Fjölnir | FRÉTTIR

Miðasala vorsýning

Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis verður haldin í fimleikahúsi okkar við Egilshöll dagana 2.-3 júní. Miðasala fer fram mánudaginn 29. maí milli klukkan 17.00-19.00 og þriðjudaginn 30. maí klukkan 17:00-19:00.  Það er mikilvægt að foreldrar barna í G, F, U og P-hópum tryggi sér miða á strax á mánudeginum 29.maí. Vinsamlegast athugið að miðar verða EKKI seldir á sýningardögum. Miðasalan báða daganana fer fram við fimleikasalinn. Í meðfylgjandi skjali má finna upplýsingar um hvaða sýningu hver tekur þátt í. Miðaverð 1.500 kr…

29.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Fjölnis

Stuðningsmannaklúbburinn Kári er líflegur og skemmtilegur hópur sem styður vel við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna hjá Fjölni. Káramenn eiga það til að vera ögrandi en oftast eru þeir fyrst og fremst skemmtilegir og búa til góða stemningu á leikjum Fjölnis. Svona stuðningsfélög eiga það til að dansa á línunni en í gær fór Kári langt yfir strikið. Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá…

29.05 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Lokahóf handboltans

Lokahóf meistaraflokka Fjölnis fór fram föstudaginn 19 maí. Þar voru verðlaun veitt í meistaraflokki karla og kvenna. Leikmaður ársins í meistaraflokki kvenna var valin Díana Kristín Sigmarsdóttir og var hún einnig markahæst. Efnilegust að mati þjálfara var Andrea Jacobsen. Mestu framfarir á tímabilinu að mati þjálfara eru Sara Sif og Díana Ágústsdóttir. Besti varnarmaður var valin Berglind Benediktsdóttir Leikmaður ársins í karlaflokki er Björgvin Páll Rúnarsson Varnarmaður ársins er Breki Dagsson Markahæstur, Kristján Örn Kristjánsson Efnilegastur Sveinn Jóhannsson Á lokahófi…

26.05 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Mikil gleði í Fjölnishlaupi Gaman Ferða

Fjölnishlaup Gaman Ferða var haldið á uppstigningardag í fínu veðri. 10 km hlaupið var ræst kl 11 á Gagnvegi rétt hjá Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Hlaupinn var hringur niður í voginn, meðfram Bryggjuhverfi og hringinn í kringum Geirsnef. Síðan var hlaupið til baka í mark í Dalhúsum. Elín Edda Sigurðardóttir ÍR sigraði kvennaflokkinn á tímanum 38:47 og Arnar Pétursson Ír sigraði karlaflokkinn á tímanum 33:24. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR varð í öðru sæti í karlaflokki á tímanum 33:36 og setti jafnframt nýtt…

25.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölniskrakkar sigra á Íslandsmóti

Síðasta mótið á keppnistímabilinu var haldið á Akureyri dagana 20. - 21.maí. Fimleikadeildin sendi þrjú lið til keppni í mismunandi flokkum hópfimleika. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð hjá Fjölni þar sem að öll liðin lentu á verðlaunapalli. Stúlkurnar í 3.flokki A nældu sér í 3 sætið, 4.flokkur A tók fyrsta sætið og eru Íslandsmeistarar í sínum flokki og að lokum sigruðu strákarnir okkar í flokki KK-yngri og geta stoltir kallað sig Íslandsmeistara. Við erum sannarlega ánægð með frábæran árangur hjá þessum…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjórir Fjölnismenn kepptu í landsliðsflokki í skák

Keppni í landsliðsflokki í skák 2017 er nýlokið. Það er áhugavert fyrir Grafarvogsbúa að átta sig á því að 4 af 10 keppendum landsliðsflokks voru liðsmenn Fjölnis sem aldrei hefur gerst áður. Það sem meira er þá urðu þessir fjórir skákmeistarar í 6 efstu sætunum. Stórmeistarinn okkar, Héðinn Steingrímsson, þrefaldur Íslandsmeistari átti mjög gott mót og vann 7 af fyrstu 8 skákunum sínum. Í lokaumferð tapaði hann fyrir Guðmundi Kjartanssyni einum efnilegasta skákmanni Íslands og varð að gera sér annað sætið að góðu með 7,5…

24.05 2017 | Skák LESA MEIRA

Flott frammistaða á Egilsstöðum

Íslandsmótið í 1. - 2. flokki var haldi að á Egilsstöðum helgina 13. - 14.maí. Það var hress hópur sem lagði af stað til Egilsstaða á föstudeginum með Flugfélagi Íslands en rétt fyrir lendingu var ákveðið að snúa við vegna veðurs. Flugi var því frestað þangað til daginn eftir og hópurinn lenti upp úr hádegi á laugardegi. Mótið gekk vel og var góður andi í hópnum eins og sást vel í gegnum Snap og facebook fimleikadeildarinnar. Þetta var síðasta mótið…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Íslandsmeistari í Stökkfimi

