars uppá ýmsar hreyfiferðir auk æfingaferða og er einmitt hópur elstu iðkenda í frjálsíþróttadeildinni að fara í slíka ferð með þeim um páskana til Alicante. Á myndinni…

31.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Skólamót Fjölnis í handbolta framundan

Nú styttist í hið árlega skólamót Fjölnis sem hefur verið haldið árlega í ein 8 ár. Ávallt hefur verið mikið um gleði og góða takta og í ár bjóðum við 5.-8. bekk að koma í vetrarhléi grunnskólanna 20. febrúar í Dalhús og keppa fyrir hönd síns skóla. Hlökkum til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega viðburði. Stjórn HKD Fjölnis

31.01 2017 | Handbolti LESA MEIRA

MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Kaplakrika helgina 28. og 29. janúar. Sjö keppendur frá Fjölni tóku þátt á mótinu og stóðu sig vel. Voru mörg þeirra að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Þau sem lentu ofarlega í sínum greinum voru: Ingibjörg Embla Davíðsdóttir 14 ára keppti í öllum greinum og bætti sig í 60 m hlaupi, 60 grind og langstökki. Gekk henni vel og varð hún t.d. í 5. sæti í 60…

29.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir með 8 ungmenni í Úrvalshópi FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hverjir hafa verið valdir í Úrvalshóp FRÍ á aldrinum 15-19 ára. Átta iðkendur frá Fjölni á þessu aldursbili voru valin í hópinn. Eru það eftirfarandi: Daði Arnarson 18 ára fyrir góðan árangur í 400m, 800m, 1500m, og 3000 m hlaupum. Styrmir Dan Hansen Steinunnarson 18 ára fyrir góðan árangur í hástökki. Bjarni Anton Theódórsson 19 ára fyrir góðan árangur í 200m og 400 m hlaupum. Einar Már Óskarsson 19 ára fyrir góðan árangur í 200m hlaupi.…

25.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Takk fyrir síðast !

Við í þorrablótsnefndinni viljum þakka öllum þeim 700 sem voru í mat á þorrablóti Grafarvogs á laugardaginn sl. Uppselt var á ballið og gaman að sjá unga og glæsilega fjölnisfólkið koma og skemmta sér með okkur sem eldri eru, þetta var alvöru sveitaballastemming. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest aftur að ári. Myndir og myndaband er komið á facebook. Sjáumst hress og takk fyrir okkur, Vala Sig, Fríða, Jósep, Gummi Gunn, Hjalti S

23.01 2017 | LESA MEIRA

MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 21.-22. janúar undir styrkri stjórn FH-inga. Þrír keppendur frá Fjölni tóku þátt á mótinu og stóðu sig mjög vel. Elísa Sverrisdóttir varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut stúlka 15 ára og yngri með 2778 stig. Signý Hjartardóttir varð í öðru sæti í fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri með 2648 stig. Í fimmtarþraut stúlkna er keppt í hástökki, langstökki, kúluvarpi(3kg), 60 m grind og 800 m hlaupi. Elísa bætti sinn persónulega…

22.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

MÍ öldunga

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum öldunga fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 21.-22. janúar. Þrír keppendur frá Fjölni tóku þátt á mótinu og stóðu sig mjög vel. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi karla 50-54 ára á tímanum 8,00 sek. Ágúst Jónsson varð Íslandsmeistari í 200 m hlaupi í flokki karla 40-44 ára, fékk silfur í 60 m hlaupi og brons í 400 m hlaupi. Sigríður Sara Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í flokki kvenna 45-49 ára…

22.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Fjölnis

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Fjölnis verður haldinn mánudaginn 30. janúar kl 20 í Sportbitanum í Egilshöll. Dagskrá aðalfundar: a)      Skýrsla stjórnar b)      Reikningar deildar c)      Kjör formanns d)      Kjör stjórnarmanna e)      Önnur mál Aðalfundur félagsins(aðalstjórnar) verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18 í Sportbitanum. Hér að neðan er úrdráttur úr lögum félagsins en þau má sjá öll á heimasíðunni. 7. grein Aðalfundur er æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Allir félagsmenn 16 ára og eldri sem ekki skulda félagsgjöld til félagsins hafa…

22.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Íþróttanámskeið 3-5 ára hjá Guðmundu fer vel af stað

Það má með sanni segja að námskeið 3-5 ára barna hafi farið vel af stað á laugadaginn 21. janúar þegar vel sótt námskeið hennar Guðmundu hófst. Þetta var fyrsti tíminn af 12 þetta vorið og hefur það hlotið mjög góðar viðtökur. Á námskeiðinu er farið í fjölbreytta leiki og þrautir, m.a. með handbolta, með það að markmiði að efla hreyfifærni barnanna. Hér eru nokkrar myndir frá æfingum sem fóru fram í íþróttahúsi Vættaskóla Borga. fyrir hönd HKD Fjölnis Sveinn Þorgeirsson

