Fjölnir | FRÉTTIR

Fjölelding í 4. sæti á bikar

51. Bikarkeppni FRÍ fór fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika laugardaginn 29. júlí í miklu blíðskaparveðri. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið í keppnina og enduðu í 4. sæti með 44 stig. Besta árangur liðsins átti Erna Sóley Gunnarsdóttir í Aftureldingu sem sigraði kúluvarp kvenna með kast uppá 13,18m, en hún hefur verið að setja hvert aldursflokkametið á fætur öðru í kúluvarpi. Fleiri sem náðu góðum árangri í sínum greinum voru karlaboðhlaupssveitin sem varð í 3. sæti í 1000m boðhlaupi, Vilhelmína…

31.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Landsliðsfólk á ferð og flugi

Næstu daga taka landslið Íslands þátt á bæði æfinga- og keppnismótum. Við eigum okkar fulltrúa á þessum mótum og hvetjum við alla til að fylgjast með.   A-landslið kvenna Andrea Jacobsen leikmaður meistaraflokks kvenna mun taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavík og Kaupmannahöfn 24. - 30. júlí. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. http://hsi.is/frettir/frett/2017/06/30/A-landslid-kvenna-Axel-hefur-valid-17-leikmenn-fyrir-Danmerkurferd/   U-19 kvenna Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir leikmenn meistaraflokks kvenna taka þátt í Scandinavian Open-Championship í…

18.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir-Grindavík

Góðan dag, Nú er löng bið loks á enda þegar að mfl. kk. Fjölnis mætir Grindavík á Extra vellinum á mánudaginn 17. júlí kl. 19:15 í Pepsi-deildinni. Nú þurfa strákarnir á stuðningi okkar að halda því það er mjög lítið sem skilur á milli í þessari deild! Þá er mfl. kvk. Fjölnis í hörku baráttu um að fara upp í 1. deild þegar að fyrri umferð er lokið. Næsti leikur hjá stelpunum er á heimvelli á föstudaginn 28. júlí…

17.07 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Donni valinn í lokahóp fyrir HM í Alsír

Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í Heimsmeistaramóti u-21 árs landsliða í Alsír. Mótið hefst 18. júlí og leika strákarnir okkar gegn Argentínu í fyrsta leik. Heimasíðu mótsins má finna HÉR. Kristján Örn Kristjánsson er okkar fulltrúi eins og undanfarin ár og óskum við honum og liðinu góðs gengis á þessu sterka móti. Hópinn má sjá HÉR.

14.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Jón Margeir með tvö Íslandsmet!

Íslands­mót Íþrótta­sam­bands fatlaðra ut­an­húss í frjáls­um íþrótt­um fór fram á Sel­fossi helgina 8. og 9. júlí, en mótið var haldið sam­hliða meist­ara­móti Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands. Fjölnir átti tvo þátttakendur á mótinu. Jón Mar­geir Sverris­son (25 ára) sigraði í þeim þremur hlaupagreinum sem hann tók þátt í. Tókst honum að slá Íslandsmet í sínum flokki í 200m hlaupi á tímanum 25,76sek og í 1.500 m hlaupi á tímanum 4:51,64. Einnig sigraði hann í 800m hlaupi á tímanum 2:15,58. Glæsilegur árangur hjá honum.…

13.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Umhverfisdagur Fjölnis

Handknattleiksdeild Fjölnis í samstarfi við BYLGJUNA, ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ OG SENDIBÍLA REYKJAVÍKUR Nánari upplýsingar væntanlegar.... Við erum á samfélagsmiðlum undir @fjolnirhkd Facebook - Instagram - Twitter

13.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Minna Íslandsmeistari í 400m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi dagana 8. og 9. júlí. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel á mótinu. Fyrst ber að nefna að Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi kvenna á tímanum 59,25sek. Flottur árangur hjá henni. Matthías Már Heiðarsson fékk silfur í 400 m grindahlaupi karla á tímanum 58,81sek og var hann að bæta sinn persónulega árangur í greininni. Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 10:47,02. Kjartan Óli…

11.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Opnar mælingar fyrir 15-18 ára í Egilshöll

Á opnum mælingadegi Fjölnis í Egilshöll er öllum unglingum á aldrinum 15-18 ára boðið að taka þrennskonar mælingar, bæði andlegar og líkamlegar. Sunnudagurinn 30 júlí kl. 10-13 Dagskráin er eftirfarandi: i) Veikleikaskimun á lendingartækni – áhættuþáttur fyrir hnémeiðslum [Harpa Söring Ragnarsdóttir] ii) Andleg þrautseigja – greining á þrautseigju og andlegum styrk [Hreiðar Haraldsson] iii) Líkamleg frammistaða – greining og viðmið [Sveinn Þorgeirsson] nánari upplýsingar koma brátt...

11.07 2017 | LESA MEIRA

Opnar mælingar fyrir 15-18 ára

Á opnum mælingadegi Fjölnis er öllum unglingum á aldrinum 15-18 ára boðið að taka þrennskonar mælingar, bæði andlegar og líkamlegar.  Dagskráin er eftirfarandi: i) Veikleikaskimun á lendingartækni – áhættuþáttur fyrir hnémeiðslum [Harpa Söring Ragnarsdóttir] ii) Andleg þrautseigja – greining á þrautseigju og andlegum styrk [Hreiðar Haraldsson] iii) Líkamleg frammistaða – greining og viðmið [Sveinn Þorgeirsson]   Hvetjum alla áhugasama til að mæta! Hlekkur á viðburðinn á Facebook: "Opnar mælingar fyrir 15-18 ára"

11.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fjórir í U16 karla landsliði í knattspyrnu

Lokahópur fyrir Norðurlandamót á Íslandi Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þátttöku á NM á Íslandi dagana 30.júlí-5.ágúst Jóhann Árni Gunnarsson Fjölnir Kristall Máni Ingason Fjölnir Sigurjón Daði Harðarson Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Fjölnir Við óskum þessum drengjum góðs gengis og góða ferð.

