Fjölnir | FRÉTTIR

Skrifstofan er lokuð frá 28.júní - 4.júlí.

Skrifstofa félagsins verður lokuð frá og með 28. júní til þriðjudagsmorgunsins 4. júlí vegna ferðar starfsfólks með Ungmennafélagi Íslands á Landsmót DGI í Danmörku. Kær kveðja starfsfólk Fjölnis.

28.06 2017 | LESA MEIRA

Sigfús Páll semur við Fjölni

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Sigfús Pál Sigfússon til tveggja ára. Sigfús er 31 árs leikstjórnandi sem leikið hefur tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd auk fjölda leikja með yngri landsliðum og Evrópuleiki með félagsliðum sínum. Sigfús hóf handknattleiksiðkun sína hjá Fram og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Safamýrarliðið leiktíðina 2003/2004. Leikmaðurinn vakti strax athygli fyrir mikinn hraða og frábæran skilning á leiknum. Næstu árin festi Sigfús sig í sessi sem lykilmaður hjá Fram og skipaði sér í hóp bestu leikstjórnenda á…

27.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

3ja sæti á AMÍ

Krakkarnir okkar úr Sunddeild Fjölnis stóðu sig vel á Aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) þar sem þau kepptu undir merkjum Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR)  ásamt KR og Ármanni. Saman enduðum við í þriðja sæti í heildarstigakeppninni og eignuðumst nokkra aldursflokkameistara.  Krakkarnir okkar úr Sunddeild Fjölnis stóðu sig öll með miklum sóma, voru að bæta sína bestu tíma og berjast til síðasta stigs.  Ingvar Orri Jóhannesson vann silfur í 100m bringusundi og Arna Maren Jóhannesdóttir vann brons í 100m og 200m baksundi.  Auk þess…

27.06 2017 | Sund LESA MEIRA

Arndís Ýr á Evrópubikar landsliða

Arndís Ýr Hafþórsdóttir í Fjölni var valin í landsliðið sem var sent á Evrópubikar landsliða sem fram fór í Tel Aviv í Ísrael dagana 24. og 25. júní. Landsliðið var skipað 32 íþróttamönnum og keppti í 2. deild. 12 þjóðir tóku þátt í keppninni. Fyrri daginn keppti Arndís Ýr í 3000m hlaupi og endaði í 11. sæti á tímanum 9:59,49. Seinni daginn keppti hún í 5000m hlaupi. Hún hljóp á tímanum 17:14,16 mín sem er bæting hjá henni um tæpar…

26.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Margar persónulegar bætingar á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram á Kópavogsvelli helgina 24. og 25. júní. Að þessu sinni tóku 7 keppendur frá Fjölni þátt í mótinu og stóðu sig mjög vel. Una Hjörvarsdóttir (14 ára) keppti í 4 greinum á mótinu; 100m, 80m grind, hástökki og spjótkasti. Hún komst í úrslit bæði í 100m hlaupi og í 80m grind. Var hún að bæta sinn persónulega árangur verulega í grindahlaupinu þar sem hún endaði í 4. sæti. Hún varð…

26.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Aldursflokkamót Íslands 2017

AMÍ, Aldursflokkamót Íslands, fer fram um í Laugardalslaug í dag og stendur yfir alla helgina.  Þetta er síðasta mót sundtímabilsins og það stærsta fyrir sundmenn 17 ára og yngri. Alls synda 15 sundmenn frá Sunddeild Fjölnis og keppa saman undir merkjum ÍBR (Íþróttabandalags Reykjavíkur) ásamt sundmönnum úr Ármanni og KR.   Mótið er bæði stigakeppni milli félag og eintaklinkskeppni þar sem keppt erum Aldurflokkameistara titil í 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15-17 ára. Hvetjum alla til að koma…

23.06 2017 | Sund LESA MEIRA

Andri Berg Haraldsson skrifar undir

Fréttatilkynning – Andri Berg til Fjölnis Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Andra Berg Haraldsson til tveggja ára.  Andri, sem er 34 ára, er rétthentur og fjölhæfur leikmaður sem leyst getur allar þrjár stöðurnar fyrir utan, þ.e. vinstri skyttu, stöðu leikstjórnanda sem og hægri skyttu.  Andri er 192cm að hæð, vegur um 96kg og sterkur varnarmaður. Andri hóf handknattleiksiðkun sína hjá FH og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með félaginu leiktíðina 2000-2001, þá á sautjánda aldursári.  Þess má til gamans geta að…

21.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Bergur Elí Rúnarsson skrifar undir samning