Helgina 5. - 6. maí fór fram Íslandsmót í Stökkfimi hér í fimleikahúsinu okkar í Egilshöll. Það er alltaf gaman að sjá fimleikasalinn fyllast af flottum fimleikaiðkendum. Mótið gekk vel og stóðu Fjölniskrakkar sig mjög vel. Við eignuðumst einnig Íslandsmeistara á þessu móti en það var hún Diljá Kristjánsdóttir sem sigraði í flokki 16 ára og eldri, við óskum henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: Stökkfimi 16 ára A 1. sæti - Diljá Kristjánsdóttir Myndasíða…

24.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Sigur í Kaplakrika

Óvæntustu úrslit Pepsi-deildarinnar hingað til áttu sér stað í Kaplakrika í kvöld. Íslandsmeistarar FH þurftu að játa sig sigrað gegn sprækum Fjölnismönnum. Leikmenn Fjölnis spiluðu virkilega flottan fyrri hálfleik gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Þeir uppskáru þegar lítið var eftir honum þegar Ivica Dzolan skallaði fyrirgjöf í netið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni, en FH jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks. Þá skoraði varamaðurinn Emil Pálsson eftir góðan undirbúning Atla Guðnasyni. Þarna héldu margir að FH myndi…

22.05 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Hreyfivika UMFÍ og Grafarvogsdagurinn.

Við ætlum að þjófstarta Hreyfiviku UMFÍ á fimmtudaginn 25. maí Uppstigningardag klukkan 10:00 með fjölskyldugöngu á Esjuna. ​Lagt verður af stað frá bílaplaninu við Esjurætur, gengið upp hægrameginn við bílaplanið og niður vinstrameginn.  Hér er slóð á facebookviðburð göngunar. Hið árlega Fjölnishlaup sem er einn elsti viðburður félagsins, verður einnig á fimmtudaginn, hlaupið hefst klukkan 11:00 við Grafarvogslaugina. Hægt að velja um tvær vegalengdir 10 km eða skemmtiskokk. Sjá nánar um Fjölnishlaupið hér. Þjófstartið heldur svo áfram á laugardaginn…

22.05 2017 | LESA MEIRA

Fjölnishlaup Gaman Ferða 25. maí

Fjölnishlaup Gaman Ferða fer fram á uppstigningardag 25. maí kl 11 við Dalhús. Þetta eru leiðirnar í 10 km hlaupinu og skemmtiskokkinu. Skráning í 10 km fer fram á hlaup.is og skráning í skemmtiskokkið er á staðnum. Nánari upplýsingar eru á hlaup.is.

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís Ýr Íslandsmeistari í 10 km

Arndís Ýr Hafþórsdóttir í Fjölni varð Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi þegar hún sigraði kvennaflokkinn í Stjörnuhlaupinu sem fram fór laugardaginn 20. maí. Hljóp hún vegalengdina á 37:46. Þar með er Arndís bæði Íslandsmeistari í 10 km og 5 km götuhlaupum þar sem hún sigraði einnig í Víðavangshlaupi ÍR í apríl. Glæsilegur árangur hjá henni. Yfir 400 manns tóku þátt í Stjörnuhlaupinu en boðið var upp á tvær vegalengdir 5 og 10 km. Ingvar Hjartarson í Fjölni tók þátt í…

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Skemmtileg frjálsíþróttanámskeið í sumar

Fjölnir og Afturelding verða með námskeið í sumar með áherslu á frjálsar íþróttir. Námskeiðin fara fram á frjálsíþróttavellinum (Varmárvelli) í Mosfellsbæ. Námskeiðin eru fyrir 6-9 ára fyrir hádegi og 10-12 ára eftir hádegi. Eftirfarandi vikur eru í boði: 12.-16. júní, 19.-23. júní, 24.-28. júlí, 31. júlí – 4. ágúst, 8.-11 ágúst og 14.-18. ágúst. Verð á námskeiðin er 6.900 fyrir hverja viku. Skráning er á fjolnir.is (Nora). Nánari upplýsingar koma fram á myndinni.

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlaup Gaman Ferða 25. maí kl 11

Fjölnishlaupið er einn af elstu íþróttaviðburðum hverfisins og verður að þessu sinni haldið á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí. Er þetta í 29. sinn sem hlaupið er haldið. Hlaupið verður ræst kl 11 við Grafarvogslaug. Frjálsíþróttadeild Fjölnis heldur hlaupið í samvinnu við Gaman Ferðir og með dyggri aðstoð Hlaupahóps Fjölnis. Keppt verður í tveimur vegalengdum: 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Í fyrra sigraði Þórólfur Ingi Þórsson ÍR karlaflokkinn í 10 km hlaupinu á tímanum 34:09 og Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni…

