Fjölnir | FRÉTTIR

Leikskýrsla: Fram - Fjölnir

Fram 31 - 21 Fjölnir Olís deild kvenna 23. september kl. 13:30   Verkefnið var stórt á laugardaginn var þegar stelpurnar okkar mættu ríkjandi meisturum í Framhúsinu. Eftir flottan leik fyrr í vikunni gegn Selfoss voru stelpurnar ákveðnar að halda áfram að bæta sinn leik. Þær mættu vel undirbúnar og komust yfir 0-3. Eftir 7 mínútur þurfti Andrea að fara af leikvelli og kom hún ekki meira við sögu í leiknum. Stelpurnar héldu áfram að bíta frá sér í vörninni.…

25.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Sunddeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍ

Sunddeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍ Sunddeild Fjölnis í Grafarvogi fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ á foreldrafundi í Pálsstofu á 2. hæð Laugardalslaugar miðvikudaginn 13. september síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti forystumönnum deildarinnar viðurkenninguna. Gaman er að segja frá því að sunddeilin var fyrsta deild félagsins til að gerast fyrirmyndardeild ÍSÍ, deildin var að endurnýja nafnbótina núna eins og fram kemur fyrr í fréttinni.  Í dag eru þrjár deildir félagsins fyrirmyndardeildir sundið, karate og handbolti. Á…

22.09 2017 | Sund LESA MEIRA

Nýja Fjölnishúsið í Egilshöll

​Nú eru framkvæmdir komnar á fullt skrið við nýja íþróttahúsið hjá okkur í Egilshöll.

Setjum með nokkrar myndir af stöðunni í dag.

Framtíðin er björt !

22.09 2017 | LESA MEIRA

Igor í stuði þegar Fjölnir vann FH

Lagleg mörk hjá Igor Jugovic tryggðu Fjölni sigurinn í kvöld. Igor hafði ekki skorað í Pepsi-deildinni í sumar en hann valdi rétta tímapunktinn til að opna markareikninginn. Fjölnismenn voru ofan í baráttunni og viljinn hjá Grafarvogsliðinu var mun meiri en í síðustu leikjum. Þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni. Bestu menn kvöldsins voru, 1. Igor Jugovic Mörkin tvö voru glæsileg og frammistaða hans á miðjunni var einnig góð. 2. Þórður Ingason  Fyrirliðinn átti góðar vörslur, sérstaklega eina í upphafi leiks. Gat…

21.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Leikskýrsla: Fjölnir - Selfoss

Fjölnir 17 - 17 Selfoss Olís deild kvenna 19. september kl. 20:00   Mikil eftirvænting var fyrir leik liðanna í gærkvöldi enda mikið í húfi. Selfoss hafði unnið Stjörnuna óvænt í 1. umferð á meðan okkar stelpur áttu erfitt uppdráttar gegn góðu liði ÍBV. Það virtist hinsvegar engin áhrif hafa á stelpurnar og mesta stressið farið úr liðinu. Þær voru mjög einbeittar og mættu Selfyssingum af hörku í vörninni og náðu að loka á sterkustu vopn þeirra. Leikurinn var í…

20.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

3 fl karla Íslandsmeistarar

3. fl. karla félagsins eru Íslandsmeistarar! Liðið vann í dag 4-1 sigur á Breiðblik á Extra vellinum í úrslitaleik Íslandsmótsins fyrir framan töluverðan fjölda áhorfenda og kórónaði þar með frábært tímabil flokksins.  Til að stikla á stóru og rétt til að setja árangurinn og tímabilið í samhengi þá varð A-liðið Reykjavíkurmeistari með fullt hús stiga og markatöluna 74-4, sigruðu síðan A-deildina með markatöluna 56-16 og unnu jafnframt bikarúrslitaleikinn í þar síðustu viku 6-0 gegn Stjörnunni. Þessir strákar eru því Reykjavíkur-,…

19.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Elísa Ósk Viðarsdóttir tekur fram skóna

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Elísu Ósk Viðarsdóttur til eins árs. Elísa Ósk er 31 árs hægri skytta sem getur einnig leikið fleiri stöður á vellinum. Hún kemur frá HK þar sem hún lék við góðan orðstír frá 2005-2014 og spilaði meðal annars tvo leiki í Áskorendakeppni EHF 2011/2012 gegn Fleury Loiret Handball og skoraði 5 mörk.  Elísa Ósk er uppalin Fjölniskona sem lék með liðinu til ársins 2000 en þá elti hún þjálfarann sinn Magga Jóns til Fram og lék…

18.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: Selfoss - Fjölnir

Selfoss 34 - 24 Fjölnir Olís deild karla 17. september kl. 19:30   Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína austur fyrir fjall á leik Selfoss - Fjölnir í Olís deild karla. Þetta var leikur í 2. umferð og eftir jafntefli gegn Víkingum voru strákarnir staðráðnir í að mæta klárir til leiks gegn "erkifjendunum", en þessi lið hafa síðustu ár barist hart. Í gær var engin breyting á og mikill hiti var í leik liðanna frá byrjun. Eftir tæplega 3 mínútur án…

