Fjölnir | FRÉTTIR

Fjölmennt á Sumarskákmóti Fjölnis í Rimaskóla

Rúmlega 50 grunnskólakrakkar mættu á Sumarskákmót Fjölnis 2017 sem er líkt og síðastliðin ár einn af viðburðum Barnamenningarhátíðar Reykjavíkurborgar. Mótið fór fram í hátíðarsal Rimaskóla. Efnilegasti skákmaður Íslands, hinn 14 ára Vignir Vatnar Stefánsson Hörðuvallaskóla og TR stóð einn uppi sem sigurvegari  með 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Hann hlaut glæsilegan eignarbikar frá Rótarýklúbb Grafravogs. Þau Benedikt Þórisson sigurvegari yngri flokks og Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir Fjölni sigurvegari stúlknaflokks hlutu einnig Rótarýbikara fyrir árangurinn. Sumarskákmótið var vel mannað að vanda.…

29.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Falur Harðarson nýr þjálfari í mfl karla í körfu

Í dag var skrifað undir samning við Fal J Harðarson um þjálfun á meistaraflokki karla í körfuknattleik til ársins 2019. Falur tekur við keflinu af Hjalta Þ Vilhjálmssyni sem hefur verið þjálfari meistaraflokks karla undanfarin ár. Það þarf vart að kynna hann fyrir körfuboltaáhugafólki en hann var í fremstu röð íslenskra leikmanna um árabil með Keflavík og hefur verið þjálfari hjá Keflavík til margra ára. Við bjóðum hann velkomin til starfa. Á myndinni eru Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnir, Falur…

28.04 2017 | Karfa LESA MEIRA

Nýtt Fjölnisíþróttahús í Grafarvogi

Nýtt alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll: Eflir íþróttaiðkun í Grafarvogi       Nýbyggingin rúmar tvo handbolta- og körfuboltavelli Reykjavíkurborg leigir meirihluta tíma fyrir íþróttastarf Fjölnis og annarra félaga Afreksíþróttabraut Borgarholtsskóla fær aðstöðu Reginn og Fjölnir sameinast um rekstrarfélag til að efla íþróttir í Egilshöll   Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju alhliða íþróttahúsi  við Egilshöll.  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis  ásamt fulltrúum og íþróttafólki…

28.04 2017 | LESA MEIRA

Sumarfrístund og fimleikar

Í sumar verður samstarf á milli Gufunesbæjar og Fjölnis þar sem börnum úr 1. til 3. bekk, fædd 2008 – 2010, býðst að vera á íþróttanámskeiði á móti sumarfrístund frá kl. 8:30 – 16:30 eða samtals í 8 klukkustundir. Samstarfið er annars vegar á milli Brosbæjar í Vættaskóla/Engjum og fimleika/fótbolta í Egilshöll og hins vegar á milli Kastala í Húsaskóla og handbolta/körfubolta í Dalhúsum. Hádegismatur er innifalinn í grunngjaldi. Hægt er að kaupa viðbótarstund frá kl. 08:00 – 08:30 og frá kl. 16.30 - 17:00.…

28.04 2017 | LESA MEIRA

Nýtt íþróttahús - skóflustunga

Á morgun föstudaginn 28 apríl verður tekin skóflustunga að nýju íþróttahúsi fyrir Fjölni í Egilshöll. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Helgi S Gunnarsson,  forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis munu taka skóflustunguna með aðstoð ungra iðkenda hjá Fjölni.   Húsið rúmar tvo handbolta- eða körfuboltavelli.  Þar fá körfuknattleiks- og handboltadeildir æfinga og keppnisaðstöðu og Borgarholtsskóli fær aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut ásamt öðru íþróttastarfi hjá Fjölni.  Það rís við suðurhlið fimleikáhússins.  Húsið á að vera tilbúið í  janúar 2018. Íþróttahúsið bætist  við…

27.04 2017 | LESA MEIRA

Styrkur úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Úthlutað verður rúmum 8,2 milljónum króna úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFí í maí. Sjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.  Fjölnir fékk úthlutað 100.000 kr styrk til að efla samstarf við Korpúlfa félag eldri  borgara í Grafarvogi. Á meðal nokkurra athyglisverðra styrkveitinga má nefna sameiginlegt átaksverkefni fjögurra golfklúbba, það er Mostra, Vestarr, Jökuls og Hamars og styrkur til Ungmennafélags…