Bergur Elí Rúnarsson hefur undirritað samnig við hkd. Fjölnis. Bergur Elí er fæddur árið 1995 og spilar í hægra horni. Bergur Elí er uppalinn FH-ingur. Hann spilaði með ÍH í 1. deildinni árin 2013-2015 en skipti svo yfir í FH og spilaði þar tímabilið 2015-2016. Í fyrra færði hann sig yfir í KR þar sem hann stóð sig mjög vel og var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins með 120 mörk í 22 leikjum. Stjórn handknattleiksdeildarinnar er virkilega ánægð með að…

20.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Theodór Ingi Pálmason kominn í gult

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið til tveggja ára við Theodór Inga Pálmason. Theodór er þrítugur línumaður sem lék í hjarta KR-varnarinnar á nýafstaðinni leiktíð í 1. deildinni. Theodór skoraði 63 mörk í 22 leikjum, eða tæplega 3 mörk að meðaltali í leik og var lykilmaður í KR-vörninni á síðustu leiktíð. Theodór er 193 cm að hæð og um 105 kg. Theodór hóf handknattleiksiðkun hjá FH ungur að árum og lék sinn fyrsta leik með meistaraflokk félagsins 2006 en tók sér frí…

19.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Kristinn á Smáþjóðarleikum

Kristinn Þórarinsson keppti með Íslenska landsliðinu í sundi á Smáþjóðaleikum sem haldnir voru í San Marínó í síðustu viku.  Erfiðlega gekk fyrir hópinn að komast á leiðarenda enn eftir Flug, rútuferð, bátsferð, flug og rútuferð komust þau loks á leiðarenda.  Kristinn hafnaði í 4 sæti í 200m baksundi og 100m bringusundi og varð í 6.sæti í 100m baksundi.  Kristinn endaði svo með silfurverðlaun í 4x100m skriðsundi á nýju landsmeti og slógu þeir þar 10 ára gamalt met. Auk hans voru…

09.06 2017 | Sund LESA MEIRA

Happdrætti knattspyrnudeildar 2017

Í dag var dregið í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis. VINNINGASKRÁ Vinninga ber að vitja á skrifstofu félagsins í Egilshöll frá og með föstudeginum 9 júní.

07.06 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Glæsilegri vorsýningu lokið

Um helgina lauk vorsýningu fimleikadeildar sem fór fram dagana 2. - 3. júní. Eins og alltaf erum við í skýjunum með okkar frábæru iðkendur sem sýndu listir sínar í fimleikum og dansi.  Gleði og metnaður lýsti upp fimleikasalinn og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og fyrir samstarfið í vetur. Hefðbundum fimleikaæfingum á vorönn er lokið en við byrjum sumaræfingar á morgun 7.júní fyrir keppnishópa. Við óskum ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til þess að sjá alla aftur í haust.…

06.06 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Una og Kolfinna á Grunnskólamót Norðurlandanna

Una Hjörvarsdóttir og Kolfinna Ósk Haraldsdóttir voru valdar í Reykjavíkurúrvalið í frjálsum til að keppa á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Keppnin fór fram í Osló að þessu sinni. Valdar eru 8 stúlkur og 8 drengir á aldrinum 13 og 14 ára til að fara. Einnig er sent stúlknalið í handbolta og drengjalið í fótbolta. Una og Kolfinna æfa báðar frjálsar með Fjölni og stóðu þær sig mjög vel á mótinu. Úrslit má finna á facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Á myndinni er…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís með gull á Smáþjóðaleikunum

Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölniskona sigraði í 10.000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum þann 1. júní. Keppnin fór að þessu sinni fram í San Marino. Arndís hljóp vegalengdina á tímanum 36:59,69 sem er frábær tími hjá henni. Hún átti fyrir 39:08,28 í þessari vegalengd á braut frá árinu 2011 en hennar besti tími í 10 km götuhlaupi er 36:51 frá því í fyrra. Arndís var eini Fjölnisiðkandinn sem var valinn til að keppa á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni, en þess má geta…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Velheppnað Vormót í frjálsum

Hið árlega Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvelli fimmtudaginn 1. júní. Veðrið var ekki upp á sitt besta eða töluverð rigning. Krakkarnir létu það ekki mikið á sig fá og gerðu sitt besta en ekki voru margar persónulegar bætingar á mótinu. Mótið var fyrir 11-15 ára og keppt var í þremur flokkum: 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára. Keppt var í 60m og 100m spretti, 800 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Á mótinu voru 91 keppandi…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.