18.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fullt að gerast hjá Skákdeild Fjölnis

Fjölbreytt og framsækin viðfangsefni í vetrarstarfi Fjölnis MIÐVIKUDAGSÆFINGAR Skákdeild Fjölnis hóf vetrarstarfið með fjölmennri skákæfingu miðvikudaginn 13. september í tómstundasal Rimaskóla. Á fyrstu æfinguna mættu 34 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi og fylltu salinn af áhugasömum og efnilegum drengjum og stúlkum. Á hverri æfingu er boðið upp á skákkennslu og skákmót undir kjörorðunum „Skák er skemmtileg“. Það vakti athygli á fyrstu æfingunni að í hópi 10 verðlaunahafa var jafnt kynjahlutfall í hópnum. Allir fóru glaðir heim eftir skemmtilega æfingu enda veitt 15…

16.09 2017 | Skák LESA MEIRA

A landslið kvenna: Andrea Jacobsen í 16 manna hóp

Axel Stefánsson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í undakeppni fyrir EM. Landsliðið mætir Tékkum ytra miðvikudaginn 27. september og Dönum heima sunnudaginn 1. október. Andrea Jacbosen er eini leikmaðurinn í hópnum sem hefur ekki spilað mótsleik. Við erum gríðarlega stolt af henni og óskum henni og landsliðinu góðs gengis í komandi verkefnum. Áfram Ísland   #14 Andrea Jacobsen sækir að marki ÍBV í leik liðanna síðasta…

15.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: Víkingur - Fjölnir

Víkingur 26 - 26 Fjölnir Olís deild karla 11. september kl. 19:30   Strákarnir lentu strax í vandræðum með sprækt lið Víkings sem leiddi leikinn fyrstu 45 mínúturnar. Víkingur leiddi 14-10 í hálfleik. Síðustu 15 mínútur leiksins náðu okkar strákar að snúa vörn í sókn og breyttu meðal annars um vörn og fengu auðveld mörk úr hröðum sóknum. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum. Leik lauk með jafntefli og það er ljóst að bæði liðin voru…

13.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Besta leiðin á æfingu

Fjölnir, Strætó og Korpúlfar ætla að vinna saman að tilraunaverkefni í vetur.  Iðkendum félagsins í 1. og 2. bekk býðst fylgd frá frístundaheimilum hverfisins og aftur til baka með Strætó á æfingar í Egilshöll sem eru frá kl. 14.30 - 15.30 mánudaga til fimmtudaga. Iðkendur á þessum aldri sem byrja æfingar klukkan 15.00 eru hvattir til að nýta sér fylgdina á sínar æfingar.  Við hvetjum foreldra barna í 3. bekk og eldri til að kenna börnum sínum á Strætó. Starfsfólk…

12.09 2017 | LESA MEIRA

Fótbolti án aðgreiningar/Football withour restrictions

16. september nk. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions en keppendur eru bæði fatlaðir og ófatlaðir. Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnusamband Íslands stýra undirbúningi og skipulagi mótsins í samstarfi við ÍF og Special Olympics á Íslandi. Þetta er fyrsta alþjóðlega knattspyrnumót fatlaðra og ófatlaðra sem haldið er hér á landi. Hingað til lands koma þrjú erlend lið, tvö frá Færeyjum og eitt frá Eyjunni Mön. Íslensku félögin sem taka þátt í…

12.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Leikskýrsla: Fjölnir - ÍBV

Fjölnir 17 - 28 ÍBV Olís deild kvenna 10. september kl. 15:00   Stelpurnar mættu liði ÍBV í fyrsta leik í Olís deild kvenna. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins en þegar líða tók á fyrri hálfleik varð munurinn meiri. Staðan í hálfleik 6-13. Seinni hálfleikur spilaðist svipað en það vantaði aldrei baráttuna hjá okkar stelpum og svo fór að ÍBV sigraði að lokum með 11 marka mun, 17-28. Leikskýrslu má finna hér: http://www.hsi.is/motamal/motayfirlit/leikur/?leikur=44459&lidheima=101&lidgestir=210 Umfjöllun um leikinn á

11.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Foreldrahandbók körfuknattleiksdeildar.

Hér er linkur á foreldrahandbók körfuknattleiksdeildar , handbókin er rafræn og hefur að geyma flestar upplýsingar sem foreldrar og iðkendur þurfa að vita um starf deildarinnar.