25.04 2017 | LESA MEIRA

Skrifstofan lokuð vegna flutninga

Á morgun, þriðjudag 25 apríl verður skrifstofa Fjölnis lokuð vegna flutninga. Við flytjum tímabundið á gamla staðinn sem kallaður er svítan. Til að koma á nýja staðinn verðu að fara í knatthúsið og fara framhjá húsvarðaherberginu og þar er hurð á hægri hönd sem er á skrifstofuna. Stefnum á að opna þar á miðvikudaginn 26 apríl. Biðjumst velvirðingar á óþægindum. Kveðja, Starfsfólk Fjölnis

25.04 2017 | LESA MEIRA

Starf bókara laust til umsóknar

Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir metnaðarfullum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf bókara. Um er að ræða 70% starf. Helstu viðfangsefni og ábyrgð: • Færsla bókhalds • Vinna í félagakerfinu Nóra • Almennar afstemmingar og frágangur á bókhaldi • Innheimtur og reikningagerð • Launavinnsla • Skýrslugerð fyrir gjaldkera deilda og framkvæmdastjóra • Önnur verkefni sem honum kunna að vera falin Hæfniskröfur • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla og þekking á bókhaldi • Góð færni í…

24.04 2017 | LESA MEIRA
23.04 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Ester Alda í stjórn KKÍ

Í dag fór fram 52. Körfuknattleiksþing KKÍ og fór þingið fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörinn. Stjórn KKÍ var sjálfkjörinn en að þessu sinni gengu úr henni Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í stað þeirra komu inn í stjórn þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir. Stjórn KKÍ skipa þau Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Hannes…

23.04 2017 | Karfa LESA MEIRA

Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla næsta laugardag

Vinsælasta sumarskákmót ársins er framundan, Sumarskákmót Fjölnis, skákviðburður á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur. Í Rimaskóla laugardaginn 29. apríl kl. 11:00 - 13:30. Eignabikarar frá Rótarýklúbb Grafarvogs, 20 verðlaun í boði Barnamenningarhátíðar, pítsur og SAM-bíómiðar. Veitingar í skákhléi og ekkert þátttökugjald. Fögnum sumrinu Grafarvogskrakkar á skemmtilegu skákmóti. Skráning á staðnum í hátíðarsal Rimaskóla. Skák er skemmtileg.

22.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Sumarstarf Fjölnis 2017

Til hamingju með sumardaginn fyrsta og takk fyrir veturinn. Nú er dagskrá fyrir sumarstarfið okkar orðið klárt, kynnið ykkur hvað er í boði. Það verður gaman í sumar. Sumarkveðja,

20.04 2017 | LESA MEIRA

Komdu í körfu!

Körfuknattleiksdeild Fjölnis leitast við að fjölga iðkendum í flokkunum okkar og gera gott starf enn betra. Öllum krökkum í 1.-5. bekk býðst að koma og prófa körfubolta með okkur gjaldfrjálst út tímabilið. Hjá Fjölni starfa frábærir körfuboltaþjálfarar og skemmtilegir körfuboltasnillingar sem taka vel á móti krökkunum. Sjáumst eftir páska. Áfram Fjölnir!   Æfingtöfu má nálgast á  http://www.fjolnir.is/karfa/aefingatoflur-korfubolti/ Æfingataflan breytist í maí.  

12.04 2017 | Karfa LESA MEIRA

Heimaleikjakortin í Pepsídeildinni

Nú styttist heldur betur í fyrsta leik hjá Fjölni í Pepsi-deild karla og því eru heimaleikjakort á Extra völlinn fyrir Pepsi-deildina 2017 komin til sölu inn á Tix.is. Þrjú mismunandi heimleikjakort eru í boði, hvert öðru betra. Sjá mynd til útskýringar. Það er búið að einfalda kaupferlið og núna þarf bara að smella á þennan link: https://tix.is/is/event/3905/arsmi-ar-a-heimaleiki-fjolnis-2017/ Almennt miðaverð í Pepsi-deildinni í ár verður 2.000 kr. og því eru heimaleikjakortin EXTRA hagstæð og sem dæmi er 32% ódýrara að…

10.04 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Handboltamyndir

Stelpurnar og strákarnir í handboltadeildinni skrifuðu nýjan kafla hjá Fjölni þegar bæði liðinn tryggðu sér keppnisrétt í úrvaldsdeild á næsta keppnistímabili. Það verður í fyrsta sinn sem Fjölnir á lið í efstu deild beggja kynja á íslandsmótinu í handbolta á sama keppnistímabili. Þetta er afrakstur mikillar vinnu hjá báðum flokkum á undanförnum árum. Myndir: Þorgils G