22.01 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Áskorun frá þorrablótsnefnd

Til þeirra sem eru ennþá óákveðnir þá viljum við hvetja þá til að hafa samband við okkur á skrifstofunni og græja sér miða. Eigum ennþá nokkra miða eftir. Þetta stefnir í geggjað kvöld, við erum allavega klár í fjörið. Sjáumst hress og laugardaginn Nefndin

19.01 2017 | LESA MEIRA

Leikfimi fyrir fólk á besta aldri

Korpúlfar í samstarfi við fimleikadeild Fjölnis bjóða upp á leikfimi í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll. Frí purfutími verður 24.janúar kl.10.30 og hvetjum við áhugasama til þess að mæta.  Nánari upplýsingar má finna í auglýsingu hér til hliðar eða hjá Höllu Karí í síma 661-6520.

18.01 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Viðar Ari: Gjörsamlega geggjað að spila með Aron Sig

Í dag var stór dagur fyrir hinn 22 ára Viðar Ara Jónsson, leikmann Fjölnis, sem lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn sem varamaður í úrslitaleik Kínamótsins. Viðar kom inn á 66. mínútu þegar Ísland tapaði 0-1 fyrir Síle. „Tilfinningin er geggjuð að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik. Maður er búinn að vera að vinna að þessu og þegar þessu markmiði er náð er tiflinningin góð," segir Viðar um það hvernig er að hafa leikið sinn fyrsta landsleik. Var…

15.01 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ballmiðarnir komnir í Hagkaup

Kæru Grafarvogsbúar! Hið rómaða þorrablót Grafarvogsbúa sem haldið er af ungmennafélaginu Fjölni verður haldið í Dalhúsum laugardaginn 21. janúar 2017. Þorrablótið hefur verið að skipa sér fastan sess undanfarin ár og síðast var uppselt löngu fyrir blótið og stemmingin var algjörlega frábær með Páli Óskari. Að þessu sinni er öllu tjaldað til og stefnt að því að gera næsta blót að því allra glæsilegasta. Búið er að ganga til samninga við meistara Ingó & A liðið og honum til aðstoðar…

11.01 2017 | LESA MEIRA

Uppskeruhátið og Rvk.mót

Um næstu helgi verður Reykjavíkurmeistaramót í sundi.  Sundmenn úr Afrekshóp og Hákörlum taka þátt í mótinu. Mótið verður í Laugardalslaug föstud. og Laugard. 13-14.janúar Sunnudaginn 15. janúar verður árleg uppskeruhátíð sunddeildarinnar. Uppskeruhátíðin er fyrir alla hópa.  Við hefjum dagskrá stundvíslega klukkan 15 í Dalhúsum, efri hæð. Gengið er inn fótboltavallarmegin við húsið.  Hefðin er sú að allir koma með eitthvað að snæða á hlaðborð og stjórnin útvegar kaffi og önnur drykkjarföng.  Á uppskeruhátíðinni eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir afrek…

09.01 2017 | Sund LESA MEIRA

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum

Æfingar hjá FFF hefjast aftur mánudaginn 9.janúar klukkan 20.00. Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið fyrir alla sem vilja takast á við öðruvísi þrekæfingar og fjölbreytta hreyfingu Námskeið 1: 9. janúar - 1. mars - 8 vikna námskeið = 18.400 kr Námskeið 2: 6.mars - 26. apríl - 8 vikna námskeið = 18.400 kr Námskeið 3: 3.maí - 24. maí - 4 vikna námskeið = 9.200   Æfingatímar: Æfingar verða 2 sinnum í viku 1 1/2 klst í senn kl.20:00 - 21:30…

06.01 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Nýtt íþróttahús

UPPBYGGING ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA Í GRAFARVOGI OG FJÖLÞÆTT SAMSTARF Reykjavíkurborg, Fasteignafélagið  Reginn, Borgarholtsskóli og Ungmennafélagið Fjölnir efna til samstarfs: Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Helgi S Gunnarsson,  forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis hafa undirritað samkomulag um  uppbyggingu, framkvæmd og reksturs nýs 3000 fermetra fjölnota íþróttahúss  við Egilshöll.  Húsið rúmar tvo handbolta- eða körfuboltavelli.  Þar fá körfuknattleiks- og handboltadeildir æfinga og keppnisaðstöðu og Borgarholtsskóli fær aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut ásamt öðru íþróttastarfi hjá Fjölni.  Það rís við suðurhlið fimleikáhússins.  Húsið á að vera…

06.01 2017 | LESA MEIRA

Sækjum jólatréð heim !