11.09 2017 | Karfa LESA MEIRA

Vinnustofa foreldra

Kæru foreldrar og aðstandendur, laugardaginn 30. september milli 12:15 og 14:00 munum við halda vinnustofu fyrir foreldra um það hvernig við getum hjálpast að við að passa að börnin í karatedeildinni njóti sín í íþróttinni og nái árangri.  Jafnframt því ætlum við að fara lauslega yfir þau markmið sem við höfum sett deildinni og hvaða skref þarf að taka til að ná þeim markmiðum. Drög að dagskrá. 1. Að vera karateforeldri 2. Stefnumótun og markmið deildarinnar  3. Hvernig getum við…

09.09 2017 | Karate LESA MEIRA

Stelpurnar komnar upp í 1 deild

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu unnu Einherja í lokaleik í 2 deild kvenna.  Þær sigruðu leikinn 3 - 0 og eru því komnar í 1 deild á næsta tímabili eins og lagt var upp með í upphafi móts. Óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn.

09.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Skákæfingar ókeypis alla miðvikudaga kl. 16:30

Hinar visælu skákæfingar Fjölnis verða á dagskrá alla miðvikudaga í vetur og fara fram í tómstundasal Rimaskóla frá kl. 16:30 - 18:00. Gengið er inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis og ætlaðar þeim krökkum á grunnskólaaldri sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts en einnig boðið upp á kennslu í litlum hópum, hluta æfingartímans. Veitingar eru í boði í skákhléi og í lok hverrar æfingar er verðlaunaafhending og happadrætti. Skák er…

08.09 2017 | Skák LESA MEIRA

Umhverfisdagur Fjölnis

æstkomandi laugardag ætla iðkendur og foreldrar handknattleiksdeildar að koma saman og hreinsa til í Grafarvoginum. Við hlökkum til að sjá ykkar stundvíslega kl. 10:30 í Dalhúsum.

06.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram á Kópavogsvelli helgina 2.-3. sept. í rigningu og töluverðum vindi. Tveir keppendur frá Fjölni luku við þrautina í flokki 15 ára og yngri stúlkna. Signý Hjartardóttir varð í 2. sæti með 3481 stig og Katrín Tinna Pétursdóttir varð í 3. sæti með 2860 stig. Ekki var mikið um persónulegar bætingar á mótinu enda veðrið frekar leiðinlegt. Þó bætti Signý sig í grindahlaupi og Katrín bætti sig í hástökki og spjótkasti. Þar með er utanhússtímabilinu…

05.09 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Reykjavíkurmeistarar 2017

Meistaraflokkur karla Reykjavíkurmeistarar 2017 eftir sigur á Þrótti í kvöld, 25-34. Þeir unnu alla 4 leiki sína örugglega með 37 mörk í plús í markatölu.  Nú getum við tekið fagnandi á móti nýjum og spennandi vetri sem mun bjóða uppá nýjar áskoranir og tækifæri. Við hvetjum alla til að næla sér í árskort sem gildir á alla heimaleiki í Olís deild karla og kvenna. VERTU MEÐ FRÁ BYRJUN!  

04.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Æfingar hefjast eftir sumarleyfi

Nú er komið því að æfingar hefjist að nýju! BYRJENDUR Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 11.september. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum * Yngsti hópur (5-7 ára) 17:15-18:00 * Eldri byrjendur (8-11 ára) 18:00-18:45 * Fullorðnir byrjendur (16 ára og eldri) 20:15-21:15 Byrjendur læra sjálfsvörn, sjálfsaga, fá góða hreyfingu með frábærum hópi fólks. Endilega komið og prófið - það er engu að tapa. Munið að við æfum í léttum klæðnaði og berfætt. Fríir prufutímar í boði. Framhaldsæfingar byrja þriðjudaginn 5.september og er…

01.09 2017 | Karate LESA MEIRA

Framtíð ungra leikmanna sett í forgang

Samningar undirritaðir milli hkd. Fjölnis og Fylkis um samstarf um 3. og 4. flokk karla. Handknattleiksvertíðin er að hefjast og starfsemin að komast á fullt skrið. Nú síðla sumars var skrifað undir samninga milli hkd. Fjölnis og Fylkis um að tefla fram sameiginlegum 4. flokk karlameginn ásamt því að vera í samstarfi um 3. flokk. Mikil ánægja er með samstarfið innan félagana og ekki síst með að horft sé til 3ja ára með þessari undirritun. Þjálfari 4. flokks karla verður…

01.09 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Söludagur á fimleikafatnaði

Fimleikafatnaður verður til sölu dagana 11.- 12. september milli klukkan 17:00-19:00 í Egilshöll. Æfinga- og keppnisfatnaður fyrir allar greinar fimleika verða til sölu og geta foreldrar fengið upplýsingar um hvaða fatnaður er nauðsynlegur til æfinga og/eða keppni í vetur. Nánari upplýsingar um vörur og verð birtast á heimasíðu í næstu viku. Vinsamlegast athugið að fimleikafatnaðurinn verður afhentur 2 - 3 vikum eftir söludaginn.

01.09 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.