10.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir upp í úrvalsdeild

Fjöln­ir tryggði sér í dag sæti í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik með tveggja marka sigri á KA/Þ​ór í Dal­hús­um í Grafar­vogi í dag þar sem loka­töl­ur urðu 28:26. Fyr­ir leik­inn var KA/Þ​ór í topp­sæt­inu og dugði jafn­teflið til þess að kom­ast upp um deild . Fjöln­is­kon­ur þurftu aðeins að vinna leik­inn í dag til þess að jafna KA/Þ​ór að stig­um og koma sér upp fyr­ir norðan­kon­ur vegna betri ár­ang­urs í inn­byrðis viður­eign­um liðanna, sem Grafar­vogs­stúlk­ur og gerðu. Fjöln­ir mun því…

08.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Þórhildur og Elio Íslandsmeistarar

Íslandsmótið í þrepum var haldið í Ármannsheimilinu 1. og 2. apríl síðastliðinn. Rúmlega 20 keppendur úr mismunandi þrepum tóku þátt í mótinu og stóðu þau sig öll með prýði. Við óskum  íslandsmeisturunum okkar Þórhildi Rósu sem sigraði í 2.þrepi og Elio Mar sem keppti í 4.þrepi innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Fjölniskrakkar unnu til fjöldan allan af verðlaunum og við erum virkilega stolt árangrinum á keppnistímabilinu. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: 2.þrep kvk 1. sæti - Þórhildur Rósa Sveinsdóttir 4. þrep 13 ára…

06.04 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fullt út úr dyrum á páskaskákæfingu Fjölnis.

Það var aldeilis líf í tuskunum á páskaskákæfingu Fjölnis sem um leið var keppni um tvö laus sæti á úrslitakeppni Barnablitz 2017. Barnablitzið er eftirsóknarverður hliðarviðburður á Reykjavík Open í Hörpunni og fer úrslitakeppnin fram sunnudaginn 23. apríl. Páskaskákæfingin stóð undir nafni því að allir þátttakendur fengu að gjöf páskaegg og flest verðlaun voru líka páskaegg. Það voru rúmlega 40 börn á aldrinum 6 – 16 ára sem sóttu æfinguna og var þeim skipt upp í þrjá hópa. Mest var undir…

06.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Strákarnir taka á móti bikarnum á föstudaginn

Strákarnir okkar eiga leik við Míluna í síðasta leik vetrarins á heimavelli á föstudaginn kl. 19:30. Þetta verður síðasti leikur þeirra í vetur þar sem liðið vann sér þátttökurétt meðal þeirra bestu á næsta vetri með því að vinna fyrstu 17 leiki sína í deildinni. Á föstudaginn fá þeir svo bikarinn fyrir sigurinn í deildinni afhentan og hvetjum við ykkur Grafarvogsbúa til að mæta og styðja strákana í þessum síðasta leik. Liðið er borið uppi af uppöldum leikmönnum sem við erum…

05.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Úrslitaleikur fyrir stelpurnar okkar á laugardaginn!

Á laugardaginn fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í efstu deild kvenna í handboltanum! Kjörið tækifæri til að sjá okkar stelpur í mikilvægum leik. Mætum öll og styðjum við stelpurnar. með Fjölniskveðju Stjórn Handknattleiksdeildar Fjölnis

05.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Sturlubúðir – Skákbúðir Fjölnis að Úlfljótsvatni

Skákdeild Fjölnis efndi til skákbúða í 6. sinn fyrir áhugasömustu skákkrakka deildarinnar á aldrinum 9 – 16 ára. Að þessu sinni var boðið upp á dvöl að Úlfljótsvatni dagana 1. og 2. apríl. Að venju var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Á milli tveggja tíma skákkennslutíma nutu þátttakendur útileikjasvæðis Úlfljótsvatns sem býður upp á fjölbreytta afþreyginu. Ekki skemmdi það fyrir að veðrið lék við Fjölniskrakka á laugardegi. Rúmlega 20 krakkar nýttu sér boð í skákbúðirnar sem nefnast Sturlubúðir í höfuðið á…

03.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Páskaæfing skákdeildar á miðvikudaginn kl. 16:30

Síðasta skákæfing  FJÖLNIS fyrir páska verður miðvikudaginn 5. apríl á hefðbundnum tíma kl. 16:30 Undankeppni í Barnablitz. Teflt um tvö laus sæti í úrslitamóti BarnaBlitz sem er flottur hliðarviðburður í kringum Reykjavik Open, alþjóðlega skákmótið í Hörpunni sem hefst 19. apríl n.k. Skákmót fyrir þá sem ekki eru með í BarnaBlitz. Eitthvað fyrir alla Gengið inn um íþróttahús.   Ókeypis æfingar. Allir Þátttakendur fá lítið páskaegg og sex stærri páskaegg eru í verðlaun Markmið okkar er að hafa æfingarnar skemmtilegar…

03.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.