10.07 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jón Bald í bronsliði U17 á Opna Evrópumótinu í Gautaborg

Íslenska U17 landslið karla tryggði sér bronsverðlaun á Opna Evrópumótinu (European Open) í Gautaborg á laugardag.  Mótið er haldið fyrstu vikuna í júlí ár hvert í tengslum við Partille Cup, heimsins stærsta handboltamót. Jón Bald Freysson leikmaður 3. flokks karla var okkar fulltrúi í landsliðinu og stóð sig með prýði. Við óskum honum og landsliðinu til hamingju með flottan árangur.   Ef þú vilt fylgjast betur með starfsemi hkd. Fjölnis þá erum við á samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram og Twitter) undir nafninu…

10.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Unglingalandsmót UMFÍ 4. - 6. ágúst á Egilsstöðum.

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina.  Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum.  ​Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. ​Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst.  ​Á Egilsstöðum er…

08.07 2017 | LESA MEIRA

Sumaræfingar ágúst

Iðkendum fimleikadeildar sem eru skráð í keppnishóp fyrir haustönn 2017 (fædd 2009 eða fyrr) stendur til boða að æfa í ágúst. Boðið verður upp á æfingar í áhalda- og hópfimleikum. Verðskrá miðast við fjölda æfingatíma og eru þeir mismunandi milli greina og hópa. Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi skjölum. Keppnishópar áhaldafimleika Keppnihópar hópfimleika.   Skráning HÉR.

07.07 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Skrifstofa lokuð

Skrifstofa fimleikadeildar er lokuð til 31. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Skráning fyrir nýja iðkendur hefst 10.ágúst og fer fram í gengum heimasíðu félagsins. Æfingar á haustönn hefjast miðvikudaginn 23.ágúst. Kveðja, Starfsfólk fimleikadeildar

07.07 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Sörurnar í lokahóp U17 fyrir EM í Makedóníu

Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson hafa valið 16 manna hóp fyrir EM sem fer fram í Makedóníu í ágúst.  Æfingar hefjast föstudaginn 14. júlí. Tímasetningar verða gefnar út síðar. Sara Dögg Hjaltadóttir og Sara Sif Helgadóttir ásamt Þyrí Erlu Sigurðardóttur (til vara) eru okkar fulltrúar. Hópurinn er eftirfarandi: Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar  Auður Ester Gestsdóttir, Valur  Berta Rut Harðardóttir, Haukar  Birta Rún Grétarsdóttir, HK  Embla Jónsdóttir, FH  Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram  Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram  Ísabella Maria Eriksdóttir, Valur  Katla…

05.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Skilaboð til foreldra

Góðan daginn. Okkur var að berast fréttir frá foreldri sem vert er að gefa gaum. Barni var boðið far í bíl hjá ókunnugum manni við sundlaug Grafarvogs. Við viljum nota tækifærið og biðja alla foreldra að ræða þetta við börnin sín, því gott er að minna reglulega á að þiggja ekki far hjá ókunnugum. Sem betur fer þáði barnið ekki farið og hélt sína leið. Ef svona atvik koma upp hjá ykkar börnum hvetjum við ykkur til að tilkynna lögreglunni það. Við verðum öll…

05.07 2017 | LESA MEIRA

Vikar keppir í Litháen

Vikar Máni Þórsson sundkappi úr Sunddeild Fjölnis tekur nú þátt í International Childrens´s Games (ICG) sem er alþjóðlegt íþróttamót Ungmenna sem IBR og Reykjavík taka reglulega þátt í.  Mótið er að þessu sinni haldið í Litháen, nánar til tiltekið Kaunas sem er heimabær Rūta Meilutytė. Auk Vikars taka fimm aðrir sundmenn þátt í mótinu:  Logi, Svava Þóra og Tómas úr Sunddeild KR og Fanney Lind og Halldór Björn frá Sundfélaginu Ægi. Hér er hægt að fylgjast með krökkunum á mótinu.…

05.07 2017 | Sund LESA MEIRA

Helga Þóra með brons í Gautaborg

Hópur frá Fjölni fór á Gautaborgarleikana sem fram fóru dagana 30. júní – 2. júlí á Ullevi leikvanginum í Gautaborg.  Þó nokkur vindur var stundum að trufla keppendur en að öðru leyti var hlýtt og sólríkt. Að þessu sinni fóru 16 iðkendur frá Fjölni og stóðu þau sig mjög vel. Bestum árangri náði Helga Þóra Sigurjónsdóttir en hún fékk brons í hástökki 17 ára stúlkna með stökk yfir 1,60m. Aðrir sem lentu ofarlega í sínum aldurflokkum voru: Daði Arnarson varð…

03.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Andrea Jacobsen valin í 17 manna hóp A-kvenna

Axel Stefánsson hefur valið 17 manna hóp A-landsliðs kvenna sem mun taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavík og Kaupmannahöfn 24. - 30. júlí. Andrea Jacobsen er okkar fulltrúi og er ásamt Perlu Ruth Albertsdóttur (Selfoss) ein af tveimur nýliðum hópsins. Þetta er enn ein viðurkenningin á góðu starfi hkd. Fjölnis og dugnaði leikmanns. Þetta er bara byrjunin og hlökkum við til að fylgjast með henni þroskast áfram sem leikmaður. Hópinn má sjá hér: http://hsi.is/frettir/frett/2017/06/30/A-landslid-kvenna-Axel-hefur-valid-17-leikmenn-fyrir-Danmerkurferd/

01.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.