19.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Sumaræfingar

Iðkendum fimleikadeildar sem eru skráð í keppnishóp fyrir haustönn 2017 (fædd 2009 eða fyrr) stendur til boða að æfa fimleikaæfingar í sumar. Boðið verður upp á æfingar í áhalda- og hópfimleikum í júní og ágúst. Verðskrá miðast við fjölda æfingatíma og eru þeir mismunandi milli greina og hópa. Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi skjölum. Keppnishópar áhaldafimleika Keppnihópar hópfimleika   Ef þið óskið eftir nánari upplýsingum eða hafið spurningar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband…

19.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA
19.05 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Vorhátíð Sunddeildar Fjölnis 2017

Vorhátið Sunddeildar Fjölnis 2017 verður haldin uppstigningardag 25. maí í Grafarvogslauginni að Dalhúsum 2. Dagskrá fimmtud. 25. maí Innilaug (12.5,m) – Sæhestar 1 og Skjaldbökur Mæting kl. 10:00 Sundsýning – Krakkarnir sýna hvað þau hafa lært í vetur   25m (Tvær ferðir) skrið 25m (Tvær ferðir) baksund Eftir sundsýningu er verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykk.   Útilaug (25m) – Selir, Höfrungar, Háhyrningar, Hákarlar og Afrekshópur (Laugardal) upphitun kl. 12:00 og mót kl. 13:00 Greinar: - Hver sundmaður…

16.05 2017 | Sund LESA MEIRA

Sumarnámskeið Sunddeildar Fjölnis

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Líkt og áður sér Gunna Baldurs um kennsluna auk þess sem aðstoðarfólk verður í lauginni. Aðstoðarfólk tekur við börnum í sturtunni og skilar þangað inn að kennslu lokinni.   Eftirfarandi námskeið verða í boði sumarið 2017: Tímabil:                         Dagafjöldi:          Verð: 12. júní – 23. júní           (10 dagar)            7.800 kr. 26.júní – 7. júlí              (10 dagar)            7.800 kr. 10. júlí – 21. júlí            (10 dagar)            7.800 kr. 24.…

12.05 2017 | Sund LESA MEIRA

Tvö gull og tvö silfur í yngriflokkum.

Yngri flokka starfið í körfunni hefur blómstrað í vetur og uppskeran komin í hús, 2 Íslandsmeistaratitlar og 2 silfurverðlaun á Íslandsmótinu.    7.flokkur drengja undir stjórn Hjalta Þórs urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð, en þeir voru taplausir á Íslandsmótinu í vetur og eru auk þess Reykjavíkurmeistarar.   MB 11 ára drengja undir stjórn  Birgis Guðfinnssonar urðu Íslandsmeistarar.  Þeir unnu 9 leiki af 10 sem töldu til úrslita í vetur og unnu sigur í 5 af 5 leikjum úrslitahelgarinnar.   8.flokkur karla…

12.05 2017 | Karfa LESA MEIRA

Sigur á Breiðablik

Fjöln­is­menn lögðu Breiðablik að velli, 1:0, í ann­arri um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu á Extra-vell­in­um í Grafar­vogi í kvöld. Miðvörður­inn Hans Vikt­or Guðmunds­son skoraði sig­ur­markið á 61. mín­útu og Fjöln­ir er með 4 stig eft­ir tvo leiki en Blikar sitja eft­ir við botn­inn án stiga. Blikar byrjuðu leik­inn bet­ur en Fjöln­ir náði smám sam­an yf­ir­hönd­inni á vell­in­um og sótti á köfl­um stíft að marki Kópa­vogsliðsins. Besta færi fyrri hálfleiks kom á 26. mín­útu þegar króa­tíski miðvörður­inn Ivica Dzol­an átti skalla…

08.05 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jarðvinna hafin við nýja húsið

Jarðvinna er komin á fulla ferð fyrir nýja Fjölnisíþróttahúsinu við Egilshöll. Setjum hér nokkrar myndir með.

08.05 2017 | LESA MEIRA

Íslandsmót í Egilshöll

Íslandsmót í stökkfimi er haldið í Egilshöll laugardaginn 6.maí. Við hlökkum til að taka taka á móti ykkur öllum :) Skipulag mótsins má nálgast hér: http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/tilkynningar/item/1032-islandsmotidh-i-stoekkfimi-2017

05.05 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Afreks-og æfingameistarar skákdeildar Fjölnis 2016 - 2017

Á hinu fjölmenna og glæsilega Sumarskákmóti Fjölnis á Barnamenningarhátíð var tilkynnt um hvaða skákmenn væru útnefndir afreksmeistari og æfingameistari skákdeildarinnar á skákæfingum vetrarins sem nú er lokið. Þetta er árlegur viðburður hjá skákdeildinni. Margir tilnefndir en aðeins tveir útnefndir. Afreksmeistari æfingatímabilið 2016 - 2017 er Arnór Gunnlaugsson 6. bekk Rimaskóla sem tefldi til úrslita á Barnablitz skákmótinu í Hörpunni og fékk borðaverðlaun á Íslandsmóti grunnskólasveita 2017. Æfingameistari skákdeildarinnar er Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir 6. bekk Foldaskóla sem er núverandi Íslandsmeistari stúlkna,…

03.05 2017 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.