Körfuknattleiksdeild Fjölnis sækir jólatré heim að dyrum laugardaginn og sunnudaginn 7. - 8. janúar fyrir aðeins 2.000 kr. Auðvelt er að nýta þjónustuna en eina sem þarf að gera er að senda tölvupóst á karfa@fjolnir.is með nafni, heimilisfangi og símanúmeri ásamt millifærslukvittun fyrir miðnætti föstudaginn 6. janúar og við sækjum laugardag og sunnudag 7. - 8. janúar. Reikningsupplýsingar: 0114-26-9292, kt. 670900-3120. Nánari upplýsingar veitir Styrmir í s: 8636320   Gleðilega hátíð! Áfram Fjölnir!

04.01 2017 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnismaður ársins frá fimleikadeild

Föstudaginn 30.desember fór fram viðurkenningaátíð Fjölnis og þar voru heiðraðir íþróttamenna deilda, Fjölnismaður ársins og íþróttamaður ársins. Við erum stolt af öllu þessu frábæra fólki og óskum Hönnu og Ástu innilega til hamingju! Fjölnismaður ársins Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir formaður fimleikadeildar Fjönis og ungmennafélagskona hefur unnið fyrir deildina í rúm 8 ár. Á þessum tíma hefur hún unnið að gríðarlega mörgum verkefnum bæði stórum og smáum. Rekstur deildarinnar komst í gott horf og skynsamlegar ákvarðanir en þó sanngjarnar hafa verið…

03.01 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Æfingar hefjast 4.janúar

Gleðilegt nýtt ár kæra fimleikafólk Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4.janúar. Allir ættu að hafa fengið senda nýja stundaskrá með tölvupósti. Minnum á að símatími skrifstofu Fjölnis er frá kl: 9 - 11.30 mánudaga - fimmtudaga. Hlökkum til að sjá líf og fjör í salnum á nýju ári!

03.01 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Gleðilegt ár

Sundæfingar hefjast nú á nýju ári.  Afrekshópurinn í Laugardal, Hákarlar, Höfrungar og Háhyrningar hófu æfingar í gær 2.janúar.  Æfingar eru á sömu tímum og fyrir áramót. Fyrsta sundmót ársins er svo Reykjavíkurmeistaramótið 13.-14.janúar. Allir sundmenn þurfa að skrá sig á https://fjolnir.felog.is/ Sundskóli Fjölnis hefst mánudaginn 9.janúar Einhver pláss eru laus og þeir sem vilja byrja í námskeiðum í Sundskólanum er bent á að hafa samband við Gunnu þjálfara með tölvupósti á: robbigun@simnet.is eða í síma: 8621845

03.01 2017 | Sund LESA MEIRA

Viðar Ari í landsliðshópnum

Viðar Ari Jónsson nývalinn íþróttamaður Fjölnis 2016 hefur verið valinn í landsliðshópinn sem tekur þátt í China Cup 2017. Aron Sigurðarson er líka í hópnum ásamt öðrum góðum fjölnisdreng, Guðlaugi Victori Pálssyni Síðan voru þrír leikmenn valdir í æfingahóp fyrir U21 en þeir eru Birnir Snær Ingason Hans Viktor Guðmundsson Ægir Jarl Jónasson Árið byrjar því með látum hjá okkur í knattspyrnudeildinni.

02.01 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Arndís Ýr sigraði Gamlárshlaup ÍR í 8. skipti

Gamlárshlaup ÍR fór fram 31. desember í þokkalegu en frekar köldu veðri. Hlaupið var ræst við Hörpuna og var boðið upp á 3 km og 10 km hlaup. Metþátttaka var í hlaupinu að þessu sinni eða um 1600 hlauparar. Margir hlauparar úr Fjölni tóku þátt, sumir í flottum búningum og stemningin var mjög góð.   Fjölnisfólkinu gekk mjög vel í hlaupinu. Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigraði kvennaflokkinn í 10 km hlaupinu á tímanum 38:06. Er hún búin að sigra 8 sinnum í…

01.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Helga Þóra afreksmaður frjálsíþróttadeildarinnar 2016

Helga Þóra Sigurjónsdóttir var valin afreksmaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis 2016. Hún hefur náð mjög góðum árangri í hástökki þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul. Hún hefur æft frjálsar íþróttir frá 9 ára aldri. Á árinu 2015 fór hún að sýna gríðarlegar framfarir í hástökki og hefur verið að bæta sig enn meira á árinu 2016. Hún hefur náð lágmörkum inn í afrekshóp FRÍ og var valin til að keppa fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti 19 ára og yngri síðasta…

01.01 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.